Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 11
HEIMSOKN A DÝRA-SPÍTALANN SMÁSAGA EFTIR HALLDÓR SNORRASON ÞAÐ VAR laust upp úr hádegi að tengdamamma hringdi í mig og tjáði mér að hún væri í standandi vandræðum, aldrei þessu vant. Einhver ótukt hafði hent steini í hægri afturlöppina á Sæmundi og hann gat naumast tyllt í hana. Hann vildi hvorki éta né lepja og frómt frá sagt bar hann sig afleitlega. Spurn- ingin var því sú hvað ég gæti gert í málinu. Jú, farið með þau bæði, tengdamömmu og Sæ- mund, á dýraspítalann. Þar sem ég hef alla tíð verið mikill kattavinur brást ég skjótt við og tók að mér hlutverk sjúkrabílstjóra. Þegar hér er komið sögu er trú- lega öllum orðið Ijóst að títtnefndur Sæmundur er köttur. Gulbröndóttur og stríðalinn eins og allir kettú tengdamömmu hafa alltaf verið. Ekki gekk ökuferðin þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Sæmundur vældi og veinaði og bar sig, vægast sagt, mjög aumlega enda þótt tengdamamma færi um hann móðurlegum höndum, rétt eins og hún væri með hvítvoðung í kjöltunni. Hún sagði honum að læknirinn væri góður maður sem myndi lækna litlu loppuna og þá gæti hann aftur hlaupið um í garðinum. Með- an tengdamamma var að útskýra hvað þetta væri allt auðvelt og einfalt hætti Sæmundur öllu voli og veini en um leið og tengdamamma þagnaði upphófst sama vælið og veinið, bara öllu átakanlegra. Þegar við renndum í hlað á dýraspítalanum tóku á móti okkur slefandi, geltandi og gólandi risahundar. Sæmundur vildi helst snúa frá enda voru þessar skepnur eins og Frankenstein frá hans sjónarhóli séð. Sem betur fór voru þeir tjóðraðir og innan girðingar. En alla vega varð Sæmundi ekki um sel. Aldeilis var þröíig á þffigí þSgST ÍHK VST liQffi- ið, setið í hverju sæti og staðið með veggjum. Allir voru með einhverja dýrategund. Hér átti við lýsing bóndans í Svarfaðardal, þegar hann kom úr fámenninu í kaupfélagið á Dalvík á Þor- láksmessu, „að ekki væri hægt að snúa við grát- ittlingi“. Lítil ljóshærð stúlka með stórt fuglabúr í kjöltunni stóð upp þegar hún sá tengdamömmu koma inn með Sæmund í fanginu og bauð henni sætið sitt. í búrinu var stærðar rauðnefjaður páfagaukur. Tengdamamma þakkaði litlu stúlkunni kærlega fyrir og settist. Þá skríkti í fuglinum: „Segja takk, segja takk.“ „Hún var búin að segja takk,“ sagði Utla stúlkan við páfagaukinn. „Ekki skamma, ekki skamma," sagði þá fugl- inn. Ég var kominn í biðröð til að láta vita af komu Sæmundar. Á undan mér var tætingslegur drengur með svarta prjónahúfu á hausnum og dúfu í bréfpoka. Bara goggurinn stóð upp úr. „Jæja, hvað ert þú með í pokanum?“ spurði dýralæknirinn, ung og brosmild stúlka. „Þetta er dúfa,“ sagði stráksi. „Vængurinn á henni er brotinn. Sko, hún getur ekki fljúgað. Kanntu ekki að lækna hana? Geturðu ekki gróað vænginn á hana?“ Dýralæknirinn tók dúfuna upp úr pokanum og skoðaði hana. „Er þetta kannski bréfdúfa?" spurði hún stráksa. „Bréfdúfa,“ át stráksi aulalega eftir. „Nei, nei, það held ég ekki,“ hélt hann áfram. „Kannski er þetta bara bréfpokadúfa," og það urgaði í honum hláturinn um leið og hann krumpaði saman bréfpokann með ósjálfráðu handapati. Og stráksi hélt áfram: „Hún fljúgði á símavír yfii- bílaplaninu og svo bara datt hún ofan á bílinn. Og hvað heldurðu maður?“ Stráksi var orðinn óðamála. „Svo drullaði hún bara á bflinn og...“ „Þetta var nú ekki skemmtileg saga,“ greip dýralæknirinn fram í. „En því miður er ekki hægt að lækna dúfuna þína. Hún er svo mikið veik. Við verðum að svæfa hana.“ „Og hvenær vaknar hún svo? Ég skal alveg bíða þangað til hún vaknar,“ sagði stráksi. „Ef við svæfum hana vaknar hún ekki aftur,“ sagði dýralæknirinn blíðlega. „Það er eins og bróðir hennar ömmu. Hann sofnaði einu sinni í ruggustólnum heima hjá ömmu. Svo vaknaði hann bara ekki aftur,“ sagði stráksi og bætti síðan við: „Ég ætlaði að vekja hann og ruggaði og rugg- aði stólinn þangað til bróðir hennar ömmu datt á gólfið, en samt vaknaði hann ekki.