Tíminn - 22.12.1966, Síða 8

Tíminn - 22.12.1966, Síða 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 22. desember 19GG MINNING Þórhallur Baldvínsson og Sigríður P. Steinadóttir F. 21.5. 1889. D. 14.12. 1966. í dag verður lagður til hinnstu íivíhi í Fossvogsk i rkj u ga rði Þór- hallur Baldvinsson. Þar fær hann nú aftur að vera við hlið konu sinnar Pálínu Steinadóttur. Þórhallur var fæddur að Núp um í Aðaldal í S.-Þing. Þar ólst hann upp með foreldrum sínum til 9 ára aldurs að hann fluttist með ■þeim að Nesi í sömu sveit. í Nesi átti hann beimili síðan þar til hann yfrrgaf Norðurland að fullu 1921. Ekki naut Þórhallur mikillar skóla göngu í bernsku, en í heimahúsum gafst honum staðgóð kynning af margskonar fróðleik. í heimahús- um nam hann kjamgóða íslenzku bæði í töluðu og rituðu máli. Hann var þó að mestu laus við þá tízku sem mjög lét á sér bera meðal sumra frænda hans og samferða- manna á unglingsárum. Það er hina hvimleiðu stælingu á „Forn Norrænu". Rithönd hafði hann fagra og skýra án allrar tilgerð- ar. Upplesari var Þórhallur með afbrigðum og hefði orðið sköru legur ræðumaður ef hann hefði lagt það fyrir sig. Með þetta veganesti úr heima húsum fór Þórhallur rúmlega tvít- ugur á Búnaðarskólann á Hvann- eyxi. Þar dvaldi hann í tvo vetur og eitt sumar. Þá vetur sem Þórhallur dvaldi á Hvanneyri var starfræktur skóli á Hvítárvöllum (svo til í örskots fjarlægð frá Hanneyri) fyrir stúlk ur sem ætluðu að vinna á rjóma búum sem voru þá mörg á land- inu .Það varð að sjálfsögðu mik ill samgangur á milli skólanna þar sem aðstaða var slík. Bftirfarandi vísupartur gefur til kynna þann hug sem rann á milli skólanna. Vísan var ort síðari vetur Þór- haiils á Hvanneyrarskóla. Ekki er mér fullkunnugt um höfund en þó held ég að hann hafi verið ná kominn Þórhalli. . . og inni eiu bækur sem eiga að strikast fljótt en ætlum þó að dansa við Hvann- eyringa í nótt.“ í hópi skólastúlkna á Hvítárvöll um var sú sem varð lífsförunaut ur Þórhalls um áratugi. Þessi unga stúlka var Pálína Sigríður Steinadóttir frá Narfastöðum í Borgarfirði. F. 24.2. 1891 að Kata nesi á Hvalfjarðarströnd. Pálína fluttist með foreldrum sínum að Narfastöðum árið 1902. Pálína naut lítillar skólagöngu í bernsku. En þó stóð hún ekki að baki skóla systkinum sínum í skóla Ásgríms Jónssonar í Reykjavík sem höfðu sumir hverjir verið fjóra til fimm vetur í skóla áður. Þennan skóla stundaði hún jafnframt vinnu sinni í vist sem kallað var. Það þótti fínna orð en vinnukona. Nálægt tuttugu og eins árs aldri fór hún svo á Hvítárvalla skólann og þar lágu leiðir þeirra Þórhalls saman. Að loknu skólanámi á Hvann eyri fór Þórhallur norður til átt- haga sinna að Nesi. Og ári síðar hélt Pálína til fundar við unnust ann norður í Þingeyjarsýslu. Þau gengu í hjónaband 1915 og og byrjuðu sama ár búskap á parti úr Nesi. Ekki var bústofninn stór. Ein kvíga óborin að fyrsta kálfi og nokkrar kindur og eitt hross. í Nesi bjuggu þau til ársins : y 1921. Á þeim árum eignuðust þau þrjú böm. Fyrsta barn sitt dreng misstu þau, en stúlku á fjórða ári og dreng á öðru ári fóru þau með þaðan þegar búskap lauk. Þórhall ur hafði veturinn áður verið lang dvölum í Reykjavík að leita sér lækninga sem þó gekk treglega, en bati fékkst nokkur. Hann hafði sem drengur ofreynzt í báki, brotn að og gekk aldrei heill til skógar upp frá því. Frá Nesi fóru þaú hjónin með börn sín að Narfastöðum í Borgar firði og höfðu þar að nokkru að setur um þrigigja ára skeið. Þó var þar ekki um búsetu að ræða en vinnu stunduðu þau annars staðar eftir því sem aðstæður voru til. Árið 1925 fluttu þau svo til Akraness, þar sem þau dvöldu í tuttugu og fjögur ár. Fyrstu búskaparár sín á Akra nesi var ekki stórt búið. Þá höfðu þau til afnota eitt herbergi í