Tíminn - 01.12.1966, Síða 9
FIMMTUDAGUR 1. desember 1966
KME
f?fMH
Að hugtaka Reykjavík á
fyrsta tagi aldaríaaar
Þorsteinn Thorarensen:
í FÓTSPOR FEÐRANNA.
Bókaútgáfan Fjölvi.
i
Ævisaga Hannesar Hafstein,
sem út kom í þremur bindum á
árunum 1961—64 eftir Kristján
Aibertssoin, vakti mikla atihygli og
töluverð skrif um þessa sagnrit-
un. Bar margt til þess. Fyrst það,
að þetta var fyrsta stórbrotna til
raunin til þess að rita ýtarlega
stjórnmálasögu, sem var svo nærr:
í vitund og minni þjóðarinnar, að
hún var mjög umdeild í daglegu
tali og riti, og um leið ævisögu
stj órnm'álamanns og skálds, sem
ekki var síður umdeildur meðal
nútíðarmanna. Til þss að rita slíka
sögu, svo að vel væri, þurfti í
senn mjög vandlega könnun og
umfram allt trúnað við stað-
reyndir og sjálfstæða skarp-
skyggni gagnvart aðdáendum,
og andúðarmönnum Hannesar Haf
steins. Það er skemmst af að
segja, að verkið brást í þessum
megin'þáttum, svo sem margoft hef
ur verið rakið. Sagan var skrifuð
Hannesi til dýrðar, og sú árátta
var svo augljós, að ekki var skirrzt
við að hnýta hressilega í aðra
menn til þess, að Hannes skíni
bjartar jafnvel tekin upp þykkja
og málstaður fyrir Hannes með
skeleggu framlagi höfundar sjálfs
með þeim vopnabrag, sem hann
væri sjálfur ritstjóri að málgagni
fyrir Hannes. Hins vegar birtist í
þessum bókum mikil sögunáma
heimilda, er dregnar voru í fyrsta
skipti fram í' dagsljós, og sag-
an var snjallrituð og skemmti-
leg, enda höfundurinn ritfær vel.
Þess var oftlega getið í umræð
um um sögu Hannesar, að ýmsir
mundu telja þörf á því að vinda
lítið eitt að gullþræði Kristjáns
Albertssonar utan af Hannesi og
segja á réttsýnni hátt þætti úr
sögu þeirra andstæðinga Hannesar
sem verst urðu úti, og það mundi
verða ærið verkefni framtíðai að
leiðrétta Kristjánsbálk. Einkum
þótti ýmsum bera nauðsyn til að
rétta hlut Björns Jónssonar, rit-
stjóra, sem þjarmað var óþægi’ega
að í frægðarsögu Hannesar. Ég
nefni þetta hér, vegna þess, að ég
get ekki betur séð en þessi sé
kveikjan í hinni nýju bók Þor-
steins Thorarensens, í fótspor feð
anna. Þetta er mikil bók og aug
sýnilega nokkuð skjótunnin, þó að
baki búi mikil söfnun heimiWa og
höfundurinn hafi vafalaust lengi
viðað að sér efninu af miklum á-
huga. Þetta er heldur ekki sagn-
fræðirit, heldur miklu fremur
blaðamannafrásögn.
Þonsteinn kallar tímabilið, sem
hann fjallar um i bókinni, gull-
aWarárin 1900—1910. Það er ný
skýrgretaing á þessum árum, og
raunar ekki fljótséð, hvað rétt-
læti hana. Að vísu eru þetta
mikil gróskuár í íslenzbu þjóðlífi,
og fósturskeið þjóðfrelsisins, en
hi neiginlega og nýja gullöld
hefst ekki fyrr en síðar. Þá skal
ég etanig játa, að ég felli mig
ekki alls kostar vi(5 nafnið — í
fótspor feðrama. — Líklega ber
að skilja það svo, að bókin reki
slóð feðranna, en inntak þessara
orða er annað í íslenzkri vitund,
það er að fara að dæmi forfeðr-
anna, gera hið sama og þeir.Und
irheiti bókarinnar verður: „Mynd-
ir úr lífi og viðhorfum þeirra,
som voru uppi um aldamót.“ Þetta
er miklu sannari kynning á bók-
inni.
Bók Þorsteins er hátt á fjórða
hundrað blaðsíður í stóru broti,
með allmörgum myndum, sumum
kunnuglegum en öðrum býsna fá
séðum. Höfundurinn byrjar á því
að reyna að gera lesandann vett
vangsmann með því að leiða hann
sér við hönd inn í kaupstaðinn
■'m aldamótin, feta troðnar götur
l >ur Laugaveg og láta hann skynja
ineð sér og hugtaka mynd bæjar-
ins um aldamótin. Mér finnst,
að þetta takist svo vel, að við
mér blasi skýrari heildarmynd, en
nokkru sinni áður af þessum dansk
mettaða aldamótabæ. Þarna sam
einast blaðamaður og fræðimað
ur um að skila verkinu. Næst
vikur Þorsteinn að fólkinu og líf
,inu í bænum, en enn skýrist mynd
in og fær líf og liti. Hann gengur
ekki þegar í stað á vit höfðingj-
anna, heldur skyggnist fyrst um
þröng sund, hreysi og kotbæi
tíundar það, sem fólkið syngur,
dregur fram lýsingarkvæði skálda
og leggur enn mikla alúð við að
fcenna okkur lesendum átthaga-
fræðtaa. Eftir það gerum við fyrir
mönnum áreið í fylgd með hon
Minaiagadreifar faraldsævi
Björgúlfur Ólafsson, lækn-
ir ÆSKUFJÖR OG FERðA
GAMAN. Snæbjöm Jóns-
son h-f. gaf út.
