Tíminn - 22.12.1966, Page 5
FIMMTUDAGUR 22. desember 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ' Eddu-
húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af.
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán Innanlands — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t.
Afmæliskveðja frá
Morgunblaðinu
Morgunblaðið hefur í tilefni af 50 ára afmæli Fram-
sóknarflokksins sent honum þá afmæliskveðju, að hann
»,eigi ekki heima í nútíma þjóðfélagi“. Það er annars ekki
nýtt, að Framsóknarflokkurinn fái þessa kveðju frá Mbl.
og aðstandendum þess. Hann hefur fengið hana alltaf
öðru hvoru öll 50 árin, sem hann hefur starfað. Einkum
þó, þegar hlutur hans hefur staðið bezt.
Framsóknarflokkurinn hefur fengið margar góðar
kveðjur á fimmtugsafmælinu, en þegar allt kemur til
alls, er þessi kveðja Mbl. ein hin bezta. Hún sýnir, að
íhaldsöflunum er í nöp við hann enn sem fyrr og vilja
hann feigan. Meðan svo er, þarf Framsóknarflokkurinn
ekki að óttast um framtíð sína.
Á sama tíma og Mbl. beinir þessari kveðju að Framsókn-
arflokknum ge,ra aðstandendur þess ekki aðeins gælur
við Alþýðuflokkinn, heldur lána þeir Alþýðubandalaginu
atkvæði á Alþingi. Flokkur, sem er þægur við íhaldið
eins og Alþýðuflokkurinn, á heima „í nútímaþjóðfélagi11.
Flokkur, sem er gagnslaus keppinautur og maðksmoginn
af kommúnisma eins og Alþýðubandalagið, á líka ,,heima
í nútíma þjóðfélaginu“. En einbeittur og vaxandi um-
bótaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn á ekki
„heima í nútímaþjóðfélagi“, að dómi Mbl. Hann er íhald-
inu nefnileg^i jafn öflugur andstæðingur og hinir flokk-
arnir eru hættulausir.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú búinn að stjórna landinu
í samfleytt átta ár. Ríkisstjórn hans hefur haft betri
starfsskilyrði en nokkur ríkisstjórn áður, þar sem góð-
æri hefur verið meira en nokkru sinni fyrr af völdum
hagstæðra aflabragða og hagstæðs afurðaverðs. Þó verða
forkólfar flokksins að játa, að þjóðin standi nú á vegamót
um velmegunar og vandræða. Sjálft Mbl. verður að játa,
að það sé „óskaplegt lánleysi“, að atvinnuvegirnir séu á
vonarvöl eftir allt góðærið. Ástæðan er sú, að þeir menn,
sem nú ráða í Sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórninni,
kunna ekki að stjórna. Hugur þeirra hefur verið bund-
inn við það að hlynna að vissum gæðingum og hanga í
ráðherrasætunum meðan stjórnarskútan hefur hrakizt
fyrir sjó og vindi. Þessa hörmulegu stjórnarsiglingu
reyna þeir svo helst að afsaka með því, að landið sé lélegt,
þjóðin fámenn, atvinnuvegirnir fábreyttir og að ekki sé
hægt að notast við bátskænu eins og ísland sé, heldur
verði að stefna að því að komast um borð í eitthvert
stóru hafskipanna, þ. e. stóru ríkjabandalögin
Þeim fjölgar nú óðum, sem skilja það, að voðinn er
vís, ef þannig verður stjórnað áfram. Undir þróttlausri
og stefnulítilli forustu Bjarna Benediktssonar og manna
hans verður aðeins haldið lengra út í vandræðin. Það
þarf nýja stefnu og nýja menn. Það þarf menn, sem taka
á málunum. ári þess.að vera ofbundnir af stéttarhagsmun
um og sérhagsmunasjónarmiðum. Það þarf menn, sem
trúa á þjóðina og landið og eru óháðir erlendum stefn-
um og sjónarmiðum Aðeins með því að efla Framsóknar
flokkinn getur orðið hér á einhver brevting til batnaðar.
Þessvegna æpir Mbl nú enn einu sinni hið gamla víg-
orð sitt: Framsóknarflokkurinn á ekki heima í nútíma-
þjóðfélagi. Það sér ,hvert straumurinn liggur, hvert hin
vaxandi tiltrú beinist- Því meira, sem málgadn þeirra. sem
ekki geta stjórnað, hrópar þannig, því fieiri verða þeir, /
sem skipa sér um Framsóknarflokkinn.
