Tíminn - 22.12.1966, Blaðsíða 6
18
VETTVANGUR
TlMINN
MHWIWH.'M
FIMMTUDAGUR 22. desdnber 1966
Ofíugt íþrótta-
iíf á Akureyri
Eftir að hafa rætt ura stund við
Hermann Sigtryggsson. Æskulýðs
fulltrúa Akureyrar, verður okkur
það ljóst að íþrótta- og útilíf er
allfjölskrúðugt í höfuðborg Norð
urlands. Þar starfa m. a. þessi
íþróttafélög: Golfklúbbur Akur
eyrar, íþróttafélagið Þór. Knatt-
spyrnufélag Akureyrar, Róðrar.
klúbbur Æ.F.A.K.., Sundfélagið
Óðinn, Skautafélag Akureyrar og
íþróttafélag Menntaskólans á Ak
ureyri. Þessi félög mynda svo sam
tök, íþróttabandalag Akureyrar í
B. A., sem er þeirra yfirstjórn.
Síðan eru svokölluð ráð um hinar
einstöku íþróttagreinar. s. s. Hand
knattleiksráð, Skíðaráð, Kna-t-
spyrnuráð, Frjálsíþróttaráð og
Körfuknattleiksráð.
Starfsemi þessara íþróttafélaga
Hermann Sigtryggsson
er lífleg og hafa þau m. a. verið
alldugleg við að halda upp skemmt
ana og félagstarfsemi unga fólks
ins. .. /
Aðspurður um aðstöðu ungs
fólks til íþróttaiðkana á Akureyri
segir Hermann okkur frá því. að
á Akureyri sé einn stór og vandað
ur íþróttavöllur, en það er gras
völlur fyrir knattspyrnumenn
ásamt 400 m. hlaupabraut og full
kominni aðstöðu til frjálsíþrótta-
iðkana. enda hafa Akureyringar
sem kimnugt er átt marga af-
bragðs íþróttamenn og þykir
Ihlaupabraut þeirra ein sú bezta á
Jandinu. í sambandi við þennan
völl er svo sparkvöllur 40*60 m.
Einnig hefur íþróttaráð gert þann
þarfa hlut að setja upp mörk á
sex óvandaðri sparkvelli fyrir ungl
inga, einn í hverju hverfi. Varð
andi framtíðina hefur K. A. svo
verið úthlutað svæði til þess að
byggja á íþróttavöll, og Golf-
Ritstjóri:
Björn Teitsson
klúbbniun hefur verið gefið svæði
til að byggja á golfvöll, ásamt 200
þús krónum til framkvæmda.
— Varðandi aðstöðu til æfinga
innanhúss og vetraríþrótta er það
að segja, að fyrir hendi er íþrótta
hús 8x17 m. og hafa íþróttafélög
in forgangsrétt að því fyrir hóp-
íþróttir, og það er í notkun frá
kl. 8 f h. til kl. 10,30 e. h. óslitið
og verður það að teljast góð nýt-
ing.
— Sundlaug er og starfrækt all-
an ársins hring, útilaug 12x35 m
og innilaug á vetrum 12,5x8 m.
Einnig er íþróttahús fyrir Mennta
skólann og íþróttir innan hans.
Svo er íþróttahús Akureyrar, en
þar eru tveir salir 8x16 m.
— Á Akureyri finnum við
einnig upplýst skautasvell og
Skíðahótel með upplýstri svig-
braut ásamt tyeim togbrautum, en
það segir okkur það að hvergi
mun betri aðstaða til að iðja vetr
ariþróttir hérlendis.
— Af þessu sjáum við. að Ak-
ureyringa vantar tilfinnanlega stór
an sal fyrir inniíþróttir, en því
vandamáli hafa þeir nú þegar gert
nokkur skil og það á stórsnjallan
hátt, segir Hermann.
