Tíminn - 04.12.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1966, Blaðsíða 6
18 VETTVANGUR TÍMINN ÆSKUNNAR SUNNUDAGUR 4. desember 1966 RÆÐUR FLUTTAR í HÓFI STÚDENTA I ÞJÓÐ- Ólafur Ragnar Grímsson: Sækjum þrótt og þor í eígin l ,H. * verk og eigin hugsanir Á námsárum erlendis í heims- stríðinu fyrra glímdi einhver mesti lærdómsmaður íslenzkra fræða, Sigurður Nordaí, við Ihina áleitnu spurn, hvort íslend- ingar væru ógæfulþjóð og ógæfa að vera fæddur meðal þeirra. í upphafi hins síðara stríðs reit Ihann bók kennda við menningu okkar og arf, leiðarvísi um liðna reynslu fyrir þá, sem vilja hugsa um samtíð og framtið, um vanda þess og vegsemd að vera íslend ingur. Sú bók varð málsvörn og menni^igarkóran hans kynslóðar og þeirrar næstu á eftir, fjaMaði um landnám og þjóðveldi, heið- inn dóm og hirðskáld. Hún tengdi (hinar fornu sagnir tilverustríði þeirrar tíðar og gerði þær að enn máttugri réttlætingu fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar og baráttú hennar fyrir jafnréttissessi i, sam félagi þjóðanna. Hin gullna fortíð, öld víkinga og konurigsská'lda, hólmgangna og Alþingis á Lögbergi við Öxará, var sú röksemd, sem ein nægði til að svara við vangaveltum um gæfu íslenzkrar þjóðar og -frum- burðarréttar landsmanna. Hún var sá eldur, sem herti sverðin og jók sannfæringarþróttinn: gerði íslendningum aldamótanna og fynstu áratuganna á eftir kleift að bjóða alheiminum byrginn, krefj- ast réttar síns og höndla hann og hefja af vanefnu^n fjölskrúð- ugt nútíðar þjóðfélag, sem býr okk ur, afkomendunum, betri skilyrði en nokkrir aðrir búendur lands- ims hafa notið. Okkar arfur er £] senn þeirra hugverk og þeirra erf- iði, í rauninni aHt þeir áttu utan' eitt, sem einhvers staðar á langri leið hefur týnzt og verður ekki; aftur fundið, okkur glatað að ei- lífu: gullaldartrúin, dýrkunin á verkum víkinganna, tilbeiðslan á hetjunum, dáðum þeirra, sögum og kvæðum. Sú kynslóð, sem nú 'haslar sér óðum völl í störfum og stefnu- mörkun ísl'enziks þjóðfélags, fædd í hinum mikia heimsstríði og upp- ■aiin á atómöld í skugga yfirvof- andi 'heimseyðileggingar, þroskuð í verðbólguóðu þjóðfélagi síðast áratugs, konungsdæmi spekúlanta, skattsvikara og bygginabraskara: sú kynslóð,, sem þrátt fyrfr ára- fæð hefur reynt umræðuhöft, á- róðursósvífni, blygðunarlausar mót ságnir: þeirri kynslóð, sem þegar á námsárum hefur sviðið daður landsdrottna við erlenda herra og risið upp til mótmæla, henni er því miður lítil huggun í þús- und ára gömlum hugvekjum, sög- um um Egil og Njál, kvæðum um Óðin og Þór. Okkar réttlæting, okkar svar við spurninni um gæfu þess eða ó- gæfu að vera fæddur íslendingur, erfa landið og gerast þátttakandi í þessu spillta, siðlitla og forystu- Isnauða þjóðlfélagi, verður efcki fundið í hinu forna þjóðveldi, heíðnum dómi eða kvæðum hirð- skálda. Okkar lif, okkar starf, eigi það að verða annað og meira en 'hinn dapurlegi gulikálfadans, sem Ólafur Ragnar Grímsson þjóðin hefur þreytt á síðustu ár- um, verður að finna aðra upp- sprettulind, sækja þrótt og þor á annan vettvang. Hin forna menn- ing getur vart á sama hátt og áður orðið lífræn og jarðföst rót okkar andlega sjálfstæðis, þótt hún veiti okkur vissa næringu og svölun í hléum milli átafca. Hún megnar varla að vera okkar vopna búr eða höfuðstöðvar £ æ harðn- andi baráttu fyrir tiiveru okkar f og s j'álfstæðis í harðbreytilegri veröld, heimi stórvelda og banda- laga og sífelldra byltinga á lífs- háttum og menningarvenjum. Gamlar bækur, handrit jafnvel heimkomin, megna lítt að tryggja sjálfstæðan sess hinna ungu ís- lendinga í samfélagi þjóðanna. Þar verða að koma til okkar eig- in verk, ofckar hugsun. Forfeðum- ir verða aldrei okkar bjargvættir. Okkar örlög eru okkur einum