Tíminn - 10.12.1966, Side 8
8
TÍMINN
LAUGARDAGUR 10. desember 1966
Að morgni laugardags 3. des-
ember héldu til Akureyrar niu
menn á vegum stjórnar Sambands
ungra Framsóknarmanna til funda
tia.'da og viðræðna við foryscu-
menn á Akureyri. Þátttakendur í
förinni voru Baldur Óskarsson,
form. SUF, sem var fararstjóri,
Daníel Halldórsson, Már Péturs
son, Ólafur R. Grímsson, Alvar
Óskarsson, Björn Teitsson, og Sig
urður Geirdal úr stjórn SUF,
Eyjólfur Eysteinsson fyrrv. erind
reki SUF og Friðjón Guðröðarson
lorm. FUF í Reykjavík. För þessi
Frá fundinum með menntaskólanemum i Sjálfstæðishúsinu á laugardaginn. Hluti fundarmanna. Fyrir borð-
endanum sitja f.v.: Friðjón Guðröðarson, Már Pétursson Baldur Óskarsson, Jón Baldvinsson formaður Hugins,
málfundafél. MA, Ólafur R. Grímsson.
Norðurför stjórnar SUF
skyldi verða sú fyrsta i röðinni af
allmörgum ferðum á vegum stjó n
ar SUF í kaupstaði landsins nú
í vetur.
Þegar við komuna til Akureyr
ar gengu ferðalangarnir á 'und
Jakobs Frímannssonar frkvslj.
KEA og f >rseta bæjarstjórnar, og
iengu að líggja fyrir hann ýmsar
spuminga- um rekstur KEA og
Leysti Jaki b eftir föngum ur
spurningum komumanna og skýrði
þcim m a frá þeim fjárhagslegu
erfiðleikum sem fjöJmörg fyrir-
tæki á Akureyri eiga nú við að
etja, ekki sízt ýmis fyrir-
tæki satr.vinmihreyf’ngarinnar þar
og Útge ðarfélag Akureyrar. Kv.^ð
Jakob almennan samdrátt fyrirsjá
anlegan í aivinnulífi'in og jafnvei
atvinnuleysi ef ekki yrði breytmg
til batnaðar varðandi efnahags-
málastefu Ukisstjórnarinnar.
Að loknum viðræðum við Jakob
var liði f-kint. Fóru nmir að skoða
'hina nýju kjötiðnaðarstöð Kaup
félags Eyfirðinga, en aðrir heim
sóttu Prentverk Odds Bjömsson-
ar.
Frá þeim heimsoknum verður
sagt síðar fcér á síð'ifini.
Eftir ágætan hádegisverð í boði
KEA fengu komumenn tækifærl
til að ræða við ýmsa forystumenn
í verkalýðshreyfingunni á Akur
eyri. Kom m. a. fram í þeim við
ræðum að Framsóknarmenn ættu
sífellt meira fylgi að fagna meðal
launþega þar nyrðra.
Þá var haldinn sameiginlegur
fundur með stjórnum Framsóknar
félaganna og rætt um leiðir til
að auka stjómmálaáhuga og
stjórnmálaþátttöku fólks. Einnig
fengu komumeiln miklar upplýs
ingar um hag og aðstöðu bæjar
félagsins almennt, svo og stöðu
einstakra stjórnmálaflokka í kjör
dæminu eins og málum háttar nú.
Var þetta allt einkar fróðlegt.
Á laugardag kl. 16.30 var hald
inn fundur með allmörgum mennta
skólanemum í Sjálfstæðishúsinu.
Fluttu þrír úr hópi aðkomumanna
stuttar inngangsræður um við-
horf ungu kynslóðarinnar. Var síð
an setið fyrir svörum. Fundur
þessi var vel sóttur og kom mjög
mikið af fyrirspurnum, enda urðu
með köflum allsnarpar umræður,
Ólafur R. Grímsson í ræSusfól.
því að þama voru komnir menn
með mjög mismunandi stjórnmála
skoðanir. Er óhætt að segja, að
engum hafi leiðzt, sem þennan
fund sat.
Á laugardagskvöldið fengu ferða
langamir tækifæri til að sækja
skemmtun á vegum FUF á Akur
eyri á Hótel KEA í boði félagsins.