— Þar á ég við íþróttaskemmu
þá sem er í byggingu og mun
verða tekin formlega í notkúr um
áramót, þó eru handknattíeiks-
menn nú þegar farnir að æfa þar
að einhverju leyti. Skemma þessi
hefur asfaltgólf sem er 18x32 m
ásamt 4—500 manna áhoríenda-
pöllum. Byrjað var að byggja
skemuna í júní í .ár og hefux því
bygging hennar gengið afburða
vel, og sýnist mér að hér sé farið
inn á heillavænlega braut til þess
að leysa það vandamál sem flest
bæjarfélög á íslandi eiga við að
stríða, varðandi nægilega stór, en
ódýr íþróttahús.
— Þetta hefur orðið'til þess, að
nú er ákveðið að Akureyringar.
sem taka þátt í Handknattleiks- j
móti íslands II. deild, leika nú j
annan leik sinn á heimavelli, ogl
er það í fyrsta sinn sem leildr í j
Handknattleiksmóti íslands innan
húss fara fram utan Reykjavíkur.
Þetta verður vonandi lyftistðng
fyrir handknattleik á Akureyri og
norðanlands yfirleitt.
— Framundan eru ýmis stórmál
hvað íþróttamannvirkjum viðvík
ur, svo sem framkvæmdír við
íþróttasvæði Þórs, íþróttasvæði
K. A. og svæði golfklúbbsins
ásamt væntanlegri íþrótxahöll fjrr
ir Akureyrarbæ sem verður nýtt
bæði fyrir skóla og íþróttafélög.
Gólfflötur þar er áætlaður 20x40
m ásamt áhorfendasvæði fyrir
1200—1500 manns.
— Akureyringar hafa sýnt lofs-
verðan stórhug f sambandi við
íþróttamál, og er nú verið að
vinna að 8—10 ára framkvæmda
áætlun, þar sem mál íþróttaæsk
unnar í bænum mun njóta fyllsta
skilnings
Við þökkum Hermanni Sig-
tryggssyni fyrir upplýsingarnar og
óskum Akureyringum til hamingju
með þann áfanga sem þeir hafa
náð í íþróttamálum og einnig með
verkefni framtiðarinnar.
Sig. Geirdal.
M f Prentverki Odds Björnssoa i|
| ar á Akureyri hittum við aíi :' , - v H * ^ w
B máli feðgana Sigurð O. Biöms ® ✓ • ik §> .
S son, prentsmiðjustjóra, og Geir íp* _ ff/ lýÝ' . ÉðfPlP 1
S. Björnsson. framkvæmda- «; • W-tfC' -
stjóra Bókaforlags Odas Björns ’ U IS "
sonar. Þeir taka því vel að leysa jtJL * . S
úr nokkrum spurntngum varð w/
andi fyrirtækið í heild.
— Þetta er orðið allgamalt :
fyrirtæki? T~“^:4íA«Í
— Já. Odur Björnsson setti
það á stofn í Kaupmannahöfn
1897, en frá 1901 heíur fyrir
tækið verið reldð hér á Akur-
ejTÍ. % fl||
Við höfum auk prentunar m S', | f$ §&$$$,
blaða og smáprents. t. d. um-
búða, ætíð staðið fyrir almikilii $ SfM K t* ■ ' i' ,,
bókaútgáfu, og hefur hún farið %'*■ <
vaxandi Bókaforlagið gefur nú flS v:
út 10—15 bækur árlega, í ár | verða þær 11. Þetta er því með ®
stærstu bókaforlögum á land-
inu. Húsakynnin höfum við
FeSgarnir Geri S. Björnsson
Björnsson, préntsmiSjustjórL
framkvæmdastjóri og SigurSur O.
LitiS im í eitt stærsta
bókaforlagið hér á iaadi
stækkað um 100 ferm. á síð
ustu árum, og nú er fyrirhugað
að byggja eina hæð jían á allt
húsið, en þess má geta. að þak
ið fauk af húsinu t ofviðri í
fyrra. Aðstaðan er því sífellf
að batna. Vélakosturi.xn fer
líka batnandi, við erum nú
komnir með stóra og mjög full
komna hraðpressu.
—Þið annizt prentun flestra
blaða hér á Akureyri?
