Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 5
um fé Kols“ ... „því að þar er það fé, er margur mun stórt illt af hljóta, þvi að illa er fengið.“ Sturla svaraði því til að ekki mundi betra hljótast af fé Snorra bróður hans. „Fyrr mun þér það betra en þetta“ var svar Sighvats. Apavatnsför og sá slóði sem hún dró á eftir sér ber því vitni að Sturla Sig- hvatsson hafi einungis hugsað einn leik í einu og ekki ígrundað hver mótleikurinn gæti orðið. Sturla Þórðarson var í fylgd nafna síns í Apavatnsför. Af lýsingu Sturlu virðist svo sem Gissur Þorvaldsson hafi ekki látið sér detta í hug að Sturla hygði á fjör- ráð við sig, enda hafði hann ekkert til saka unnið. „þeir Sturla og Gissur ganga á tal, og hver annarra talaði við sinn kumpán. þeir voru fóstbræður Sturla Þórðarson og Klængur [Bjarnarson bróðursonur Gissurar], og gengu þeir á tal. „Spyr Klængur Sturlu:„Munuð þér eigi svíkja oss? þá værið þér gersimar, ef þér gerðuð það.“ Hví spyr þú slíks?“ segir Sturla, og mun það fjarri fara.“ „Vér gerðum orð á slíku með oss,“ segir Klængur. þessi orðaskipti benda annars vegar til þess að liðsmenn Gissurar hafi ekki verið grunlaus- ir með öllu að brögð væru í tafli, en Sturlu þórðarsyni hins vegar ekki kunnugt um hvað Sturla ætlaðist fyrir. það varð brátt ljóst þeg- ar Sturla kallaði til tvo menn að gæta Gissurar og bar fram tylliástæður fyrir handtökunni og skipaði mönnum Gissurar að leggja frá sér vopnin. Helst er að skilja frásögn Islendinga sögu svo sem Gissur hafi ekki haft minnsta grun um hvað Sturla ætlaðist fyrir og áform Sturlu ekki fastmótað. þegar Gissur spyr Sturlu hví hann láti leggja hendur á sig, bað Sturla „hann ekki efast í því, að hann ætlaði sér meira hlut en öðrum mönnum á íslandi. „En mér þykkir sem þá sé allir yfirkomnir, er þú ert, því að eg uggi þig einn manna á íslandi, ef eigi fer vel með okkur.““ Síðan var Gissur látinn sverja utanferð sína og trúnað við Sturlu. Gissur vann Sturlu norrænan eið, þar sem ferð hans var til Noregs heitið, og því við bætt, „að eg skal til þín aldri öfugt orð mæla ódrukkinn." Hér virðist sem lítil alvara hafi búið að baki. Daginn eftir var stefnan tekin út í Grímsnes og til Ólfuss. Reið Gissur fyrir allan þann dag. „Var Sturla heldur ófrýnn og djúp- hugsaður, en Gissur var hinn kátasti." „það er sögn Gissurar sjálfs, að þá er þeir námu staðar í hrauninu fyrir ofan Álftavatn og sátu á baki; Og þagöi Stur'ia svö um hríð. Og er svo hafði verið um stund, mælti hann: „Ríðum enn.“ Hefir Gissur þá helst grunað, hvort Sturla ef- aðist þá eigi, hvern veg hann skyldi af gera við hann og enn fleiri menn aðra.“ Sturla þórðarson hefir trúlega verið sjónarvottur að atferli og svipbrigðum frænda síns sem öfugt við Gissur gat ekki leynt því hvað honum bjó í hug. í þessari frásögn er þverbrestunum í skapgerð Sturlu Sighvatssonar hvað best lýst. Nafni hans lýsti honum svo um þessar mundir: „í þenna tíma var svo mikill ofsi Sturlu Sighvats- sonar, að nær engir menn héldu sér réttum fyrir honum. Og svo hafa sumir menn hermt orð hans síðan, að hann þóttist allt land hafa undir lagt, ef hann gæti Gissur yfir komið.