Tíminn - 28.12.1966, Side 13

Tíminn - 28.12.1966, Side 13
ÍÞRÓTTIR MTOVIKUDAGUR 28. deðSs^sr 1966 TÍMINN ■fHlWilil 13 ÞÓRÓLFUR BECK gerist at- vinnuleikmaður í Fra kklandi - hefur gert hálfsárs samning við 1. deildarliðið Rouen FC. - Tvö skozk 1. deildarlið hafa áhuga á að fá Þórólf og einnig tvö bandarísk félög. - Þórólfur á að vera mættur í æfingabúðir Rouen 2. janúar n.k. Alf-Reykjavík. — Þórólfur Beck hefur undirritað samn- ing um að gerast atvinnuleik- maður með franska 1. deildar liðinu Rouen. Er hér um að ræða hálís árs samning. Með þessu er Þórólfur laus frá Glasgow Rangers en þar hef- ur hann unað hag sínum illa síðustu mánuði. í símtali, sem íþróttasíðan átti við Þórólf í Glasgow síðdegis í gær, sagð ist hann ekki hafa viljað undir rita samning fyrir lengra fíma bil, því að fjögur önnur félög, tvö skozk 1. deildarlið og tvö bandarísk lið, hafi áhuga á að fá sig. Sagðist Þórólfur vilja kynnast franskri knatt- spymu og Frakklandi, áður en bann tæki ákvörðun um það að setjast að í Frakklandi til langframa. •FTms og kunnugt er, þá er tengt síðan Þórólfur lét uppi óskir um það við forráðamenn Gflasgow Rangers, að hann vildi losna frá félaginu, en þessum óskum hans hefur ekki verið sinnt fyrr en nú, er hið franska félag Rouen gerði Rangers ákveðið tilboð. Skyndiför Þórólfs til Frakk- lands. Þórólfur fór til Frakklands 21. desember ásamt tveimur sendimönnum frá Rouen. Komu þeir gagngert til Glasg- þennan sama dag til að ræða við Þórólf. Lauk þeim viðskipt am svo, að tveimur klukkutím um síðar var hann kominn um borð í flugvél áleiðis til Frakk ands. í viðtalinu við Tímann í gær, sagðist Þórólfi hafa lit- izt vel' á sig í Rouen, sem er skammt frá París. FC Rouen sr í 1. deildinni frönsku og er um þessar mundir í 12. sæti í deildinni, en alls eru 20 lið i 1. deild í Frakjdandi. Eftir að hafa skoðað sig um í Rouen, mun Þórólfur hafa gert samning við forráðamenn Rouen. Hélt hann síðan aftur til Glasg. og kom þangað tím- anlega til að geta haldið jólin á skozkri grund. Hafði sérstakan áhuga á Rangers-leikmanni. Aðdragandinn að því, að Þórólfur fer til Frakklands, er sá , að einn af forráðamönn- um Rouen var í viðskiptaer- indum í Glasgow fyrir skömmu. Hitti hann þar einn af forráðamönnum Rangers. og skýrði frá því, að Rouen væri á höttum eftir leikmanni í miðherjastöðu. Myndi Rang ers hafa slíkan mann? Jú, Þórólfur var á förum frá Rang ers. Og upp úr þessu gerðist það, að Rouen sendi tvo menn til Glasgow til viðræðna við Þórólf, eins og fyrr segir. Um samninginn hafði' Þórólfur það að segja, að hann hefði ekki viljað semja til lengri tíma en hálfs árs, þar sem tvö skozk 1. deildarlið hefðui áhuga á að fá sig og einnig tvö bandarísk lið, og gæti hann því snúið sér til þeirra, ef hon um líkaði ekki í Frakklandi. Ekki vildi Þórólfur gefa upp að sinni, hvaða skozk lið vilja fá hann til sín. Fram vann Hauka 26:14 - og FH-ingar burstuðu Ármann 30:13 Alf-Reykj avík. — Tveir leikir fóru fram í 1. deild í handknatt- leik í gærkvöldi. Af þessum tveim- ur leikjum var leibur Fram og Hauka einkum undir smásjá. Hauk ar voru óskrifað blað, því að þetta var fyrsti leikur þeirra á keppnistímabilinu. Haukar veittu Fram harða mótspyrnu undir lok fyrri hálfleiks, en í síðari hálf- leik réði Fram lögurq og lofum og sigraði með 12 marka mun, 26:14. — Eins og vænta mátti urðu Ármenningar auðveld bráð FH í síðari leiknum og sigraði FH með 30:13. Eftir leikina í gærkvöld er Ijóst, að það verða fyrst og fremst Frarn og FH, sem munu berjast um íslandsmeistaratignina. Fram sýndi oft skínandi góðan leik gegn Haukum, sérstaklega 