“ „Já, þetta er alveg rétt hjá þér. Þetta getur einmitt komið fyrir,“ sagði dýralæknirinn með samúðarbros á vör og fór með fuglinn á bak við. Stráksi var greinilega leiður með þessi mála- lok og mjakaði sér frá skrifborðinu. Þá var röðin komin að mér. Dýralæknirinn fletti spjaldskránni og spurði um nafn án þess að líta upp. „Sæmundur," sagði ég. „Hvers son?“ spurði hún. „Hvers son?“ endurtók ég. „Ja, það lá aldrei ljóst fyrir. Þetta var bara svona uppákoma.“ Hún leit upp á mig og brosti. Ég brosti líka. „En það var allan tímann vitað hver var móð- irin. Það var Skotta sáluga," sagði ég sannfær- andi. Hún hætti að gramsa í spjaldskránni, lagði frá sér kúlupennann og lyfti sér aðeins í sætinu. „Sæmundur," sagði hún og ætlaði að segja eitthvað meir... „Já, Sæmundur er héma.“ Tengdamamma var komin upp að borðinu með Sæmund í fang- inu og otaði honum fram svona til frekari áréttingar. Eftir að hafa gefið greinargóða lýs- ingu á krankleika Sæmundar settist tengda- mamma aftur í sætið sitt með Sæmund. Ennþá var setið í hverju sæti svo ég gekk um og skoðaði hundamyndir á veggjunum. Ungt par, leðurklætt uppúr og niðurúr sat á einum bekknum og hélt í stóreflis hund sem lá við fæt- ur þeirra. Hundurinn virtist afar taugaveiklað- ur og slengdi álnarlöngu skottinu taktfast fram og til baka eftir gólfinu. „Mamma, mamma, sjáðu stóra hundinn. Hann er að sópa gólfið með halanum," sagði lít- ill óþekktarormur, sem lét öllum illum látum við hné móður sinnar. „Þú átt ekki að segja halanum væni minn. Það heitir skott,“ sagði móðir hans í vælutón. „Mér er alveg sama. Hann er samt að sópa gólfið með halanum.“ „Ekki skamma, ekki skamma,“ gargaði páfa- gaukurinn í búrinu. Útidymar opnuðust og inn kom gamall mað- ur með grátt alskegg, í frakka og með vettlinga. Hann hélt á stóru búri í fanginu með tveimur hömstrum. Með honum voru tveir litlir drengir. Annar hélt innidyrunum opnum meðan afinn smokraði sér aftur á bak með búrið í fanginu og auðvitað þurfti hann endilega að trampa ofan á skottið á stóra hundinum, sem var „að sópa gólfið". Myndlýsing/Guðný Svava Shxmdberg Nú gerðust hlutimir hratt. Stóri hundurinn urraði hroðalega og sleit sig frá leðurklæddu eigendunum sínum, glefsaði síðan eldsnöggt í aðra buxnaskálm afans sem auðvitað missti búrið með hömstrunum tveimur. Búrið hrökk úr lás og hamstrarnir tóku strax á rás og fóru að skoða sig um í heiminum. Ein konan reyndi að klifra upp á stól og jesúsaði sig í bak og fyrir en það dugði ekki til. Hún valt um koll með miklum látum. „Ekki skamma, ekki skamma," gargaði fugl- inn. Afadrengirnir lokkuðu hamstrana til sín og tróðu þeim inn í búrið og allt varð tiltölulega ró- legt. „Það ætti að banna svona óféti,“ sagði mikið máluð frú í pels með svipljótan kjölturakka sem hún hjúfraði upp að sér og kyssti á trýnið. „Það ætti nú að hafa svona pelsakerlingar í búri, eins og hina apana,“ sagði annar afastrák- urinn við bróður sinn. „Ekki skamma, ekki skamma," urgaði í fugl- inum. Litla ljóshærða stúlkan með fuglabúrið stóð ennþá við hliðina á tengdamömmu og spurði hana, ósköp hæversklega, hvað væri að Sæ- mundi. „Hann meiddi sig á annarri afturloppunni. Annað hvort er hún brotin eða snúin.“ , Ajnma mín datt líka í hálku og hún sneri fót- inn á sér voða illa. Hann bara sneri öfugt. Afi sagði að það gerði ekkert til, hún amma vissi aldrei hvort hún væri að fara eða koma.“ „Aldeilis er ég nú hissa,“ sagði tengda- mamma. „Þetta var nú ekki fallega sagt hjá honum afa þínum.“ „Hann afi lét alltaf svona en hann var nú samt ágætur. Hann gaf mér páfagaukinn.“ Nú var röðin komin að Sæmundi að fara á bak við í læknarannsókn. Tengdamamma var hálfóróleg á meðan. Sæmundur kom til baka með spelku og vafða loppu. Dýralæknirinn lagði hann í kjöltu tengdamömmu og sagði með sínu ljúfa brosi að þetta myndi gróa fljótt og vel. Þegar við komum út byijuðu stóru Ijótu hundarnir að gelta og góla. Sæmundur lét það ekki fá neitt á sig. Hann vissi að við vorum á heimleið, tengdamamma hafði sagt honum það. Höfundurinn rak um árabil bilasölu í Reykjavík og hefur verið annar aðstandenda sumarleikhússins Light Nights. ERLENDAR/ BÆKUR ,MAKT MYRKRANNA" //' James Sharpe: Instruments of Dark- ness. Witchcraft in England. 