“ þessum orðum fylgir lýsing Sturlu á Gissuri þorvaldssyni og hversu hann fór með vald sitt fram að Apavatnsför. Nú hikaði Sturla Sig- hvatsson við að ganga milli bols og höfuðs á þeim manni sem hann mátti gruna að myndi gera valdadrauma hans að engu og búa honum beisklegan aldurtila við fyrsta tækifæri. Með Apavatnsför var uppgangi Sturlunga lokið. í skjótri svipan hrundi veldi þeirra. Þeir guldu brátt mikið afhroð í mannaláti og ríki þeirra riðaði til falls. Bölvaldurinn var öðru fremur ágirnd Snorra Sturlusonar og Sturlu Sighvatssonar til fjár og valda og varð báðum að fjörtjóni. þótt sumir þeirra Sturlunga sem eftir lifðu kæmust til nokkurra metorða um skeið stóð sú dýrð jafnan stutt. Gissur Þorvaldsson hafði orð sín og eiða við Sturlu Sighvatsson að engu. Hann snerist gegn honum jafnskjótt og færi gafst og gerði bandalag við Kolbein unga að hefja liðsafnað og fara að þeim feðgum Sturlu og Sighvati. Eftir Apavatnsför lagði hann brennandi hatur á Sturlu Sighvatsson og gerðist einráðinn í því að ráða hann af dögum. „þeir Kolbeinn frænd- ur réðu það á Kilinum, að þeir skyldi flokka uppi hafa og slíta eigi fyrr en aðrir hvárir væru í helju, Sturla eða þeir“, stendur í ís- lendinga sögu Sturlu. Samskipti Ásbirninga og Sturlunga gengu heldur í öldum og réð þar nokkru um að þeir bræður þórður og Snorri Sturlusynir héldu oftar en ekki hlífiskildi yfir Guðmundi biskupi góða gegn vilja Ásbirninga. Sturla Sighvatsson var sem öllum heillum horfinn eftir Apavatnsför. Aðgerðir hans voru óskipulegar og fálmkenndar sumarið 1238 þegar hann komst á snoðir um að Gissur og Kolbeinn ungi drógu lið saman til að fara að honum. Sturla Þórðarson var jafnan í fylgd hans þetta sumar. Miklar draumfarir voru þetta sumar og mjög á einn veg. Mann í Skagafirði dreymdi að hann spyrði um ófriðinn sem uppi var í hér- aðinu og fékk þetta svar:„IUa mun verða og allilla. Sturla mun falla og Kolbeinn mun eigi á braut komast.“. Draumamaðurinn óttaðist að hér væri átt við Kolbein unga. Engu að síður þótti honum fall Sturlu „allillt". Eftirtektarverðust eru samt þau ummæli sem höfð eru eftir Sturlu Sighvatssyni daginn fyrir Örlygsstaðabardaga þegar rætt var um hvort Kolbeinn og Gissur væru að koma að sunnan, en þá tók Sturla svo til orða: „Mikinn mun ætla eg þess vera með oss frændum, hvern veg það er gefið. Ef þeir hafa vald yfir mér, frændur mínir, þá hygg eg að mér sé dauðinn einn ætlaður. En það veit guð með mér, þó að eg eigi vald á þeim, að einskis þeirra blóði skal eg út hella“. að er athyglisvert að nóttina fyrir Ör- lygsstaðabardaga er prestur í sömu lokrekkju og Sturla Sighvatsson, en Sturla Þórðarson í þeirri næstu ásamt öðrum manni. Sturla Sighvatsson hafði erfiðar draumfarir síðustu nótt ævi sinnar: „Sturla vaknaði, þá er skammt var sól farin. Hann settist upp og var sveittur um andlitið. Hann strauk fast hendinni um kinnina og mælti: „Ekki er mark að draumum.““ í stað þess að bregða hart við og skipa liði sínu þegar sást til herja Kolbeins og Gissurar á leiðinni yfir Hér- aðsvötnin gekk Sturla til kii-kju og „tók rollu úr pússi sínum og söng Ágústínusarbæn, með- an liðið bjóst.