Tíminn - 28.12.1966, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 1966
Otgefandi: FRAMSÓKNAR'FLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Stetngrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur > Eddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastrætl i Af-
gTeiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán Innanlands — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t.
Æskan í
Framsóknarflokknum
4 . \ ■
I afmælisblaði því, sem út kom af Tímanum á fimmtugs-
afmæli Framsóknarflokksins 16. des. svöruðu fimm ungir
forustumenn í samtökum ungra Framsóknarmanna spurn
ingunni um það, hvers vegna ungt fólk kysi að fylgja
Framsóknarflokknum. Það var vel við hæfi, að þennan
dag segðu þeir álit sitt; hinir elztu frumherjar og yngstu
framherjar flokksins.Ungu mennirnir voru Baldur Óskars
son, Páll Lýðsson, Tómas Karlsson, Ólafur Grímsson og
Björn Teitsson. Margt mjög athygiisvert kom fram í
greinum ungu mannanna, þar sem giögg rök voru að því
leidd, hvers vegna æska landsins á svo góða samleið með
Framsóknarflokknum sem raun ber vitni og hvers konar
þióðfélag það er, sem frjálslynd æska landsins vill efla
og treysta, og hvaða annmörkum hún segir stríð á hendur.
Það er sérstaklega athyglisvert, að unga kynsióðin gerir
sér glögga grein fyrir því, að sjálfstæðisbaráttan heldur
áfram, og stjórnarfar síðustu ára gerir nauðsyn þess
brýnni en áður. Tómas Karlsson segir t.d. í grein sinni:.
„í sumar skrifaði aðahnálgagn ríkisstjórnarinnar um
„hina nýju iðnbyltingu á fslandi11, eins og orðað var.
Þar átti þetta blað ekki við eflingu íslenzks framtaks til
átaka í iðnaðarframleiðslu. „Hin nýja iðnbvlting“, sem
þar var talað um, var aukin yfirráð útlendinga yfir at-
vinnurekstri á íslandi og ýmsar ijáðagerðir þar nefndar,
sem koma ætti fram á næstu árum. Það var erlent fjár-
magn í höndum erlendra fyrirtækja á íslandi, sem allan
vanda þióðarinnar átti að leysa — og þetta aðalmálgagn
ríkisstjórnarinnar á íslandi lýsti því sem trú sinni, að ís-
íslendingar gætu ekki búið við sambærileg lífskiör og ná-
grannaþjóðir í framtíðinni, nema þeir hleyptu útlending-
um með fjármagn inn í landið, gerðust vinnuþjónar fjár-
magns erlendra manna, sem flyttu svo gróðann út úr land-
inu. Þetta var einmitt skrifað um þær mundir, sem haldin
var myndarleg iðnsýning, er sannaði getu íslenzks fram-
taks, og á sama tíma„og eitt iðnfyrirtækið af öðru var að
hníga í valinn vegna aðgerða og síðan aðgerðaleysis
stjórnvalda. — Og nú talar forsætisráðherrann um að
það! þurfi að „ryðja brautina“ — ryðja brautina fyrir
innreið erlendra fyrirtækia á íslandi.
Það eru svona áform og þessi málflutningur, sem gerir
það að verkum, að það er í rauninni að hefjast ný sjálf-
stæðisbarátta á íslandi. Þessi málflutningur satnnar að
stæðisbarátta á íslandi. Þessi málflutningur sannar að
vinna sigur á þeim innlendu öflum, sem geta riðið sjálf-
stæði okkar að fullu. Við eigum eftir að kveða niður úr
tölumennina. Það er reyndar í sjálfu sér svo, að þessir
úrtölumenn og svartsýnis telja sig vilja þjóð sinni vel —
og þess vegna og einmitt þess vegna eru þeir enn hættu
legri þjóðinni og menn andvaralausir gegn áhrifum
þeirra og ráðum. — En í hjarta þessara manna hefur
Mammon tekið sæti Fjallkonunnar, — hin alþióðlega auð-
hyggja er orðin þjóðerniskendinni sterkari i brjóstum
þeirra. Þeir hafa tapað trúnni á landið og hióðina. hafa
gefizt upp, og setja nú traust sitt á útlenda forsjá stór-
kapitalsins.
