Tíminn - 22.12.1966, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 22. desember 1966
MINNING
Krístín £ Siguriardóttir
frá Hrísum
Fædd 9. 10. 1894. Dáin 29. 8.
1966.
Við minni Gnundanfjarðar, að
TOstanverðu rís fjall eitt eigi all
faátt er St'öðin nefnist. Nefndu hin
ir dönsku landmtelingamenn það
líkkisfcuna, vegna hinnar sérkenni
'legu lögunar sinnar. Skammt aust-
an þar er Búlandshöfði skagar í
sjó fram, þar er lón eitt mikið
eða vaðall, er Lárvaðall heitir.
Um(hverfis Lárvaðal voru allmörg
býli, sem nú eru að vísu flest
komin í eyði. Öldum saman var
sfcundaður sjór frá Lárós, sem er
fast við rætur Stöðvarinnar.
Sandrif það, sem er milli
Lóns og hafs, nefnist Víkur-
rif. Að vestanverðu við Lárvaðal
við rætur grasigróinnar fjallshlið-
ar, stendur bærinn Látravík. Fal
legt er og sérkennilegt á þessum
slóðum sem víðar í Eyrarsveit,
einkum þá um háflóð í fögru veðri
er sólin gillir flöt Lárvaðals, en
grasigrónar hlíðar fjallanna á hlið-
ar fcvær. Um f jöru var sléttur saiid
botn Lá'rvaðals hinn ákjósanleg-
asti skeiðvöllur, og lá þar um al-
faraleið.
í Lótravík var jafnan tvíbýli, í
yfcri Látravík, var Kristín fædd,
i hún var dóttir hjónanna
Kristjönu Helgadóttur og Sigurð-
ar Jónssonar, bónda þar. Ólst
Kristín upp í myndarlegum systk-
inahóp. Var oft gestkvæmt í
Látravík og mun þar oft hafa ver-
ið glatt á hjalla. Meðfram strönd-
inni undir Búlandshöfða og aust-
an við Lárós, var allmikil beitu-
tekja, en sem kunnugt er var skel-
fiskur að mestu notaður sem beita
á þeim árum. Sótfcu sjómenn úr
nærliggjandi verstöðvum beitu
sína að mjög verulegu leyti á þess
ar fjörur, vonu beitifjöruferðir
þessar all vosmikil og erfið vinna,
var það mjög algengt að beiti-
fjörumenn sem svo voru kallaðir,
þáðu næturgreiða á nærliggj-
andi bæjum, var því oft komið
í Látravík, og rnunu þeir margir
sjómennirnir er kaldir og hrakt-
ir komu þangað og fengu þar
hinn bezta beina hjá hinum gest-
risnu húshœnduim.
Hefur þar eflaust oft verið
þröngt á þingi, en hér sannaðist
sem fyrr að þar sem er hjarta-
rúm þar er húsrúm. KrisMn hafði
því stax í æsku mifcil kynni af
Hfi og starfi sjómannanna og ef
til vill hefir það sem á hennar
æskuheknili þótti svo eðlilegt að
taka vel á móti þreyttum og hrökt
um sjómanni úr beitufjörunni, átt
þátt í að móta hennar kærleiks-
rfku fórnarfund. Kristín var fríð
sfcúlka og fíngerð, mild og Ijúf að
eðlisfari, kát og glöð í vinahóp,
en þó í innsta eðli sínu fremur
hlédræg og ógjamt að ræða sín
mál, við aðra en sína nánustu.
Hún hafði prúða og fágaða fram-
Ikomu, og yffir henni var ávallt
sá æskuþokki er hún hélt allt líf-
ið út.
Ung að aldri gifftist hún Stefáni
Jónssyni frá Hrísum í Fróðár-
hreppi, var Steffán talinn einn
hinn mannvænlegasti og gjörvileg-
asti maður þar um slóðir. Byrj-
uðu þau búskap í Hrfsum á æsku-
heimili Stefáns^ en fluttu eftir
stuttan tíma til Ólafsvíkur, er Stef
6n gerðist verzlunarstjóri þar,
6ttu þau þar heima í tvö ár unz
hann lét aff isfcarffi sínu þar og fXuttu
þau þá til Reykjavíkur, þar sem
þain-dvöldu um eins árs skeið,
fluifctu .þau þá að HMsum aftur.