“ Ekki er hægt að segja að um herstjórn hafi verið að ræða af hendi Sturl- unga í Örlygsstaðabardaga. Sturla Sighvatsson var klæddur blárri úlpu þegar hann hélt til bardaga. Hann varðist djarflega þegar að honum var sótt, en alit kom fyrir ekki, enda var Grásíða, spjótið sem hann varðist með, „fornt og ekki vel stinnt mála- spjót. Hann lagði svo hart með því jafnan, að menn féllu fyrir, en spjótið lagðist, og brá hann því undir fót sér nökkurum sinnum." Margir urðu til að bera vopn á hann, en aðrir reyndu að hlífa honum þegar hann var orðinn óvígur af sárum og mæði. „þá kom Gissur til og kastaði af honum hlífunum og svo stálhúf- unni. Hann mælti: „Hér skal eg að vinna.“ Hann tók breiðöxi úr hendi þórði Valdasyni og hjó í höfuð Sturlu vinstra megin fyrir aftan eyrað mikið sár og hljóp lítt í sundur. Það segja menn þeir, er hjá voru, að Gissur hljóp báðum fótum upp vlð, er hanii hjó Sturki, svo að loft sá milli fótanna og jarðarinnai’". Fleiri urðu til að bera vopn á Sturlu, en engin sár blæddu, þau er hann fékk, síðan er Gissur vann á honum, segir Sturla þórðarson ííslend- inga sögu. Sturla Sighvatsson hefir hlotið þunga dóma í sögu vorri þrátt fyrir þá glæsimynd sem Sturla Þórðarson frændi hans dró upp af hon- um ungum. Hann skorti hvorki glæsileik né hreysti höfðingjans, en hann gerðist sekur um synd ofdrambsins. Sturlu Þórðarsyni verður tíðrætt um ofsa hans þegar á líður ævina. Hann braut orð og eiða þegar það hentaði hon- um og aldurtila hans skorti mikilleik hetju- dauðans. Framkoma hans við Guðmund bisk- up góða bendir ekki til að trúarlíf hans hafi staðið svo djúpum rótum. Marlene Ciklamini talar um að Sturla hafi orðið „leiksoppur stöðu sinnar og tilhneig- inga“. Hann gengur til kirkju í stað þess búast til orrustu. Marlene Ciklamini skýrir viðbrögð hans á þessa leið: „Viðbúnaður hans fyrir hinstu orrustuna og háttalag hans í sjálfum bardaganum ber vitni um það að hugur hans beinist fremur að andlegum efnum en að því að verja völd sín og líf af skynsemi og skörungsskap. Hann hefur enga stjórn á her sínum, hann hefur áður sagt að hann vilji ekki drepa menn og sýnir það nú í reynd, vörn hans er í molum,... Samræmi er nú milli ásetnings hans og athafna." Hér skal hvorki reynt að hrekja skýr- ingar Marlene Ciklamini á breyttu lífsviðhorfi Sturlu Sighvatssonar né að taka undir orð hennar. Mörgum mun þykja sem hann leggi til næsta fátækleg- an smíðavið til að gera úr dýrlingsmynd. Hins skyldu menn minnast að skapgerð Sturlunga var úr margvíslegum toga spunnin. Sturla Sig- hvatsson var þar engin undantekning. Hann var t.a.m. einn af fáum höfðingjum Sturlunga- aldar sem hafði bókmenntalegan áhuga svo að um sé getið. Sturla Þórðarson getur þess hvorki að hann hafi gerst handgenginn Há- koni gamla né valdabrölt hans hafi þjónað þeim tilgangi að koma landinu undir konung. í því efni var hann a.m.k. ekki eins einráðinn og sumir þeirra höfðingja sem eftir lifðu. Sú glæsimynd sem Sturla Þórðarson dró upp af Sturlu Sighvatssyni hefir fengið dekkri og dýpri skugga því meir sem menn hafa rýnt í hana og gaman væri að vita hvort höfundar ís- lendingasagna sem fengust við að skapa hinar glæstu hetjur á síðari hluta 13. aldar hafi ekki prýtt hetjumyndir sínar með skrautfjöðrum frá Sturlu Sighvatssyni? Höfundurinn er fyrrverandi þjóðskjalavörður. TONSKALDIN VIÐ STJÓRNVÖLINN TðNLIST Sfgildir diskar THOMASADÉS Igor Stravinsky: Vorbldt, Eldfuglinn (1910), Eldfuglinn - hljómsveitarsvíta (1945), Sálmasinfónían, Sinfdnfa í C, Petr- ushka - ballettsvíta, Sagan af dátanum - hljómsveitarsvíta, Pulcinella - svíta, Fan- fare for Two Trumpets, The Owl and the