1550- 1750. Penguin Books 1997. Óttinn við illviljuð yfimáttúruleg öfl var einn þáttur mennskrar meðvitundar svo langt sem heimildir vitna. Andstæða þessara afla var goðsöguleg öfl, guðir sem vernduðu mannheima. Með kristn- um sið nefndust þessi öfl Guð og Djöfull. Mennirnir tóku þátt í þessari baráttu góðs og ills. Á ármiðöldum viðurkenndi kirkjan hinn svonefnda svarta galdur en óttinn við hann virðist hafa verið minni en síðar varð. Kirkjuleg yfirvöld bönn- uðu fom hindurvitni, svo sem að trúa á loftferðir noma á sóplum á dögum Karls mikla og aðra óttablandna hjátrú. Guð var djöflinum yfirsterkari og þau öfl sem talin vom skaðsamleg mennskri sál máttu sín lítils. Trúin á galdra, svarta- galdur var lífseig meðal almúga og yfir- stétta. I upphafi nýaldar virðist ótti manna við djöfulinn hafa magnast. Með uppkomu mótmælendatrúar magnaðist þessi ótti að mun, innan kaþólsku kirkjunnar magnaði hin svonefnda „djöflafræði" þennan ótta, en sú fræði- grein 16. og 17. aldar, guðfræðingar og „náttúruskoðæ'ar" lögðu mikið kapp á náttúmskoðun og „vLsindalegar" rann- sóknir náttúmaflanna, djöflafræðin var einn þáttur þessara rannsókna. Lærðir höfundar sem stunduðu þessi fræði sldptu hundmðum, meðal þeirra var Páll Bjömsson í Selárdal, hann stundaði landaskipunarfræði, stjömufræði og skrifaði lærðar ritgerðir í erlend fræði- rit, en jafnframt var hann altekinn vissu um ógnvekjandi öfl í mynd svarta gald- urs. Menn stunduðu náttúravísindi nýju- aldar samkvæmt heimildum sem þá mótuðu hinn lærða heim. Bodin, sem nefndur var Aristoteles 16. aldar, er kunnastur tyrir nt síii Urfi StjórílfGEðl, en hann var jafnframt „meðvitaður“ um tilveru djöfulsins og erindreka hans, noma og annarra galdrakinda. í 300 ár vom þessi efni rædd og íhuguð sem fúll- komin staðreynd og til þess að geta skil- ið „galdrafárið" og afleiðingar þess verður að setja sig inn í hugarheima, hugsunarhátt og þekldngu þá og „raun- vísindi" sem þá giltu auk guðfræði tím- anna. Galdrar vom ein staðreynd mennskrar tilveru og til þess að geta skilið þessa staðreynd dugir ekki fyrir- fram fordæming á viðhorfum lærðustu heimspekinga og guðfræðinga á því tímabili sem galdrafárið geisaði í Evrópu. James Sharp leitast við að segja sögu „galdrafársins" á Englandi 1550-1750. Hann telur að borgara- styrjaldir, trúskipti, kvenhatur og efna- hagslegar formbreytingar hafi stuðlað að galdraofsóknum á Englandi og að ný viðhorf í guðfræði og skynsemisstefna hafi orkað að hjöðnun þess. Höfundur rekur viðhorf ráðamanna og almennings til galdraiðkunar, eins og hún var iðkuð frá fornu fari, síðan ræðir hann guð- fræðilegar og lögfræðilegar forsendur að ofsóknunum. Hann rekur nokkur galdramál, málatilbúnað, rannsóknir og dóma og hegningar og iðmn sem yfir- völd lögðu mikla áherslu á að fengist. Höfundur virðist álíta að iðranarkrafan hafi verið formsatriði til þess að hinn sakfelldi viðurkenndi skoðanir valdhaf- anna. Þessi misskilningur kemur oft fram f umíjöllun um sakamál frá þess- um tímum. Áherslan á iðmn var komin til af því, að dómarar töldu sig bera sið- ferðilega skyldu til þess að forða saka- manni frá enn verri refsingu annars heims með iðranarkröfunni, ástæðan var trúarleg umhyggja fyrir sáluhjálp sakamannsins. Þessi misskilningur staf- ar af því að „nútímamenn" eiga erfitt með að skilja hugarheima liðinna tíma, þar sem menn lifðu í tveimur heimum. Skortur á ímyndunaraíli og þekkingu kemur hér til. Bókin er ítarleg og ná- kvæm í skilgreiningum og má flokka hana til vandaðra rita frá Englandi um þessi efni, svo sem rita Keith Thomas, A. Macfarlines og Trevor Ropes. Siglaugur Brynleifsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000 I 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.