Tíminn - 04.12.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1966, Blaðsíða 2
'A TÍMINN SUNNUDAGUK. 4. desember 1966 LAXNESS ÞÝÐIR SÓK HEMINGWA Y . rí>-Reykjavík, þriðjudag. Bókaíorlag Odds Björnssonar á cureyri hefur sent frá sér síð- tu bók bandaríska skáldsagua >fundarins Ernest Hemingway, í ðingu Halldórs Laxness. Hetfur rlagið með þessum hætti leitt ’.rna saman tvo af heJzfcu rithöf- idum í forustusveit ritlistar á irum támum og mun mörgum 'ikmenmtatfúsum manni þykja irvitnlegur sá koicfcedll. Þetta er önnur bókin, sem Lax- -ss þýðir eftir Hemimgway, en iur hatfði hann snarað Vopnum vöddum. Vakti sú þýðing afchygli ida um margtf frábærlega vel erð. Bók Hemingways hefur hlotið afnið „Veúfla í farangrinum“ í ýðingu, en í hemni segir frá 'arísaránim höíundar um það Hemingway Laxness leyti, sem hann var að brjóta sér leið sem rithöfundur. f þessu verki skritfar Hemingway um fólk eins og Gertrude Stein, Ezra Pound og F. Scott Fitzgerald, það fólk sem á einn eða annan tófct kom við sögu hans sj'álfs og var jafnframt áhrifatfólk í evrópsk um og amerískum bókmenntum á fyrri hluta þessarar aldar. En höfuðpersónur i þessu verki er París sjálf, staðir hennar og stundir. Það mátti vist ekki mifclu muna að Hemingway tækist að Ijúka við Parísarbókina, vegna þess að um 'það leyti sem hún var búin taldi hann að lífið væri búið að sljóvga þannig eggjar stílvopnanna að hann viildj ekki lifa lengur. Slífcar áhyggjur verða ekki fundnar í bókinni um farandveizl- una. Menn í sjávarháskta Menn í sjávarhásfca, nefnist bók sem hefur að geyma 15 frásagnir af hetjubaráttu íslenzkra sjó- manna, sem Sveinn Sæmundsson hefur tekið saman og Setberg gef- ur út. Frásagnimar í bókinni netfnast Giftusam-leg björgun við Vest- mannaeyjar, Strand í Hornvík, Stórslys við Mýrar, Ævintýraleg sigling á segiskipi til íslands i fyrra stríði, Barátta við æðandi ofviðri norður af Ströndum, Slys og strand við Miðnes, Hetjuleg barátta íslenzkra sjómanna á Ný- fundna'iand'smiðum, Svaðilför vél- báts frá Akranesi, Björgun úr sjáv arháska á jólanótt, Stránd o% björgun við Snætfellsnes, Millilanda skipi sökkt í fyrra stríði, Um sel- veiðar og skipstapa fyrir sunnan land, Björgunarafrek á Atlantshafi og Strand íslenzks togara við Fær- eyjar. Sveinn Sæmundsson höfundur bókarinnar er Akurnesingui. Hann fór snemma í siglingar og dvald- ist í Kanada um skeið. Þetta er önnur bók hans, hin fyrri, í brimgarðinum, kom út á s.l. ári og seldist upp á skömmum tíma. Bókin er 192 bls. og í henni eru mangar myndir. Úlfur og Helgi 5. bók Anitru „MENN í ÖNDVEGI“ — NÝR BÓKAFLOKKUR ÍSAFOLDAR ísafoldarprentsmiðja h.f byrj ar nú útgáfu á nýjum bóka- flokki, Menn í öndvegi. Gefnai verða út ævisögur nokkurra ís lenzkra manna, sem borið hef ir hátt í lífi þjóðarinnar og skapað hafa henni örlög. Höf- undar bókanna verða valdir úr hópi fræðimanna, sen leitazt