Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Page 5
Marmenni (sædvergur sem losar beituna frá öngtunum). Samklipp, 65x51 cm, 1976. WILLIAM HEINESEN DAUÐI EINARS BENEDIKTSSONAR í suðri glæta af sígandi sól gegnum særok og brim. I útnorðri auðar hciðar, efans köldu eiturvötn, . tregans stöðuga, gjósandi gufa. Sundraður stend ég sjálfur þar sem myrkur ákallar myrkur. Veri þú kvaddur á aldurtiiastund lati, valdasjúki Levitan, Mammon, Baal, Jahve. Skjótt mun égskoða ígleði valdgráðugt manndrápstillit þitt slokkna í rökkurrót tímans þaðan sem þú komst. Verið nú kvödd á minni heljarþröm þið sveinar ogmeyjar ájörðu. Veri það síðasta óskin mín aðþið haldið ungum líkömum ykkar þar sem frumöldur sjávar sjóða á keipum stoltari en Atlantshafíð - að þið varðveitið ijósið í sál ykkar, eftirsóknarverðan sköpunarmátt orðsins ogsverðsodda torsótta á tungu - að góðleiki, reiði, von og þrjózka megi eins ogilmandi blóðberg blómstra nú ogávallt á þessum hafsins klettum. Matthías Johannesscn þýddi. Fjallavatnið. Olíumálverk, 80x84 cm, 1966. menni, hugsjónamaður og skáld. Við eigum hon- um mikið að þakka. - Hafið þér komið til íslands? - Já, en aðeins einu sinni.Það var á tónlistar- hátíð árið 1954. - Þekkið þér bókmenntamenn á Islandi? - Eg þekkti Einar Benediktsson. Hann var ósvikinn Islendingur. Töfrandi maður. Mér fannst það táknrænt fyrir Einar Benediktsson að hann skyldi búa í Herdísarvík á þessum hrjóstruga stað milli heitu gufuhveranna í Krýsuvík og úfins hraunsins hinum megin. Og það var eins og framhald ævi hans að hún, sem hann unni, skyldi halda áfram að búa þarna úti í auðninni við opinn sjóinn. - Sagt er að Einar Benediktsson hafi stund- um grátið yfir því hve erfiðlega honum gekk að ríma. Er yður aldrei erfitt mn að skrifa? - Jú, það er erfitt að skrifa. Fyrst er það svo erfitt að það er eins og að eta sig í gegnum fjall, en næsta yfirferð fer í að fínpússa og það er ekk- ert nema ánægjan. Kiljan og hann sem skrifaði Njálu - Hafið þér alltaf búið hér í Þórshöfn? - Já, ég er fæddur héma og hér hef ég alltaf átt heima. Ég get hvergi komið mér til að skrifa nema hér. Hér er svo friðsælt. Það er friðsælla hérna en í Reykjavík. - Emð þér aldrei ónáðaðir af forvitnum gest- um? Skáldið á Gljúfrasteini flýr til útlanda til að fá frið til að skrifa. - Nei, ég verð ekki fyrir því. En Kiijan býr á skökkum stað. - Nú! Hann býr ekki í bænum. - Nei, en hann býr á leiðinni til Þingvalla. - Þekkið þér Kiljan? - Nei, því miður höfum við aldrei sést. Hann kom einu sinni hingað til Þórshafnar og hringdi til mín en ég lá rúmfastur og það varð ekkert af því að hann kæmi. - Hver er að yðar áliti besti rithöfundur á ís- landi. - Hann sem skrifaði Njáiu. Vonin blíð. að nokkrar ritgerðir á færeysku. Það er vanda- laust. En þegar um er að ræða fagurbókmenntir þá er mér danskan tamari. Þó er færeyskan háþróað tungumál, en rithefðina vantar. Það er það sem bagar okkur. Ljóðlistin hefur notið góðs af danskvæðunum en í sagnaritun er engin hefð. Það er þokkalegasta menntalíf hér í Færeyj- um. Margar bækur koma út árlega á færeysku en bókmenntagagnrýnin er ekki upp á marga fiska. Það eru ekki einungis hinar skapandi bók- menntir sem standa með blóma á Islandi heldur líka gagnrýnin. Islendingar kunna að skrifa bækur. 0(Síðar var talað um Jóannes Patursson) - Jóannes Patursson stendur lslendingum fyrir hugskotssjónum sem Jón Sigurðsson Fær- ejja- - En hann var ekki eins mikill stjórnmála- maður og Jón Sigurðsson. Hann hugsaði víst ekki svo djúpt. Ég mundi fremur Iíkja honum við Hannes Hafstein eða þá Jónas Hallgríms- son. Endurreisn færeyskunnar var hugsjón hans og baráttumál. Patursson var mikið glæsi- Ytðtalið við William Heinesen birtist í Al- þýðublaðinu sunnudaginn 30. september 1962. Viðtalandinn var Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sem þó var blaðamaður ó Alþýðublaðinu en er nú dokt- or í heilbrigðisvísindum. Viðtalið var hluti af greinaflokki úr Færeyjaför blaðamannsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. NÓVEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.