Tíminn - 22.12.1966, Síða 7
(
FIMMTUDAGUR 22. desember 1966
TÍMINN
7
Myndríkar hetjusögur af
íslenzkum sjómönnum...
Sveinn Sæmundssw:
Menn \ sjávarháska.
Setberg gaf út.
Frásagnir af svaðilfönim, hætt-
um, slysum og björgun á sjó eru
mikil bókarefni hér á landi sem
að líkum lætur hjá slíkri saefara-
þjóð. Á hverju 4ri koma út þrjár
eða fjórar bækur um þessi efni,
og þegar íslenzkt efni virðist ekki
tiltækt, eru erlendar frásagnir
þýddar. Ýmsum þykir nóg um
þennan mokstur, en þessar bæk-
ur seljast, fólk unir vel lestri
þeirra, og satt að segja þreytir
þjóðin augu við ýmislegt fánýtara
lesefni en þetta. Og oft er mikil
frásagnargleði og þróttur í þess-
um sögum, því a ð íslendingar
kunna enn vel að segja frá sæ-
förum. En það er harla lítið skipu-
lag á þessari efnissöfnun og bóka-
gerð. Hver bók er syrpa sagna,
gamalla og nýrra af sæförum á
al>ls konar fleytum og af öllu tagi.
Það fer að verða tímabært að
gera úrval úr þessum viðamiklu
bókmenntum, því að nú eru vafa-
laust til hundruð bóka með ís-
lenzkum sjóferðasögum.
í fyrra sendi Sveinn Sæmunds-
son frá sér bók, er nefndist í
brimgarðinum. f henni voru eink-
ar haglegar frásagnir. Nú er kom-
in út önnur bók eftir hann um
svipað efni og nefnist Menn í
sjávarháska og hefur að geyma 15
frásagnir eða baráttusögur af ís-
lenzkum sjómönnum. Er víða leit-
að fanga og eru sögurnar bæði frá
siðustu árum og allt aftur til adda-
móta. Bezta frásögnin í þessari
nýju bók Sveins þykir mér Það
voru góð handtök, þótt ekki segi
þar frá neinu slysi eða björgun
í venjulegum skilningi, heldur
langri og harðsnúinni baráttu ís-
lenzkra togaravikinga, þegar um
Sveinn Sæmundsson
Mfið var að tefla dögum saman.
Ef til vill þykir mér mest um
þessa frásögn vert vegna þess, að
mér finnst hún fremur vera skil-
góð lýsing á baráttu, sem er ekki
einsdæmi og oftar háð en í frá-
sögu er fært Það hefur ekki ætíð
verið haft hátt um það stríð, sem
er að baki, þegar íslenzkur togari
kemur í höfn á vetrardegi úr veiði
för.
Sveinn Sæmundsson hefur
marga ótvíræða kosti góðs frá-
sagnarmanns. Hann var lengi sjó-
maður og kann skil á sjómanns-
lífi og sætrjám. Hann segir frá
með stígandi eins og blaðamaður,
sem kann til verka, enda hefur
hann nokkra reynsSu á þeim
vettvangi. Hann er orðfœr ved um
sjómennsku og skip, og hann er
næmur á mannleg viðbrögð -AHt
þetta gerir frásagnir hans spenn-
andi og aðlaðandi lestur. Hann
virðist og geria sér far um að
vanda til könnunar og heimiida.
Hann gætir þess jafnan að hafa
umhverfis- og tímalýsinguna
glögga — setur atburðina þannig
á svið til þess að auka álhrifa-
mátt frásagnarinnar.
f þessari bók segir hann fyrst
frá baráttu tveggja skipshafna á
opnum báitum myrkra skammdeg-
isnótt við Reykjanes, og björgun-
arafreki íslenzkra varðskipsmanna
Og þessi atburður gerist á jóla-
nótt. Sú jólasaga er hverjum og
! einum hóllt guðspjáll. f næstu frá-
| sögnum er sagt fxá ýmsum strönd
ium og stórviðrum, hrakningum og
j björgunum víða við strehdur lands
i ins, striðsógnum og jafnvel strandi
Purqoui pas við Mýrar enn einu
sinni, en þær fiásásagnir eru
orðnar margar. Sveinn dregur þar
saman ýmsa Miðarþætti til fyllri
myndlýsingar. Það strand var
mikill harmleikur, en satt að segja
em ýmsir þættir hans huldir þoku
sem vafalaust léttir seint eða aldr-
ei. Sveinn getur ýmissa heimilda
til þessarar fiásagnar sem ann-
arra, en þó ekki þeirrar, sem mér
hefur jafnan fundizt einna bezt
— bókar Sigurðar Thorlacius um
Pourqoui pas? í síðustu frásögn-
inni er sagt frá sjómannsdáðum
í Eyjum, og er meginafrek þeirr
ar sögu för Jóns Vigfússonar upp
þverhníptan OfaMeitishamar 60
metra háan til þess að sækja fé-
lögum sínum björgun. Það afrek
hafa fæstir skilið fyrr eða siðar.
f bókinni er margt mynda af
mönnum og skipum. Útgáfan er
einkar smekkleg. AK.