verður við að gera bækumar þannig úr garði, að lítið verði af þurrum fræðalestri. Höfuð- áherzla verður lögð á að lýsa manninum í því umhverfi, sem hann lifði og hrærðist í hér lendis og erlendis- Ritstjóxi bókatflokkisins Menn í öndvegi er Egill Jónsson Stardal, sögu'kennari í Verzlun arskólanum. Fyrsta bókin, Giss ur jari er etftir Ólaf Hansson sögukennara í MR og lektor í sagnfræði við háskólann. Er sú bók fcomin út og sömuleið- is önnur bókin í flokknum, Sfcúli fógetí, en hana hefur samið Lýður Bjarnason cand. mag. Næstu bækur í bókarfllo'kkn- um verða Jón Loftsson eftir Egil Stardal. Hallgrímur Pét- ursson, Jón Arason biskup og Jón Sigurðsson forseti. Æviminningar Brynjólfs Jóhannessonar komin út Karlar eins og ég — æviminn- ingar Brynjólfs Jóhannessonar leikara, færðar í letur af Ólafi Jónssyni, útgefanrii er Setberg. í eftirmála að bókinni segir Brynjólfur Jóhannesson, að á seinni árum hafi menn oft minnzt á það við hann, að hann skráði ævisögu sína, en hann hafi lítinn áhuga haft á slíku. — En það, sem ýtti undir mig að láta nú und- an ásókn ýmsra góðra manna var það tækifæri sem bauðst til að gera stutt yfiriit um startfsemi Leikfélags Reykjavíkur þau 42 ár, sem ég hef startfað hjá félaginu. Því miður er- ennþá ekki til nein heildarsaga þessa merki'lega fóm- ar- og brautryðjendastarfs sem Leifcfélagið hefur unnið í nær 70 ár. Og ég ætla mér ekfci þá dul að ég sé fær um að gera því máli full skil. í frásögunni er stuðst við funa argerðarbækur LR, leikritaskrár Lárusar Sigurbiörnssonar í af mælisriti Leikfélagsins frá 1947, og að nofckru við fundargerðarbæk ur Félags íslenzkra leikara. Aðal- heimildin er þó minni Brynjóltfs. Bókin er 222 bls. og hefur Gísli B .Björnsson séð um útflit hennar og teiknað h'lífðarkápuna. í bók- inni eru margar myndir atf Brynj- óltfi í ýmsum hlutverkum, af leik- hópum og úr einka'lífi Brynjólfs sjálfls. 2 NÝJAR HELGAFELLSBÆKUR Sveinn Sæmundsson Fimmta bók Anitru, norsku skáldkonunnar, sem réttu npfni heitir Áslaug Jevanord, er kom- in út hjá ísatfold. Bókin heitir Úlfur og Helgi. Stefán Jónsson námsstjóri hefur þýtt allar bæk- umar, en þær heita Silkislæðan, Herragarðslíf, Guro og Guro og Mogens. Úlfur og Helgi eru hálfbræð- ur og systrasynir. Báðir eru pilt- amir glæsimenni, en mjög Ölíkir. Úlfur er eldri og á allan rétt til Lei'kvaila-óðalsins. Þessir ungu menn eru i sögunni glæsilegir full- trúar æskumanna á þeirra aldri, en örlagaþræðir grípa inn í líf þeirra. — Óheilla persóna sög- l unnar er Áslákur, ráðsmannsson urinn, sem unni Guro á æskuár- um þeirra. Ef til vill er þessi bók bezta bók Anitru, segir út- gefandinn á bókarkápunni. Jakob Thorarensen átti áttræð- isatfmæli fyrr á þessu ári. Þebta afmælisár hans koma út etftir hann tvær nýjar bæfcur, ný ljóða- bók, öll kvæðin ný og hafa ebki verið birt áður, og nýjar sögur níu talsins, sem heldur