20 fyrstu mínútur leiksins, en þá tókst Fram nær eingöngu með hnitmiðuðu línuspili að skora 7 mörk gegn 1. Á þessu tímabili var vömin þétt, og það sem skipti kannski mestu máli var það, að Þorsteinn í markinu varði þá bolta, sem vörnin missti inn fyrir sig. Með þessu var varnar- leikurinn pottþéttur. En síðustu 10 mín. af hálfleiknum komst los í vörnina og tókst Haukum að minnka bilið niður í tvö mörk fyr ir hálfleik, 9:7. f síðari hálfleik var Fram alls ráðandi. Ingólfur og Gunnlaugur, skærustu stjörnur Fram, skoruðu aftur og aftur án þess, að Haukar svöruðu. Var staðan fljótlega 16:7. Og þá var ljóst, hver úrslit- in myndu verða. Þetta var einn bezti leikur Fram það sem af er keppnistíma- bilsins. Sóknarleikurinn var beitt ur og fjölbreytilegur, og vörnin í betra lagi. Þá sýndi Þorsteinn einn sinn bezta leik í markinu. Mörkin skoruðu: Gunnlaugur 9, Ingólfur 5, Sig. E. 4, Gylfi 3, Framhald á bls. 15. Þórólfur Beek — til Frakklands. Á að vera mættur í æfinga- búðum Roueh 2. ianúar. „Eg hafði ætlað mér að koma heim til íslands um jól- in, en úr því gat ekki orðið- Ég á nefnilega að vera mætt- ur í æfingabúð.um Rouen 2. janúar, og þarf að ljúka ýms- um viðskiptum hér í Skotlandi áður. Tíminn er svo naumur, að ég sá mér ekki fært að skreppa heim, þótt vissulega hefði verið gaman að eyða jól unum á íslandi,“ sagði Þórólf ur að lokum. Hann bað fyrir kveðjur til vina og kunningja heima. Fetar í fótspor Alberts Guð- mundssonar. Það eru vissulega góðar ifrét.tir, að Þórólfur skuli nú , vera laus frá Rangers, því hon um líkaði vistin hjá þessu frægasta knattspyrnufélagi Skotlands illa, og jafnframt er gleðilegt, að hann skuli hafa gert samning við hið franska félag. Það, að Þórólfur skuli nú gerast atvinnumaður í Frakkl. minnir óneitanlega á feril Alberts Guðmundsson ar, sem byrjaði sinn feril á erlendri grund einmitt h.iá Rangers, en fór yfir til Frakk lands eftir stutta dvöl hjá Arsenal. Er ekki að efa, að Þórólfur verður ísl. knatt- spyrnu til sæmdar á franskri grund ekki síður en Albert Guðmundsson. Islenzkur dómari dæmir leik Norðurlanda og Sovétríkjanna -enginn ísl. leikmaður í úrvalsliði Norðurlanda. Alf-Reykjavík. — Ákveðið hefur verið, að íslenzkur knatt- spyrnudómari dæmi leik á miUi úrvalsliðs frá Norðurlönd um og Sovétríkjanna, sem fram á að fara i Helsinki 20. júní á næsta ári. Leikurinn verður liður í há- tíðailiöldum finnska knatt- spyrnusambandsins, sem á 60 ára afmæli næsta sumar. Verða 6 finnskir leikmenn í úrvals- liði Norðurlanda, en hinir fimm frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi, en enginn íslending ur verður í liðinu. Út af1 þessari frétt sneri íþróttasíðan sér til Björgvins Schram, forma,nns Knatt- spyrnusambands íslands, og spurði hann, hvort búið væri að ákveða hvaða ísl. dómari yrðiTátinn dæma leikinn. Sagði Björgvin; að það væri ekki ákveðið enn, en myndi verða gert fljótlega. * LIVERPOOL SÆKIR Á Manch. Utd. heldur enn for-' ustu í 1. deild eftir jr’aleikina, þó liðið hlyti aðeins tvö stig í viðureignumum við Sheff. Utd. Bæði liðin sigruðu í heimaleikjun um. Liverpool vann Chelsea í báð- um leikjum, og Stoke vann Bum- Iey einnig tvöfalt, og það sem mest kom á óvart, að Fulham sigraði einnig í báðum leikjunum gegn Leicester. Manch. Utd. hefur 32 stig eft- ir 23 Ieiki, en Liverpool 30 stig úr 22 leikjum. Síðan kemur Stoke með 29 stig, Chelsea og Nottm. Forest með 28 stig og Leeds með 27. f 2. deild eru Úlfarnh- efstir með 30 stig, Coventry og Black- burn hafa 29, Ipswich og Millvall 28 STIG. Framhald á bLs. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.