Tíminn - 22.12.1966, Page 5

Tíminn - 22.12.1966, Page 5
Tímabært að stofna sér- samband fyrir badminton Kristján Benediktsson endurkjörinn formaður TBR Aðalfundur Tennis- og badmin tonfélags Reykjavíkur var nýlega haldiim. í upphafi fundar minntist for- maður félagsins, Kristján Bene- diktsson, tveggja látinna stofn- enda og velunnara félagsins, þeirra Benedikts G. Waage, heiðursfor- seta Í.S.Í., og Páls Andréssonar, kaupmanns. Þá flutti formaður ársskýrslu stjórnar og reikningar voru lagð ir fram og samþykktir. Nokkur rekstrarafgangur varð á árinu, og var hann að venju lagður í hús- byggingarsjóð félagsins. í ræðu sinni hreyfði formaður þeirri hug mynd, sem fram hefur komið, hvort ekki sé tímabært að huga að stofnun sérsambands fyrir bad. minton, þar sem vitað er að iðk- un þessarar íþróttagreinar breið- ist ört út og badmintondeildir eru starfandi á ýmsum stöðum á landinu. Má í þessu sambandi geta þess, að ÍSÍ samþykkti á síð- asta landsfundi að gera tilraun til stofnunar sérsambands um badminton. Á liðnu starfsári sá T.B.R. um framkvæmd 5 badmintonmóta, þ. e. haustmóts, innanfélagsmóts og firmakeppni félagsins, og auk þess var félaginu falin framkvæmd Reykjavikunmótsins og íslands meistaramótsins, en það var að venju umfangsmest og tóku þátt í því alls um 80 keppendur frá 6 félögum, þ.á.m. frá 3 stöðum utan Reykjavíkur. Sanna þessi fjölmennu mót hina öru útbreiðslu þessarar ágæ,tu íþróttar og sívaxandi vinsældir hennar. Skortur á húsnæði til æfinga, hefur löngum verið fjötur um fót og hefur félagið jafnan tekið á leigu allt nothæft húsnæði, sem falt hefur verið, bæði íþróttasali skóla og félaga. í vetur hefur fé- lagið æfingatíma í fjórum af skól- Þessir piltar léku til úrslita í unglingakeppni TBR. TaliS frá hægri: 'Helgi, Jón, Haraldur, Jóhannes, HörSur og Jafet. (Tímamyndir Róbert). VELHEPPNAÐ UNGLINGAMÓT í BADMINTON HJÁ TBR - ungur Skagamaður hlaut verðlatin fyrir góðan leik Kristján Benediktsson um borgarinnar en mestur hluti æfinganna fer fram í Valshúsi og í íþrótta'höilinni í Laugardal. í íþróttahöllinni hefur T.B.R. nú 6 æfingatíma á viku og mun- ar mikið um það, þar sem leikið er þar á 12 badmintonvöllum sam- tímis. Samtals hef-ur félagið nú á leigu 181 vallartíma á Viku og mun láta nærri að virkir félagar séu 550 talsins auk annarra fé- lagsmanna. Var þó ekki unnt að fullnægja eftirspurn eftir æfinga- tímum (síðari hiuta kvölds). Aft- ur á móti munu enn vera lítils- háttar lausir tímar framan af kvöldi. Unglingastarfið fer fram með lí'ku sniði og áður. Börn og ungl- ingar fá ókeypis æfingar og til- sögn í Valshúsi á laugardögum kl. 24. Er aðsókn mjög ikil. Kennari þar er Garðar Alfonsson, en hann er jafnframt aðalleiðbein andi félagsins. Er nú ákveðið að efna til opins unglingamóts, þar sem keppt verður í 3 aldursflokk- um. Er áformað að slíkt mót verði framvegis fastur liður í starfi fé- lagsins. Þá eru samæfingatímar í Vals- húsi síðdegis á laugardögum, sem opnir eru öllum félagsmönnum,' og eru þeir vel sóttir. í haust styrkti T.B.R. tvo fé- lagsmenn til náms- og æfinga- dvalar í Danmörku, en Flugfélag íslands veitti þeim afslátt af