Tíminn - 01.12.1966, Page 13

Tíminn - 01.12.1966, Page 13
FIMMTUDAGUR 1. desember 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 L íslenzka vörnin týndist alger- lega og endalokin urðu ömurleg íslenzku varnarmennirnir eins og smábörn í höndum þýzka risans Hans Schmit, sem skoraði 9 mörk. Alf — Reykjavík. — Sfðari lands leikuriim gegn Vestur-Þjóðverjum sean fram fór í gærkvöldi var mik- ið áfall fyrir íslenzkan handknatt- leik- Leikurinn tapaðist með sjö marka mun, 19:26, en það voru ekki þessar lokatölur, sem hrelldu, heldur eðli leiksins. Eftir nokkuð þokkalegan fyrri liálfieik endaði allt í upplausn í síðari hálfleik. Vömin týndist gersamlega, og það var hreinn bamaleikur fyrir hinn hávaxna Hans Schmit í þýzka lið- inu að skora. Var ömurlegt að sjá vanmátt íslenzku leDcmannanna, þegar þcssi risi birtist fýrir fram- an vörn þeirra. Hvað eftir annað stökk hann upp og skoraði. Og þótt allir gætu séð, að þetta var maður, sem méð einhverju móti varð að stöðva gerði enginn neitt. f framlhaldi af þesisu komst los á sóknarleik íslands. Knötturinn tapaðist aftur og aftur, og Þjóð- verjamir voru fijótir að grípa inn í og skora upp úr hraðauppMaup- um. Mesttrr var mamurirm 9 mörk 25:14, en undir lokin lagaðist' stað- an Sráífið. Vissulega vom Þjóðver jannir góðir í gaer, en frammistaða ísl. Iiðsins hefði getað verið betri. Og það skal strax staðhæft, áð leikur isL landsliðsins í gærkvöldi er aHs ekki spegiimynd af ísl. hand- knattteik í dag- Hér sanmaðist að- eins enn einu sinni, að erfitt virð- isit vera að fá leikmenn úr mörg- um félögum til að vinna skynsam- lega saman. Virðist nú’ kominn tfmi til að endurskoða val lands- liðs frá grunni. Það kom berlega í Ijós, að uppbygging liðsins, sem lék í gærkvöldi, var ekki raunhæf, a. m. k. hvað varnarleiknum við- vék. Hvað gagnar að eiga góðar skyttur, ef vömin er í ólagi? Og í annan stað, hvað þýðir að treysta algerlega á einstaklingsframtak í sóknarleik? í lei'knum í gærkvöldi skeði það, að leikmenn ísl. liðs- ins flæktust hver fyrir öðrum á vellinum og gerðu leiðindamistök ■æ ofan í æ. Virðist nú næsta skref ið að byggja landslið í kringum eitt félagslið, enda má búast við, að sem slíkt kæmi landsliðið heil- steyptara út bæði í vörn og sókn. Körfu- bolti í dag Frá fyrri leik íslendinga og Vestur-Þjóðverja. Sigurður Einarsson er kominn í f*ri. tekst ekki að skora. (Timamynd: Róbert) En snúum okkur að gangi leiks| ins í gærkvöldi. Þjóðverjarnir kom ust í 2:0 í byrjun og tókst að halda 1 forustu það sem eftir var. Þrí- vegis var munurinn í fyrri hálf- leik eitt mark, en fyrir hlé tókst Þjóðverjum að tryggja sér 3ja marka forskot 12:9. Mörgum þótti það góður fyrir- boði, að ísl. liðið skyldi vera und ir í hálfleik, en það kom á daginn, að það var sízt1 betra. Fyrstu 5 mín. voru jafnar, en síðan komu svartir kaflar. Bftir 5 mínútur skildu 2 mörk á miUi, 15:13, en næstu 3 mörkin skoruðu Þjóð- verjar. Hans Sdhmit 2 og Bartels 1. Var vörnin í molum hjá ísl. liðinu og engin tilraun gerð til að stöðva Schmit. Guðjón Jónsson skoraði 14. mark íslands með lúmsku skoti, en eftir það skor- uðu Þjóðverjar næstu 5 mörkin, flest upp úr skyndiupphlaupum eftir að ísl. liðið hafði misst knött inn. Örvæntingin leyndi sér ekki í svip ísl. leikmannanna, og það gagnaði lítið, þótt Gunnlaugur átti í persónulegu ann Hans Söhmit — Rvíkurmótinu í körfuknattleik verður haldið áfram í dag að Há- logalandi kl- 17. Eftirtaldir leikir fara fram: Ármann-ÍR í 4. flokki. ÍR — KR í 3. flokki. ÍR — Ár- mann í 2. flokki. Og í 1. flokki leika KR — KFR og ÍR — Ár- reyndi að hvetja þá. Sjálfur var Auðunn og Guðjón 2 hver. Jón M. mann. I hann kominn í slæma aðstöðu —I og Ingólíur 1 hvor. stríði við ris- og eyddi dýr- mætum kröftum í tapað einvígi. Enginn vafi leikur á því, aá lé- legur vamarleikur var orsökin fyrir hrnni ísl. liðsins. Og undir lokin voru farin að sjást þreytu- merki. Vonlaus skot voru reynd í sókninni og sífellt seig meira á ógæfuhliðina. Þjóðverjarnir hefðu getað leikið sér að vinna með 10 marka mun eða meira, en þegar hér var komið, virtust þeir taka leikinn eins og nokkurs konar æfingaleik. Ekki skal fjölyrt um frammi- stöðu einstakra leikmanna isl. liðsins. Sem einstaklingar stóðu sumir sig sæmilega, t. d. Iler- mann Gunnarsson og reyndar Geir. Sem lið var ísl. landsliðið misheppnað. Markverðirnir Þor- steinn og Kristófer átu ekki góð- an dag, og kannski ekki öfunds- verðir með svo lélega vörn fyrir framan sig. Mörkin: Gunnlaugur 5, Örn og Hermann 3 hvor, Geir, í þýzka liðinu bar Hans SOhmit af, skoraði 9 mörk, eins og fyrr segir. Þá voru Liibking og Schmaek ^innig góðir. Janerstam vár ekki í öfunds- verðu hlptverki sem dómari, en það væri hlægilegt að reyna að kenna hoiium um, hve illa fór fyr- ir ísL liðinu. Þátttöku- gjald þós- und krónur í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi fs- lands um þátttökutilkynn ingar fyrir íslandsmótið 1967, segir, að þátttöku- gjald í meistaraflokki karla sé eitt þúsund krónur. Er þetta einhver hæsta, ef ekki sú hæsta, upphæð, sem greiða þarf fyrir þátttöku í íslandsmóti. Gjaldið var ákveðið á nýafstöðnu árs- þingi KSÍ, og fer ekki milli mála hver ástæðan er. Sam- þykkt var nefnilega einnig á þinglnu, að leikir meist- araflokks skuli fara fram í Laugardalshöllinni, sem kö rfuknattleiksm önnum finnst dýr í leigu, og telja þeir sig þurfa að grípa til allra ráða til að geta staðið straum af kostnaðinum. Annars fer fréttatilkynn- ing KKÍ hér á eftir; „Þátttökutilkynnidigar fyr ir íslandsmótið í körfu- knattleik árið 1967 þurfa að hafa borizt Körfuknattleiks- sambandi íslands fyrir 15. desember n.k. Ráðgert er að mótið hefjist um miðjan janúar mánuð. Tekið skal fram, að hverju félagi um sig er aðeins heimilt að senda eitt lið til þátttöku í hverjum flokki. Þátttöku- gjald eins og það var ákveð- ið á nýafstöðnu þingi KKÍ skal greiða um leið og þátt- tökutilkynning er lögð fram eða send. Þátttökugjald er sem hér segir: Mfl. karia kr. 1000,- 1» 2. fl karla og m. fl. kvenna kr. 250,- 3, 4 fl. karla og 2. fl. karia 100,- Þátt,tökutilkynningar skulu sendar til: Körfuknattleikssambands fslands, íþróttamiðstöðinni, Laugardal, Reykjavík." Urslit í Haustmóti TBR Ilaustmót TBR í badminton fór fram í Valshúsinu s. 1. laugardag, og voru þátttakendur alls 38, allir frá TBR. Að venju var aðeins kcppt í 3 greinuin badminton í þcssu fyrsta inóti félagsins, þ.e. í tvíliðaleik karla og kvenna, svo og í tvíliðaleik karla í nýliðaflokki. Voru margir leikjanna jafnir og spennandi og þurfti oft að leika aukalotur til að útkljá leiki. Úrslit urðu sem hér segir: Tvíliðaleikur karla: Garðar Alfansson og Viðar Guðjónsson unnu Finnbjörn Þorvaldsson og Matthías Guðmundsson 15:8, 15:14. Tvfliðaleikur kvenna: Jónína Nieljóhníusdóttir og Rannveig Magnúsdóttir unnu Huldu Guð- mundsdóttur og LovíSu Sigurðar- dóttur 15:11, 15:7. Nýliðaflokkur: Haraldur Jóns- son og Jafet Ólafsson unnu Helga Benediktsson og Jón Gíslason 15:11, 15:6.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.