Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 2
UOSASOGUR í LISTASAFNIASÍ Olíuljós HÖNNUNARSAFN íslands í Garðabæ stendur fyrir hönnunarsýningu í sölum Lista- safns ASÍ við Freyjugötu. Sýningin, sem verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16, heitir Ljósasögur eða „Lysfortællinger" og er sam- sýning átta ungra hönnuða sem starfa í Dan- mörku. Allir hafa þeir að markmiði virkjun birtu, einkum og sér í lagi rafmagnslýsingar, með nýjum hætti, gjarnan með frásagnarlegu ívafi. Aðstandendur Ljósasagna komu saman til stofnunar samtaka um ljósahönnun sína í október 1997 og var yfirlýstui’ tilgangur þeirra að „segja sögur með ljósum og kynna þær fyrir almenningi". Sögur sínar segja hönnuðirnir með því að gera tilraunir með ýmsan efnivið og rými og margháttuðum leik með Ijós. Arangurinn birtist með óhlutbundn- um hætti, en er um leið markvert framlag til Ijósahönnunar. Líta má á sjálfa ljósgjafana sem hluta stærri frásagnar, eða sem einstakl- ingsbundnar frásagnir. Aðstandendur kapp- kosta að sýna fram á möguleika til nýrrar upplifunar ljóssins, bæði með framúrstefnu- legum tillögum og gagnrýnni sýn á viðtekna notkun ljóssins. Umfram allt vilja aðstand- endur hvetja áhorfendur til að taka afstöðu til ljóssins. Um leið eru þeir opnir fyrir fram- leiðslu og fjölföldun ljósgjafa sinna. í dag eru í hópnum þau Lovorika Banovic (fyrr. Júgósl.), Monna Blegvad (Danm.), Al- eksej Iskos (Póll.), Igor Kolobaric (fyrrv. Júgósl.), Hans E. Madsen (Danm.), Aðal- steinn Stefánsson (ísl.), Carlo Volf (Danm.) og Janne Öhre (Nor.). Flest hafa þau hlotið menntun sína í Danmarks Designskole, fimm þeirra starfa sem iðnhönnuðir, einn er innan- hússarkitekt, en að auki eru myndlistarmaður og leikmyndahönnuður í hópnum. Frá upphafi hefur þessi hópur fengið með- byr. Arið 1998 sýndi hann í fyrsta sinn á ljósa- messunni svonefndu í Heming og stuttu síðar var hann fenginn til þess að setja upp tvær sýningar með stuttu millibili í helsta listiðnað- arsafni Dana, Kunstindustrimuseet í Kaup- mannahöfn. Snemma á þessu ári vai' hópurinn svo fenginn til að setja upp þriðju sýningu sína í Kunstindustrimuseet. Af öðrum upp- ákomum hópsins má nefna ljósasýningu fyrir dagblaðið Jyllandsposten á Kóngsins nýja- torgi í maí 1999, sýningu á húsgagnamessunni í Bella Center 1999, sérstaka sýningu hjá ljósaframleiðandanum Louis Poulsen, sem margir Islendingar þekkja, og sýningu á Vínviður hönnunarmessu í Lundúnum. Þá sýndi hópurinn nýlega, fyrir milligöngu Kunstind- ustrimuseet í Kaupmanna- höfn, í Danska húsinu í París. Nú er hópurinn þátttakandi í ljósahátíðinni í Helsinki, sem samsvarar nýrri ljósahátíð í Reykjavík, og hefur fengið boð um að sýna í Dansk De- sign Center í miðborg Kaup- mannahafnar á næsta ári. Hópurinn hefur fengið styrki og viðurkenningar úr mörgum helstu menningar- sjóðum Dana, t.d. sjóðum dönsku bankanna, sjóði Polit- iken-samsteypunnar og sjóði Thomas B. Thrige. Einnig má geta þess að sýningar- skrár og plaköt hópsins, sem hönnuð eru af Mette og Pet- er Brix, hafa hlotið sérstakar evrópskar viðurkenningar sem framúrskarandi grafisk hönnun. Hópnum hefur einnig tekist að vekja áhuga nokkurra framleiðenda á ljós- gjöfum sínum. Árið 1998 sýndi hann alls 18 ljósgjafa, og hafa fjórir þeirra nú verið teknir til framleiðslu. Árið 1999 sýndi hópurinn 17 ljósgjafa. Hópurinn fylgir sýningu sinni úr hlaði með eftirfarandi manífesti: „Við erum í könnunar- leiðangri á svæði þar sem fátt er um landa- mæri. Við hverfum frá hinu þekkta og þok- umst áleiðis til hins óþekkta og á leiðinni taka markmið okkar breytingum. Utkoman er ráð- gátur þar sem formin leita sér annarskonar tilgangs og tilgangurinn kallar á annai-skonar form. Hönnun okkar lýsir ferðalögunum sem við tökumst á hendur; ferðalögin snúast upp í sýningar og sýningarnar köllum við ljósasög- ur.