Það er einmitt þetta, sem verður kjarna ungs fólks
hvatning til átaka, ekki aðeins andófs, heldur sóknar og
það sannar hinn vaxandi fíöldi ungs fólks, sem kýs að
styðja Framsóknarflokkinn. Unga fólkið vill ný viðhorf,
sem grundvahast á bjartsýni og bjargfastri trú á landið
og þjóðina, menningu hennar og lífshlutverk.“
TÍMINN
Walter Lippmann ritar um aiþjóSamái:
Minnka mætti herafla NATO að
skaðiausu um meira en helming
UTAN'RÍKrSRÁÐHERRAR
aðildar rí'k j a Atlants'hafsbanda-
lagsiris sátu Ihinn árlega fund
sinn núna upp úr miðjum mán
uðinum. Aðalúrlausnarefnið
er, hvernig -eigi að fara með
'hernaðarstofnunina, sem sett
var á laggirnar eftir að Atlants
hafssáttmálinn hafði verið und
irritaður. Viðfangsefnið er því
framtíð stofnunarinnar — eða
ef til vill tilvera — en ekki
sáttmólinn sjálfur eða framtíð
hans,
Samkvæmt nýjustu upplýsing
um hefir hernaðarstofnunin ráð
á 58 herfylkjum. Til 30 her
deilda í viðbót má grípa sem
vara'liðs. Tiltækar efu 5500 flug
vélar, sem hafa bækiistöðvar á
220 flugvölium Atlantshafs-
bandalagsins, hafa aðgang að
sameiginlegum eldsneytisbyrgð
um og njóta við sameiginlegs
merkja- og fjarskiptakerfis.
Þá er og fyrir hendi flota
styrkur, sem ýmis 'hernaðaryfir
völd aði'ldarríkjanna hafa ráð á
ef til ófriðar kemur. Ennfrem
ur eru tiltæk nokkur þúsund
kjarnorkuVopna, sem geymd
eru að vísu í Evrópu, en lúta
eigi að síður yfirráðum Banda
ríkjamanna einna. Auk alls
þessa er svo hinn feikna. öflugi
flugfloti Bandaríkjamanna, en
hann er ekki háður hernaðar
stofnuninni og raunar einnig
Óháður Atlatshafssáttrnálanum
sjá'lfum.
HIN ákaflega kostnaðarsama
hernaðarstofnun, sem nær eikki
til kjarnorkuafia Bandaríkj-
anna, sætir nú miklum ádeil
um og teija ýmsir hana úrelta
og óþarfa. Eisenhowed hers-
höfðingi var æðsti yfirmaður
hersins í Evrópu þegar Atlants
hafsbandalagið var stofnað.
Hann hefir nú komist að þeirri
niðurstöðu, að herafla Banda
ríkjanna, sem nú er fimm her
fylki, mætti með fullu öryggi
og að skaðlausu minnka í tvö
herfylki, auk tiltækra varaher
sveita.
Þetta er eftirtektarverð stað
festing á því, að mjög hefir
dregið úr hættunni á innrás
Sovétmanna í Vestur-Evrópu,
frá iþví sem var á árunum upp
úr 1950. Sovótmenn veita ekki
’fyrir sér innrás í Vestur-Evr-
ópu, annað hvorí af því, að
þeir girnast það ekki, eða af
jþví, að kjarnorkuafli Banda
ríkjamanna hindrar þá, nema
hvort tveggja komi til.
Framtíðarhorfur hernaðar-
stofnunar Atlantshafsbanda-
lagsins gjalda að nokkru þeirr
ar ákvörðunar Johnsons Banda
ríkjaforseta, að Asía sé aðal
haéttuvettvangur og áhyggju
efni Bandaríkjamanna, en með
því er gefið til kynna, að Evr
ópa sé að þessu leyti orðin j
öðru sæti.
Að lokum hefir aðstaða de
Gaulles auðvitað sitt að segja.