Að morgni sunnudags 4. desem
ber heimsóttu komumenn hús
Davíðs Stefánssonar. Var einkar
áhrifamikið að ganga þar um,
skoða bókasafn skáldsins og einka
muni. Er óhætt að segja, að ekk
ert varpar jafn ským ljósi á verk
skáldsins og stundarlöng dvöl í
þessu húsi.
Eftir hádegisverð á Hótel KEA
í boði FUF á Akureyri var haldinn
almennur fundur á Hótel KEA
kl. 2 á sunnudaginn, um efnið
Ný viðhorf í íslenzkum stjórnmál
um. Framsöguræður á fundi þess
um, sem var vel sóttur þrátt fyrir
slæmt veður, fluttu Baldur Óskars
son, Ólafur R. Grímsson og Björn
Teitsson.
Fyrstur tók til máls Baldur
Óskarsson, form. SUF. Hann
greindi frá því að skipulag og
starfshættir íslenzkra stjórnmála
flokka séu miðaðir við þarfir fá-
brotnara og einfaldara þjóðskipu
lags. Afleiðing þess væri
algjör happa- og glappaaðferð í
stjórn landsins. Enda væri svo
komið að atvinnuvegir þjóðarinn
ar væru I kalda koli. Forstöðu-
menn iðnaðarins á Akureyri
horfðu upp á það, að lítilsigldir
ráðherrar legðu í rúst ævistarf
þeirra og heillar kynslóðar, sem
hefur byggt hann frá grunni.
Lausna á vandamálum íslendinga
sé ekki að leita í líknarfaðm þeirra
manna sem misst hafa trúna á
sjálfa sig og þjóðina-
Ný viðhorf hefðu skapazt. Það
yrði að koma á heildarstefnu í ís-
lenzkum stjómmálum- Innleiða
þurfi ný vísindaleg vinnubrögð.
Safna þurfi nægjanlegum upplýs
ingum um þjóðfélagið, vinna vel
úr þeim, viða sífellt að nýjum
hugmyndum.
Þetta væri verkefni þeirrar kyn
slóðar, sem nú vex upp í landinu
Forystusveit SUF muni einhuga
helga sig þessari baráttu. Kjarni
stefnu SUF væri endursköpun
fjölmargra þátta þjóðfélagsins,
mörkun nýrra aflvekjandi ein-
kenna og útrýmingu annarra,
íhaldssamra og lamandi. Þekking
og framtak verði hagnýtt til þjóð
arheilla. Efnahagslífinu stjórnað
með hliðsjón af ítarlegum áætlun
um, sömdum í samráði við þátttak
endur atvinnulífsins. Nýsköpun ís-
lenzks menningarlífs verði byggð
á því lífsviðhorfi að aðeins afrek
andans en ekki heildsalahallir
geta grundvallað sjálfstæði ís-
lands. Uppfræðsla verði aukin
og kjör kennara bætt. Viðhalda
verði byggð í öllum landshlutum.
Öllum verði veitt skilyrði til
ánægjulegs lífs í fjölbreyttum og
vaxandi félagsheildum. Ungum
hjónum gert kleift að eignast í-
verustað. Allir njóti rúmra tóm-
stunda. Hver sem er fái verðugt
verkefni að vinna. Efinn um getu
íslendinga og nöldur um nyrztu
mörk verði útlæg ger.