Björgúlfur Ólafsson, læknir er
löngu þjóðkunnur ferðabókahöf-
undur. Hann starfaði langtímum
saman í suðlægum Austurlöndum
meðal frumstæðs fólks og lýsti líf
inu þar af glöggskyggni. Slíkar frá
sagnir voru þjóðinni töluvert ný-
næmi á fjórða tugi aldarinnar. þó
að síðar hafi drjúgum bætzt við
þær frásagnir eftir því sem ís-
lendingar gerðust víðförlari.
Björgúlfur ritaði einnig læsuega
bók um Pétur Jónsson, söngvara,
og hann hefur á síðari árum þýtt
margt bóka.
Sú bók, sem hér birtist er eins
konar dreifarafcstur manns, sem
hættur er að heyja. Hann á sitt-
hvað minnisvert í fórum sínum og
tinir það saman í bók, þó að það
sé hvorki samstætt né stórbrotið.
Björgúlfur fer fyrst í syrpu af
heimaslóðum á Snæfellsnesi og
segir frá nokkrum atvikum úr lif-
inu „kringum Jökul, og fær sá
þáttur æviminningasmð. ■ Næst
koma þættir og frásagnir af smá-
legum ævintýrum á öðrum lands:
hornum. Þar segir höfundur frá
sumri í Möðrudal á Efra-Fjalli,
nokkrum sjóferðum og fleini. Þá
kemur þáttur af því, er höfundur
kvongaðist, en það gerðist með
þeim óvenjulega hætti, að brúð-
Björgúlfur Ólafsson
guminn var í Austurlöndum. en
brúðurin í Hollandi. Er þetta kími-
legur þáttur og gamansamur. Loks
er svo ferðagamanið, en þar rek-
ur höfundur ýmsar minningar úr
ferðum sínum fyrir og síðar, dvel-
ur helzt við kímileg atvik.
Frásögn Björgúlfs er ætíð lif-
andi og vafningalítil, og hann
hefur frá ýmsu að segja. Mörg-
um þykir vafalaust sem þessi
syrpa sé allgóð viðbót við fyrra
bókasafn höfundar. Höfundur
kynnir bókina skilmerkilega og
gyllingalaust í stuttum formála og
segir:
„Hér eru saman komnar nokkr-
ar stuttar og sundurlausar frá-
sagnir frá ýmsum tjmum ævi
minnar. Efcki er hér um ævisögu
að ræða, hvorki upphaf, framhald
eða endi, langt frá því.
Elkki em þetta heldur smásög-
ur. Mér þefur aldrei komið til
hugar að fitja upp á smásögum,
hvað þá meir. Kann að vera, að
stundum sé mjótt á milli frásagn-
ar og nóvellu, en hvað sem því líð-
ur, þá hef ég aldrei gert annað
en að segja frá atburðum, sem
gerzt hafa í kringum mig og ég
hef heyrt og séð. Og ekki er um
tímaröð efnis að ræða. Mér dettur
eitt í hug í dag og annað á morg-
un. Engin fcenning er hér flutt og
engri stefnu fylgt. Ei nokkur svip-
ur kynni að vera á etahverri þess-
ara smágretaa, þá er það alda-
mótasvipur, og bið ég engan vel-
virðingar á því.
Fyrir hálfri öld rúmlega barst
ég austur í Malajalönd og kona
mín skömmu síðar. Við dvöldumst
þar mörg beztu ár ævtanar sem
kallað er, og er ekki furða þótt
minningum þaðan bregð: ‘yrir við
og við. Og nokkur hluti þessarar
bókar er etamitt bannig til Kom
inn,“
Bókta er myndariega gefin út,
og á kápu er mynd af málverki
Öriygs Sigurðssonai af höfundi
AK.
