Tíminn - 10.12.1966, Síða 2
TÍMINN
LAUGARDAGUR 10. desember 1966
osygin og de Gaulle birta sameiginlega yfirlýsingu umviðræður sínar
HVETJA EVRÓPULÖNÐIN TSL AÐ
EYLGJA FORDÆMI RlKJA SINNA
PB-París, föstudag.
Forsætisráðberra Sovétrikjarana,
leksej Kosygin fór í dag flug-
i iðis tjl Moskvu eftir átta daga
i' inbera heimsókn í Frakldandi.
i sameiginlegri yfirlýsingu hans
r ; de Gaule, forseta eru ríki
.rópu hvött til að fylgja for-
emi Frakka og Sovétmanna um
■ .óraukin vináttutengsl.
Fréttamenn henda á ýmis
' nærri atriði varðandi heimsókn
: osygin, sem sýni ljóslega vin-
, tu Sovétríkjanna og Frakklands.
' d. bauð de Gaule Kosygin og
rcvmyko, utanríkisráðherra á veið
U
„Uppstigning
Síðasta sýning
Leikrit prófessors, Sigurðar Nor
dals, „Uppstigning" verður sýnt í
síðasta sinn n.k. sunnudag þann
11. des. Þetta er 14. sýning leiks-
ins. Myndin er af Erlingi Gíslá-
syni i hlutverki sérá Hélga, en
hann leikur aðaLhlutverkið' í leikn
um og hefur hlotið mjög góða
dóma fyrir ágæta túlkun á hlut-
verki sínu.
ar með sér og Kosygin flutti
ávarp í franska sjónvarpinu, en
slíkur heiður hefur ekki áður fall-
ið í skaut erlendum stjórnmála
mönnum í heimsókn í Frakklandi.
Þá er og bent á, að de Gauie
'þáði heimboð í sovézka sendiráð-
ið í París, en hann hefur aðeins
áður komið í móttöku erlends
sendiráðs d Paris.
í hinni sameiginlegu yfirlýsingu
leiðtoganna um viðræður þeirra,
sem birt var opinberlega í dag
segir m.a., að fyrsta skrefið til
bættrar sambúðar og au'kinna vin-
áttutengsla Evrópurikja, án tillits
til stjórnarfars, sé að minnka tor-
tryggni og spennu þeirra í millli.
Fyrstu jákvæðu viðbrögðin virð-
ast nú vera að koma í ljós.
— Næsta skref ætti að vera
stóraukið samstarf ríkjanna á öll-
um sviðum mótað af vinsemd
eins og þeirri, sem nú sé að þró-
ast milli Frakklands og Sovétríkj-
anna.
— Slíkt samband ríkjanna
myndi skapa traustan grundvöll
til viðræðna um hin ýmsu stóru
vandamál í Evrópu, sem leitt
gætu til tryggs og stöðugs friðar,
byggðum á grundvailarkenning-
unni um sjálfstæði ríkja og full-
veldi, fordæmingu á valdbeitdngu
og afskiptum af innri málefnum
ríkja.
Þá kemur og fram, að leiðtog-
arnir hafa rætt um að katla saman
sam-evrópska ráðstefnu til að ræða
öryggismál Evrópuríkja og koma
á samstarfi, sem næði til heims-
álfunnar allrar. Lögðu þeir einnig
áherzlu á algera afvopnun.
Um Vietnam-deiluna segir í
skýrslunni, að ríkisstjórnir land-
anna bendi á, að stríðið færist
stöðugt í aúkana og krefjist æ
fleiri mannsllfa. Pordæma beir
,ástand, sem hafi í raun skapazt
vegna afskipta erlends ríkis af
málefnum annars.“ Þetta ástand
hafi sett nágrannariki í hættu og
staðið i veg fyrir eðlilegum sam-
skiptum fjölda ríkja.
Fréttamenn í Frakklandi oenda
á, að heimsókn Kosygin hafi ver-
ið mjög mikilvæg í baráttunni
fyrir trausti og vináttu milli aust
urs og vesturs.
Að því er Þýzkalandsmálin varð
ar eru Sovétríkin og Frakkland
á öndverðum meiði og er ekki
gerð nein tilraun til að leyna
þeim ágreiningi. De Gaulle heldur
fast við þá skoðun sína, að sam-
eining Vestur- og Austur-Þýzka-
lands hljóti að vera tafcmarkið,
bezta lausnin til að tryggja frið-
I inn í Evrópu og í öllum heimi.
| Kosygin sagði hinLs vegar í við-
j ræðunum, að skipting Þýzkalands
'væri söguleg og óbreytanleg stað-
1 reyind.
