Tíminn - 01.12.1966, Side 16

Tíminn - 01.12.1966, Side 16
275. tbl. — Fimmtudagur 1. desember 1966 — 50. árg. Norski landbúnaðarráðherrann lýsir yfirs Gott ef hægt er ah kaupa meira íslenzkt kindakjot Sverrir Júlíusson flytur rœSu sína á fundinum í gaer. (Tímamynd: GH). Úr setningarræðu Sverris Júlíussonar, formanns stjórnar LÍÚ á aðalfundi í gær: VERDMÆTISILDARAFLANS I MILLJARDUR 0G 58 MILLJÓNSR SJ-Reykjavík, miðvikudag. Aðalfundur LÍÚ hófst í dag og flutti Sverrir Júlíusson formaður stjórnar LÍÚ setningarræðuna. Hann flutti langa ræðu, og ræddi fyrst þau þrjú meginatriði er hon- um voru efst í huga, síldveiðarnar, afkoma togaranna og versnandi af komu báta, sem að mestu stunda bolfiskveiðar. Vertíðin í heild á s. 1. ári olli vonbrigðum. Tíðarfar var slæmt og aflinn minni en vonir stóðu til, í heild um 10% minni, minnkaði úr 228,8 þús. tonnum í 204.6 tonn. f sumum verstöðvum minnkaði aflinn stórlega, t. d- í Vestmannaeyjum, en annars stað ar varð aukning. Vegna þess að stór hluti flotans við Faxaflóa sótti á Breiðafjarðarmið, varð kostnað- ur meiri, og aflinn ckki eins jafn RAFMAGNIÐ KOMIO ILAGI ÁRBÆJARHVERFI FYRIR JÓL KJ-Reykjavík, miðvikudag. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Tíminn fékk í dag hjá Aðal- steini Guðjohnsen rafveitustjóra þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu frá hendi Rafveitunnar að íbúar Árbæjarhverfisins fái sína jólasteik, en þurfi ekki að Jóhannes Nordal svarar fyrirspurn- um um efna- hagsmál Kaffifelúbbur Framsófcnarfé lags Reyfcja- og FUF kemur saman í fyrsta sinn á vetrinum í átt hagasal Hótel Sögu n. k. laugardag kl. 3 síðdeigis. I Gestur fundarins ‘ verður Jóhannes Nordal bankastjóri og mun hann svara fyrir- spurnum um efnahagsmál. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta vel og stundvíslega. lifa á dönskum kökuin og kexi um jólin, eins og leit út fyrir til skamms tíma, vegna hins lága rafstraums sem verið hefur í hverfinu nú um langan tíma, og hrjáð hefur íbúana á margan hátt, eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu. Aðalsteinn sagði að búið væri að leggja heimtaugar i nítján stiga hús af um fjörutíu, sem flutt væri Framhald á bls. 15. SAMIÐ VIÐ TÆKNIMENty GÞE-Reykjavík, miðvikudag Launadeila tæknimanna Sjóia- varps hefur verig til lykta leidd og hafa þeir tekið uppsagnir sínar til baka. Samkomulag náðist á f-undi milli tæknimannanna og að ila frá fjármálaráðuneytinu í dag. Blaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning um málið: Sam- komulag hefur náðzt um launakjör 8 tæknimanna Sjónvarps. Er sam komulagið gert á grundvelli þeirra tillagna, sem Iaunanefnd ríkis- ins gerði. Á hinn bóginn hefur fjármálaráðuneytið með bréfi dag settu 30. nóv. heitig að beita sér fyrir því, að launamál umræddra tæfcnimanna verði tekin til ræki- legrar athugunar við undirbúning næstu kjarasamninga við ríkis- starfsmenn. ag gæðum og verið hefur og því miklu verðminni. Þá ræddi Svcrrir síldaraflann við Suðvesturland, sem hefur brugðizt hrapalega seinustu árin, en a móti kom mikil loðnu.'eiði Þorsfcveiðar í nót gáfu ekki goða raiin. f yfirliti um síldveiðarnar í sum ar skýrði Sverrir frá þvi að heild afaflinn sé nú 642 þúsund tonn að verðmæti um 1 milljarður og 58 milljónir króna. Er þá dr:«>ið frá flutningsgj. til síldarfl.skipa, tæp ar 19,4 milljónir kr. Ramkvæmt þessu er meðalverðmæti til bát- anna kr. 1.65 per kíló. Þá hefur verið gerð athugun, miðað við 19. nóvember s. 1., á afla báta að 120 rúmlestir, báta 120—200 rúmlestir, og báta yfir 200 rúmlestir, og sýnir það eftir farandi: Bátar að 120 rúrnl. Fjöldi: 56. Með- alafli 1.022 tonn. Meðalaflaverð: 1.686.300.00. Meðal hásetíhluuir með orlofi: 61.500.00. — Bátar 120—200 rúmlestir. Fjöldi: 49. Með alafli: 3.389 tonn. Meðalaflaverð: 5.591.850.00. Meðal hásetahlutur með orloíi: 182.000.00---Bátar yf- ir 200 rúmlestir. Fjöldi 78. Meðal- afli: 5.076 tonn. Meðalaflaverð. 