Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 10
svæðið væri jarðsögulega mjög gamalt. Annar
brautryðjandi íslenzkrar náttúrufræði, skáldið
Jónas Hallgrímsson, varð hinsvegar af þeirri
reynslu að rannsaka Stafafellsland í rannsókn-
arferð sinni um Homafjörð og Austurland í
ágúst 1842. Koma hans að Stafafelli og gisting
þar hefur aftur á móti orðið vel kunn. Þá bjó í
Stafafelli séra Björn Þorvaldsson, annálaður
íyrir krafta og fimi en þótti óheflaður í fram-
komu og kjaftfor. Hefur koma skáldsins án efa
þótt viðburður, en hann og ferðafélagar hans
tveir komu með lest baggahesta og klyfjamar
voru grjót sem Jónas hafði safnað. í þessari
árangursríku rannsóknarferð um austurhom
landsins virðist skáldið hafa haft með sér meira
brennivín en hann hafði gott af og líklega verið
ölvaður þegar hann kom að Stafafelli. I bréfi
sem séra Bjöm skrifaði mági sínum á Gilsbakka
í Borgarfirði segir hann: „Eg aumkaði Þorv. að
hafa kljáð sér við svo hryggilegan viðbjóð, mann
sem enginn þolir að vera nálægt". En það er
önnur saga.
VI
Vegarslóðinn nær á Illakamb, sem er í um 700
m hæð og á fjallsegginni er rými af svo skomum
skammti, að einungis er hægt að leggja þar fá-
um bílum í einu. A annan veginn er hengiflug
niður í farveg og gljúfur Jökulsár í Lóni, en á
hinn bóginn snarbrött skriða niður í Olkeldugil.
í norðvestri sést sporður Öxarfellsjökuls; skrið-
jökuls úr VatnajöÚi. Þaðan rennur Jökulsá eftir
djúpum dal sem við blasir af Illakambi og á
grasi grónum hjalia austan árinnar er Múla-
skáli. Þangað er ferðinni heitið.
Leiðin niður af Illakambi er brött og ofantil er
farið í krókum og sneiðingum innan um þursa-
bergsdranga. En neðantil er brött skriða. Hún
er afar laus og hefur ekki gengið vel að mynda
göngustíg. Eins og nærri má geta kemur hún út
svita og mæði á leiðinni til baka, en allt sæmi-
lega göngufært fólk ætti að ráða við þá upp-
göngu.
Þegar niður er komið er stiklað á steinum yfir
lækinn í Ölkeldugili og sjálfsagt að gera þar
stuttan stanz tíl að gaumgæfa litbrigðin sem era
fágæt á þessum stað. Gengið er eftir gömlum
kindagötum undir Víðibrekkum unz komið er að
göngubrúnni yfir Jökulsá. Allnokkur bratti er
niður að henni, en tfi öryggis hefur þar verið
festur kaðall og hægt að lesa sig á honum í ró-
legheitum upp og niður. Hengibrúin dúar lítið
eitt, en getur ekki talizt neitt skelfileg. Aftur á
móti er Jökulsá ekki mild á svipinn í þrengslun-
um. Nærri brúarsporðinum að austanverðu
hafa náttúralegar aðstæður verið notaðar til
þess að búa til fjárrétt.
VII
Göngubrúna á Jökulsá byggðu Lónsmenn
1953 og 1991-92 reisti Ferðafélag Austur-Skaft-
fellinga Múlaskála á fallegum, grasi vöxnum
hjalla, sem hét frá fomu fari Stórahnausnes.
Fjallið sem yfir gnæfir með ljósleitum skriðum
að austanverðu heitir Stórihnaus og gengur út
úr Kollumúla. A öðrum hjalla lítið eitt ofar
stendur gamall leitarmannakofi. Olíutunna við
annan gaflinn ber vitni um aðstöðu til þess að
geta kveikt eld, ornað sér, hitað kaffi og þurrkað
af sér föt. Allt var það ómetanlegt í fjallferðum.
Núna er landvörður í Múlaskála að sumarlagi
og upplýsingar veittar um gönguleiðir, kaffi á
könnunni og hlýlegt viðmót.
Hér skildu leiðir. Allmargir þeirra sem orðið
höfðu samferða að Múlaskála, spenntu á sig
bakpokana eftir að hafa fengið sér hressingu og
héldu á brattann á vit nýrra ævintýra og hríf-
andi útsýnis. Aðrir snera við síðdegis og gengu
tfi baka stíginn upp á Illakamb, greinarhöfund-
urinn þar á meðal. Logn var veðurs allan dag-
inn, himinn heiðríkur. Gunnlaugur fararstjóri
lét öðrum eftir fararstjóm í gönguferðum að
þessu sinni vegna þess að hann þurfti að undir-
búa gerð göngubrúar næstu daga yfir Víðidalsá,
sem rennur austanmegin í Jökulsá. Markmiðið
er að gera göngufært allar götur frá Stafafelli
inn í Víðidal, lengra norðaustur á Lónsöræfum.