Mutí þa® hafa verið um 1920, og
hsr biuggu bau þangað til rétt
eftir 1950, að þau flytja til Grund-
arfjarðar. Þau eignuðust 11 börn
5 syni og 6 dætur, næst elzti son
ur þeirra drukknaði er hann var
19 ára að aldri, var hann rnesti
efnispiltur og öTlum kunnugum
harmdauði, má nærri geta því líkt
áfall það hefur verið foreldrunum,
þó svo harmur væri borinn í
hljóði. Hin sysfckinin sem lifa eru
öll gift og búsett, eru þau hið
mesta myndar- og dugnaðarfólk.
sem sýndu foreidrum sínum
mikla ræktarsemi. Á þeim árum,
er hinn stóri barnahópur Kristín-
ar, var í bernsku, þekktuist fá af
þeim lífsþægindum sem nú þykja
ómissandi. Á hverju heimili var
þá á verstu árum heimskreppunn-
ar, sannarlega ekki létt verk að
sjá farborða svo stórri fjölskyldu,
og starf húsmóðuiinnar sem var
oiftast ein með sinn stóra barna-
hóp var þrotlaust erfiði, en þau
hjónin voru samhent í því að
koma sínum börnum til manns,
og voru gædd óbilandi baráttu-
vilja og dugnaði sem var og er
ennþá aðalsmerki íslenzks alþýðu-
fólks. Það var líísstarf Kristinar
að verða sjómannakona, þó mað-
ur hennar stundaði önnur störf
jafnframt, var sjósókn hans aðal-
atvinna, var hann jafnan formað-
ur á eigin bát og verkaði aflann
sjálfur.
Fóru synir þeirra að stunda sjó
inn með föður sínum jafnskjótt
og þeir komust á legg. Jafnframt
sjósókninni var stundaður búsfcap-
ur sem víða var algengt á þeim
árum, þar sem aðstaða var til þess.
Ennfremur stjórnaði Stefán pönt-
unarfé'lagi áratugum saman, og
hafði það löngum alinokkur við-
skipti. Oddviti sveitar sinnar var
hann lengst af sínum búskap þar,
svo æði margir áttu þangað erindi
enda gestakomur tíðar. Svo mikill
kappsmaður var Stefán að oft
framan af búskap þeirra reri hann
einn á bát og aflaði þá oft vel,
en ærið áhyggjuefni hefir það ver
ið hans góðu eiginkonu að vita
af honum einum á sjónum á lít-
jlli bátskel befur það löngum ver-
ið hið erfiða hlutskipti sjómanns-
konunnar, að bíða milli vonar og
ótta eftir heimkomu ástvina sinna
af sjónum, þó lífsstarf Kristínar
væri að sjálfsögðu erfitt sem
margra alþýðukvenna á þeim árum
mátti hún kallast gæfukona. Hún
eignaðist hraustan og dugandi
mann, sem aldrei brást né' bug-
aðist-og stóð ætíð fyrir sínu, hún
eignaðist hraust og mannvænleg
börn sem öll reyndust henni góð
og öll urðu nýtir borgarar, og
vakti sá myndarlegi hópur atihygli
'hvar sem þau fóm er þau voru
í æsku. Ilún átti jafnan gott
heimili þar sem glaðværð æskunn-
ar var oft ríkjandi. Henni var
eðlilegt að umgangast börn og
annast þau, þeim fórnaði hún
tíma sínum og kröftum með því
æðruleysi sem einkennir þær kon-
ur, sem eru í innsta eðli sínu fædd
ar mæður. Er heilsu manns henn-
ar fór að hnigna, fluttu þau til
Grundarfjarðar, sem fyrr segir, en
þá var sonur þeirra forstjóri fyrir
frystihúsinu þar á staðnum. Stund
aði Sfcefán þar vinnu unz hann
var algjörlega þrotinn heilsu og
fcröftum, fluttu þau þá til Reykja-
vífcur í ársbyrjun 1964, og andað-
ist Stefán á sjúkraihúsi þar í bæ,
fáum vikum síðar. Manni sínum
hjúkraði Kristín af nákvæmni í
veikindum hans þar til yffir lauk,
en þar syðra átti hún heima þann
tíma er hún átti óliifað. Kristín
andaðist eftir stutta legu á sjúkra
húsi í Reykjavík, var hún jarð-
sett í Fossvogskirkjugarði við
hlið manns síns, sem hún hafði
ung bundizt þeirri tryggð við, sem
aldrei brást, börn hennar geyma
minninguna um ljúfa og elsku-
lega móður og við samferðamenn-
irnir minnumst við fráfall hennar
hinnar mildu og fórnfúsu konu
með þökk fyrir hennar mikla og
göfuga lífsstarf.
