Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 17
EF BÆKUR ERU BRENNDAR VERÐUR FOLK BRENNT Scanpix Nordfoto Breski rithöfundurinn Fay Weldon var meðal þátttakenda á fyrsta degi. Kathryn Smith, Mark Haywood, Senzeni Marasela, Sophie Peters, Stephen Hoobs, Stephen Inggs, Sue Williamson, Terry Kurgan, Thembinkosi Gonwie, William Kentridge og Zwelethu Mthethwa. Pá er ótalinn 29 manna hópur menntaðra jafnt sem ómenntaðra listamanna sem hefur unnið sameiginlegt verk sem þeir kalla Egazini, en það mun vera orð Xhosa-kyn- þáttarins yfir bardaga og er bókstafleg merking þess „blóðvöllur". Verkið fjallar um bardagann við Grahamstown 22. apríl 1819. Samtímalist í alþjóðlegu samhengi Sýningarstjórinn Gavin Younge kveðst ekki hafa áhuga á þjóðernisstefnu og því síð- ur á því að skilgreina list út frá þjóðerni. Hann vísar í ritgerð sem hann skrifaði og er birt í sýningarskrá, þar sem hann útskýrir hvers vegna ekki sé hægt að tala um „suður- afríska list“. Hann segir að í margbrotnu þjóðfélagi eins og Suður-Afríku sem sé í örri þróun - og eigi auk þess að baki sögulega fortíð sem einkennist af aðskilnaðarstefn- unni - sé skorturinn á glöggri samfélags- legri og menningarlegri heildarmynd afar augljós. „Vegna þess að listin hefur ekki gengið í gegnum hreinsunareld byltingar þar sem nýjar víglínur hafa verið dregnar í frjóum jarðvegi kynþáttanna er enn of snemmt að ræða um „suður-afríska list“. Til að slíkt væri hægt þyrfti að líta framhjá of mörgu og gera of miklar málamiðlanir," rit- ar Younge og leggur áherslu á að hér sé á ferð sýning á samtímalist í alþjóðlegu sam- hengi. Hann er samt spurður hvort listamennirn- ir sem taka þátt í sýningunni eigi eitthvað sameiginlegt. „List í Suður-Afríku er mörk- uð tengslunum við söguna. Annaðhvort skil- greina listamennirnir upp á móti sögunni eða með tilliti til hennar,“ svarar hann. Sjónlistir ó uppleið í Suður-Afrílcu Younge segir að þrátt fyrir skort á fram- sýni stjórnvalda í Suður-Afríku hvað sjón- listir varðar þá séu þær á uppleið. Um það vitni nýlegar sýningar í Höfðaborg og Jó- hannesarborg, sem náðu að hans sögn til fjölmenns hóps áhorfenda og mörkuðu sér ný svæði, tækni og hugtakanotkun. Sjálfur vinnur Younge á alþjóðavettvangi sem myndhöggvari, rithöfundur og sýning- arstjóri. Nýlega tók hann þátt í samsýning- unni Champs de la Sculpture 2000 í París og hélt einnig tvær einkasýningar í Frakklandi; Gilets du Sauvetage í Nimes og Collection Privé í París. Hann er að auki prófessor við Háskólann í Höfðaborg þar sem hann kennir höggmyndalist og er ráðgjafi við Ríkislista- safnið í Amsterdam. Hann á ekki verk á sýningunni á Kjarvalsstöðum, einbeitir sér þar að verkum annarra. Hins vegar útilokar hann ekki að hann eigi eftir að sýna hér á landi síðar. svolítið eins og að ganga í þoku, þai’ sem myndirnar séu ljósar og flöktandi, svolítið eins og minningar eða draumar. „Þetta eru gamlar fjölskyldumyndir sem ég fann, ekki einungis af minni eigin fjölskyldu. Svona myndir eru oft skráning á fjarveru fremur en nærveru. Þær eru mikilvæg gögn í fjöl- skyldusögu hvers einasta manns, tvíræð gögn sem segja margar sögur og ekki alltaf ein- ungis þá sögu sem þeim er ætlað að segja,“ segir Terry Kurgan. Einn lífseigasti þótturinn sem miðlar og mótar sjólfsmynd Þó að myndirnar sem hún sýnir séu teknar af ákveðnu fólki segir hún að þær hafi mjög almenna skírskotun. „Eg leyfi mér að full- yrða að allir, hvar sem er í heiminum, á aldr- inum frá tvítugu til sextugs, muni þekkja eitt- hvað í þeim. Þessar myndir