8.375.400.00. Meðal hásetahl. með orlofi: 261.700.00. í þessu yfirlti er ekki reiknað með þeim síldarafla, er bátar hafa fengið við Suður- og Suðvestur- land. Gefur yfirlitið því eigi alls kostar rétta mynd, einkum að því er varðar báta undir 120 rúmlest- um BYamhald á bls. 15 FyHrspurn um fisksölumáiin FB-Reykjavík, miðvikudag. Á borgarstjórnarfundi á morgun verður fjárhagsáætlun Reykjavík ur fyrir árið 1967 tekin til fyrri umræðu. Einnig verða teKnar til meðferðar tillögur og fyrirspurnir um ýms mál, m. a. fyirspur;i borg arfulltrúa Framsóknarflokksins um fisksölumálin og íillaga varð- andi fasteignagjöld af fbúðarhús- næði. í tilefni af því, að 6- október s. 1. var samþykkt í borgarstjórn til laga um fisksölumálin, leggur Kristján Benedifctsson borgarfull- trúi fram eftirfarandi fynrspurn 1 a). Hafa framkvæmdastjórar BÚR átt viðræður við þá aðila, sem annast fisksölu í borginni? b) Ef svo er, hvern árangur hafa þær viðræður borið? 2. Hvenær má vænta greinargerðar frá fram kvæmdastjórum BÚR um málið? Tillaga sú, sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins leggja fram varðandi fasteignagjöld á hús- eignir er á þessa leið: „Borgar- stjórn Reykjavíkur fer þess á leit við hæstvirtan félagsmálaráðherra, að hann hlutist til um að sett verði í lögin um tekjustofna sveitar félaga ákvæði, er kveði skýrt á um það, að sveitarstjórnum, sem innheimta vilji fasteignaskatt af húseignum með álagi samkvæmt 5. gr. í öðrum kafla laganna, sé heimilt að undanþiggja frá álag inu eða hluta þess íbúðarhúsnæði af vissri stærð. NTB-Oslo, miðvikudag. Vegna fyrirspurnar í norska Stórþinginu, upplýsti Bjarne Lyng stad, landbúnaðarráðherra Noregs að þörf yrði fyrir töluverðan inn- flutning á kindakjöti á árinu 1967. Hins vegar yrði ekki séð í dag hve sá innflutningur þyrfti að vera mikill. Innflutningsiheimildin frá því fyrra hefur því verið framlengd og leyifi verið veitt fyrir innflutn- ingi á sjö hundruð smálestum af íslenzku kindakjöti. Norska land- búnaðarráðuna.ytið hefúr haft hlið sjón af því að viðskiptajöfnuður íslands við Noreg er óhagstæður. ísland hefur óskað eftir því að selja tólf hundruð smálestir af kindakjöti til Noregs. Hins vegar sagði ráðherrann að innflutnings- þörfin á næsta ári væri áætluð tvö þúsund smálestir af svínakjöti og 3-4000 smálestir af öðru kjöti. Ráðherrann sagði að það væri ljómandi gott af eitthvað af því kjötmagni yrði keypt af fslend- ingum. 2000 NÝIR SÍMAR EFT- IR ÁRAMÓT KJ-Reykjavík, miðvikudag. Það eru fleiri en íbúarnir í Ár- bæjarhverfinu margumtalaða sem ekki fá síma, því fjöldinn allur af fólki, sem býr innan EHiðaáa bíð ur óþreyjufullt eftir síma. Bjarni Forberg bæjarsímstjóri tjáði Tímanum í dag að seinni hluta janúar-mánaðar yrði tekin í notkun tvö þúsund númera viðbót í Grensásstöðinni, og myndu þá allir fá síma sem beðið hafa um hann, svo framarlega sem ekki stendur á línulögnum til þeirra. Aðspurður um ástand símamála í Árbæjarhverfi sagði bæjarsím- stjóri að stöðugt væri unnið þar að endurbótum, margt væri þar í veg inum, svo sem frost í jörðu, snjór og jarðvegsbyngir úr húsgrunnum sem eftir væri að fjarlægja. Ný lega var bætt við 200 númerum í bráðabirgðasímstöðina í Selásnum, og eru þá 400 númer þar. Ætlunin er að seinna meir verði reist póst og símstöðvarhús í Selásnum og á það að vera fyrir Breiðholtshverf ið líka. Fólkið í Árbæjarhverfinu er orð ið aillangeygt eftir símunum sín- um, eftir því sem fram hefur kom ið í viðtölum er blaðið hefur átt við fólk í hverfinu. Flest þetta fólk hafði síma áður en það flutti í Árbæjarhverfið, en hefur ekki fengig þá flutta. Einstaka aðilar Pramhald á ois. 14 BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST í eftirtalin hverfi: Laufásveg — Sóleyjargötu — Gnoðavog — Nökkvavog. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 7, sími 1-2323.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.