Alþýðublaðið - 18.02.1982, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.02.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 5 Flensborgarskóli 100 ára A þessu ári eru liðin 100 ár frá þvi að Flensborgarskólinn tók til starfa sem gagnfræðaskóli og veröur þessa afmælis minnst með ýmsu móti nú i vetur og vor. Bæjarstjorn Hafnarfjarðar hefur skipað afmælisnefnd til að undirbúa og skipuleggja hátiða- höld i tilefni afmælis skólans. 1 nefndinni eru: Páll V. Daniels- son formaður Fræðsluráðs Hafnarfjaröar, Kristján Bersi Ólafsson skólameistari, Ellert Borgar Þorvaldsson fræöslu- stjóri, Ingvar J. Viktorsson kennari, Hallur Helgason nem- andi og Margrét J. Pálmadóttir söngkona. Meöal annarra ráðagerða i tilefni afmælisins er sú að koma upp sýningu um skólann, starf- semi hans og sögu. Eru þab þvi mjög eindregin tilmæli nefndar- innar að þeir sem eiga i fórum sinum gögn sem viökoma sögu skólans, t.d. myndir, handa- vinnumuni, skólablöö eða eitt- hvað annað er snertir skólann, hafi samband við einhvern nefndarmanna og fallist á aö lána þau til sýningarinnar eða leyfa að eftirmyndir séu teknar af þvi, til þeirra nota. Mjög er takmarkað og tilviljunarkennt hvab skólinn á sjálfur af slikum gögnum enhinsvegar er iiklegt að þau kunni að leynast viða i fórum gamalla nemenda og væri mikili fengur að ná sem mestu af sliku saman i tilefni aldarafmælis skólans. . Raunar er skólinn eldri en 100 ára. Til hans var fyrst stofnað með gjafabréfi bórarins pró- fasts Böðvarssonar i Görðum og Þórunnar Jónsdóttur konu hans 10. ágúst 1877, en með þvi bréfi gáfu þau hjón Flensborg i Hafn- arfiröi og heimajöröina á Hval- eyri til barnaskólahalds fyrir Garbaprestakall. Var gjöfin gerð i minningu Böðvars sonar þeirra hjóna, sem andaðist 19 ára gamall 27. júni 1869, og höfðu þau hjón keypt þessar eignir gagngert i þeim tilgangi að gefa þær til skólahalds. Skólinn starfaöi sem barna- skóli i 5 ár, en 1. júni 1882 breyttu prófastshjónin gjafa- bréfinu og gerðu skólann að ,,al- þýðu- og gagnfræðaskóla” og er afmælið nú miðað við þá breyt- ingu. Fyrir var þá i landinu aö- eins einn gagnfræöaskóli, Mööruvallaskóli, og um langt skeið voru þessir tveir skólar ejnu gagnfræðaskólarnir á land- inu. Flensborg i Hafnarfirði, sem skólinn dregur nafn af, var gömul verslunarlóö sunnan til við fjörðinn og var staðurinn kenndur við uppruna þeirra kaupmanna sem fyrst settust þar að. Verslun i Flensborg mun hafa hafist á siðari hluta 18. aldar, en hús þab sem pró- fastshjónin keyptu og lögðu til skólans var byggt 1816 eða jafn- vel fyrr. * Þetta hús skemmdist af eldi sumarib 1930 og var rifið. Löngu •áöur hafði verið byggt sérstakt skólahús á lóðinni og var gamia húsið þá eingöngu notaö til heimavistar auk þess sem skólastjóri bjó þar, en 1937 var nýtt skólahús tekið i notkun á öðrum stað i bænum, á brún Hamarsins yfir Brekkugötu. Viðbygging við þaö hús var reist á árunum 1972 - 74 og er skolinn nú til húsa i þeim bygg- ingum báðum. Skólinn starfaði sem sjálfs- eignarstofnun til ársins 1930, en þá tóku riki og bær við rekstri hans samkvæmt nýsettum lög- um um gagnfræöaskóla. A þessu timabili var um skeiö, 1892 - 1908, starfrækt sérstök kennaradeild við skólann, en hún lagðist niður þegar Kenn- araskóli lslands tók til starfa. A siöasta áratug hefur skólinn breyst i almennan framhalds skóla. 1975 var gerður samning- ur milli rikisins bg Hafnarf jarð- arkaupstaöar um að skólinn yrði rekinn sem fjölbrautarskóli frá hausti 1974 og voru fyrstu stúdentar frá skólanum braut- skráðir vorið 1975. Nú eru i skól- anum um 600 nemendum á 11 námsbrautum. Kaupfélag Hafnfirðinga fagnar 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar á morgun, föstudaginn 19. febrúar: Á Miðvangi 41 verður: 1. Fjölbreytt vörukynning eftir kl. 16. 