Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Page 16
1 SÝNING FRÁ SUÐUR-AFRÍKU OPNUÐ Á KJARVALSSTÖÐUM í DAG ENN OF SNEMMT AÐ RÆÐA UM „SUÐUR-AFRISKA LIST" A.R.E.A. 2000 er yfirskrifi sýningar á verk- um 49 listamanna frá Suður-Afríku sem opnuð verður á Kjarvals- stöðum í dag kl. 16 og stend- ur t il 7. janúar nk. MARGRÉT SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR fór að finna sýningarstjórann, Gavin Younge, og í jóra af listamönnunum, þar sem \ >eir voru að setja upp sýninguna. ✓ ASÝNINGUNNI, sem er í vestursal og miðrými Kjarvalsstaða, eru verk eftir 20 myndlistarmenn frá Suður-Afríku sem margir hverjir eru einnig vel þekktir utan heima- landsins. Þeir vinna í ólík Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Verk Claudette Schreuders: Glötuð stúlka, Melankólískur drengur og Eigandi tveggja sundbola. form og má þar m.a. nefna skúlptúra, Ijós- hluti af dagskrá Reykjavíkur menningar- ela Ferreira, Bernie Searle, Bonita Alice, myndir, grafík, myndbandsverk, tölvumynd- borgar Evrópu árið 2000. Claudette Schreuders, Greg Streak, Jane ir, textílverk og innsetningar. Sýningin er Listamennirnir heita Andries Botha, Ang- Alexander, Jeremy Wafer, Jo Ratcliffe, SVARTUR BLETTUR, FJÖLSKYLDUMYNDIR, BOLTAVÖLLUR OG BARUJARN VÐSTADDIR opnun sýningarinnar á Kjarvalsstöðum í dag verða fimm af listamönnunum frá Suður-Afríku. Morgunblaðið hitti að máli fjóra þeirra, þær Bemie Searle, Bonita Alice, Kathryn Smith og Terry Kurgan, en Angela Ferreira var rétt ókomin til landsins þegar viðtalið fór fram. Listakonumar vom að byrja að taka verk sín upp og finna þeim stað í sýningarrýminu. Þeim hafði gengið misvel að vakna þennan fyrsta morgun norður á íslandi eftir nærri sólarhrings ferðalag frá Suður-Afríku daginn áður. Þær lögðu af stað í 34 stiga hita og þó að þær hafi verið vel klæddar við komuna til Keflavíkur var kuldinn bítandi. „Svo ætlaði ég aldrei að geta vaknað í morgun," sagði Bemie Searle. „Eg er vön að vakna í birtu og hávaða. Hér er svo dimmt og hljótt.“ Blaðamaður bað listakonumar að lýsa verkunum sem þær hyggjast sýna. Fyrst varð iyrir svömm Kathryn Smith sem sýnir verkið „Dauðagildrur“, gríðarstóra stafræna stækkun á ljósmynd sem hún tók í alrnenn- ingsgarði í Jóhannesarborg. Á myndinni get- ur að líta mannlausan bekk á grasflöt, há tré að baki og fugla á flötinni. „Opnir grænir garðar em svæði sem h'ta oftast út fyrir að vera öragg og hættulaus,“ segir hún en bætir við að glæpatíðnin sé gífurleg í Jóhannesar- borg og garðar borgarinnar því langt frá því að vera ömggir. „Maður getur sest niður á bekk í fallegum garði og borðað nestið sitt en Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Kathryn Smith, Terry Kurgan, Gavin Younge, Bernie Searle og Bonita Alice. það er ekki gott að segja hvað leynist í skugga trjánna á bak við bekkinn," segir Kathryn Smith. „Völlur“ er heiti verks eftir Bonita Alice. Það samanstendur af þremur útgáfum af verki sem hún vann við Bamato Park-skól- ann í Berea í Jóhannesarborg. Sviðið er knattspyrnuvöllur og þar koma við sögu bárajámsplötur sem virðast svífa yfir jörð- inni. Þar líkir hún eftir tækni sem íþrótta- áhugamenn kannast við, þegar auglýsingar era málaðar á leikvelli og virðast svifa yfir vellinum. Hluti af verldnu er líka sérmerktir íþróttabúningar sem listakonan lét gera og ýmsar textatilvitnanir sem tengjast m.a. yfir- ráðum og eignarhaldi á landi. „Við þekkjum það úr sögunni að menn hafa alla tíð barist um yfirráð yfir landsvæðum - það er ekkert nýtt. Knattspyma er keppni, menn fara yfir á svæði andstæðinganna og berjast um yfirráð yfir boltanum," segir hún. Bárajárnsplöturn- ar segir hún vísa til hins mikla fjölda heimilis- lausra í Jóhannesarborg sem reisa sér bráð- abirgðaskýli úr bárajámi. „Jóhannesarborg var líka upphaflega byggð úr bárujárni," bæt- ir hún við. Skráning á f jarveru fremur en nærveru Terry Kurgan sýnir innsetningu sem sam- anstendur af tíu myndum stækkuðum á org- anza-silki og kallar þær „Tapað-fundið“. Fyr- ir verkið fékk hún fyrr á þessu ári Vita-verðlaunin, sem eru helstu verðlaun sem veitt era fyrir samtímalist í Suður-Afríku. Myndimar hanga niður úr loftinu á gangi Kjarvalsstaða og þurfa sýningargestir að ganga svo að segja innan um verkið til þess að geta skoðað það. Listakonan segir það 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.