— Þá er í hinni sameiginlegu
yfirlýsingu áskorun til V-Þýzka-
lands um að viðurkenna hið raun-
sanna ástand í dag, að viður-
kenna landamæri Tékkóslóvakiu
og Pólíands og sannfæra öll ríki
í Evrópu um, að V-Þýzkaland af-
sali öllum kröfum til kjarnorku-
vopna.
Er haft eftir áreiðanlegum
ÞYamhaic £ Ois. .14
Goðasteinn kominn út
Annað hefti 5. árgangs af tíma-
ritinu Goðasteini er komið út.
Goðasteinn er tímarit um menn-
ingarmál, og eru ritstjórar og úfc
gefendur þess Jón R. Hjálmars-
son og Þórður Tómasson, en
Goðasteinn er gefinn út í Skóg-
um undir EyjafjöMum og prentað-
ur í Prentsmiðju Suðurlands h.f.
á Selfossi.
Goðasteinn kemur út tvisvar
sinnum á ári. Af efni hins nýút-
komna rits má nefna að Stein-
þór Þórðarson skrifar Fyrstu kaup
staðarferðina, Stefán Jónsson,
Minningar frá brúargerð 1912, Hjáleigur Oddastaðar.
iKris'tján Benedilktsson: Skógar-
ferð. Riehard Beck skrifar minn-
ingu Árna S. Mýrdal. Jón R.
Hjálmarsison skrifar íslandi allt og
og Ferðaþátt. Oddgeir Guðjóns-
son, Tröllaskógur, Jón Árnason,
Þessu gleymi ég aldrei, Einar Sig-
urfinnsson skrifar Sigurður á
Fljótum, Hjalti Jónsson skrifar
Jón salti, Þórður Tómasson,
Byggðasafnsþáttur, sagnir, Oddur
Oddsson, Fjallabaksleið, HeJgi
Hannesson Þrjár þúfur á barði,
Jón J. Jðhannes'son Hamragarðar,
Haraldur Guðnason Örlagarík
kirkjuiferð og Helgi Hannesson
Ný Ijóðabók eft
ir Snorra Hjart-
arson
AK,-Rvík, — Snorri Hjart
arson hefur sent frá sér
nýja ljóðabók — Lauf og
stjörnur. — Heim'skringla
gefur út. í bókinni eru
rúmlega fimmtíu ljóð, sem
höfundur kal'lar kvæði, þótt
flest séu órírnuð eða hálf-
rímuð. Ljóðin eru flest stutt
og bókin tæpt hundrað
síðna. Kápumynd er aftir
Hörð Ágústsson, listmálara.
Snorri kvaddi sér hljóðs
fyrir tveimur áratugum með
litilli ljóðabók, sem vakti
óskipta athygli og þann
dóm, að þar væri þroskað
og sérstætt skáld á ferð.
Eintoum vakti Ijóðaflo'kkur-
inn, í Úlfdölum, sérstaka at
hygli. Með síðari ljóðum
sínum hefur Snorri efcki
bætt teljandi við þann hlut,
en það álit styrkzt og festst
að hann væri í hópi beztu
ljóðskálda þjóðarinnar
þeirra er komið hafa fram
á sjónarsviðið á síðustu ára ■
tugum. Mun mörgum leika
forvitni á um það, hver tök
hans eru í þessari nýju
ljóðabók. Hann slær á svip-
aða strengi og í fyrri Ijóð-
um, en blærinn er vart hinn
sami.
Jólaumferðarreglurnar
ganga í gildi á mánudag
'KJ-Reykjavík, föstudag.
Næstkomandi mánudag 12. des.
ganga í gildi reglur um takmörk-
un á umferð í Reykjavík og gilda
þær fnarn á aðfangadag.
Einstefnuakstur verður á Vatns-
stíg frá Laugavegi, á Frakkastíg
frá Hverfisgötu að Lindargötu, í
Naustunum frá Hafnarstræti að
Tryggvagötu og í Pósthússtræti
frá Tryggvagötu til suðurs, en
það er nýmæli, og þá vinstri
'beygja bönnuð úr Hafnarstræti,
Vallarstræti og Kirkjustræti inn í
Pósthússtræti.