“ I Danmörku eru helstu styrktaraðilar hópsins Þróunarsjóður danska menningar- málaráðuneytisins, Crafts DK, NKKK/ NIFCA, Sleipnir, Louis Poulsen Á/S, Osram A/S, Martin Coles og dr. jur. Frank Bpgh Madsen. Islenskir styrktaraðilar Ljósasagna eru Hönnunarsafn Islands, Rafhönnun hf., EPAL og Samskipti ehf. Sýningin stendur til 3. desember og er opin 14-18 alla daga nema mánudaga. KUML OG HAUGFÉ BÓKIN Kuml og haugfé í heiðnum sið á ís- landi eftir dr. Kristján Eldjárn er komin út í 2. útgáfu endurskoðaðri og með viðbótum. Hall- dóra Eldjárn, ekkja dr. Kristjáns, færði Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrsta eintak bók- arinnar við sérstaka athöfn er efnt var til vegna útkomu bókarinnar. Kuml og haugfé geymir yfirlit um alla kumlfundi frá heiðni á Islandi. Skýrt er frá elstu merkjum manna- byggðar á Islandi og síðan eru allir fundir raktir í hverri sýslunni á fætur annarri. Fyrsta útgáfa Kumla og haugfjár kom út árið 1956 og var ætlað að vera jöfnum höndum heimildarrit fomleifafræðinga um íslenskar víkingaaldar- minjar og fróðleikslestur fyrir íslenskan al- menning. Bókinni var fádæma vel tekið og hún hefur æ síðan verið nauðsynleg handbók og fræðirit hverjum þeim sem rannsakar upp- hafssögu Islendinga. Þegar bókin kom fyrst út voru kunnir 123 greftranarstaðir úr heiðni. í þessa nýju útgáfu hefur Adolf Friðriksson fornleifafræðingur aukið vitneskju um þau 34 kuml sem fúndist hafa síðan og annarri nýrri vitneskju um við- fangsefni hennar. Hann hefur endurskoðað upphaflega textann og niðurstöður verksins en getur þess þó í formála sínum að það sé í sjálfu sér athyglisverð staðreynd að þær niðurstöður sem Kristján Eldjárn komst að fyrir tæpri hálfri öld standi enn óhaggaðar í öllum aðalat- riðum í upphafi nýrrar aldar. I tilefni endurútgáfunnar gerði Hildur Gestsdóttir beinafræðingur nýjar rannsóknir á öllum mannabeinaleifum úr íslenskum kuml- um og Michéle Smith mannfræðingur teiknaði myndir af öllum helstu haugfjármunum. Jafn- framt voru teknar nýjar ljósmyndir af öllu Morgunblaði/Þorkell Frú Halldóra Eldjárn afhendir Davíð Oddssyni fyrsta eintak bókarinnar Kuml og haugfé. haugfé og ný kort gerð yfir staðsetningu funda og dreifingu um landið. Bókina prýða alls um 400 myndii', ljósmyndir, teikningar og kort. í ritinu er einnig ný, ríflega 60 blaðsíðna saman- tekt á ensku um heiðinn greftrunarsið á Is- landi og er hún jafnframt lykill að bókinni allri fyrir erlenda lesendur. Bókin er gefin út í samstarfí Máls og menn- ingar, Fornleifastofnunar íslands og Þjóð- minjasafnsins. MENNING / LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ámastofnun, Ámagarði: Handritasýning. Til 15. maí. Bókasafn Selljamamess: Jón Axel Egilsson. Til 2. des. Edinborgarhúsið, fsafirði: Nína Ivanova. Til 3. des. Galleri@hlemmur.is: Samsýning 20 lista- manna. Til 3. des. Gallerí Hringlist: Soffia Þorkelsdóttir. Til 25. nóv. Gallerí Nema hvað: Linda Hofman. Til 19. nóv. Gallerí Reylgavík: Reynir Katrínarson. Til 2. des. Gallerí Sævars Karls: Vignir Jóhannsson. Til 1. des. Garður, Artún 3, Selfossi: GUK - veffang: http:Avww.simnet.is Gerðarsafn: Guði-ún Halldórsdóttir. Tryggvi Ólafsson. Til 26. nóv. Hafnarborg: Gunnar Öm. Til 27. nóv. Hallgrímskirkja: Erla Þórarinsdóttir. Til 27. nóv. i8, Ingólfsstræti 8: Jyrki Parantainen. Til 26. nóv. Langholtskirkja: Kaleikar og ki'ossar. Til 19. nóv. Listasafn Akureyrar: „Heimskautslöndin un- aðslegu". Til 17. des. Listasafn ASÍ: Samsýning átta hönnuða. Til 3. des. