Tíminn - 10.12.1966, Side 13
LAUGARDAGUR 10. desember 1968
ÍÞRÖTTIR TÍ M 1 !NN ÍÞRÓTTIR
13
Lærdóms-
rík för
„Þetta var mjög lærdómsrik
för,“ sagði Karl Jóhamnsson, milli-
ríkjadómari í handknattleik, í
stuttu viðtali við Tímann, en
Karl er nýkominn heim úr för til
Norðurlanda, þar sem hann dæmdi
nokkra lalndsleiki.
__Jxú fékkst góða dóma í
dönskn blöðunum fyrir frammi-
stöðuna í leiknum Danmörk —
Noregur?
— Jlá, ég má vel við una. Ann-
ars var þetta mjög þægilegur leik-
ur og yfirleitt prúðimandlega leik-
trm Til marks um það, þá dæmdi
ég aðeins tvö vítaköst í öllum
leiknum. Og aðeins einum manni
var vísað út af í 2 mín., en það
var leikmaður úr norska liðinu.
NorðmenniTnir voru betri að mínu
éEtL
__Og svo dæmdirðu tvo kvenna
landsleiki í' Svíþjóð og Noregi?
____ Já- Þeir voru báðir léttir,
sérstaklega fym leikurinn, en
nokknr harka var í síðari leikn-
nm, sem fram fór í Osló á milli
Noregs og V-Þýzkalands. Voru
norsku stúlkumiar harðar í hom
að taka, og þnrfti ég að dæma
nokkuð mikið á þær. Eg hugsa
því, að Norðmenn bafi ekM verið
alt of ánægðir með mig.
— Danir vildu fá þig aftur út
til að dærna hjá sér?
— Já, þeir höfðu orð á því.
Danir vora ákaflega vinsamiegir
og ég ferðaðist mikið með dönsku
liðsmwmu'num. Mottokurnar í Sví
þjóð og Noregi vora eimnig mjög
göðar, og verðnr förin mér mjög
eftinminnileg.
Þefcta sagði Kari, og auðheyrt
var á ihonum, að hann vildi sem
mininst gera úr hinni góðu frammi
stöðu ginni. Hivað um það. Ég
hugsa, að fáir ísl. dóm'arar gætu
leifcið það eftir honum að dæma
svo vel „tapleik" í Danmörku, að
dönsbu blöðin væra sammála um,
að þaraa væri góður dómari á ferð.
-Alf.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Handknattleiksdeild
ar Fram verður haldinn þriðju-
daginn 13. desember n.k. Verður
fundurinn haldínn í félagsheimil-
inu og hefst stundvíslega klukK-
an 20.30. Venjuleg aðalfundar-
störf. — Stjómin.
Enn
kæra!
Alf—Reykj avík. — Enn
einu sinni er komin fram
kæra vegna úrslitaleiks KR
og Keflavikur í 2. deild
kvenna í handknattleik.
Upphaflega kærði KR
fyrsta leik félaganna, sem
Keflavíkur-stúlkurnar unnu,
en nú hafa Keflvikingar
kært hinn endurtekna leik,
sem KR vann fyrir nokkrum
dögum, 10:9. Er því ekki
enn útséð, hvort það verður
KR eða Keflavík, sem leika
í 1. deild kvenna á keppnis-
tímahi'linu 1967.
Kæra sína byggja Kefl-
víkingar á atviki, sem skeði
undir lok fyrri hálfleiks.
Tímavörður hafði flautað
til hálfleifcs, en dómari leiks
ins mun hafa dæmt vítakast
Framhald á bls. 1S. i
Badminton fyrir unglinga
Tennis - og badmintonfélagið
gengst fyrir keppni unglinga í
badminton (einliðaleik fyrir ungl
inga 16—18 ára, drengi 14—15
ára og sveina, yngri en 14 ára)
í Valshúsinu laugardaginn 17. des-
ember n.k. Hefst keppnin kl. 14.
Þátttaka tilkynnist til Garðars
Alfonssonar í Valshúsinu í dag á
■milli kl. 14—16.
