Alþýðublaðið - 24.04.1982, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 24.04.1982, Qupperneq 1
alþýöu blaðið fUi annarrlannr 9A anrfl 1009 60, tbl. 63. árq. Vaxtarbroddurinn liggur hjá Alþýðuflokknum r I skammarkróknum Sjá leiðara bls. 3 Félag ungra jafnaðarmanna, Reykjavík: Reiðubúnir að mæta íhaldinu í kappræðum um borgarmálin á jafnréttisgrundvelli Félag ungra jafnaðarmanna i Reykjavik hefur nú svarað áskorun heimdellinga um að mæta til kappræðufundar um borgarmálefnin vegna borgar- stjórnarkosninganna, sem fram fara i mai næstkomandi. Tillaga jafnaðarmanna er sú, að tveir ræðumenn mæti fyrir hvert fé- lag, en auk ungra jafnaðar- manna munu æskulýðsmála- nefnd Alþýðubandalagsins og félagi ungra framsóknarmanna hafa verið boðið á kappræðu- fundinn. Kristinn H. Grétarsosn formaðurungra jafnaðarmanna sagði í gær i viðtali við Alþýðu- blaðið, að hann teldi eðlilegt að félögin mættu á jafnréttis- grundvelli og yrðu tveir ræðu- menn frá hverju félagi. Ihaldið hefði hins vegar óskað eftir þvi að þrir fulltrúar kæmu frá meirihlutanum i borginni „Við teljum að fulltrúar okkar eigi að vera jafnmargir og fulltrúar hvers hinna félaganna um sig”, sagði Kristinn. „Annað fyrir- komulag getum við ekki kallað jafnréttisgrundvöll”, bætti hann við. Bréf ungra jafnaðarmanna til Heimdallar fer hér orðrétt á eftir: Stjórn Félags ungra jafnaðar- manna i Reykjavik hefur borist i hendur bréf yðar, dags. 7/4 1982, þar sem greint er frá til- lögu yðar um kappræðufund um málefni Reykjavikurborgar vegna borgarstjórnarkosning- anna i mai n.k. Af þessu tilefni vill stjórn F.U.J. taka fram eftirfarandi: Félags ungra jafnaðarmanna er reiðubúið til að mæta fulltrú- um Heimdallar sem og annarra unghreyfinga á kappræðufundi um borgarmálefni. En að sjálf- sögðu munum við gera það á jafnréttisgrundvelli, þ.e. okkar fulltrúar verði jafnmargir og hvers hinna félaganna um sig. Gerum við tillögu um, að tveir ræðumenn mæti fyrir hvert fé- lag. Þá bendum við yður á þann alvarlega misskilning yðar að lita á flokka eða flokkshluta, sem hafa samvinnu i borgar- stjórn og/eða rikisstjórn, sem einn flokk. Munuð þér vera að rugla hér saman stjórnarsam- starfi annars vegar og kosn- ingabandalagi hins vegar. Við erum tilbúnir að ræða frekar dagsetningu og staðsetn- ingu fundar á þeim grundvelli, sem að framan greinir. F.h.stjórnar F.U.J. iReykjavik Kristinn H. Grétarsson, form. Framboðslisti krata á Seyðisfirði Akveðinn hefur verið fram- boðslisti Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Seyðisfirði. Listinn er þannig skipaður: 1. Hallsteinn Friöþjófsson for- maður Verkamannafél. Fram, Túngötu 21. 2. Magnús Guö- mundsson bæjarfulltrúi, Gils- bakka 32. 3. Helena Lind Birgis- dóttir húsmóðir, Botnahlið 11. 4. Valgerður Haröardóttir verka- maður, Múlavegi 29. 5. Samúel Ingi Þórisson verkamaður, Norðurgötu 10. 6. Þorkell Helga- son verkamaður, Garðarsvegi 16. 7. Asta Þorsteinsdóttir hús- móðir, Múlavegi 27. 8. Einar Sigurg eirsson trésmiður, Hafnargötu 18. 9. Anna María Haraldsdóttir verslunarmaður, Miðtúni 9. 10. Oddfriöur Inga- dóttir nemi, Garöarsvegi 2. 11. Þorsteinn Arason nemi, Múla- vegi 27.12. GarðarEymundsson byggingameistari, Brattahlið 8. 13. Guðrún Katrin Arnadóttir nemi, Gilsbakka 34. 14. Jón Arni Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Bjólfsgata 1. 15. Ársæll Ásgeirs- son verkamaður, Austurvegi 54. 16. Gunnþór Björnsson, fram- kvæmdastjóri, Firöi 4. Hallsteinn Friðþjófsson: Kosningastarfið að fara af stað Hallsteinn Friðþjófsson, formaður verkamannafélags- ins Fram á Seyðisfirði er fyrsti maður á iista Alþýðu- flokksins til bæjarstjórnar- kosninganna I vor. Hann var að þvf spurður, hvernig kosn- ingaundirbúningi miðaði hjá krötunum þar i bæ. „Það má segja að viö séum aö fara af stað. Við opnum hér kosningaskrifstofu fljótlega og helstu stefnumálin hafa verið til umræðu og verða bráðlega sett fram. Við erum sæmilega bjartsýnir meö árangurinn i komandi kosningum, enda stendur flokkurinn hér nokkuö vel að vigi.” Alþýðuflokkurinn hefur þrjá bæjarfulltrúa af niu á Seyðis- firði og Hallsteinn Friðþjófs- son var spurður hvort þeir kratar ætluðu að bæta við: „Ætli við stefnum ekki fyrst og fremst að þvi aö halda okkar hlut. Jú helst væri gott ef við gætum aukið fylgi okkar