háð. Við vitum, að þung ábyrgð hvíl- ir okkur á herðum, mikil og erfið þraut býður lausnar: að skapa íslenzkri menningu svo lífvænleg- an og traustan grunn, að hún geti í órofa samhengi haldið á- fram að dafna og aflaukast, þrótt fyrfr ásókn erlendra álhrifa og holskeflur útlendra strauma, sem æ tíðar munu skella á landi og þjóð. Okkar er að sanna í raun að smáþjóð eigi enn sinn tilvem- rétt, verk hennar í.nútfð séu svo mikilvæg, að sjálfstæði hennar beri ag varðveita, skerfur hennar til heimsmenningar svo máttugur að enginn dirfist að troða á lifsrétti hennar, heldur meti og virði henn ar verðleika, veiti henni tvímæla- lausan jafnréttissess í sölum ver- aldarþinga. Smáþjóð megnar aldrei að keppa við jötunþjóðir £ byiggingu skýjafcljúfa, iðjuvera, breiðstræta, risavéla eða annars konar efna- hagsundra. Hún er dæmd til að tapa, hasli hún baráttu sinni slífc an völl, ætli sér að sanna mátt Meðal gesta í ieikhúskjallaranum voru ýmslr þekktir menn á sviði þjóðmála og lista. Fremstir á myndinni eru þeir Eysteinn Jónsson, Jón Engil- berts, frú Sólveig Eyjólfsdóttir og dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra- sinn með auði og efnáhagslegu áhrifavaldi. Hún þarf vissulega að búa þegnum sínum viðunandi kjör og blómlega lifnaðarhætti, en það eitt mun aldrei nægja. Harðvið- ur, Ja'gúar og hafskipið Baltika mega aldrei verða helztu keppi- kefli íslenzfcrar stjórnar, tákn um velgengi þegnanna. Báðherra, sem býður þjóð sinni slíka hugg- un, leiðir hana beinlínis í glötun. Á gildismati broddborgarans verð ur sjálfstæði fslendingia aldrei grundvallað. íslenzfcir stúdentar vita, að æ- varandi tilveru þjóðarinnar verð- ur að tryggja á annan hátt. Þess vegna helga þeir fullveldisdaginn nú andlegu sjálfstæði og í fyrra varðveizlu þjóðemis. Þess vegna bjóða þeir til hófs og flytj.a ljóð sín og leikrit Þess vegna boða þeir fundi um endumýjun ís- lenzkra stjórnmála og sjálfstæðri utanrí'kisstefnu, krefjast bætts fjár málasiðgæðis og betri starfsskh- yrða listamanna og menntasfcofn- anna. Þess vegna stíga þeir á stofck og strengja þess heiit að skapa með verfcum síuum nýtt og j betra þjóðfélag. Þjóðfélag, sem jmeð hreinsfcilni og einurð, opin- berum og hlutlægum umræðum og ítarlegum rannsóknum kapp- kostar að leysa sín vandamál. | Þjóðfélag, sem umsvifalaust hafn I ar öllum yfirborðshringlanda og látalátum frambomum í áróðurs- skyni af pólitískum loddurum, sem einskis svifast vegna framavona og valdabrölts. Þjóðfélags, sem eigi Iíður svindl og brasfc, spillingu í stjórn- og fjármálum. Þjóðfélag, sem metur'andans menn meir en byggingabraskara og uppmælinga- aðal, skapar þeim aðstöðu til að fullnýta hæfiieika sína og k-afta og gefur almenningi kost á að njóta verka þeirra, reisir sýning- arsali og bókhlöður, rannsóknar- jstofur og fræðsiustofnanir, Þjóð- ! félag, sem skilur til fullnustu, að framtíð þess er fyrst og fremst undir því komin, að því takist að skapa hugvérk, sem gild eru á mælikvarða veraldar, leggja að mörkum hæfar hugmyndir, sem í senn þroska þjóðina og eru skerf- ur til lausnar þeirra þekkingar- þrauta, sem alls staðar eru óleyst- ar. Þjóðfélag, sem situr ekki að- gerðarlaust hjá meðan teflt er um öriög heimsbyggðar, heldur sýn- ir friðarvilja sinn í verki, sendir dugandi menn til hjálpar van- þróuðum, miðlar öðrum af eigin reynslu. Þjóðfélag, sem veit að þótt lóð þess sé létt, þá finnur vogarskálin samt fyrir þunga þess. Með sköpun slíks þjóðfélags ávöxtum við bezt okkar arf, styrkj um andlegt sjálfstæði og varðveit- um þjóðerni íslendinga, finnum lífi okkar og starfi þann grunn, sem eigi brestur. Með fyrirheitum um slíka fram- tíð veitum við 1. desember nýja merfcingu, nýjan sess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.