2. flokkur Fram
Knattspymudeild Fram efnir
til skemmtifunds með 2. flokki n.
k. mánudagskvöld í félagsheimil-
inu kl. 20.30. Danmerkurfarar eru
minntir á að taka myndir úr för-
inni með sér. — Stjórnin.
Reykjavíkurmeistarar KR í körfuknattleik 1966. 'Fremri röS frá vinstri: Jón Otti, Guttormur, Koibeinn og
Gunnar. Aftari röð: Bandarískur þjálfari, Hjörtur H. Einar B. Ágúst, Kristinn, Þorsteinn og bandarískur
þjálfari. (Tímamynd Róbert)
KR-ingar enn of
sterkir
éfr
IR
Alf-Reykjavík. — Enn eru KR-
ingar of sterkir fyrir ÍR í körfu-
knattleik. En hver veit, nema
styrkleikahlutföllin eigi eftir að
breytast ÍR í hag áður en langt
itm líður, a.m.k. veittu ÍR-ingar
KR harða keppni í úrslitaleikn-
um í Rvíkurmótinu í fyrrakvöld
og virðast á uppleið. KR sigraði í
leiknum með 8 stiga mun, 50:42,
en þurfti að hafa meira fyrir sigr-
inum en oft áður á móti þessum
erkióvini sínuim s.l- tvö ár.
ÍR-ingar mættu til leiks auðsjá-
anlega staðráðnir í því að selja
sig dýrt. Þeir léku nú betri varn-
arleik en oft áður og trafluðu hina
kerfisbundnu sókn KR mjög. En
sóknarleikurinn var e'kki nógu
beittur. Kolbeinn Fálsson í KR-
liðinu var hindrun, sem þeir áttu
erfifct með að yfirstíga. Aftur og
aftur skeði það, að Ko'lbeinn
„stalst“ inn í sendingar og breytti
vöra í sókn. Er greini'legt, að ÍR-
inga skortir meiri festu í sóknar-
leik og hraða. í eina tíð var hrað-
inn eitt helzta vopn ÍR, en þá
var líka Þorsteinn Hallgrímsson
aðaltrompið.
Sóknarleikurinn' hjá KR var
mjög misjafn í leiknum. Stundum
heppnaðist al'lt, stundum ekkert.
Það setti KR-inga mjög út af lag-
inu, að dómararnir, Jón Eysteins-
son og Davíð Jónsson, voru mjög
strangir í túlkun á ,,3ja sekúndna
reglunni.“ Hingað til hafa dómar-
ar verið mjög vægir, þegar leik-
menn hafa dvalið innan teigsins
í meira en 3 sekúndur, allt of
vægir, og er sannarlega kominn
tími til, að þessi regla verði virt.
í hálflei'k hafði KR yfir 22:18,
en svo undarlega brá við, að þeg-
ar leikur hófst í síðari hálfleik,
hafði KR bætzt eitt stig. Voru
það áhugasamir skrifarar, sem
færðu KR þarna aukastig, enda
þótt allir aðrir væru sammála
um, að staðan í hálfleik væri 22:
18. Það var ein,s gott, að meira en
eitt stig skyidi skilja liðin undir
lokin, því annars hefði allt farið í
„háaloft."
Jafnastur var lei'kurinn um mið-
Framhald á bls. 15.
Fram eöa Valur?
Handknattleiksmótinu lýkur um helgina
Reykjavfkurmótið í hand-
knattleik 1966 er á lokastigi- Síð-
ustu leikirnir fara fram núna um
helgina, og bíða margir spenntír
eftir leik í'ram og Vals t merst-
araflokki karla. Fram hefur unn
ið alla leiki sína til þessa, en
Valur tapaði óvænt fyrir KR.
i Nægir Fram því jafntefli tíl sig-
| urs, on sigur Vals þýddi það, að
j nýr úrslitaleikur yrði að fara
I fram.