Þorsteinn Thorarensen
um. Og hann leggur áherzlu á
að hitta þá heima, sýna þá í hvers
dagslífi og rúmhelgri önn og um-
svifum. Eftir það fer hann að
draga fram ýmsar línur stjórnar
farsins, lesa í hug fólksins og lýsa
viðhorfum. Skemmtilegur og
um leið furðulega raunsær er sá
háttur höfundar að birta ýmsan
gamankveðskap aldarinnar. Þar
koma viðhorf og lífsbragur sem
sé oft mjög skýrt fram. Þegar
líður á bókina, verða höfðingjarn
ir, embættismenn og andans vík-
ingar, æ einráðari sögupersónur á
sviðinu. — Hannes Hafstein, Einar
Benediktsson, Björn Jónsson, og
ýmis fleiri stórmenni sópa að sér
athyglinni, og stjórúmálin vefast
í þessa hirðlífslýstagu höfuðborg
arinnar. Höfundur segir hvarvetna
hressilega og tæpitungulaust frá,
og oftast mjög skemmtilega. Hann
dregur ekki fjöður yfir það, sem
„altalað var í bænum“ og telur
það frásagnarvert til þess að fylla
aldafarsmyndina af lífið höfuð
borgarinnar, eigi síður en htaar
óyggjandi og skalfestu meginlín-
ur. Stjórnmálaátökta
birtast okkur að ýmsu leyti
í nýju ljósi, og stjórnmálamenn
irnir verða mannlegri. Sjaldan hef
ur stjórnmála- og stjórnarsagan,
birzt í eins nánum tengslum við
kviku hins daglega Iífs, og amst-
urs. Sumum virðist ef til vill, að
hún færist við það á lægra þrep,
en hún verður óefað sannari. Mesti
annmarki venjulegrar stjórnmála-
sögu, ritaðri af fræðimönnum, er
sem sé sá, hve daglegt líf þokast
fjær og verður þokukennt, en
stjórnmálin heimur út af fyrir sig,
og án réttra orsakatengsla við
líf fólkstas. Þarna verður annað
uppi á tengingi.
Þessi bók leiðir hugann að því,
hve hættulegt það er að rita sjórn
málasöguna þannig, að tafca etaa
og eina höfuðpersónu hennar fyr-
ir,leiða hana fram, gylla og fegra
oft á bostnað annarra, og skekkja
þannig heildarmyndtaa. Nauðsyn-
legast af öllu er að skyggnast
um gættir þjóðarsviðsins og skilja
og skýra rétta stöðu fyrtamanna
á því. í bók Þorsteins birtast
þeir Hannes Hafstein og Björn
; Jónsson til dæmis í miklu jafn-
ræði og sér til beggja í einu, en
ekki horft frá öðrum til hins.
Annars er ekkert ráðrúm til þess
hér að rekja allt það, sem í huga
kemur við lestur þessarar skemmti
j legu og nýstárlegu sögubókar Þor-
steins Thorarensens. Ég geri ráð
fyrir því, aS ýmislegt sé þar mál-
um blandað um einstaka viðburði
og menn, en ég hygg eigi að síð
jur, að þetta sé venjulegu fólki
trúrri leiðsögn um söguviðið en
ýmsar þær bækur, sem teljast ritað
ar af meiri nákvæmni, varúð og
þekkingu. Þessar umhverfis- og lífs
lýsingar vekja og hvetja lesand-
ann til mikillar íhugunar. Þess,
sjást merki, að bókin sé rituð í
nokkru flaustri, og kemur það
einna skýrast fram í lauslegum tök
um á máli og endurtekningum.
sem iengja bókina, en mörgu er
þar fjörlega lýst. Og það er hin
glögga lý .ing og frásögn án dóma,
sem er aðall bókarinnar.
— AK
I HLJÓMLEIKASAL
LjóBasöagur
Það veður ekki alltaf mest
úr því högginu, sem hæst er
reitt til, segir einhvers staðar
Af fundi margauglýstra virtu
osa fer maður oft litlu ríkari.
Það var hvorki auglýsingaher-
ferð eða bumbusláttur hafð-
ur í frammi við komu dönsku,
söngkonunnar Else Paaske til
Tónlistarfélagsins á dögunum.
En þó kom hún og sigraði sína
áheyrendur mei, óvenju fallegri
og jafnri mezzósópranrödd. —
Söngkonan hefur til að bera
prúða framkomu, fágaða og
vandaða skólun raddarinnar
sem hún nýtir þannig, að
smekkur og músikölsk túlkun
gefur söng hennar persónulegt
innihald og gildi. Efnisskráin
var eingöngu ljóð, eftir Schu-
bert, Brahms, Mahler og Fau
re, auk dönsku höf. Lange-
Múller og Heise. Segja má, að
túlkun söngkonunnar sé sígild,
og hefur hún þegar tiletakað
sér það mikið sjálfstæði í með
ferð laganna, að hún er vel
undta framtíðina búin, og enn
meira er af henni að vænta. —
Henni tD aðstoðar var Fried-
rich Gúrtler, sem í ljóðaundir
teiknum sýndi skemmtilegan,
og lifandi skitaing á því verk
efni, jafnframt lék hann tvö
einleiksverk, Rapsódíu eftir
Brahms, er átti ýmsa vel gerða
þætti en óskýra heildarmynd,
tónsmíð Ravel, og jók engu við
það, sem listamaðurinn hafði
áður kynnt. Hefði efnisskrá
in orðið heilsteyptari, með ljóða
söng eingöngu, og hinum ágæta
undirleik Gúrtler. —
Ljóðasöngur Else Paaske var
í fyllsta máta ánægjulegur og
þeim mjög hlýlega fagnað.
Unnur Arnórsdóttir.