hér. En það veröur aö koma i ljós”, sagði hann. FUi Reykjavík með fundarherferð: „Ungt fólk með A-lista” Félagungra jafnaðarmanna hefu • ákveðið að efna til funda með ungu fólki i borginni með frambjóðendum Alþýðu- flokksins. Er þessi fundarher- ferð farinn undir slagorðinu, „ungt fólk með A-lista”. Fyrsti fundurinn veröi n.k. fimmtudag klukkan 20.30 og er ætlaður ungu fólki I Breið- holtshverfi. Fundarstaður er Kjöt og fiskur (uppi), Selja- braut 54. Þvi næst verður fundað með ungu fólki i Austurbæ og Ár- bæjarhverfi og verður sá fundur miðvikudaginn 5. mai á Hótel Esju og hefst klukkan 20.30. Loks verður fundað í Iðnó mánudaginn 10. mai klukkan 20.30 og er sá fundur fyrir unga borgarbúa úr vesturbæ, miðbæ og gamla austurbæn- um. Allt ungt fólk er velkomið á þessa fundi. Alþýðublaðið mun greina nánar frá fram- sögumönnum, fundarefni og öðru viðvikjandi fundum þess- um, á næstu dögum. Framboðs- listiAI- þýðuflokks- ins á Sel- tjarnarnesi Gengið hefur verið frá framboðslista Alþýðuflokks- ins á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar I næsta mánuði. 1 siðustu kosn- ingum buðu vinstri flokkarnir fram sameiginlega, en nú bjóða þeir fram i sitt hverju lagi. Listi Alþýðufiokksins er þannig skipaður: 1. Gunnlaugur Arnason, Fornuströnd 8, verkstjóri. 2. Erna Þorgeirsdóttir, Mela- braut 49, bankastarfsmaður. 3. Njáll Ingjaldsson, Vallar- braut 14, skrifstofustjóri 4. Rose-Marie Christiansen, Melabraut 43, bankastarfs- maður 5. Hróðný Pálsdóttir, Tjarnarstig 1, húsmóðir. 6. Jón Þorsteinsson, Selbraut 5, fyrrv. alþingismaöur. 7. Ólafur Stefánsson, Vallar- braut 7, lögfræöingur. 8. Agúst Einarsson, Barða- strönd 29, útgerðarmaður 9. Sigurjón Kristinsson, Fornuströnd 15, fram- kvæmdastjóri. 10. Sigurhans Þorbjömsson Skólabraut 7, vélstjóri. 11. Þorsteinn Halldórsson Vallarbraut 10 rakara- meistari. 12. Birgir Berndsen, Látra- strönd 54, vélstjóri. 13. Guðjón Vigfússon, Mela- braut 30, skipstjóri. 14. Guðmundur Illugason, Melabraut 67, fyrrv. hrepps- stjóri. Halldór Laxness áttræður í gær — Sjá blaðsíðu 5 Bjarni P. Magnússon um niðurstöður DB-könnunarinnar: Ákveðin aðvörun til okkar manna „Niðurstöður DB-könnunar- innar um fylgi stjórnmálaflokk- anna vekja svo sannarlega óhug”,sagði Bjarni P. Magnús- son, þriðji maður á lista krat- annaihöfuöborginni i viötali við Alþýðublaðið I gær. Samkvæmt könnuninni fær ihaldiö drjúgan meirihluta og þarf ekki að óttast minnihlutann mikið næsta kjör- timabil, ef marka má niður- stöðurnar. En eru þær marktækar þessar niðurstöður? „Hingaö til hefur DB farið ná- lægt raunveruleikanum I mörg- um skoðanakönnunum, þannig að þaö er fyllsta ástæða til aö taka þessa könnun alvarlega”, segir Bjarni P. Magnússon. Að sjálfsögðu sýnir það einnig ákveöna tilhneigingu kjósenda að meirihlutinn i könnuninni neitar að svara. En við verðum sem fyrr aötaka þessu sem vis- bendingu og sú visbending hlýt- ur að vekja óhug meðal jafnaðarmanna, sem vilja áhrif Ihaldsins sem minnst. Það má einnig heita undarlegt, aö á sama tima og við horfum upp á aðdraganda átaka á vinnu- markaönum, skuli svo stór hópur fólks vilja binda trúss sitt við mestu ihaldsöfl landsins. Bjarni P. Magnússon Fólk er alls ekki ánægt með kaup sitt eða kjör eins og yfir- borganir á vinnumarkaðnum sýna glögglega. Það er alvar- legast við þessa könnun, að þeg- ar þetta er að gerast, þá skuli verkalýðsflokkarnir tveir koma svo veikt út og raun ber vitni.” En þýða þessar niðurstöður, að meirihlutaflokkarnir hafi ekki staðið sig sem skyldi eða hafa þeir að þlnu mati ekki kynnt almenningi nægilega störf sín á kjörtimabilinu? „Ég held, aö fólk telji að meirihlutaflokkarnir hafi eftir ástæöum staðið sig vel. Ég er þess fullviss, að ef fólk heföi verið spurt t.d.: „Ertu ánægð(ur) með störf meirihlut- ans i borginni?” eða „hvorum treystir þú betur til að stjóma borginni vinstri mönnum eða sjálfstæðismönnum, þá hefðu svör fólks gefiö aðra mynd en þá sem við höfum fengið I DB nú. Inn i þessa könnun koma fram viðhorfin f landsmálabaráttunni og þau hafa mikiö að segja i svörum fólks og hvaða flokka það styður. Þetta breytir ekki því, sem ég hef sagt, að ég tel að i þessari könnun komi fram ákveðin að- vörun til okkar um að við þurf-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.