Alþýðublaðið - 18.02.1982, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.02.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 7 tsak Bjarnason fyrsti Magnús Jóhannesson Sigurjón Gunnarsson Sveinn Auöunsson Daviö Kristjánsson 1919 Simon Kristjánsson 1920 ólafur Jónsson 1921 formaður 1913—1914 1915 1916—1918 Björn Jóhannesson 1922, 1923 Og 1932 Eyjólfur Stefánsson 1924 og 1925 Gisli Kristjánsson 1926 Magnús Kjartansson 1927—1929 1933—1934 Þorvaidur Arnason 1930 Þorsteinn Björnsson 1931 Þóröur Þorðarson 1935, 1936 og 1938 Ekki er vitað upp á dag hvenær verkamannafélagið Hlif var stofnað, þar eð fyrsta gerðabók félagsins er nú glötuö. Hins vegar er vitað að stofnfundur félagsins var haldinn seint i janúar eða snemma i febrúar 1907. Stofnfundur Illifar var haldinn i Góðtemplarahúsinu i Hafnarfirði og voru frumkvöðlarnir að stofn- un Hlifar þeir, Jóhann Tómasson, Jón Þórðarson og Gunnlaugur Hildibrandsson. Talið er að um 40 verkamenn — karlar og konur — hafi gengið i félagið á stofnfund- inum og var fyrsti formaður kjör- inn, ísak Bjarnason á Óseyri. Fljótlega varð félagatalan þó mun hærri eöa yfir 270. Hlif fékk strax i upphafi góðar viötökur hjá alþýðu Hafnarfjarð- ar. Sýndi hlutfallslega há fé- lagatala strax i upphafi að þörfin fyrir verkalýðsfélag var orðin brýn og augljós. Hins vegar var þessi félagsstofnun ekki jafnvel séð i herbúðum atvinnurekenda, sem höfðu á þeim tima engan skilning á gildi samtaka hinna vinnandi handa og litu á allt slikt óhýrum augum, og sýndu félag- inu og félagsmönnum fjandskap og hina mestu andúð. Atvinnurekendur láta dólgslega Leið ekki á löngu uns atvinnu- rekendur i Hafnarfirði létu ekki standa við orðin tóm i andstöðu sinni gagnvart hinu nýstofnaða félagi verkafólks. Einn útgerðar- maðurinn i bænum harðbannaði skipstjórum, sinum, að ráða nokkurn mann i skipsrúm, sem væri i félaginu. Eftir öðrum at- vinnurekenda var það haft, að heldur hefði hann viljað fá Svarta dauða yfir bæinn, heldur en þenn- an ófögnuð. I fundargerðarbók Dagsbrúnar 13. mars 1907 er skýrt frá vexti og viögangi Hlifar. Þar er og greint frá þvi, að samtök séu i aðsigi meðal atvinnurekenda þar gegn félaginu, og hafi þeir I heitingum aö fá verkafólk frá Noregi. 12 1/2 aurar átímann fyrir kvenfólk Tvennt var það einkum, sem forvigismenn Hlifar töldu brýna nauösyn aö fá betrumbætt þegar i staö. Annað var kaupgjaldsmál- in, hitt var vinnutiminn. Kaup- gjald var um þessar mundir mjög lágt. Kaup karlmanna frá 18 aur- um til 25 aura á timann, en kven- mannskaupið 12 1/2 eyrir. Vinnutiminn var ótakmarkaöur og sama kaup greitt hvenær sól- arhringsins sem unnið var. Þessu vildi Hlif breyta m.a. með hærri launum fyrir eftirvinnu og nætur- vinnu. Auglýsti félagið kauptaxta sinn vorið 1907 og mætti hann vægari mótspyrnu af hálfu atvinnurek- enda, en við hefði mátt búast, þar eð um allmikla kauphækkun var aö ræöa. En atvinnurekendur voru ósamtaka, útgerðin krafðist mikils starfsliðs og var hin „frjálsa samkeppni” látin ráða um það, hverjum tækist best að tryggja sér vinnuaflið. Aö visu ýfðust sumir atvinnurekendur allmjög fyrst, er taxtinn kom fram, en sú mótspyrna hjaðnaöi fljótt, og var kauptaxti þessi i gildi um fimm ára skeiö. Fyrsti sigurinn Hér hafði þvi unnist verulegur sigur og munaði um þá kaup- hækkun sem þarna hafðist i gegn. Hitt var ekki siðra, að með þessu hafði unnist áfangasigur i barátt- unni. Með setningu kauptaxtans átti verkafólkið i fyrsta skipti hlut að þvi að ákveöa hvað það skyldi bera út býtum fyrir vinnu sina. Aöur höfðu atvinnurekendur ákveðið kaupið algjörlega eftir eigin geðþótta. Af þessum fróöleiksmolum frá fyrsta starfsári Hlifar má sjá, að hafnfirskt og islenskt verkafólk almennt, á frumherjum verka- lýösbaráttunnar mikið að þakka. Baráttan var oft erfið, en góðir sigrar höföust i gegn engu að siö- ur. 1 dag er öldin önnur og samtök verkalýðsins fyrir löngu fengið stjórnkerfislega viöurkenningu — Byggt á úrdrætti úr Hlifarsögu, sem Gils Guðmundsson skráði. Núverandi stjórn Hllfar Aftari röð frá vinstri: Eðvald Marelsson, Ólafur Jóhannesson, Guðbergur Þorsteinsson, Stefán Björgvinsson Fremri röð: Sigurður T. Sigurðsson, Hallgrimur Pétursson, Hörður Sigursteinsson. Helgi Sigurðsson 1937 og Hermann Guðmunds- ólafur Jónsson Hallgrimur Pétursson 1939 son 1940—1951 og 1952—1953 frá 1977 1954—1977 ATVINNUREKENDUR VILDU FREMUR SVARTA DAUÐA YFIR BÆINN EN SAMTÖK VERKAFÓLKS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.