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Höggmyndagarð- urinn opinn alla daga. Listasafn lslands: Sigurður Guðmundsson. Þórarinn B. Þorláksson. Til 26. nóv. Grófarhúsið: Móðirin í íslenskii ljósmyndun. Til 3. des. Listasafn Rvk - Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Listasafn Rvk - Kjarvalsstaðir: Jóhannes S. Kjarval. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hærra til þín. Til 4. jan. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Þorbjörg Höskuldsdóttir. Til 3. des. Listhús Ófeigs: Friðríkur Róbertsson. Til 22. nóv. Ljósaklif, Hafnarfirði: Susanne Christensen og Einar Már Guðvarðarson. Til 20. des. MAN: Pétur Guðmundsson. Til 26. nóv. Mannsbar: Ignacio Pacas. Til 23. nóv. Mokkakaffi: Halldóra Ólafsdóttir. Til 30. nóv. Norræna húsið: Jyrki Parantainen. Til 17. des. Nýlistasafnið: Róska. Til 19. nóv. Skálholtskirkja: Katrín Briem. Til 30. nóv. Smiðjan art gallerí: Jón Engilberts. Til 20. nóv. Snegla listhús: Kolbrún Sigurðardóttir. Til 26. nóv. Sparisj. Hfj., Garðatorgi: Bubbi og Jóhann G. Jóhannsson. Til 21. des. Víðislaðakirkja: Erlingur Jónsson. Til 22. nóv. Laugardagur Dómkirkjan: Sálumessa Gabriels Fauré. Kl. 17. Hamrar, ísafirði: Söngkvartettinn Rúdolf. Kl. 17. Langholtskirkja: Lúðrasveit verkalýðsins. Kl. i5. Laugameskirkja: Amesingakórinn í Reykja- vík, Samkór Selfoss og Vörðukórinn. Kl. 17. Miðgarður, Skagafirði: Skagfirska söngsveit- in. Kl. 21. Sunnudagur Salurinn: Kammerkór Kópavogs: Orfeus og Evridís. Kl. 20. Hallgrímskirkja: Sönghátíð: 150 manna kór. Kl. 17. Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Guðrún Birg- isdóttir, flauta, Martial Nardeau, flauta og Pétur Jónasson, gítar. Kl. 20. Þriðjudagur Salurinn: Kammerkór Kópavogs: Orfeus og Evridís. Kl. 20. LEIKLIST Iðnó: Medea, mán. 20., þri. 21. nóv. Sýnd veiði, lau. 18. nóv. Trúðleikur, sun. 19. nóv. kl. 16 og 20, fím. 23. nóv. Þjóðleikhúsið: Horfðu reiður um öxl, fös. 24. nóv. Kirsuberjagarðurinn, lau. 18. nóv. Litla sviðið: Horfðu reiður um öxl, laug. 18. nóv. Smíðaverkstæðið: Ástkonur Picassos, lau. 18., fós. 24. nóv. Borgarleikhúsið: Islenski dans- flokkurinn, sun. 19. nóv. Kysstu mig Kata, lau. 18. nóv. Lér konungur, fím. 23. nóv. Litla svið- ið: Abigail heldur partí, lau. 18.; fös. 24. nóv. Skáldanótt, fös. 24. nóv. Hafnaríjarðarleikhúsið: Vitleysingarnir, lau. 18., fcis. 24. nóv% Loftkastalinn: Á sama tíma að ári, fös. 24. nóv. Bangsímon, sun. 19. nóv. Sjeikspír eins og hann leggur sig, lau. 18. nóv. Kaffileikhúsið: Háaloft, fös. 24. nóv. Hratt og bítandi, sun. 19. nóv. Stormur og Ormur, sun. 19. nóv. Möguleikhúsið: Lóma, lau. 18. nóv., sun. 19. nóv., mán. 20. nóv. kl. 11.10 og 14, þri. 21. nóv. kl. 10 og 11.40, miðv. 22. nóv. kl. 9.10, fím. 23. nóv. kl. 10 og 14. Tjarnarbíó: Með fullri reisn, lau. 18. nóv. Nemendaleikhúsið: Ofviðrið, lau. 18. nóv. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.