2. Kór öldutúnsskóla syngur kl. 17. 3. Lúðrasveit Hafnarf jarðar leikur f rá kl. 17.30—18. 4. Stjórn kaupfélagsins verðurtil viðtalskl. 17 til 19. 5. Opiðtil kl. 22. Á Garðaflot 16, Garðabs verður: 1. Fjölbreytt vörukynning frá kl. 14. 2. Opið til kl. 19. Á Strandgötu 28 verður: 1. 20% afsláttur af öllum vörum í vefnaðar- og fatadeild 2. Opið til kl. 19. Tíunda hver króna sem keypt er fyrir i verslunum Kaupfélags Hafnfirðinga föstudaginn 19. febrúar fer til styrktar félagsstarfi fyrir aldraða i Hafnar- f irði og Garðabæ. Verið velkomin KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA fjórða sæti fékk Bragi 135 atkvæði og þvi 505 atkvæöi samanlagt. Jóna Ósk Guðjónsdóttir hlaut 220 atkvæði i 3. sæti og 197 i 4. sæti og þannig bindandi kosningu i 4. sæti meö samtals 417 atkvæðum. Maria Asgeirsdóttir lyfja- fræöingur fékk samtals 402 at- kvæði, 99 atkvæði I 2. sæti, 116 i 3. og 87 i 4. sæti. Eyjólfur Sæmundsson efna- verkfræðingur hlaut samtals 375 atkvæði i prófkjörinu, 207 atkvæði i 2. sæti, 841 3. sæti og 84 I 4. sæti. Grétar Þorleifsson formaður félags byggingariönaöarmanna hlaut 138 atkvæbi i 2. sæti, 63 I 3. og 76 i 4. sæti og samanlagt 277 at- kvæði. Eins og fyrr segir kusu 845 i prófkjörinu. Ogild atkvæði voru 70 talsins. Hin mikla og almenna þátttaka i prófkjörinu gefur Alþýðu- flokknum i Hafnarfirði byr undir báða vængi. Aðeins munaði 9 atkvæöum i siðustu bæjar- stjórnarkosningum að flokkurínn næði þremur mönnum inn i bæjarstjórn. Flokkurínn fékk þá 1274 atkvæði. Ganga Alþýbu- flokksmenn i Hafnarfirði þvi mjög bjartsýnir til kosninganna i mái. Alþýbuflokkurinn er eini flokkurinn i Hafnarfirði, sem treysti almennum stuðnings- mönnum sinum til ab ákveða frambjóðendur á framboðslista. Hinir flokkarnir i bænum láta fá- mennar klikur um ákvarðanir af þvi tagi. Þess vegna m.a. fær Alþýðuflokkurinn a.m.k. þrjá menn i bæjarstjórnarkosn- ingunum I Firðinum i vor. Hörður Zdphaniasson skdlastjóri Guðmundur Arni Stefánsson rit- stjdrnarfuiltrúi Bragi Guðmundsson iæknir Jdna Ósk Guðjdnsddttir skrif- stofumaður. Geysimikil þátltaka i préfkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Hörður, Guðmundur Árni og Bragi efstir Mikil þátttaka varð I prdfkjöri Alþýðuflokksins i Hafnarfirði, sem fram fdr helgina 6. og 7. febrúar. Þátttakendur i prdf- kjörinu voru 845, og er það 33% aukning frá prdfkjörsþátttökunni fyrir siðustu bæjarstjdrnar- kosningar. Þá tdku þátt 633 ein- staklingar. Sjö aðilar voru i framboði til þeirra f jögurra efstu sæta á lista flokksins sem kosið var um. Niðurstöður prófkjörsins urbu á þessa leiö: Hörður Zóphanlasson skólastjiri og bæjarfulltrúi, hlaut 543 atkvæöi I fyrsta sæti og bind- andi kosningu i þab sæti. Hörbur fékk siban 61 atkvæði i 2. sæti, 40 i 3. og 38 i 4. sæti. Samtals hlaut þvi Hörður 682 atkvæbi samtals i prófkjörinu. Guðmundur Arni Stefánsson ritstjórnarfulltrúi hlaut 232 at- kvæði i 1. sæti og 94 i 2. sæti, eða samtals 326 atkvæði i 1. og 2. sæti samanlagt. Er þab bindandi kosning i 2. sæti. Guðmundur Arni fékk siöan 57 atkvæbi i 3. sæti og 58 i hið fjórba og þarmeb 441 at- kvæði samanlagt i sætin fjögur. Bragi Guömundsson læknir hlaut samtals 371 atkvæbi i fyrstu þrjú sætin og þvi binandi kosningu i 3. sætiö. Hann fékk 176 atkvæbi i 2. sæti og 195 i 3. sætib. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.