Sveitungi.
KRISTJÁN S. J0NSS0N
Ólafsvík
Þann 24. okt. 1966, lézt í Ólafs
vík, Kristján Sumarliði Jónsson,
er þar mieð fallinn frá einn
hinna gömlu traustu sjóharpa
Óliafsvíkur.
Kriistján . Jónsson var fæddur
1. ágúst 1880 í Bárðarbúð á
Hellnum Snæfellsnesi. Voru for-
'eldrar hans hjónin Herdís Áma-
dóttir og Jón Daníelsson. Faðir
Kristjáns drufcknaði er Kristján
var aðeins 3ja ára gamaTl.
_ Kristján ólst upp hjá Ólafi
Ólafsisyni og Kristínu föðursystur
sinni í Skjaldartröð, en það heim
ili var þá með merkusfcu heim-
ilum í Breiðuvíkurhrepp, var það
mikið llán fyrir Kristján í fyrstu
æsku að lenda á svo góðu heim-
ili, þar sem hvorki skorti fæði
né klæði. Kristján var ekki hár
í lofti er hann varð að byrja
að vinna, eins og þá var alsiða á
íslandi, var hann farinn að fara á
sjó með færi sitt aðeins 11 ára
gamall, kom þá strax í ljós á-
hugi hans á sjónum. Kristján
fluttist til Ólafsvíkur árið 1896,
þar sem aðallífsstarf hans hófst
fyrir alvöru við sjósókn. Varð
hann fljótlega útgerðarmaður
eins og það var kallað, á útvegi'
Björns og Guðmundar Magnús-
sonar hér í Ólafsvík, sótti hann
fast sjóinn á þessum árum á ára-
bátum oftast sem formaður.
Þegar trillubátar komu til Ólafs
víkur 1927 til 1928 varð hann
formaður á Glað eign Magníisar
Jóíannssonar o. fl. Síðar á eigin
báfcum, Kristján hætti sjómennsku
1957 eftir rúmXega 60 ára sjó-
sókn. Hann var alla sína löngu
sjómannstíð öruggur sjómaður og
formaður, heppinn og farsæll, veið
inn svo af bar, varð aldrei fyrir
skakkaföllum á sjó, þótt hann
lenti oft í miklum þrekraunum.
Hann var árrisull svo af bar oft-
ast með þeim fyrstu eða fynstur
á sjó og er í land kom með afl-
ann, var það ávallt föst venja
hans að gefa fisk í soðið. Voni
það mörg fátæk heimili þess tíma
í Ólafsvík sem nutu góðs af rausn
arskap hans og góðvilja, en fisk-
urinn var þá aðalliifsbjörg heim-
ilanna í sjóplássunum.
Kristján kvæntist árið 1902
Láru Elíasdóttur. Byggðu þau sér
|bæ sama ár, sem nefndur var
j Kristjánshús, þar bjuggu þau all-
an sinn búskap og þar fæddust
öll börnin þeirra 8 að tölu, fjög-
ur dóu ung en tvö um tvítugs-
aldur, Lárus og Elsa, sérstafclega
mannvænleg og glæsileg ung-
menni, varð það þeim hjónum
mifcil og sár raun. Á lffi eru
tveir synir þeirra Ingólfur, sldp-
stjóri, Rvík, kvæntur Aðalheiði
Þorsfceinsdóttur og Runólfur bú-
settur í Ólafsvík kvæntur Jóhönnu
Ögmundsdóttur. Konu sína, Láru,
missti Kristján 5. maí 1961.
