Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 8
Grelutóftir og Ánarmúli. Fjallið sem gnæfir við himin nefnist Ánarmúli og er 504 m. yfir sjávar-
mál. Sú arfsögn fylgir staðnum að Grelöð Bjartmarsdóttir hafi látið heygja Án rauðfeld, bónda
sinn, á toppi múlans, en talið er að landnámsmönnum hafi stundum verið fundinn legstaður þar
sem þeir gátu séð sem víðast yfir landnám sitt.
þá 29 ára gömul en Sigurður 5 árum yngri.
Þau byrjuðu að búa á þriðjungi Hrafnseyrar
og bjuggu við þann kost í 9 ár. Eftir þann tíma
fengu þau hálfa grasnyt staðarins og hálfar
tekjur prestakallsins. Við þau kjör bjuggu þau
í önnur 9 ár, eða þar til séra Sigurður fékk
veitingu fyrir Hrafnseyri 21. október 1821,
eftir lát föður síns. Séra Sigurður var prestur
á Hrafnseyri í nærri hálfa öld og prófastur var
hann lengi.
Séra Sigurður og Þórdís eignuðust þij'ú
böm. Elstur þeirra var Jón, „Oskabam Is-
lands, sómi þess, sverð og skjöldur“, þá Jens,
kennari og rektor Lærða skólans í Reykjavík
og Margrét er bjó á Steinanesi í Otradalssókn
hér í firðinum. Þegar séra Sigurður lét af
embætti 1851 fluttust þau hjón til Margrétar
dóttur sinnar. Þar andaðist hann 1855, en Þór-
dís lifði mann sinn til 1862, er hún lést níræð
að aldri. Þau hjónin hvíla í Otradalskirkju-
garði.
Séra Oddur Sveinsson, sem tók við Hrafns-
eyrarstað úr hendi séra Sigurðar, hefur lýst
þeim hjónum, en Ijósmyndir em engar til af
þeim. Séra Oddur segir svo um maddömu Þór-
dísi: „Hún var í meðallagi há, vel vaxin, and-
litið frítt og gáfulegt, augun móleit og fjörmik-
il, kona var hún hæglát og geðgóð, en
stjómsöm á heimili." Þórdís var af hinni svo-
kölluðu „svörtu ætt“, en einkenni hennar vom
dökkur háralitur og brún augu eða dökk. Þess
skal einnig getið til gamans, að Jón forseti var
dökkur á brún og brá þangað til hann giftist
Ingibjörgu sinni 1845. Nokkm seinna varð
hann alveg hvíthærður, en það vom einkenni
úr „svörtu ættinni".
Séra Sigurði lýsir starfsbróðir hans svo:
„Séra Sigurður prófastur var hár maður vexti;
þrekinn vel og að öllu hinn karlmannlegasti. I
framgöngu var hann hversdagslega mikið
stilltur og alvarlegur, en þó hinn viðfelldnasti
og viðræðubesti við alla, sem hann átti tal við.“
Ennfremur segir séra Oddur Sveinsson og
mátti hann trútt um tala:
„Þótt séra Sigurður væri að vísu einn hinn
mesti iðju -og dugnaðarmaður, og þó að hon-
um blessaðist mjög svo vel búskaparhagur,
einkum eftir að hann sat einn að brauðinu, var
velmegun hans og búsæld ekki síður að þakka
dugnaði og ráðdeild hans góðfrægu konu, sem
á Vestfjörðum er orðlögð fyrir framúrskar-
andi gáfur, dugnað og alla þá kosti, sem prýða
góða konu“.
Fátt eitt er nú vitað um æsku Jóns og upp-
vöxt í foreldrahúsum. Ljóst er þó að hann var
alinn upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðu-
semi. Hann vandist allri vinnu sem þá tíðkað-
ist, til lands og sjávar. Honum var snemma
kennt að bjarga sér sjálfur og kemur það fram
eins og rauður þráður í öllu hans lífi. Staðgóð-
ur hefur arfurinn verið sem hann hafði með
sér úr foreldrahúsum, þó ekki væru það fjár-
munir. Spyrja má í dag hvaða gen það voru
sem Jón Sigurðsson hlaut í arf frá foreldrum
sinum og gerðu honum kleyft að afkasta öllu
því sem raun bar vitni fyrir þjóð sína. Er
kannski eitthvað til sem kalla mætti Jóns Sig-
urðssonar genið?
Alþingi ályktar um Hrafnseyri
Á lýðveldisárinu 1944 báru þeir Ásgeir Ás-
geirsson, Einar Olgeirsson, Gunnar Thorodd-
sen og Bjarni Ásgeirsson fram á Alþingi tilögu
til þingsályktunar um framkvæmdir á Hrafns-
eyri við Amarfjörð. Tillagan hljóðaði svo:
„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að
fela nefnd þeirri, er skipuð verður til að undir-
búa hátíðahöld vegna lýðveldisstofnunar á ís-
landi, að rannsaka og gera tillögur um nauð-
synlegar fi-amkvæmdir á Hrafnseyri við
Ámarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar."