Hægri beygja er bönnuð á eftir-
töldum stöðum: Úr Tryggvagötu
inn á Kalkofnsveg, Snorrabraut
inn á Laugaveg, úr Snorrabraut
inn á Njálsgötu.
Bifreiðastöður verða bannaðar
á Skólavörðustíg norðan megin
götunnar frá Skólavörðustdg að
Þórsgötu. Bifreiðastöður verða
tafcmarkaðar við hálfa klukku-
stund á eyjunum á Snorraibraut
frá Hverfisgötu að Nj'álsgötu, á
Frakkastí'g milli Lindargötu og
Njálsgötu á KLappastíg frá Lindar
götu að Hverfisgötu og frá Grettis
götu að Njálsgötu. Á Garðastræti
norðan Túngötu. Þessar umferða-
takmarkanir gilda á almennum
verzlunartíma á fyrrgreindu tíma-
bili.
Ökukenns'la er bönnuð í mið-
borginni á framangreindum tíma,
og er þá miðað við svæðið á milli
Snorrabrautar og Garðastrætis.
Þá verður bifreiðaumferð bönn-
uð um Austurstræti, Aðalstræti
og Hafnarstræti og umferðatak-
markanir á Laugavegi frá Snorra-
braut þegar flest fólk er að gera
jólainnkaupin á Þorláksmessu og
laugardaginn 17. des.
Á bifreiðastæðunum við Vonar-
stræti og Tjarnargötu, Smiðjustíg
og Hverfisgötu og Garðastræti
og Vesturgötu verða verðir til að
leiðbeina ökumönnum um bifreiða
stæði og á þessum stæðum verða
stöður takmarkaðar við halfa
klu'fckustund. Þá munu nokkur
einkabifreiðastæði verða fengin til
afnota fyrir almenning.
Ökumenn eru beðnir að forð-
ast akstúr um miðborgina á fyrr-
greindum tímurn, og fara eftir
leiðbeiningum lögreglumanna í
einu og öllu. í jólaumferðinni
kemur það stundum fyrir að loka
verður götum um óákveðinn tíma,
og verða ökumenn að taka tillit
til þess.
Happdrætti Fram-
sóknarflokksins
Vinningar:
1 Scout 800
1 Kadett KarAVan
Vauxhall Viva
Miðinn kostar aðens 50 krón-
ur.
Happdrættið er > fullum
gangi og umboðsmenn i hverj-
um hreppi og kaupstað á land-
inu. Þeir sem fengið hafa miða
senda heim eru eindregið
hvattir til að gera skil strax.
Sent verður etftir andvirði mið-
anna til þeirra sem ekki hafa
tök á að koma. Aðalskrifstofa
happdrættisins Hringbraur 30
er opin til kl. 19 alla virka
daga- Símar 12942 og 16066.
Dragið ekki til morguns
það, sem hægt er að gera í
dag.
Frétt frá Stúdenta
fél. Háskóla íslands
Á morgun, sunnudag 11. des.
efnir bókmennta- og liskynning-
arnefnd til kynningar á verkum
Jóns Þorlá'kssonar frá , Bægisá.
Andrés Björnsson lektor talar um
skáldið, háskólastúdentar lesa ljóð
og félagar úr Stúdentakórnum
syngja og kveða undir stjórn Jóns
Þórarinssonar. Kynningin verður
í hátíðasaL Báskóla íslands og hefst
kl. 2B0. Öllum er heimiM aðgang-
ur.
Uthlutunardagur
STEFs
Samkvæmt venju fer aðalúthlut-
un frá STEFI fram 10. desem-
ber, á mannréttindadegi Samein-
uðu þjóðanna, en höfundaréttur-
inn er einn aðalkjarni Mannrétt-
indaskrár þeirra.
fslenzkir höfundarétthafar í
vörzlum STEFs eru nú rúmlega
500, og er til þeirra úthlutað í ár
um hálfri annarri mHijón króna.
Hæstu réttihafar fá úthlutað aMt
að 70.000 krónum og fjölmargir
10—50 þúsund krónum og fer
upphæðin eftir mínútulengd og
tegund verkanna og eftir því hve
oft veridn eru flutt.
Framhald á bls. 15.