Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 6
FANQB ROGÐ
VIÐ TIMANN
Tími - fresta flugi þínu er
yfirskrift viðamikillar sýn-
ingar á verkum þekktra
erlendra og íslenskra
listamanna sem verður
opnuð á Kjarvalsstöðum í
dag. HÁVARSIGUR-
JÓNSSON kynnti sér
sýninguna í fylgd Eiríks
Þorlákssonar og Ágústu
Kristófersdóttur.
ÝNINGIN Tími - fresta för
þinni er hvorki heimspekileg
né vísindaleg úttekt á tíman-
um í listinni og ekki heldur
fjölfræðileg sýning á fyrir-
™ hrip-öinu. Hún er úrval ein-
---
stakra listaverka sem
tímann að þema, bæði að inn-
taki og myndrænt. Sýningin er fagurfræði-
leg heild með tilvísanir í ólík söguleg tímabil
listasögunnar. Slík sýning hlýtur að vera
einföldun á svo umfangsmiklu og stórbrotnu
viðfangsefni. Og það sem meira er: slík sýn-
ing felst alltaf í endurbyggingu og getur
aldrei orðið annað en mótsagnakenndur
vitnisburður, því í eðli sínu „drepur myndin
og sýningin tímann“. Þannig farast Gunnari
B. Kvaran, forstöðumanni Listasafnsins í
Björgvin, orð í inngangi veglegrar sýningar-
skrár en sýningin Tími - fresta för þinni er
samvinnuverkefni Listasafna Reykjavíkur
og Björgvinjar, báðar útnefndar Menningar-
borgir Evrópu 2000 og er þetta framlag
listasafnanna tveggja til menningarársins.
Sýningin kemur hingað frá Björgvin þar
sem hún var opin frá 7. apríl til 14. maí og
verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag og
stendurtil 8. október. Meðal listamanna sem
verk eiga á sýningunni eru Dieter Roth,
Kristján Guðmundsson, Felix
Gonzales-Torres, Lawrence Weiner, Joseph
Kosuth, Tehcing Hsieh, Christian Boltanski,
On Kawara, Per Kirkeby, Yoko Ono, Dennis
Oppenheim, Andres Serrano, Christo og
Claude Rutault.
Tíminn frá ýmsum hliðum
Á sýningunni er tímahugtakið skoðað út
frá ýmsum sjónarhornum en þó aðallega út
frá tímaferli listaverksins sem bregður t.d.
ljósi á listaverk Christo og Jeanne-Claude,
er líta á listaverkið sem ferli, sem felur í sér
undirbúning, skipulag, gerð og skráningu.
Tíma listamannsins sem er táknrænt yfir-
lit yfir listferil Romans Opalka sem síðustu
áratugi hefur í verkum sínum skráð sinn
eigin tíma, með því að telja hann niður.
Tímasýn sem fjallar um það hvernig lista-
menn hafa sýnt tímann í verkum sínum. Má
George Maciunas. One Year 1972.
þar m.a. nefna konseptlistamennina On
Kawara, Joseph Kosuth og Kristján Guð-
mundsson. Landlistargönguverk Richards
Longs og Sólarverk Rogers Acklings falla
undir sama hatt og sömuleiðis sýning
Hsiehs sem lýsir tímanum í lífí hans frá
þeim degi sem hann gekk út úr íbúð sinni
og til þess dags er hann sneri aftur, einu ári
síðar. Tíma sem byggingarlegum hluta lista-
verksins, þar sem tíminn er gerður að raun-
verulegum og virkum þætti í listaverkinu
með því að leyfa hreyfingu, ferli og hrörnun
taka fram fyrir hendur listamannsins. Verk
Claude Rutault, sem hefur orðið fyrir barð-
inu á skemmdarvörgum í undirgöngum
Reykjavíkur eru dæmi um þetta sem og
verk Yoko Ono og Dieter Roth.
Tímans tákn í byggingum sem er sérstakt
framlag Listasafns Reykjavíkur, unnið af
byggingarlistardeild safnsins þar sem Kjar-
valsstaðir eru skoðaðir út frá sambúð safns-
ins og tímans.
Raunverulegum tíma listaverksins sem
stendur eðlilega utan sýningarinnar en er
jafnframt hluti af henni. Hér er á ferð
gjörningur sem listamaðurinn Magnús Páls-
son mun fremja í Hafnarhúsinu í dag kl. 17
og 20.30 og ber yfirskriftina Þrígaldur
þursavænn. Verkið er í fjórum köflum af
hljóðum, atburðum og hljóðljóðum. Þátttak-
endur með Magnúsi eru alls 25 en vélknúnir
leikmunir setja einnig sterkan svip á við-
burðinn.
Ólík viðhorf til tímans
„Þetta er mjög fjölbreytt sýning og verk-
VERK HLAÐIN
TILFINNINGU
Pólski listamaðurinn Roman Opalka, sem á verk
á sýningunni Tími - fresta flugi þínu, hefur helgað
sig því verkefni að skrá tölur á striga allt frá í byrjun
ferils síns á sjötta áratugnum. HÁVAF >
SIGURJÓNSSON ræddi við Opalka um hina
sérstæðu listsköpun hans, viðhorf til lífsins og
um hugmyndirnar að baki list hans sem f íann
útlistar af óslökkvandi ástríðu.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000