TÍMINN
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Friðarviöleitni II Thants mun
skýra afstöðu Bandaríkjanna
Friður getur ekki ríkt í Vietnam án tilslakana
MjBGINSTYRKUR U Thants
er fólginn í gerð hans sjálfs.
Hann er andlega sinnaður mað
ur í glímu sinni við hinn
hrjúfa veruleika heimsins.
Hann sóttist ekki eftir endur-
kjöri af því að honum fyndist
hann endilega þurfa að vera
fra-mkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna. Hann hefði ekki
orðið iðjulaus og í vandræðum
með, hvað hann ætti af sjálf-
uin sér að gera, þó að honum
hefði verið leyft að láta af
störfum. Og hann hefði ekki
vérið sífellt að óska sér, að
hann væri aftur setztu-r í sitt
gamla embætti.
U Thant varð ómissandi fyr-
ir Sameinuðu þjóðirnar ein-
mitt vegna þess, að starf fram-
kvæmdastjóran-s var hon-um
sjálfum enga-n veginn ómiss-
andi, þrátt fyrir hinn mikla
virðingarauka, valdið og^ ha-gn-
aðinn, sem því fylgir. Áhuga-
leysi hans sjálfs á þessu öl-lu
hefur einm-itt gert aðstöðu hans
mjög sterka. Hann gat brugð-
izt við eins og sá, sem ekkert
hafði að óttast, af því að hann
hafði hvorki ágirnd á að öðl-
ast neitt sérstakt, né var ófús
að sleppa a-f nokkru því, sem
hann hafði með höndum.
Vegna þess-a naut hann trausts
ríkisstjóma allra landa og eng
inn snerist gegn honum, þar
sem vitað var, að hann hafði
engan krók að mata.
TIL mikil-lar uppörvun-ar var
að endurkjörið s-kyldi vera ein
róma. Það san-nar alveg
ótvírætt, að sérhvert aðildar-
rí-ki samtakanna vildi halda
h-alda þei-m við lýði og tók
varðveizlu þeirra fram yfir öll
önnur sjónarmið.
Við vi-tu-m, hve sundrungin
meða-1 hinna ýmsu þjóða heims
er ríðtæk og djúpstæð. Ágrein
ingurinn snýst ekki einungis
u-m hugsjónalegan eða þjóð-
fræðilegan mun hinna ýmsu
þjil'rí, heldu-r og um tilgan-g,
vald og mátt Sameinuðu þjóð-
ann-a sjá-lfra. Þrátt fyrir þetta
tóku fulltrúar aðildarríkjanna
þann kost, að -greiða samhljóða
atkvæði til þess að firra vand-
ræðum, þegar þeir sáu fram á
íí-kur fyrir eyðileggingu sam-
ta'kanna sjálfra, þar sem vitað
var með vissu, að ekki gat orð-
ið samstaða um fulltrúa neins
ákveðins hóps í stað U Thants.
Skilyrðin, sem U Thant setti
fyrir endurkjöri, eru í eðli
sínu þess efnis, að aðildarrík-
i-n fallist á, að hann 't-aki virk-
an þátt í leitinni að friði. Nán-
ar til tekið táknar þetta fyrst
og fre-mst, að honu-m er veitt
umboð til virkrar þátttö'ku í
friðarumleitununum í Vietnam
eins og hann tók greinilega
fram sjá-l-fur í ræðunni, sem
hann flutti, þegar hann féllst
á að halda starfi sínu áfrarn.
<*% rl '
FORVITNILEGT vefður að
sjá, hvernig forseti Bandaríkj-
anna og Rusk utanríkisráð-
herra skilja þetta umboð Sam-
einuðu þjóðanna og bregðast
U Thant
við því. Goldberg fulltrúi
Bandar-lkjahná st-uddi þetta um
b-oð cjndregið, og fprsetinn hef-
ur rætt um ehdurkjörið ög
heitið U Thant stuðningi.