húsi þar sem aðeins voru fjögur her- bergi og tvö eldhús. En fjórar fjölskyldur bjuggu í húsinu. Á öðru ári veru sinnar á Akranesi festu þau svo kaup á hálfri hús eigninni Sjávarborg þar sem þau bjuggu í tuttugu ár. Það var oft þröngt í búi á fyrri árum þeirra á Akranesi. Vinna var stopul og heilsa Þórhalls ekki þannig að hann gæti tekið hvað avinnu sem í boði var. Nokkur sumur tóku þau upp heimilið. Fór þá Þórhallur í kaupa vinnu upp í Borgarfjörð en Pál ína rjómabússtjóri fyrst í Þykkva bænum en síðar á Seljalandi und ir Eyjafjöllum. En rjómabúin voru þá á sínu síðasta skeiði sunnan- lands, en við tóku stóru mjólkur búin. Það fór nú að léttast róðurinn hjá þeim, þó enn gengi margt á móti. f Sjávarborg eignuðust þau fjórða barnið til þess eins að missa það fljótlega aftur. Það var stúlka, sem dó fárra daga gömul. Það var oft gestkvæmt hjá þeim Pálínu og Þórhalli, því bæði vpru þau gestrisin og greiðasöm. Bæði fylgdust vel með þeim málum, sem voru efst á baugi hverju sinni. Bæði voru þau vel heima í bók- menntum, höfðu lesið flest það, sem út kom af verkum íslenzku ská'ldanna og ennfremur .eitt- hvað af skáldskap á Norðurlanda málum, m. a. hafði Pálína lesið flest verk Gunnars Gunnarssonar og Kristmanns, þau er á eriendum málum voru samin áður, en þau voru þýdd á íslenzku. Bæði höfðu þau mjög gaman af ljóðum og öðrum bundnu máli og voru bæði vel liðtæk á því sviði, þó þau flík- uðu því ekki. Þórhallur var öll sín æviár í huganum sveitabóndi, þótt honum auðnaðist ekki að gera það að sínu aðalævistarfi. Mjög fljótt eftir komu þeirra til Akraness komu þau sér upp kinda stofni, sem svo hélt velli, þar til þau voru að flytja af Akranesi. Hin síðari ár sín þar áttu þau einnig eina kú. Það lætur að líkum að Þórfiall- ur komst í nánari snertingu við bændur Borgarfjarðar, en þeim kynntist hann frekar en sjómönn- unum á Akranesi, s.em höfðu þorskveiðar að aðalstarfi. Meðal sveitamannanna voru sameigin- legu áhugamálin fleiri. Það var gaman að heimsækja Þórhall í fjárhúsið, þar sem hann var að sinna kindunum sínum. Þar naut hún sín vel sú alúð og nær gætna reglusemi, sem hann lagði í öll sín störf. Það var einnig gam an að eiga kvöldstund með honum að loknu dagsverki og ræða um bókmenntir, skáldskap eða skepn ur og stjórnmál, þótt við værum sjaldan á sama máli í flestum greinum. Ég taldi svonefndan atómkveð- skap, ef hann var vel gerður, að engu verri en rimaðar hendingar. Aftur á móti mátti hann helzt ekki heyra minnzt á að atómkveðskap urinn væri annað en bull. f land- búnaðarmálum fóru skoðanir okk ar að verulegu leyti ólíkar leið- ir. í stjórnmálum bar okkur margt á milli sérstaklega fyrr á árum, en síðar nálguðust skoðanir okkar allverulega. Þórhallur hafði á sínurn yngri árum fyrir norðan verið eitthvað starfandi í félagsmálum héraðsins. Hann gekk á hönd Framsóknar- flokknum við myndun hans og var um mörg ár flokksbundmn Framsóknanmaður. Það voru líka einu félagsmálin sem hann starf aði nokkuð að eftir að hann kom kom til Suðurlands. Þó gætti hann þess að koma sér þar ekki í for ystusveit. Alla tíð var Þórhallur tengdur sterkum böndum við Framsóknarflokkinn, þó allmjög slaknaði á þeim á síðarj árum. Þó að Þórhallur væri frábitinn því að fara að vasast í nefndum og öðrum félagsstörfum, lagði hann ekki stein í götu konu smnar við hennar félagsstörf. Hún var ein af þeim konum sem vart máttu skrá nöfn sín í félagsbækur fyrr en hún var valm þar tíl trúnaðar starfa. Ekki var það þó af því, að hún væri þar að trana sér fram, en þegar hún var komin til starfs, fylgdi hún starfinu eftir af lifandi áhuga. Þessi árátta sam félaga hennar að troða henni í fremstu víglínu varð þess vald- andi, að hún lét hjá líða að gerast félagi í tveim félögum, sem hugur hennar stóð þó