eru flestar frá þvi á síðari hluta sjötta áratugarins og fyrri hluta þess sjöunda, þegar myndavélaeign fer að verða almennari og fjölskyldumyndir eru ekki lengur einungis teknar á ljósmyndastof- um,“ segir hún og bætir við að myndirnar sem hún hafi valið séu ekki endilega þær sem hefðu ratað inn í fjölskyldualbúmin heldur þær sem hefðu verið teknar til hliðar. „Rauður pollur, blátt merki, svartur blett- ur“ er yfirskrift myndbandsverks Bernie Searle. Verkið samanstendur af þremur myndböndum sem rúlla stöðugt og eiga að sjást sem heild. í einu þeirra sést listakonan maka sig svörtum lit og spilar þar á litarhátt- inn og kannar ólíkar hugmyndir um sjálfs- ímynd. Sjálf segir hún að kynþáttur sé einn lífseigasti þátturinn sem hefur miðlað og mótað sjálfsmynd fólks í Suður-Afríku. Enda var „ekki-hvítur“ eða „non-white“ orðið sem var notað um fjölskyldu hennar og milljónir annarra Suður-Afríkubúa á tímum aðskilnað- arstefnunnar. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, opnaði bók- menntaráðstefnu sem haldin var í Kaupmanna- höfn dagana 10.-1 2. nóvember. í máli hans kom fram að bækur gætu þjónað mun mikilvægara hlutverki á vettvangi stjórnmála en þær gera í dag. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDQTTIR tók þátt í ráðstefnunni. STAÐA bókmennta í Evrópu árið 2000 var viðfangsefni ráðstefrm sem danska bókmenntaráðið stóð fyrir helgina 10. til 12. nóv- ember í Kaupmannahöfn. Til ráðstefnunnar var boðið fulltrú- um frá allflestum ríkjum Evrópu og var markmið hennar að greina stöðu bókmennta í stjómmálalegu samhengi. Þá var það einnig yfirlýst markmið skipuleggjenda að reyna að finna aðferðir til að fá stjórnmálamenn til að skilja mikilvægi bók- mennta í alþjóðlegum samskiptum, ekki síst styrk þeirra til að brjóta niður múra á milli ölíkra. menningarheilda. I opnunarávarpi sínu ræddi Thomas Harder, formaður danska bókmenntaráðsins, um mikil- vægi þess að þekkja og hafa skilning á menn- ingu annarra landa. Enda hafa bókmenntir þá sérstöðu að vera ekki bundnar afmörkuðum sviðum mannlífsins, þar sem þær sinna öllu því sem andinn blæs skáldum í brjóst, hvort heldur það varðar persónulegustu hugrenningar ein- staklingsbundinnar reynslu eða sögu heilla þjóða. Því eru bókmenntir ákaflega vel til þess fallnar að leiða lesendur fi’á ólíkum löndum inn á ókunnar lendur framandi hugsunar, lífsreynslu og hugmyndafræði, þannig að með þeim vakni skilningur á umheiminum. Undir þetta viðhorf Harder tók Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, en hann ávarpaði einnig gesti á fyrsta degi ráðstefnunn- ar. Hann lýsti því yfir að móta þyrfti nýja stefnu varðandi bókmenntimar og nýja stjómmála- lega sýn á þennan þátt menningar í Evrópu. Rasmussen benti á að bókmenntimar þurfa ekki að verða til áður en stefnumótun á sér stað, því einnig er hægt að gera sköpun bókmennta að ákveðinni stefnumótun og hafa þannig bein áhrif á útbreiðslu þess sammannlega arfs sem þær búa yfir. Hann benti á hversu auðvelt er að nálgast hjarta hverrar menningar í gegnum sagnaarfinn og að ekkert er því til fyrirstöðu að setja bækur samtíðarinnar markvisst í þann brennidepil sem nauðsynlegur er til að móta menningarstefnu þjóða. Poul Nymp Rasmussen vék einnig i máli sínu að þeirri staðreynd að víða í Evrópu tíðkaðist ritskoðun á bókmenntum með einum eða öðmm hætti, um það vitnuðu til dæmis margir rithöf- undar frá austurhluta Evrópu. Hann vísaði til orða Heinrichs Heines sem sagði að þar sem bækur væm brenndar yrði það að lokum alltaf til þess