Heimili þeirra hjóna í Kristjáns-
húsi var annálað fyrir reglusemi
og sérstaka snyrtimennsku, þar
var allt hreint og fágað úti og
inni. Þrátt fyrir harða lífsbaráttu
þess tíma, var ávallt hlýtt og
bjart kring um fúlkið í Krisjáns-
ihúsi.
Kristján S. Jónsson var þéttur
á velli og þéttur í lund, svipur
hans var bjartur, góðlegur og
traustvekjandi, hann var góður
vinur vina sinna.
Þrátt fyrir harða glímu við Ægi
og oft tvísýna, þrotlaust erfiði við
opna báta við hafnlausa strönd,
var Kristján S. alltaf jafn hress
og glaður, síungur í anda og á-
kafur að fylgjast með gangi mála.
Hann hafði brennandi áhuga á
velferðarmálum Ólafsvíkur, sér-
staklega þó hafnarmálum. Bftir >að
liann hætti að ganga til vinnu og
sat við gluggann sinn, sem sneri
niður að sjónum, og hnýtti spyrðu
bönd og ábót, var hugur hans
allur að fylgjast með bátunum og
sfcipum er 'komu og fóru um
höfnina og hvernig þokaði áfram
hafnargerð.
Hann var einn þeirra sjógarpa í
Ólafsvík, sem trúði eindregið að
í Ólafisvík hlyti að koma varan-
leg höfn og hann lifði það að
sjá trú sína verða að veruleika.
Það var lærdómsríkt og ánægju
íegt að sitja heima hjá Kristjáni
og ræða við hann um þessi mál,
finna þennan eldmóð fyrir fram-
tíð byggðarlagsins hjá svona fjör-
gömlum manni, þá sterku trií á
framsókn góðra mála sem hann
trúði á og vildi láta rætast. Hann
var glaður eins og barn yfir góð-
um framförum í þorpinu sínu,
yfir nýrri höfn, glæsilegum og
traustum fiskibátum, nýjum fisk-
vinnslustöðvum, hann sem hafði
lifað á tímum, þegar lífið var
efckert nema strit og erfiði við
óblíð náttúruöfl á veikum far-
kosti, hafnleysu, kúgun og fátækt.
Það var gott fyrir Ólafsvík að
eiga menn eins og Kristján S.
sem hafði svona sterka lífstrú,
trú á framtíð byggðariagsins.
Síðustu árin var Kristján hjá
syni sínum Runólfi og .Jóhönnu
konu hans í nýju húsi seni byggt
er á lóð gamla bæjarins góða
sem stendur enn við hlið hins
nýja hvítt og vinalegt. Kristján
hafði herbergi ,með glugga er
BRIDGESTONE
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
BRIDGESTONE
sannar gæðin.
Veitir aukið
öryggi í akstri.
BRIDGESTON E
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og viSgerðir.
Sími 17-9-84.
Gúmmíbarðinn hi,
Brautarholti 8,
TROLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla .
Sendum gegn póstkröfu
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmiSur,
Bankastræti 12.
JÖN AGNARS
FRlMERKJAVERZLUN
SíMI 17-5-61
kl. 7.30—8 e.h.
sneri niður að höfn, þar sem
hann gat fylgzt með öllu athafna-
lífi, hann var sáttur við lífið og
undi glaður við sitt, fjórir myndar
legir synir Runólfs og Jóhönnu
voru afa sínum sérstaklega hjart-
fólgnir, hann var til hins síðasta
styrk stoð fjölskyldna sinna. Krist
ján S fébk hægt andlát — Við
Ólafsvíkurbúar þökkum honum
samferðina. Minning þessa sterk-
byggða sjógarps Ólafsvíkur mun
lifa.
Blessuð sé minning hans.
Alexander Stefánsson