far- gjöldum. Voru það þeir jón Árna- son, núverandi íslandsmeistari og Garðar Alfonsson, sem jafnframt kynnti sér þjálfun og unglinga- starf badmintonfélaga í Kaup- mannahöfn. Þá gat formaður þess í skýrslu sinni, að félagið heifði nú fengið inni í skrif^tofuhúsnæði Í.B.R. í íþróttamiSstöðinni í Laugardal, fyrir stjórnarfundi sína og af greiðslu, sem orðin er all umfangs mikil með sívaxandi starfsemi. Formaður T.B.R. var endurkjör inn Kristján Benediktsson, en aðr ir stjórnarmenn eru Jéhannes Ágústsson, Kristján Benjamínsson Láms Guðmundsson og Ragnar Georgsson. FH-ingar lukkunnar pamfíiar - hlutu Taunusinn í * * Iandshappdrætti ISI Alf-Reykjavik. — FH, eða rétt- ara s’agt Handknattleiksdeild FH, hlaut Taunus-ibifreið í landshapp- drætti ÍSÍ, og má því nærri geta, að FH-ingar séu ánægðir þessa dagana. „Við ætluðum að selja alla mið'ana, en þegar það tókst ekki, kunnum við ekki við að skila miðurn til baka, og keypt- um afganginn," sagði Kristófer Framliald á 22. síðu. Skíðaferðir um hátíðarnar Annan dag jóla kl. 10.00 og kl. 2.00. Alla aðra daga kl. 10.00 (milli jóla og nýárs). Kvöldferð- ir kl. 7.30 þ 27. og 29. des Allar upplýsingar á Umferðarmið stöðinni tR kl. 11.30. SKRR. Jólavaka í Skíðaskálanum í Hveradölum Íþróttasíðan vill minna skíða fólk á jólavökuna, sem haldin verður í Skíðaskálanum í Hvera- dölum. Hefst hún annan í jólum og stendur fram á nýársdag. Þátt- tökugjaldi er stillt í hóf. Ýmis- legt er hægt að gera sér til ánægju t.d. verða kvöldvökur, og ástæða er til að benda á, að ágætt sjón- varp er í skálanum. Og svo er auðvitað vonandi, að blessaður skíðasnjórinn verði fyrir hendi. Næstu leik- ir í 1. deild Næstu leikir í 1. deildarkeppn- inni í handknattleik fara fram þriðjudaginn 27. desember. Þá leika Fram—Haukar og FH—Ár- mann. Fimmtudaginn 29. desem- ber fara tveir leikir fram: Valur— Fram og Víkingur —Haukar. Um þrjátíu unglingar úr Reykjavík og frá Akranesi tóku þátt í unglingamóti í badminton, sem Tennis- og badmintonfélagið efndi til s.l. laugardag í íþróttahúsi Vals. Reykvísku keppendurnir voru frá Tennis- og badmintonfélag inu og KR. Þetta er í annað skipti, sem unglingamót er haldið, og er ætlunin að halda það framvegis síðasta laugar- dag fyrir jól. Mótið, sem hald- ið var s.l. laugardag var í aUa staði vel heppnað, og sýnir, að badmintoníþróttin á vax- andi fylgi að fagna mcðal ungl inga. í mótinu vom leiknir marg- ir skemmtilegir leikir og sýndu unglingamir mjög mikinn á- huga. Keppt var í þremur flokk um. í unglingaflokki sigraði Haraldur Komclíusson T.B.R. Hörð Ragnarsson Í.A. 15-9 og 15-12, í drengjaflokki sigraði Jóhannes Guðjónsson Í.A. Jafet Ólafsson T.BR.. 11-6 og 11-3 og I sveitaflokki sigraði Jón Gíslason T.B.R. Helga Benediktsson T.B.R. 15-10, 9-11 og 1-11. Fyrstu og önnur verðlaun voru veitt í hverjum flokki. Auk þess voru veitt sérstök verðlaun fyrir góðan leik og var það vandaður badminton- spaði og hlaut hann Jóhannes Guðjónsson Í.A. Spaðann gaf Leiftur Miiller, einn af félög- um T.BR.. .Þátttakendur i unglingakeppninni í badminton. MIÐVIKUDAGUR 21. desember 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.