að fólk brynni. Því mætti ekki vanmeta þann kraft sem felst í þekkingu og virðingu gagnvart stöðu og menningu annarra. Rasmus- sen sagði að stjórnmálamenn ynnu stöðugt að því að endurreisa sameiginleg gildi mannkyns og til þess væri bókin ákaflega mikilvægt tæki. Hann benti á að þessi sameiginlegu gildi yrðu að mótast af því að „mín“ gildi tækju mið af því sem „þú“vilt. Hann lagði jafnframt áherslu á að vegna menningarlegs mikilvægis bókarinnar væri ekki hægt að eftirláta markaðsöflunum yfirráð í bókmenntaheiminum, stjórnvöld yrðu að tryggja heilbrigðan framgang bókmennta þar sem önnur markmið en gróðahyggja réðu ferð. Þannig ættu bókmenntir og stjórnmál að geta mæst á miðri leið og byggt nýjar brýr til aukins skilnings meðal manna og þjóða. Það var mat manna á þessari ráðstefnu að augljós þáttur uppbyggingar á sviði bókmennta væri að tryggja starf þýðenda í sessi. Bók sem búið er að þýða öðlast alþjóðlegt vægi og þau gildi sem hún boðar verða um leið sammannleg. Það er því ákaflega mikilvægt að standa vel að því að þýða bækur því sá heimur sem þar birtist þjónar ekki einungis til að koma sammannleg- um gildum á framfæri, heldur einnig til að kynna séreinkenni hverrar menningarheildar og jafnvel persónulega reynslu innan hennar. Með stefnumótun á sviði bókmennta má því styrkja vitsmunalegt frelsi einstaklinga hvar- vetna í hehninum og rétt þeirra til að tjá sig. Breski rithöfundurinn Fay Weldon orðaði fyrst ræðumanna það sem mörgum varð tíðrætt um á ráðstefnunni, er hún hóf máls á áhyggjum sínum yfir samruna bókaforlaga. Var það ein- huga mál manna að stór fyrirtæki á borð við Bertelsmann og stóru risana í Bandaríkjunum hefðu ekki sama áhuga á bókmenntum og smærri fyrirtæki, því það væri eðli risafyrir- tækja að láta markaðslögmál sitja í fyrirrúmi. Þannig væru fagurfræðileg eða hugmynda- fræðileg lögmál iðulega fyrir borð borin. Enda virðist raunin hafa orðið sú að með samruna fyr- irtækja hafa „gamaldags" ritstjórar, sem menntaðir voru á sviði bókmennta og oft og tíð- um voru í góðum tengslum við rithöfunda og þýðendur, vikið fyrir markaðsmenntuðu fólki sem vinnur samkvæmt öðrum viðmiðum. Margir lýstu jafnframt ótta sínum við að al- þjóðavæðing risafyrirtækja á sviði útgáfustar- fsemi myndi verða til þess að ýta undir óæski- lega þróun á sviði bókmennta þai’ sem sérein- kenni höfunda eða jafnvel menningarleg einkenni þjóða yrðu þurrkuð út í tilraun til að gera bækur söluvænni með viðari skírskotun. r_ Slíkt myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér að bókmenntir heimsins yrðu einsleitari og mikil- væg menningarverðmæti gætu glatast. Skoðun flestra virtist vera sú að nauðsynlegt væri að finna leiðir til að örva útbreiðslu bókmennta smárra málsvæða, sem oft og tíðum byggju yfir mikilvægum sagnaarfi og öflugum höfundum. Nokkur umræða spannst um þá þröngsýnu tilhneigingu útgefenda á stórum málsvæðum að leita ávallt markaðsmöguleika innan eigin mál- hefðar þrátt fyrir að önnur málsvæði (og oft og tíðum menningarleg nálgun) væru nær. Sem dæmi um þetta má nefna enska útgefendur sem herja á bandarískan, ástralskan og kanadískan markað frekar en að leita yfir Ermarsundið eða til Norðurlanda, og Spánveija sem kynna sínar bækur í Suður-Ameríku í stað þess að reyna að markaðssetja þær í nágrannalöndum sínum. Þannig er reynt að sneiða lýá þeim kostnaði sem fylgir þýðingum á bókum, en jafnframt er komið í veg fyrir að þær hljóti hljómgrunn og vægi meðal ólíkra þjóða heimsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.