Hann hefir dregið fram og
stutt ljósum, gildum og ákveðn
um rökum, aðalástæðurnar til
stefnubreytingar þeirra Eisen
howers og Johnsons. Megin-
ástæðan er auðvitað, að komin
er það mikil hláka í kalda stríð
■ inu að tilvera hlið við hlið er
Eisenhower
viðurkennd staðreynd og sýn
ist jafnvel hilla undir sám
skipti og samvinnu.
ITÉMABUNDIN viðfangefni
lutanríikiisráðherra Atlanitshaife
‘bandalagsríkjanna eiga auðvitað
að mestu rætur að rekja til
brotthvarfs Frakka úr hinni
sameiginlegu herstjórn At-
lantshafsbandalagsins, brott-
rekstur stofnana bandalagsins
af franskri grund og afneitun
þess, að nofckrar hernaðarsku'ld
bindingar 'komi af sjálfu sér í
hlut Frakka vegna aðildar
þeirra a& Atlanitsh'afssáttmál
anum. Þessi afstaða Frakka
hefur valdið mikilli ringulreið
í hernaðarstcfnu Atlantsihafs-
bandalagsins, ráðstöfun herafla
daglegum framkvæmdum og
hinni skrifstofulegu stjórn hern
aðarstofnunarinnar.
Landfræðilega er Frakkland
hjarta Vestur-Evrópu. Þegar
Frakklands nýtur ekki lengur
við hefir heraflinn í Vestur-
Þýzkalandi ekki framar að baki
sér viðhlítandi land, sem hann
gæti hörfað til ef í nauðir
ræki og endurskipunar þyrfti
með. Þegar Erakklands er
hætt að njóta við eru hin norð
lægu aðildarlönd Atlants'hafs
bandalagsins svipt öllum áþreif
anlegum tengslum við aðildar
lönd Atlantshafsbandalagsins
svipt öllum áþreifanlegum
tengslum við aðildarlöndin við
Miðjarðarhafið. Auk þessa alls
eru þær aðstæður, sem haft
hafa á'hrif á afstöðu þeirra
Eisenhowers og de Gaulles
mjög vel kunnar meða'l aðildar
þjóða. bandalagsins.
1 HIÐ raunverulega viðfangs-
efni er því ekki varðveizla
AtlantShafsbandalagsins sem
stofnunar, heldur varðveisla
samtakanna sjálfra. Það er hin
sanna nauðsyn. Áð míniu viti
verður að játa, að stofnunin
sjálf sé ekki framar heilbrigð
hernaðarstofnun, heldur ákaf
lega 'kostnaðarsamar og hrörn
andi leifar. Henni má líkja við
höll, sem fbúarnir eru fluttir
úr, og nýir íbúar ekki fáan
legir. Tilgangslaust er að halda
áfram að slá grasblettina og
bæta um eina og eina brotna
rúðu ef enginn vill framar
búa í höllinni.
Vestrænu samtökin er unnt
að varðveita og.þau verður að
varðveita og efla. Fyrir því
verki er ekki unnt að trúa þeirn
stjórnmálamönnum, sem ekki
geta hugsað sér samtökin án
hinnar nákvæmu og marg-
'Slungnu skrifstofustjórnar, er
komið var upp á sinni tíð. Þeir
verða að gera sér ljóst að stofn
unin, sem var eins konar við
bót en ekki Ihluti hims upphaf
lega sáttmála, — en eigi að síð
ur mjög gagnleg á sinni tíð, —
er ekki neitt eilífðarfyrirbæri.
Þessu verða menn að gera sér
grein fyrir vegna þess, að á-
greiningurinn, sem upp rís í
rústunum og úr braki stofnun
arinnar, felur ekki í sér ógnun
fyrir samtökin sjálf.
Erjurnar snúast um rústir
S'tofnunarinnar, sem aðilarnir
eru að yfirgefa. Þetta eru deil
ur um fé og um hvar eigi að
reisa byggingar. En þrætunum
er áskapað að úr þeim er ekki
unnt að skera, af því að for
senda allrar stofnunarinnar er
ekki framar til, en forsendan
var, að stofnunin var á sinni
'tíð lifsnauðsynleg friði og
öryggi aðildarríkjanna.
J