Ekki skal spáð neinu fyrirfram
um úrslit, því víst er, að Vals-
menn ætla að selja sig dýrt.
Leikurinn fer fram á sunnudag
í Laugardalshöllinni, en auk þess
leika í meistaraflokki karla Vík-
ingur og ÍR — og Ármann og
KR. A undan þessum leikjum fer
fram leikur í 2. flokki kvenna
á milli KR. og Ví'kings. Hefst
hann k'lukkan 14.
Nokkrir leikir fara fram að
Hálogalandi í kvöld í yngri flokk-
unum og 1. flokki karla. Hefst
fyrsti leikur klukkan 20.15.
Neyðarástand
að skapast
Eitt af þeim atriðum, sem vekja
athygli við hérlendan körfukíiatt-
leik, er áberandi virðingarleysi
leikmanna fyrir dómuram. Það er
orðinn fastur siður hjá mörgum
körfuknattleiksmönnum að hlaupa
til dómara og klappa saman hönd-
unum fyrir framan nefið á hon-
um, þegar viðkomandi hefur eitt-
hvað út á dómarann að setja. Og
fleiri leiðinlega hætti hafa sumir
körfuknattleiksmenn tileinkað sér.
Slikt virðingarleysi er óþolandi
með öllu og líðst ekki í öðrum
flokkaíþróttuni. Auðvitað má allt-
af búast við, að dómurum geti orð-
ið á mistök — að vísu misjafnlega
stór — og er það ekki nema eðli-
legt, þeSar um jafn flóknar regl-
ur og um körfuknattleik gilda, er
að ræða.
Og hvað græða körfuknattleiks-
menn á svona framkomu? Jú, góð-
um dómurum fer sífellt fækkandi,
og ríkir nú orðið hálfgert neyðar-
ástand í dómaramálunum af þess-
rnn sökum. f þessu sambandi er
fróðlegt að glugga í skýrslu Laga-
og leikreglunefndar Körfuknatt-
leikssambandsins, en í henni seg-
ir m. a.:
„Því miður hefur litlu orðið
áorkað um bætt ástand í dómara-
máluin. Fjöldi hæfra körfuknatt-
leiksdómara fer sífellt minnkandi.
Er það reyndar ekkert furðulegt,
ef tekið er tillit til allra aðstæðna.
Ekkert hlutverk í íþróttakepþni er
jafn vanþakklátt sem starf dómar-
ans. Það hörmulegasta í þessuan
efnum er að virðing leikmanna og
þjálfara fyrir dómurum fer sífellt
minnkandi. Er þar þjálfurunum
mest um að kenna. Erlendis Ieggja
þjálfarar mikið upp úr virðingu
leikmanna fyrir dómara leiks,
enda margir frægustu þjáifarar
heims ágætir körfuknattleiksdóm-
arar. Að öllu þessu athuguðu er
Ijóst, að ástandið verður eigi bætt
með samþykkt eða lagabreytingu,
heldur aðeins á þann hátt að þjálf
arar og leikmeim sjái að hvílíkum
feigðarós þá refcur með hegðun
sinni, því án dómara fer enginn
leikur fram“.
Ljóst er af þessu, að ísl. körfu-
knattleiksraienn verða eftírleiðis að
haga sér betur gagnvart dómuram,
ef hin unga íþróttagrein á að fá að
þróast með eðlilegum hætti. —alf.
Keppnin í /. deild
hefst 18 desember
Alf—Reykjavík. — Ákveðið áfram milli jóla og nýárs. Á
hefur verið, að 1. deildarkeppn- síðasta ári hófst mótið ekki fyrr
in í handknattleik hefjist 18. en um mánaðamótin janúar-
desember n.k. Fara þá fram febrúar, og þótti sumum nokk-
tveir leikir. Fyrst mætast Val- uð seint af stað farið þá. En
ur og Ármann, en síðan FH og sem sé, það er um aðra helgi,
Víkingur. sem mótíð hefst, og spá margir
því, að keppnin verði hörð og
Mótinu verður síðan haldið jöfn.
Punktar