Alþýðublaðið - 18.02.1982, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.02.1982, Blaðsíða 12
alþýóu blaöið Fimmtudagur 18. fébrúar 1982 Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: JóhannesGuðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Kitstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamaður: Þráinn Hallgrimsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigriður Guðmundsdóttir. Drcifingarstjóri: SigurðurSteinarsson. Kitstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Keykjavik, siini 81866. Áskriftarsíminn: er 81866 Hermann Guðmundsson, fyrrverandi formaður Hlifar:__ Vantar verulega á, að verkamenn skipi þann sess í þjóðfélaginu, sem þeim ber Mér er efst i huga á þessum timamótum sá mikli árangur * sem Verkamannafélagið HHf hefur náð á þeim 75 árum, sem liðin eru frá stofnun félagsins, sagði Hermann Guðmundsson, i sttu spjalli við Alþýðubiaðið i gær i tilefni afmælisins. Sá árangur, sem félagið hefur náð varðandi kjör og aðbúnað verkafólks er ómældur og þar við bætast stóraukin réttindi i öryggis og tryggingamálum og aukin og betri staða verkafólks i þjóöfélaginu. Ég gleðst yfir þvi, sagði Her- mann Guðmundsson, hve stóran þátt verkamannafélagið Hlif i Hafnarfirði hefur átt i þessari baráttu fyrir auknum réttindum og bættum kjörum verkafólks. Hitt er staðreynd, að þó að mikið hafi áunnist, er samt meira ógert. Það vantar veru- lega á að verkamenn skipi þann sess i þjóðfélaginu sem þeim ber og njóti þess öryggis, sem þeim ber og njóti þess öryggis, sem þeir eiga með réttu skilið. Fjarri fer þvi, að kaup og kjör séu viðunandi. Fjölda marga þætti aðra mætti nefna i starf- inu, sem efla má og bæta.” — Hvað finnst þér um starfiö i verkalýðsfélögunum fyrr og nú. Er neistinn nokkuð farinn að kulna? „Hvað varöar félagsstarf og baráttugleðina sem áður rikti i herbúðum verkamanna, er þvi ekki að neita, að mörgum sýnist, að samtaka mátturinn hafi dvinað á undanförnum árum. Sá eldlegi áhugi sem ein- kenndi verkalýðshreyfinguna i árdaga er ekki sem fyrr. En þvi má ekki gleyma i þessu sam- bandi, að margt hefur breyst á þessum 75 árum, ekki sist verkalýðshreyfingin sjálf. Sú deyfð sem menn segja einkenna allt starf i verkalýðshreyfing- unni i dag, er ekkert sérfyrir- bæri. Við sjáum þetta i öllu félagsstarfi i landinu. Tómlæti um félagsleg málefni er ein af- leiðing velferðarþjóðfélagsins, þar sem fólk telur sig hafa allt annað að gera en að sinna félagsmálum liðandi stundar. Hin félagslega deyfð er einnig afleiðing af allt of löngum vinnudegi og miklu lifsgæöa- "'kapphlaupi.” — Og hvernig finnst þér þá framtiðin horfa við þeim sem nú fara með stjórn i verkalýðs’- féliigunum og hinum almenna félagsmanni? „Það er fjarri þvi, að ég sé svartsýnn á framtiðina. Verka- lýðshreyfingin lifir og verður — það sem nú riður á, er að haga starfi i félögunum i samræmi við breytta þjóðfélagshætti, bæði varðandi skipulag og ekki siður varðandi starf hreyfingar- innar. Framar öllu þarf að forðast að hnýta verkalýðs- hreyfinguna i bönd einhverra sérstakra stjórnmálaafla. Það er einlæg ósk min, sagði Hermann Guðmundsson að lokum, að verkamannafélagið Hlif verði þess umkomið á næstu árum, að standa vörð um hagsmuni verkamanna og sækja fram i baráttunni fyrir bættum kjörum og auknum mannréttindum. MALEFNI BÆJARIÍTGERfl- AR HAFNARFJARÐAR „Horfum fram á veginn með góðar vonir um arðsaman rekstur” Segir Björn flrna- son, forstjóri BÚH „Staða Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar hefur veriö erfiö siðustu mánuði, eða allt frá þvi i septem- ber á siðasta ári,” sagði Björn Ólafsson forstjóri BCH i samtali viö Alþýðublaöið. „Við hófum vinnslu s.l. mánudag eftir sex vikna stöðvun vegna verkfalla og hefur stöðvunin enn aukið á öröugleikana. í sjávarútvegi er hins vegar oft stutt á milli skin og skúra og við horfum fram á veg- inn meö góðar vonir um arðsam- ari rekstur, þótt svo að hér sé um aö ræða áhættusaman rekstur háðan ófyrirséðan sveiflum.” — Nú hafa sjálfstæðismenn i bæjarstjórn Hafnarfjarðar haft uppi gagnrýnisraddir um Bæjar- útgerðina og rekstur hennar. Hvað viltu segja um þær ásak- anir, sem á borð hafa veriö bornar? „Ekki vil ég að talað sé um ásakanir i þessu sambandi. Þær hafa ekki verið settar fram. A fundi bæjarstjórnar 9. þessa mánaöar kom fram tillaga frá þremur bæjarfulltrúum Sjálf- stæöisflokksins, þar sem fjallaö er um skuldaukningu BÖH á siöastliðnum tveimur arum. Rétt og eölilegt heföi vérið aö fram hefðu komiö tölur um eigna- aukningu á móti skuldum, þvi að um verulega eignaaukningu hefur verið aö ræða, samkvæmt ársreikningum BÚH fyrir siðast- liðin tvö ár, sem vitnað er til.” Siöan sagði Björn Ólafsson: „Það er fjarri lagi að öllu þessu hafi verið eytt til að mæta tapi, sem hefur verið á rekstrinum. Þvi visa ég á bug. Samkvæmt ársreikningum fyrir árin 1979 og 1980 var um hagnaö að ræða hjá Bæjarútgerö Hafnarfjarðar og gekk hagnaöurinn til að mæta eignaaukningu. Bráðabirgða- reikningar liggja frammi fyrir árið 1981 og er þá um tap að ræða, en fullunninn ársreikningur kemur til með aö liggja fyrir I næsta mánuöi og þá mun hinn rétti og sanni árangur fyrirtækis- ins koma I ljós.” — Nú er Bæjarútgeröin i skuld við Póstgiróstofuna vegna vangoldinna orlofsgreiöslna. Hvernig ber að taka á þvi máli? „Viö reynum ávallt eftir fremsta megni að ná samkomu- lagi við alla okkar viðskiptavini og þar á meöal Póstgiróstofuna. Hef ég góöar vonir um að það muni takast,” sagði Björn Ólafs- son forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar aö lokum. LÍlWl Satellite a| Móttaka frá gerfihnatta sendingum. V 'w))) Teletext Þráðlaus upplýsingamót-1 taka, t.d. frá erlendum tölvu-L, bönkum í gegnum gerfihnetti. Viewdata Móttaka upplýsinga af þræði (símalína) frá tölvu eða upp- lýsingabönkum og/eða til notkunar við t.d. heimilis- tölvu. Cable-tv Móttaka á sérstakri tíðni (4,43 MHz NTSC) notuð til sendinga á sjónvarpsefni eftir köplum, gefur möguleika til afspilunar af mynd- segulböndum sem nota önnur kerfi er PAL. MEST SELDU LITSJONVORPIN A ISLANDI LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBÚDIN 100 STOÐVAR - SJALFLEITARI - TOLVUMINNI Litsjónvarp til frambúðar, með möguleikum framtíðarinnar * (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.