til Félagsstörf Páh'nu, og þá helzt störf í stjóm Kvennadeildar V. L. F. A., varð þess valdandi, að henni tókst fljótlega að samlaga sig umhverfinu í sjávarplássinu, Akra nesi. Þau störf, jafnhtíða sívakandi sjálfsnámi, varð einnig til þess, að hún útfærði sinn Framsóknaranda áfram til vinstri og þegar hún var j að öllu komin til sésíalista, þá var hún enn áfram sterkust og grósku rfkust rótin sem Framsóknarflokk urinn undir forystu Tryggva Þór haflssonar og Þórólfs í Baldurs heimi hlúðu að í brjóstí hinnar ungu borgfirzku húsmóður í fá- tæktarba-slrmi norður í Þdngeyjar- sýslu. Sú rót, sem óx upp strax á barnsaldri í huga hennar, sú bjarg fasta skoðun, að þeir smáu ættu einnig sinn rétt ekki síður en þeir stóru. Það var sú rót sem speglaði þá eftirminnillegustu og Ijúfustu ábendingu sem ég hef fengið. Tdefnið var það að ég lenti í mjög iHvígri blaðadeidu, þar sem báðir aðilar, sem þó áttu að vera samtherjar, fóru út yfir þau takmörk, seim heiðarleg verða að teljast Þá sagði Pálína: „Mundu það bróðir, að það sem þú rilt að aðrir geri þér, það skalt þú einnig gera öðrum.“ Það hafa verið glæsileg hjón sem voru gefin saman í Nesi í Aðaldal 1915. Glæsileg þrúðhjðn með glæstar vonir. Vonir, sem brugðust. Og vonir sem rættust. Margar stórar vonir hafa brugðízt. En þó stærstu vonimar rættust. Þau lifðu saman súrt og sætt í 45 ár. Þau lifðu það saman að sjá tvö af fjórum bömum sínum mjög glæsileg og velgefin böm þroskast og dafna til fullorðins ald urs, Lilju Guðrúnu, fyrri konu Níels Finsens, gjaldkera hjá H. B og Co., Akranesi og Halldór strætisvagnastjórá á Eyði í Reykja vík, kvæntur Þórnnni Meyvants- dóttur frá Eyði. 1947 urðu þau fyrir þeirri raun að Lilja dóttir þeirra féll frá, mjög óvænt. Eftir fráfall Lilju undu | þau ekki lengur hag sínum á Akra nesi, en festu kaup á Sólarhól á Seltjarnarnesi og bjuggu þar í ! námunda við eina eftirlifandi barn ið, Halldór, þar tíl heilsa Pálínu gaf eftir, þá fluttu þau til sonar ins og tengdadótturinnar að Eyði. Ekki dvaldi Pálína lengi á Eyði, hún andaðist 21.8, 1960. Eftír að Pálína dó var Þórhallur að mestu á Eyði, þar til hann fór að Hrafnistu á þessu ári. Eins og áður er getíð, þá gekfc Þórhall ur ekki heill til skógar um nærri fimmtíu ára skeið. Það varð því að vonum að um leið og aldur færðist yfir hann að vinnuþrekið bilaði. Þegar svo var komið dvaldi hann um tírna í sínum fornu átthögum og einnig dvaldi hann um tíma á þeim bæj um í Borgarfirði, sem hann hafði bundizt mestum tryggðum við. Á Melum í Melasveit hjá Eggert Guð mundssyni, sem var aðeins ,,smá ponni“ þegar Þórhallur var þar áður fyrr. Og í Árbakka í Anda- kýlshreppi hjá Magnfríði Magnús dóttur, ekkju hins forna vinar hans Guðna Loftssonar. Þórhallur andaðist af heilablæð ingu 14. des. 1966. Og nú ertu horfinn mágur og vinur til þinnar kæru eiginkonu. Þú hefur nú í rúm sex ár þráð það, að samfund ir ykkar yrðu bráðlega. Vertu sæll, vinur, hafðu þökk fyrir öll okk^r kynni. Hafið þið hjónin þökk fyrir allar samverusfcundirnar ekki síst þær þegar við hjónin vorum að reisa okkar bú í öðrum enda litla hússins í Sjávarborg og þið bjugg uð í hinum endanum. Kveðjuna sendi ég fyrir hönd allrar minnar fjölskyldu. Þá sömu kveðju sem svo oft hljómaði á milli okkar. Ver ið þið sæl. Við sjáumst aftur. 21.12 1966. Þorvaldur Steinason- HÚSBVGGJENDDfi TRÉSMIÐJAN, HOLTSGÖTU 37, framleiðir eldhúss- og svefnherbergisinnréttingar Björn Sveinbjörnsson, hæstaréttarlogmaður . Lögfræðiskrifstofa, Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu, 3. hæð, símar 12343 og 23338. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. BÆNDUR K. N. Z. SALTSTEINNINN fæst í kaupfélögum um land allt. v/Miklatorg Sími 2 3136

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.