— Við prentum Ðag, sem
kemur reglulega tvisvar í viku
einnig vikublöðin Alþýðumann
inn og íslending. Þessi blöð
taka allt að helmingi vinnuafls
prentsmiðjunar, en hjá prent
verkinu og bókaforlaginu vinna
um 40 manns. Af þessum blöð
um er Dagur langútbreiddast-
ur svo að hin blöðin standast
hvergi nærri samanburð. enda
er hann líklega eina blaðið á
landinu fyrir utan MorgunbJað
ið, sem stendur algerlega undir
sér sjálft. Þá prentum við og
gefum út tímaritið Heima er
bezt, sem er mjög útbreitt og
eingöngu selt til áskrifenda.
— Hverjar eru helztu útgáfu
bækur ykkar í ár?
— Þar má fyrst nefna Bú-
fjárfræði eftir Gunnar Bjama-
son, sem er gefin út í mjög ný
stárlegu lausblaðaformi. Hefur
verið mjög til þeirrar bókar
vandað, en hún selst líka vel,
enda óhætt að segja, að hún
getur hjá mörgum bóndanum
borgað sig á skömmum tíma,
ef til dæmis má nefna kaflann
um kálfaeldi, en þar eru ráð-
lagðar miklu ódýrari aðferðir
við fóðrun kálfa en tíðkast
hafa. Áður en mjög iangt um
líður hyggjumst við gefa út
aðra bók eftir Gunnar. um ætt
ir Iirossa, en slíkrar bókar hef
ur mjög verið vant. Þá er rétt
að pefna bók, sem kom út hjá
okkur nú á dögunum. Veisla í
farangxinum eftir Hemingway
Þá bók þýddi Halldór Laxness,
og hefði sennilega enginn ann
ar íslendingur getað þýtt hana
svo að verulega vel væri. Enn-
fremur má nefna bók um Mexi
kó, rétt óútkomna cftir Magn
ús Á Ámason og Vixil Magnús
son með myndsln-eytingum eft
ir Barböru Ámason. Þetta er
mjög falleg bók og skemmti-
leg.
— Hvemig kemur lánsfjár-
skortm-inn núna við ykkur?
— Við reynum að forðast
lántökur eftir föngum, enda
vextir svo háir. Annars dugar
ekld að leggja árar í bát, þótt
þröngt sé um fjárniálin. Víð
njótum líka alltaf þess að við
höfum fengið á okkur gott orð
fyrir vandaða vinnu og verið
mjög heppnir með starfslið.
Þar með er þeixn feðgum
þakkað fyrir greið og góð svör.
KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA
Einar Sigurðsson verkstjóri
stjómarmönnum liina nýju kjöt-
iðnaðarstöð KEA. Iðnaðarstöðin
var sJdpulögð af dönslni fyrirtæki,
en vélakostur er að mestu þýzkur.
Þetta er einhver glæsilegasta og
stærsta kjötiðnaðarstöð landsins
og sú eina, sem er til húsa í bygg
ingu, sem sérstaklega er reist fyr
ir slika starfsemi. Staðsetning
hennar er einnig einkar hagstæð
þar eð sláturhús og frystihús eru
aðeins fáeina metra í burtu. svo
að allur flutningur milli þessara
bygginga er eins auðvelda- og
frekast má og sparast við það bæði
tíml og kostnaður. Mjög rúmt er
um alla starfsemi í iðnaðarstöð
inni og var greinilegt að fyrirtæk
ið var sldpulagt með áratuga vaxi
armöguleika fyrir augum. Þjrna
vinna nú um 30 manns við i/iargs
konar framleiðslustarfsemi VÖr
ixr stöðvarinnar eru seldir víða um
land. en sérstaklega á Norður og
j Austurlandi, þar eð verðlags- kjötiðnaðarstöðinni til muna erfið
! ákvæði gera flutning vörunnar tillara að koma afurðum sínum á
’fjarlægari landshluta óarðbæran. markað innan hæfilegs tímd. Von
Óreglulegar og síminnkandi ferð andi greiðist úr þeim vandræðam
! ir Sldpaútgerðar ríkisins hafa gertleins fljótt og unnt er.
Elnar S. Sigurðsson sýnir stjórnarmönnum SUF eina af vélum kjöttSnaðar-
stöðvarinnar.
UR AKUREYRARFERÐ STJORNAR S.U.F.