Pussycat, Septet, Movements for Piano and Orchestra, Anthem: The Dove Descending Breaks the Air, Double Canon: Raoul Dufy In Memoriam, Epitaphium, El- egy for J.F.K., Cantata: A Sermon, A Narrative and a Prayer, Preludium fyrir jazzsveit, Pastorale, Ragtime, Octet for Wind Instruments, Tango, Concertino for Twelve Instruments, Ebony-concerto (tvær hljóðritanir), The Star Spangled Banner (úts. Stravinsky), Four Russian Songs, Four Russian Peasant Songs, Ren- ard, Zvezdoliki, Babel, Ave Maria, Credo, Pater Noster, Kórall og tilbrigði um „Von Himmel hoch da komm ich her“ (J.S.Bach, úts. Stravinsky), Fireworks, Ode, Four Norwegian Moods, Circus Polka, Russian Maiden’s Song. Ýmsar hljóinsveitir, kam- merhópar, einleikarar, kórar og einsöngv- arar. Stjórnandi og pianóleikari: Igor Stravinsky. Upptökur frá 1944 til 1967. Heildartfmi: 6’46. Útgáfa: Sony Classical SX9K64136. Verð: kr. 9.999 (9 diskar). Dreifing: Skffan. ÞETTA er pakki sem kitlar safnara- taugarnar svo um munar. Níu diskar í upprunalegu grammófónplötuumbúðun- um, pakkaðir í fyrirferðarlítið og smekk- legt pappabox. Áftan á umslögunum eru svo frumtextar (örsmátt letur, en samt læsilegt) á skýringum tónskáldsins sjálfs, Roberts Crafts og annarra kunnáttu- manna, auk 75 blaðsíðna bæklings. Sony Classical (áður CBS / Columbia) hefur einnig gefið út heildarútgáfu á hljóðritun- um Stravinskys, The Stravinsky Edition, sem fyllir alls 22 diska. Það mun vera einsdæmi í tónlistarsögunni og ómetan- legt að hægt sé að eignast túlkun tón- skálds á eigin verkum í svo ríkum mæli og á við um verk Stravinskys. Þeir sleggjudómar gengu ljósum logum á sínum tíma að hljómsveitarstjórinn Stravinsky væri tónskáldinu Stravinsky miklu síðri. Þetta er óskiljanlegt ef marka má þetta sett, stjórn tónskáldsins ákaflega lifandi, snörp, nákvæm og vald hans er algert. Hvernig ætti líka annað að vera? Tónskáldið hlýtur að vita til hvers er ætlast og Stravinsky hefur greinilega haft þá burði sem stjórnandi að geta miðlað fyrirætlunum sínum til tónlistarmanna sinna og er árangurinn eftir því. Og flestar þessara hljóðritana eru hreinustu gersemar. Síst fannst mér plat- an sem nefndist á sínum tíma (1967) „The Recent Stravinsky" en þar er að finna verk sem tónskáldið samdi í anda rað- tækninnar - illu heilli. En til gersema má telja Vorblótið sem í túlkun tónskáldsins er hrárra og hrottalegra en gengur og gerist. Einnig ber að geta elstu hljóðrit- ananna sem komu út á grammófónplöt- unni „Meet the Composer" árið 1948. Þar er að finna Stravinsky á léttu nótunum, m.a. Norwegian Moods, Circus Polka, Ebony Concerto með hljómsveit Woody Hermans og síðast en ekki síst litla lagið yndislega, Russian Maiden’s Song, þar sem tónskáldið spilar á píanóið með fiðlu- snillingnum Joseph Szigeti sem er ótrú- lega skjálfhentur með bogann sinn. í Eld- fuglinum slær tónskáldið á sína ljóðrænustu strengi en neitar sér ekki um neitt í dramatísku köflunum. Ég gæti haldið endalaust áfram að hlaða þessar hljóðritanir lofi því flest er þetta hin ánægjulegasta hlustun. Hljóðritanir eru nokkuð hvassar en þó mjög skýrar og prýðilegar sé tillit tekið til aldurs þeirra. Þetta er mjög eigulegur pakki sem á erindi til allra aðdáenda þessa merka tón- skálds. IGOR STRAVINSKY - THE OR- IGINALJACKETCOLLECTION Thomas Adés: ...but all shall be well op. 10. Asyla op. 17. Concerto Conciso op. 18. These Premises Are Alarmed op. 16. Chamber Symphony op. 2. Einleikur: Thomas Ades (píanó). Hljómsveitir: City of Birmingham Symphony Orchestra, Birm- ingham Contemporary Music Group. Hyómsveitarstjórn: Thomas Adés og Sir Simon Rattle. Útgáfa: EMI Classics 5 56818 2. Heildartími: 61’10. Verð: kr. 2.199. Dreifing: Skffan. ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að ris píanó- leikarans og tónskáldsins Thomas Adés til frægðar sé með ólíkindum.Viðbrögðin sem tónverk hans hafa valdið eru vægast sagt óvenjuleg og hafa gagnrýnendur nefnt Thomas Adés í sömu andrá og Purcell, Britten, Beethoven og Mozart!!! Hann fæddist árið 1971 og stundaði nám í píanóleik og tónsmíðum við Guild- hall Scholl of Music og King’s College í Cambridge þaðan sem hann lauk námi 1992. Hann var í öðru sæti í Young Mus- ieian of the Year keppni BBC árið 1989 og lauk við fyrsta tónverk sitt, Five Eliot Landscapes, árið 1990. Fram að þessu hefur Adés samið hátt í þrjátiu tónverk og mörg þeirra hafa verið flutt oft, sem telja má nokkurt afrek. Til dæmis hefur hljómsveitarverkið Living Toys op. 9 (1994) verið leikið yfir 50 sinnum á tón- leikum og óperan Powder Her Face (1995) fengið frábærar viðtökur víða um heim. Hljómsveitarverkið America var samið eftir pöntun Fílharmóníusveitar- innar í New York og frumflutt þar í nóv- ember sl. Thomas Adés er nú prófessor í tónsmíðum við Royal Academy of Music í Lundúnum, listrænn stjórnandi Al- deburgh tónlistarhátíðarinnar og tónlist- arstjóri Birmingham Contemporary Mus- ic Group. Diskur Adés sem ég hef haft undir höndum stendur vel undir væntingum. Fyrsta verkið Asyla (1997) er samið fyrir stóra hljómsveit. Þetta er tilkomumikið og afar litríkt verk í fjórum köflum og lengsta hljómsveitarverk Thomas Adés til þessa. Annar kaflinn (II) er falleg hug- leiðing og næstum rómantísk og þriðji kaflinn (III- Ecstasio) er yfirgengilega glæsilegur og í anda Vorblóts Stravinskys og blandaður rokk- og diskóryþmum. Nýlega fékk Adés Grawemeyer verðlaun ársins 2000 frá Háskólanum í Lousiana fyrir þetta verk, 200.000 dollara - og munar um minna! Concerto Conciso (1998) hefur verið fluttur víða um lönd og verið afar vel tekið. Þetta er örstuttur píanókonsert þar sem tónskáldið stjórnar óvenjulega samsettri hljómsveit 10 hljóð- færaleikara frá hljómborðinu. Adés beitir fyrir sig polyryþma í anda Charles Ives í fyrsta kafla en í honum og í lokakaflanum má vel merkja blúskenndan púls. These Premisises Áre Alarmed er stutt skersó fyrir hljómsveit og er hefðbundnasta verkið á diskinum en hér notast Adés við stóra hljómsveit sem hann beitir á afar skrautlegan hátt - eins konar örkonsert fyrir hljómsveit. Kammersinfónían op 2 (1990) er elsta verkið á diskinum, samið þegar tónskáldið var 19 ára. Verkið er i fjórum stuttum köflum, formið er að sönnu hefðbundið í uppbyggingu, en tón- málið afar nýtt, ryþmískt, knappt og hnitmiðað. Engu er ofaukið, allt gengur fullkomlega upp. Ótrúlegt afrek manns sem enn er innan við tvitugt. Diskinum lýkur á glæsilegu hljómsveitarverki ...but all shall be well op. 10 (1993) sem samið er fyrir stóra hljómsveit. Það verður gaman að fylgjast með þessum unga manni í framtíðinni. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.