Tíminn - 10.12.1966, Side 5

Tíminn - 10.12.1966, Side 5
LAUGAJIDAGUR 10. desember 1966 5 Útgefandi: FRAMS0KNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Krist.ián Benediktsson Ritstjórar Pórarinn Þórarinsson (áb>. Andrés Kristjánsson lón Heleason oe IndriBi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrtmur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Mdu húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti i A1 greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur. simi 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands _ í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Dómur hraðfrysti- húsaeigenda Eígendur hraðfrystihúsanna, sem eru aðilar að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, komu saman til fundar um miðja þesa viku. Ef allt hefði verið með felldu, hefði mik- ii ánægja og bjartsýni átt að ríkja á þessum fundi. Sjávar útvegurinn hefur búið við hagstæðara árferði en nokkru sinni fyrr . Aflabrögð hafa verið með bezta móti, ef sjór hefur verið stundaður, og verðlag á sjávarafurðum aldrei hagstæðara. Þessu til viðbótar hefur ríkisstjórnin sein- ustu átta árin verið í höndum þess flokks, sem telur sig hafa öllum flokkym öðrum meiri áhuga á því, að atvinnu- reksturinn beri sig. Ályktun sú, sem eigendur hraðfrystihúsanna hafa sent útvarpi og blöðum, ber þess hins vegar ekki merki, að hér hafi verið góðæri seinustu árin, eða þjóðin búið við ríkisstjórn flokks, sem sýndi framleiðsluatvinnuvegun- um sérstaka ræktarsemi. Höfuðniðurstaða þessarar ályktunar er sú, að hér sé nú ríkjandi svo alvarlegt á- stand að innan tíðar muni koma til gjaldþrots fjölda fyrjrtækja að óbreyttum aðstæðum. Því er jafnframt lýst yfir, að verði ekki gerðar ráðstafanir af hálfu hins opinbera til leiðréttingar á rekstrargrundvelli frystihús- anna, þá geti þau ekki hafið framleiðslu í byrjun næsta árs“- Þeir sem að þessari yfirlýsingu standa, eru ekki neinir óbilgjarnir stjórnarandstæðingar, sem eru að spá ,.móðu- harðindum af manna völdum“ út í bláinn, heldur eru hér að verki menn, sem flestir hverjir hafa veitt Sjálf- stæðisflokknum öflugan stuðnlng, því að þeir hafa trúað á það loforð hans, að hann vildi skapa atvinnurekstrinum hagstæð rekstrarskilyrði. Þessir menn eru ekki að fara með spádóma, heldur að lýsa bláköldum staðrevndum. Staðreyndirnar eru þessar: Eftir átta ára samfelldan stjórnarferil Sjálfstæðisflokksins á mestu góðæristímum vofir gjaldþrot yfir fjölda fyrirtækja. Hvers vegna hefur farið svona. þrátt fyrir góðærið? Því er fljótsvarað: Sú stjórnarsamsteypa, sem með völd hefur farið undanfarin ár, hefur stutt ötullega marg- víslegt brask og spákaupmennsku í þjóðfélaginu. Góðærið hefur verið notað til að gefa spilltum brask- öflum lausan tauminn eins og tollsvikin og gjaldeyris- smyglið, sem nýlega varð uppvíst um vegna fjársvikamáls í Kaupmannahöfn, eru lítil dæmi um. Meðan brask og verðbólgufjárfesting hafa skipað öndvegið, hafa undir- stöðuatvinnuvegirnir verið látnir sitja á hakanum og nýj- um og nýjum álögum hlaðið á þá í alls konar formi. Þess vegna er sú atvinnugrein, sem undir eðlilegum skilyrðum ætti að vera ein hin blómlegasta í landinu, komin 1 þrot og yfir henni vofir stöðvun og hrun að óbreyttu. En hver getur trúað því eftir þetta, að Sjálfstæðisflokk- urinn sé sá flokkur, sem mestan áhuga hefur á því að tryggja framleiðsluatvinnuvegunum góða afkomu? Lýs- ing hraðfrystihúsaeigenda á ástandinu eftir margra ára góðæri, felur í sér óvilhallan dóm um það atriði. Aldrei hefur það sannazt betur, að