efcki hafa birzt áður. Sögusatfnið er skáldið hetfur gefið nafnið Léttstíg öld kemur út í dag. Hafa þá komið út ef'tir Jakob 20 bækur og helm- ingur þeirra hjá HeigafeHi. Undir- býr nú foriagið heildarútgáfu á verkum Jakobs í fjórum bindum. Fyrr á þessu ári kom út ný ljóða- bók Jakóbs, Náttkæla. Þá kemur út hjá Helgafelli ný bók eftir Gisla Jónsson alþingis- mann er hann hefur getfið natfn- ið „Frá foreldrum mínum, bar- átfcusaga." Gísli Jónsson, alþingis- maður, sem eins og kunnugt er er bróðir Guðmundar s'kálds Kam'ban, er landskunnur maður fyrir skrif sín um þjóðfélagsmál og einkum heilbrigðismál, hefur skrifað bók áður, sem hann gatf nafnið Frekjan, og þótti frábæri- lega vel skrifuð og skemmtileg. Bókin „Frá foreldrum mínum“ er að nofckru byggð á þáttum er fað- ir hans skrifaði. Bók Gísla er í 12 köflum og þar eru biriar 18 myndir. Aðeins tvær bækur eru ókomn- ar fyrir jól hjá Helgafelli, Ijóða- bækur eftir Rósu B. Blöndals og Jón Óskar. Alls koma út á árinu 22 bækur hjá Helgafelli, þaV á meðal Síðustu ljóð Davíðs, Dúfna- veizla Halldórs Laxness, Rímna- safnið og fyrsta bókin sem út kem ur á íslenzku eftir danska heim- spekinginn og skáldið Sören Kirke gaard, hin heimsfræga ástarsaga hans „Endurtekningin." Þýðingin er etftir ungan heimspekinema Þor isfcein Gytfason, er ritar einnig nokkur formálsorð. Þá eru nú komin út öll verk Davíðs Stefáns- sonar í sjö stórum bindum. Síðasta skip frá Singapore A'lisfcair Maclean er íslenzkum lesendum kunnur, enda hafa kom- ið út bækur eftir hann nokkur undanfarin ár hér á landi. Nú er komin út bókin Síðasta skip frá Singapore, útgefandi Iðunnar útgáfan. Bókim gerist á heims- styrjaidaráruinum og segir frá því, er síðasta vigi Breta í Asíu, Sdnga pore, féll í hendur Japönum. Síð- an hermir flrá fllótta síðasta fólks- ins, er komst undan. Gerist sú saga bæði á sjó og landi, og er frásögnin æsispennandi, eins og aðrar bækur höfundarins hafa verið, en áður útkomnar á ís- lenzku eru Byssumar í Navarone, Nóttin langa, Skip hans hátignar Ódysseifur, TI móts við gullskip- ið, Neyðarfcall frá norðursfcauti og Á valdi óttans. Brynjólfur Jóhannesson Ólafur Jónsson 6. REYKJAVÍKURBÓK ÁRNA ÓLA „SAGT FRÁ REYKJAVÍK 99 Sjöfcta Reykjavíkurbók Árna Qla er nú komin út hjá Ísafold. Nefn- ist bókin Sagt frá Reykjavík, í bókinni eru 18 kaflar, og segir þar m.a. frá mörgum gömlum hús- um, frá því að Reykjavík var einu sinni aðeins tvær jarðir, frá mó- mýrunum — einu námum Reykja- víkur og frá áttum og áttastefn- um í Reykjavík, auk óteljandi íi margs annar. Bók Árna Óla, S»gt frá Reykjavík er 159 bls. í henn’ eru allmargar myndir frá Reykja- vífc. _ Fyrri Reykjavíkurbækur Árna Óla era Fortíð Reykjavíkur. sem kom út 1950, Gamla Reykjavík, 1954, S'kuggsjá Reykjavíkur 1961 Erll og ferll blaðamanns 1963 og Horft á Reykjavík 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.