Eigi að síður koma þarna
þegar í upphafi til álita fétt-
mæti þeirrar opinberu staðhæf
ingu okkar, að ófriðurinn
haldi áfram fyrir þær sakir ein
ar, að valdhafarnir í Hanoi fá-
ist ekki til að setjast að samn-
ingaborði. Sé með rétt mál far-
ið í hinum opinbér-u viðtölum,
sem U Thant hefur sjálfur átt
við ýmsa, — þar á meðal við-
talið við E-mmet John Hughés
í News Week, — er einfald-
lega ósatt, að v-aldhafarnir í
Hanoi hafi sífellt neitað að
ræða um frið. IIo Ohi Minh
var reiðubúinn að hefja u-mræð
ur árið 1964, áður e-n loftárá-s-
irnar á Norður-Vietnam hófust.
Sú staðreynd verður hins
vegar- ekki dregin í efa, að
þá v-a-r Rusk utanríkisráðherra
andstæður viðræðum. Þessu var
ekki aðeins þannig varíð með-
an á kosningabaráttunni stóð
árið 1964, heldur og nokkuð
fram á árið 1965 eftir að loft-
árásirnar voru hafnar á Norð-
ur-Vietnam, eða allt fram und-
Johnson
ir það að forsetinn flutti ræð-
una í Baltimore í apríl það ár.
í ÞESSARI ræðu skuldbatt
forsetinn sig í fyrsta sinni til
viðræðna um friðarsamnin-ga.
Allt til þeirrar stundar var
þannig á málin litið í ut-an-
ríkisráðuneytinu, — og jafnvel
ei-nnig í Hvíta húsinu, — að
ráðleggingar um viðræður og
samningau-mleitanir jaðraði við
skemmdarverk. Ég minnist
þess til d-æmis sé-rstaklega, að
daginn áðu-r en Baltimore-ræð
an var flutt var mér tjáð, að
við vild-um ekki vopn-ahlé
vegna þess, hvað hernaðarað-
staða okkar værí slæm.
Hi-n opinberlega andstaða
gegn samningauml-eitunum um
þetta leyti er umdeilanlegt at-
riði. Ví-st er alltaf óþægilegt
að þurfa að eiga í samninga-
viðræðum, þegar hernaðarað-
staðan er mjög veik. En ég álít
eigi að síður, að andstaðan
gegn s-amn-ingaviðræðum hafi
verið röng vegna þess, að ég
tel hernaðarafskipti okkar í
Vietnam misreikning frá upp-
hafi, en ekki vörn brýnna,
bandarískra hagsmuna.
En enda þótt gild ástæða
h-afi verið t-il að hafna samn-
ingaumleitunum á sinni tíð, þá
getur ríkisstjórnin ekki bæði
sleppt og haldið eins og nú
er komið. Hún getur e-kki geng
ið fram sem sakleysingi, hvoríci
fyrir ba-ndarísku þjóðina né um
umheiminn, og látizt ekkert
vilja fremur en viðræður og
vopnaihlé, og .samtímis fært í
sífellu út kvíar s-tríðsins til
þess að keppa að hernaðarlegri
lausn.
HIÐ liðna hviíir allþungt á
samtímanum og verður erfitt
viðfangs. Ho Chi Minh verður
þess lengi minnugur, að
ti'lb-oð hans um viðræður var
lengi vel látið sem vindur um
eyru þjóta, en ha-fnað að síð-
ustu rétt áður en lo-ftárásir
vor-u hafnar á land hans. Ilætt
er við, að þeir fulltrúar að-
ild-arríkja Sameinuðu þjóðanna
sem kunnugt er um viðleitni
U Thants, verði seinir til að
fulltreysta einlægni bandarísku
rí'kis-stjórnarinnar á ný og trúa
á fölskvalausan friðarvilja
hennar.
U Thant verður eigi að síð-
ur að h-alda ótrauður áfram.
Hann hefur nýtt, skýlaust um-
boð til að halda áfram og satt
að segja er mjög í þágu Banda
ríkjaforseta að hann slái ekki
slöku við. Ef við gerum ráð
fyrir að forsetinn vilji að
ófriðinum ljúki með sæmd, og
ef við göngum út frá því, að
ekki beri að auka styrjöldina
og útbreiða takmarkalaust, þá
hlýtur að verða að slak-a til
ei-n-hvers staðar. Þá mun koma
ótvírætt í ljós, hve óralangt
við erum frá hernaðrriegum
sig-ri. Og telja má fullvíst, að
forsetinn eigi ekki kost á
öðru æskilegra eða betra en
gang-ast inn á nauðsynlegar til
s-lakanir í vernd og skjóli Sam-
einuðu þjóðanna.