Ólafur Ragnar Grímsson greindi
í upphafi ræðu sinnar frá við-
horfum unga fólksins til stjóm
málanna. Þau væru eina leiðin
Síðastur frummælenda talaði
Bjöm Teitsson. Hann kvað mikla
nauðsyn bera til þess nú, þegar
upp væri að vaxa hin geysifjöl
menna nýja kynslóð, að menn
gerðu sér grein fyrir því, að stjórn
málaflokkar mættu ekki staðna,
þeir ættu að vera sífelldum breyt
ingum undirorpnar. Þá ræddi hann
um íslenzka skólakerfið og kvað
það vera mjög á eftir tímanum, en
breytingar þar á yrði að gmnd
valla á vísindalegum þjóðfélags-
rannsóknum. Þá minnti ræðumað
ur á það, að menningarlegt sjálfs
forræði þjóðar væri óhjákvæmi-
leg undirstaða efnahagslegs og
stjórnarfarslegs sjálfstæðis. Varð
andi byggðaþróunina sagði hann
nauðsynlegt að koma upp menning
armiðstöðvum allvíða utan Reykja
víkur, eila yndi fólkið ekki, nefndi
hann Akureyri sérstaklega í því
sambandi. Síðan ræddi Björn um
utanríkis- og varnarmál þjóðar-
innar, benti sérstaklega á sam-
þykkt 11. þings SUF um gerð
fjögurra ára áætlunar um brott
för hersins, en tók fram að ís-
lendingar ættu auðvitað að hafa
vinsamleg samskipti við sem flest
ar þjóðir og nefndi hin Norður-
löndin sérstaklega til. Loks sagði
hann að við uppbyggingu íslenzks
framtíðarþjóðfélags hlyti að vera
skylda hvers og eins að ieggja
fram sinn skerf til lausnar vanda
málunum, enginn mætti skerast
úr leik.
Á eftir framsöguræðum urðn
skemmtilegar umræður og tóku
f bókasafni Daviðs Stefánssonar: F. v. Kristján safnvörður, Gunnlaugur
Guðmundsson, Baldur Óskarsson, Sigurður Geirdal, Alvar Óskarsson,
Daníel Halldórsson, Svavar Ottesen, Björn Teltsson, Karl Steingrímsson
form. 'FUF á Akureyri, Ólafur R. Grímsson.
til að hrinda í framkvæmd þeim
breytingum, sem nauðsyn bæri
til. Unga fólkið liti ekki á stjórn
málin, sem stríð um stöður eða
völd, metorð eða bitlinga, ekki
loddaraleik látlausra auglýsinga og
áróðurs. Unga fólkið teldi stjórn
málin fyrst og fremst tæki til að
frarnkvæma ákjósanlega stefnu,
koma í verk því, sem það teldi
statt og stöðugt vera nauðsynlegt
og óhjákvæmilegt. Þá rakti Ól-
afur, hvernig komið væri í efna
hagsmálum þjóðarinnar og hverj
ar væru helztu orsakir þessarar
óheillaþróunar. Síðan greindi harvi
í löngu máli frá efnahagsstefnu
Framsóknarflokksins, nvemig
gera ætti raunhæfar áætlanir um
þróun þjóðarbúsins og hvaða að
gerðum þyrfti að beita til að
tryggja framkvæmd þeirra, bæði
á sviði bankamála, fjármála ríkis
og sveitarfélaga, skattamála, svæða
þróunar, og stjómkerfis ríkisins.
Einnig rakti hann á hvern hátt
launþegasamtökin gætu bezt
tryggt í framtíðinni meðlimum
sínum raunhæfar kjarabætur. Að
Frá fundinum i Hótol KEA á sunnudaginn. Séð yfir nokkurn hluta fundarmanna. í ræðu.stól Baldur Óskarsson. I síðustu minntist Óiafur á nauðsyn
þessir til máls: Svavar Ottesen,
Haraldur Þorvaldsson, Arnþór
Þorsteinsson, Jón Daníelsson,
Indriði Ketilsson, Rafn Sveinsson,
Alvar Óskarsson, Jón Baldvinsson,
Pétur Gunnlaugsson og Karl
Steingrímsson. Fundarstjóri var
Ingólfur Sverrisson.
Flestir ferðalanganna dvöldust
síðan á Akureyri fram á þriðju
dagsmorgun. Hér með er þeim
aðilum, er greiddu götu þeirra
þar og þó sérstakiega FUF á
Akureyri þakkað kærlega fyrir
ágætar móttökur.
Eftir helgina birtast frekari frá
sagnir og viðtöi ásamt fieiri mynd
um úr þessari ágætlega heppnuðu
Akureyrarför hér í blaðinu.
Ritstjóri:
Björn Teitsson
mmmmmmmmm
varðveizlu íslenzks þjóðemis og
andlegs sjálfstæðis. Skapa þyrfti
íslenzkri menningu svo lífvænleg
an og traustan grunn, að hún
gæti í órofa samhengi haldið áfram
að dafna og aflaukast, þrátt fyrir
ásókn erlendra áhrifa.