Hrafnseyrarnefnd
Tillaga þessi, sem samþykkt var með sam-
hljóða atkvæðum þann 10. marz 1944, má telj-
ast grundvöllur þeirrar uppbyggingar sem átt
hefur sér stað á Hrafnseyri frá lýðveldisstofn-
un. Undirbúningsnefnd lýðveldishátíðarinnar
fór til Hrafnseyrar og athugaði staðinn og mál-
efni þetta vandlega. Gerði hún síðan tillögur
um ýmsar framkvæmdir á Hrafnseyri og skip-
un nefndar til að stýra þeim. Nefndin var svo
kosin 1945. Hana skipuðu Ásgeir Ásgeirsson,
alþingismaður sem var formaður, Bjöm Guð-
mundsson kennari á Núpi og Jóhann Skafta-
son sýslumaður á Patreksfirði. Er þetta hin
íyrsta Hrafnseyramefnd og hefur hún verið
starfandi síðan, eða i 55 ár. Hefur nefndin alla
tíð starfað launalaust og verður ekki annað
sagt en störf hennar hafi verið mjög farsæl.
Asgeir Ásgeirsson var formaður Hrafnseyr-
amefndar meðan hann var alþingismaður V-
ísafjarðarsýslu og síðar forseti íslands þar til
hann féll frá 1972. Þá tók Þórhallur sonur
hans við formennskunni og gegndi henni í 20
ár. Matthías Bjamason tók við af Þórhalli og
skilaði svo kyndlinum í hendur Eiríks Finns
Greipssonar á Flateyri sem gegnir for-
mennskunni í dag. Aðrir núverandi nefndar-
menn eru Jón Pál Halldórsson, ísafirði, Hall-
dór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Angantýr
Valur Jónasson, Þingeyri og Þorgeir Eyjólfs-
son, Reykjavík._ Um langt skeið áttu sæti í
nefndinni þeir Ágúst Böðvarsson frá Hrafns-
eyri, Hannibal Valdimarsson og Sturla Jóns-
son, Suðureyri.
Á engan er hallað, þótt sagt sé, að þeir feðg-
ar, Ásgeir og Þórhallur, hafi verið lífið og sálin
í starfi nefndarinnar meðan þeir sátu í henni,
en allir hafa nefndarmenn lagt gott til mála.
Það sýnir eindrægni og samheldni í nefndinni,
að mannaskipti hafa verið þar ákaflega fátíð.
Uppbyggingin á staðnum
Hugmyndir manna um Hrafnseyri eftir lýð-
veldisstofnun voru þær, að á staðnum sæti
áfram prestur og þar yrði heimavistarskóli
fyrir byggðir Amarfjarðar og lítið safn tengt
Jóni Sigurðssyni. Einnig að nýta jörðina til
búrekstrar og aðstaða yrði til að veita ferða-
fólki beina.
Á árunum 1956-1957 var hafist handa um
byggingu á prestssetri og skólahúsi undir
sama þaki, eftir teikningum Ágústar Stein-
grímssonar arkitekts hjá Húsameistara ríkis-
ins og var hluti hússins tekinn í notkun á 150
ára afmælishátíð Jóns Sigurðssonar 1961.
Lokið var við þá húsbyggingu 1980, en 3.
ágúst það ár, þegar minnst var hundruðustu
ártíðar Jóns Sigurðssonar, vígði Sigurbjörn
Einarsson biskup Minningarkapellu Jóns Sig-
urðssonar í innri álmu hússins, sem að mestu
var reist fyrir fjármuni úr sjóði sem Ásgeir
Ásgeirsson forseti stofnaði til minningar um
Dóm Þórhallsdóttur, eiginkonu sína. Vigdís
Finnbogadóttir, forseti, opnaði einnig form-
lega Safn Jóns Sigurðssonar þann dag og var
það eitt af hennar fyrstu verkum í embætti.
Um sextíu þúsund manns hafa sótt Hrafnseyri
heim frá því Vigdís opnaði safnið.
Það voru þeir Einar Laxness sagnfræðing-
ur og Steinþór Sigurðsson listmálari sem sáu
um uppsetningu safnsins. Steinþór sá einnig
um fyrirkomulag í kapellunni en embætti
Húsameistara ríkisins hafði með byggingar-
lega hlið málsins að gera.
Þegar hér var komið sögu, voru forsendur
gjörbreyttar frá því sem varið hafði þegar lýð-
veldið var stofnað. Byggðir Amarfjarðar
höfðu tæmst af fólki að verulegu leyti og
prestur sat ekki lengur staðinn. Aðeins hluti af
eldra húsinu var notaður fyrir skólann í Auð-
kúluhreppi auk þess sem bóndinn á staðnum
hafði þar aðsetur.
Útihús vegna búskapar, fjós og hlaða, voru
byggð á svokölluðum Hrafnseyrarhúsum á
sjötta áratugnum og fjárhús fyrir 200 fjár
voru reist 1969.
Gufubað Grelaðar? í námunda við Grelutóftir er jarðhýsi nokkurt sem þak hefur verið yfir áður
fyrr. Við fornleifarannsóknir kom í Ijós að þar mun að öllum líkindum hafa verið gufubað frum-
byggjanna. Kveiktur var eldur í ofninum sem sést á myndinni og vatni skvett á steinana. Við það
myndaðist gufan.
Sveinn Einarsson, hleðslumaður frá Hrjóti, að störfum fyrir framan Hrafnseyrarkirkju.
Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Jón Páll Halldórsson og Þórhallur Ásgeirsson við skilti á
jörðinni Gljúfurá innan við Hrafnseyri, sem sett var upp til leiðbeiningar ferðafólki. Eignar-
hald Jóns Slgurðssonar á 10 hundruðum í Gljúfurá gerði honum kleift að bjóða sig fram til þings í
fyrsta sinn.
Úr safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000