VESTMANNAEYJASA CNIR
Sögur og sagnir úr Vestmanna-
eyjum. Safnað hefur Jóhann
Gunnar Ólafsson. 2. útgáfa. Skugg
sjá 1966
Jóhann Gunnar Ólafsson sýslu
maður og bæjarfógeti og fyrrum
bæjarstjóri hefur í tómstundum
sírium reynzt þeim byggðarlögum
sem hann hefur gegnt embættum
í, ekki síðri menningarlegur
haukur í horni en sómasamlegur
embættismaður, t.a.m., á ísafirði,
þar gem hann hefur lengst þjón
að sem embættismaður, en auk
þess ein helzta lyftistöng lista-
lífs á staðnum og sagnfræðingur,
sem margt gott hefur ritað fyrir
Sögufélag ísfirðinga og út er
komið glæsilegt rit hans Bæjar-
stjórn ísafjarðakaupstaðar 100
ára,/út gefið í tilefni 100 ára af-
mælis kaupstaðarins. Jóhann
Gunnar ritaði og margt um sögu
Vestmannaeyja á starfsárum sín-
um þar og má raunar segja, að
þar hafi honum verið málið skyld
ara. Meðal annars tók hann sér
fyrir hendur að safna þjóðsögum
og sögnum, sem við staðinn eru
tengdar, og gaf út í tveim heft-
um .Það er hið eina slíkt safn
úr Eyjum, var vitaskuld tekið
tveim höndum og er fyrir löngu
uppselt.
Nú hefur Skuggsjá í Hafnar-
firði gefið út á ný þetta sagna-
safn Jóhanns Gunnars Ólafssonar
í forkunnar fallegum búningi, þar
Jóhann Gunnar Ólafsson
sem felldar hafa verið úr nokkrar
vísur, sem voru í fyrri útgáfu,
en bætt við nokkmm stuttum þátt
um, og auk þess hefur verið sam-
in nafnaskrá í þessa útgáfu, sem
vantaði í fyrri útgáfu.
Safnið skiptist í eldri sagnir og
yngri, og er skipan hinnar síðar
nefndu bróðurpartinn af bókinni
og vel það. Raunar er sú skipting
ekki nægilega glögg, eftir hverju
hún er gerð. En úr því þarna
eru teknar með nokkrar þjóð-
sögur og sagnir, sem birzt hafa
í öðrum söfnum og tengdar eru
Vestmannaeyjum, finnst mér að
gjania hefði mátt fylgja því ein
hin fjörugasta draugasaga, sem
hefst í Vestm annaeyj um og færist
raunar síðan til Reykjavíkur, sag-
an af Jóni úr Vestmannaeyjum,
sem er að finna í bókinni Indriði
miðill, er Þórbergur Þórðarson
skráði eftir sögn Brynjólfís organ
leMrara Þoriákss. En þegar á allt
litið er þetta hið læsilegastu safn.
En ekki verður svo skilizt við að
geta þessarar bókar án þess að
minnast á það, hversu Skuggsjá
hefur gert hana úr garði, því það
er einn þokkalegasti bókarbún-
ingur, sem sézt hefur á slíkri bók
alldengi, ef frá eru skildar bækur
Þjóðsögu. Þetta er forkunnar-
falleg bók að útliti og vel bita-
stætt í innihaldinu, eiguleg bók.
GJB.
fslenzkur heimilisiðnaður,
Laufásveg 2.
Höfumj milrið úrvai at tai-
legum ullarvörum. silfur-
og leirmunum, tréskurði,
batik munsturoókum og
fleira.
islenzkur heimilisiðnaður,
Laufásveg 2.
(gitíineníal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar full-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita fyllsta öryggi í snjó ög
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
C0NTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nagla, .undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til U. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
UÓSAPERUR
32 volt, E 27.
Fyrirliggjandi f stærðum:
15 - 25 - 40 - 60 - 75 - 100 - 150 wðtt.
Ennfremur venjulegar ljósaperur, Fluorskinspíp-
ur og ræsar.
Heildsöluirgðir
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS,
SkólavörSustíg 3 — Sími 17975-76.
f
HANGIKJÖTID
ALÞEKKTA OG ÁGÆTA Á
HVERS MANNS BORÐ.
Tryggið ykkur fyrst og fremst til jólanna og síðan
fyrir þorrablótin.
REYKHÚS
SÍMI 21-400 — SÍMNEFNI KEA.
AKUREYRI
borJWkur áii S0LDHU8GÖGH
S=- msiiiiiiáa SuSurlondibraul 10 Iq.gnl lþ-ol.ahöll) tlmi 3*585