Sjálfstæðisflokknum ráða öfl, sem meta mest að hlynna að braski og verðbólgu- gróða. Ályktun eigenda hraðfrystihúsanna sýnir að hér er þörf nýrrar stefnu og nýrra urræða. Það getur því aðeins orðið, að dregið sé stórlega úr áhrifum þessara afla, sem mestu hafa ráðið um starfshætti núverandi ríkisstjórnar TÍfVSSNN Atkvæðagreiðslurnar um Kína á þingi Sameinuðu þjóðanna Bandaríkin fengu sjö leíðitöm r'ki til að breytya afstöðu sinni ÞAÐ HEFUR verið eitt 'helzta dei'luimálið á undanförnum þing um Sameinuðu þjóðanna, hvaða ríkisstj'órn eigi að fara með umboð Kína á vettvang Sam- einuðu þjóðanna. Ef allt væri með felldu, ætti þetta e'kki að veTa neitt dei'lu- mál. Frá upphafi hafa Samein- uðu þjóðirnar fylgt þeirri reglu að umboðið sku'li vera í Ihöndum þeirrar ríkisstjórnar, sem fer raunveru'lega með völd í við- komandi landi á hverjum tíma. Síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu starf sitt, hafa orðið fjöl- margar stjórnarbyltingar í mörgum þátttökuríkjum þeirra einkum þó í Suður-Ameríku. Það hefur þótt sjálfsögð regla, að sú stjórn, sem var hra'kin frá völdum, missti umboðið, en sú stjórn, sem kom til valda þótt með ólöglegum hætti væri, tækj við því. Þetta sama átti vitan'lega að gilda um Kína eftir stjórnar- byltingu kommúnista þar, þeg- ar það var orðið fulHjóst, að stjórn þeirra fór óumdeilanlega með völd í landinu. Þetta hefur samt orðið á annan veg og ve’.d ur þvi afstaða Bannaríkjanna. í sambandi við Kóreustyrj- öldina skapaðist í Bandaríkjun- um andúð á stjórn kommúnista í Kína, sökum íhlutunar henn- ar, sem olli Bandaríkjamönn- um miklu tjóni og mannfalli. Meðal kjósenda í Bandaríkjun- um hefur því verið öflug and- staða gegn þvi, að Bandaríkja- stjórn viðurkenndi stjórnina í Peking. Einnig hefur verið mik- il andstaða gegn því, að hún fengi umboð Kina á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þær stjómir, sem hafa farið með völd í Bandaríkjunum seinustu 16 árin, 'hafa óttazt mikið fylg- istap, ef þeim tækist ekki að hindra, að Pekingstjómin fengi umboð Kína hjá S.Þ. Þess vegna hafa þær beitt öl'lum ráðum til að hindra þetta. Þetta hefur tekizt í krafti þeirrar miMu fjárhagsaðstoðar, sem Banda- ríkin hafa veitt ýmsum van- megna ríkjum og með tilstyrk vissra aftunhaldsríkja. Útlaga- stjóm Ohiang Kai Sheks á For- mósu fer því enn með umboð Kína á vettvangi S.Þ., þótt bráð um séu tuttugu ár siðan hún hætti að ráða nokkru á megin- landi Asíu. Á UNBANFÖRNUM þingum S.Þ. hefur komið fram tillaga um, að Pekingstjórnin fengi umboð Kína á vettvangi S-Þ. Tillöguna hafa flutt einihver kommúnistaríki og hlutlaus riki. Á seinasta þingi féll þessi tillaga með jöfnum atkvæðum, 47 gegn 47 atkvæðum, en 20 ríki sátu hjá. Ai þessurn ástæð um þótti ekki ólíklegt, áð ti'lag- an fe-ngi meirihluta atkvæða að þessu sinni. Bandarí'kin hófu því mikla áróðurssókn á hend- ur þeirra ríkja, sem áður höfðu greitt atkvæði með aðild Pek ingstjórnarinnar eða setið hjá Einnig meðal þeirra rikja, sem nú tóku sæti á þinginu í tyrsta sinn. Niðurstaðan varð sú, að hefur jafnan mælt öfluglega meS aSild Pekingstjórnarinnar aS S. Þ. þau fengu sjö riki, sem áöur höfðu ýmist fýlgt til'lögunni eða setið hjá um hana, til þess að breyta afstöðu sinni. Þessi ríki voru Mið-Afríkulýðveldið og Sierra Leona, sem greiddu at- kvæði með aðild Pekingstjórn- arinnar í fyrra, og Ohile, U- býa, Rwanda, Saudi-Arabda og fsland, sem sátu hjá i fyrra. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu annars þau, að eftirtalin 46 rí-ki greiddu atkvæði með aðild Pekmgstjórnarinnar. Afganistan, Albanía, Alsír Búlgaría, Burma, Burnndi, Hvíta-Rússland, Kambodía, Ceylon, Kongó, (Brazzaville), Kúba, Tékkóslóvakia, Dan- mörk, Eþiópía, Finnland, Frakk land, Ghana, Guiena, Ungverja- land, Indland, Indónesía, írak, Kenya, Mali, Mauritania, Mongó lía, Nepal, Nigeria, Noregur, Pakistan, Pólland, Rúmenía, Senegal, Somalia, Súdan, Svi- þjóð, Sýrland, Uga-nda, Ukraina, Sovétríkin, Egyptaland, Bret- land, Tanzania, Yemen, Júgó- Á móti tillögunni greiddu at- kvæði þessi 57 ríM: Argen-tína, Ástralía, Belgla, Bolivía, Brazilía, Mið-Afríkuiýð veldið, Ohile, Formósa, Kolom- bía, Kongó (Kinshasa), Costa Rica, Dahomey, Dominikanska lýðveldið, Ecuador, E'l Salvador, Gabon, Gambía, GrikMand, Guatemala, Guyana, Haiti,_ Hon- duras, ísland, írland, fsrael, Ítalía, Gullströndin, Japan, Jórdanía, Lesotho, Líberia, Lí- býa, Luxemborg, Madagaskar, Malawi, Malaysía, Malta, Mexí- kó, Nýja Sjáland, Nicaragua, Niger, Panama, Paraguay, Perú, Filippseyjar, Rwanda, Saudi Arabía, Sierra Leone, Suður- Afrika, Spánn, Thailand, Togo, Tyrkland, Bandaríkin, Efri- Volta, Urugu-ay og Venezuela. Hjá sátu þessi 17 ríki: Austurriki, Botswana, Kame- roon, Kanada, Chad, Kýpur, ír- an, Jamaica, Kuwait, Líbanon, Maldive-eyjar, Marokkó, Hol- land, Foríúgal, Singapore, Trini dad/Tobago, Túnis. ÍTALÍA BAR fram tillögu þess e-fnis, að sérstakri nefnd yrði falið að rannsaka, hvovt Pekingstjórnin kærði sig um aðild að Kina og væri reiðubúin til að undirgangast sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þe-ssi til- laga var felld með 62:34 atkv., enda var 'hér um málsmeðferð að ræða, sem aldrei áður hefur verið beitt, þótt stjórnarsMpti hafi orðið í einhverju þátttöku- ríkja S.Þ. Þessi 34 riM greiddu atkvæði með tillögu ftala: Belgía, Bolivía, Brazilía, Kan ada, Ohile, Kolombía, Ko-ngó (Leo), Ecuador, Grikkland, Guatemala, ísland, írland, ísra- el, Ítalía, Jamaica, Japan, U- bería, Lí-býa, Luxemborg, Mal- awi, Malta, Mexíkó, Marofckó, Holland, Nýja Sjáland, Nicara- gua, Panama, Perú, Trinidad- Tobago, Túnis, TyrMand, Banda rí-kin, Uniguay, ýenezuela. Móti tillögu ítala greiddu þessi 62 riki atkvæði: Afganistan, Alb-anía, Alsár, Ástraiía, Botswana, Búlgarlía, Burm-a, Burundi, Hvíta-Rúss- land, Kambodía, Mið-Afríkulýð- veldið, Ceyion, Formósa, Kongó (Brazzavil'le), Kúba, Tékkósló- vakía, Dahomey, Danmörk, Elþíópía, Finnland, Frafckland, Gambia, Ghana, Guiena, Ung- verjaland, Indland, íraq, Gull- ströndin, Jórdanía, Kenya, Mada gaskar, Mali, Mauritania, Mongó lía, Nepal, Niger, Noregur, Pak i-stan, Paruguay, Filippseyjar, Pólland, Rúmenía, Rwa-nda, Senegal, Singapore, Somalia, Suður-Afrí'ka, SovétríMn, Spánn, Súdan, Sviþjóð, Sýrlland, Tanz- anía, Thaiiand, Togo, Uganda, Ukrainía, Egyptaland Efri- Volta, Yemen, Júgóslavía, Zam- bía. Hjá sátu þessi 25 ríki: Argentína, Austurriki, Bret- land, Kameroon, Chad, Costa Rica, Kýpur, Dominik-anska lýð veldið, Gabon, Guyana, Haiti, Honduras, Indónesía, íran, Ku- wait, Laos, Líbanon, Lesotho, Malaysía, Maldive-eyjar, Nigeria, Portúgal, Saudi Arabía, Sierra Leone. ÞÁ LAUSN bar nokkuð á góma i þessum umræðum, að Pekingstjómin fengi sæti Kína bæði í Öryggisráðinu og á alls- herjarþinginu, en úiilagastjórn- in á Formósu fengi sérstakt um-boð fyrir Formósu. Það úti- lokar þessa lausn, að Formósa er ekki ti'l sem sérstak-t rí'M. Kinverska útlagastjómin, sem fer með völd þar, telur For- mósu hluta af Kína og gerir til- kall til þess að vera álitin stjórn Kína. Meðan svo háttar, er ekki um ann-að að ræða en svipta Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.