Það hafði vaxið í Skyndidalsá í hitanum, en
Gunnlaugur hafði vaðið fyrir neðan sig í bók-
staflegum skilningi og hafði í öryggisskyni beðið
Ragnar á Þorgeirsstöðum að vera við ána þegar
við kæmum fram. Korandojeppinn öslaði yfir
heilu og höldnu og eftirminnilegur dagur var að
kvöldi kominn þegar ekið var í hlað á Stafafelli.
Niðurlag í næstu Lesbók.
PÉTUR SIGURGEIRSSON
JOHANN SEBASTIAN BACH
250 ÁRA MINNING
Skýringar:
Sem trúarskáld er Bach af inörgum kallaður fimmti guðspjallamaðurinn.
Bach hafði þá veiyu að skrifa við tónverk sín: „Soli Deo gloria“, sem þýðir: Guði einum dýrð.
Biblía þýðir safn af bókum, en Biblían er 66 rit.
Með guðspjalls óð án efa
íótal sálum býrð.
Þín gæfa var að gefa
Guði einum dýrð.
í ár og aldir hljómar
þitt alheims tónamál.
Þinn óður þegar ómar
þar ertu aflífí og sál.
Hið sama segja megum
um sjálfan Jesú Krist.
Vér eins og þeir hann eigum,
sem á hann hlýddu fyrst.
Því maður fram af manni
hans mundi orð og gjörð
ogþeirra sögn með sanni
varð sáttmálsbók á jörð.
Hann er í orði sínu,
því orði sem varð hold.
Hann lýst fær lífi þínu
hans ljós er hér á fold.
Frá hæstu hæð steig niður
í heimsins grimmd og tál.
Það orðið elskar, biður
og endurfæðir sál.
Þú fórst að fínna Drottin
íforn ogsígild rit.
Afkærleik Krists er sprottin
þín köllun, trú og vit.
Þín listin lifí og dafni
íleik og söng á storð.
í besta bókasafni
fann Bach sinn tón, Guðs orð.
Höfundur er biskup.
RÓSA b; blöndals
ÞÚSUND ÁRA VÍGSLUSÁLMUR STAFKIRKJU VESTMANNAEYJA ÁRIÐ 2000
Hér er risin heilög kirkja hún skal alla gleðja og styrkja, vígð sem Drottins dýrðar lind, dregur hjörtun burt frá synd. Berðu sérhvem bát að landi, blíði Jesús ver þú grandi, blessa hafsins háu fjöll, Heimaey og boðafóll.
Þúsund ára - formið forna fegurð vekur endurboma. Noregs - gjöfin göfug enn, gleður alla kristna menn. Þegar aldan ýfðist kalda og hún dauða náði að valda. Grátnir vinir gengu þá, Guð sinn báðu huggun ljá.
Eldar komu úr Atlantshafi, upp með svörtu skýjakafi. Ut úr hverri eldsins stó elfur rauðar féllu í sjó. Syrgjendur hann sagðist hugga, sem að grétu í dauðans skugga. Einn hann sorgir sefa má, son Guðs himni kominn frá.
Sú var Drottins mikil mildi menn á bátaflota skyldi, bjargast allir upp til lands, í því fundu vemdun hans. Ó! Minn Guð er öldur knýja, elsku þína sýndu nýja. Bæn frá þeirra brjóstum heyr björgun á er kalla þeir.
Þeir sem bátar bám að landi, bálin sáu kasta sandi. Eldstólparnir eldstóm frá, eins og vitar geislum slá. Oft þú miklar öldur lægðir, og frá skipum hættu bægðir, svo með heilu - höfn var náð, hæsta fyrir Drottins ráð.
Þegar hraun til hafnar mnnu, hennar lok menn óttast kunnu. Guð og eldur gerðu skjól, garðinn fyrir skipastól. Þessi foma formsins kirkja fagra kristni hér mun styrkja. Stafakirkjan stendur há, storkugarðsins skjóli hjá.
Höfn er betri hér en fyrmm, heldur inni sjónum kyrram. Fyrir hús er hrandu mörg, hér gaf Drottinn lífsins björg. Nýja kirkjan - ljósið lýða landið nýja fær að prýða. Nýtt við skjól á nýrri öld. Nýja morgna - fógur kvöld.
LjóðiS var ort í tilefni vígslu stafkirkjunnar í Vestmannaeyjum og flutti höfundur það þó.
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000