Alþýðublaðið - 24.04.1982, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.04.1982, Qupperneq 5
Laugardagur 24. apríl 1982 Skreiðarsendinefndin komin frá Nígeríu: Samkomuiag tókst ekki Sendinefnd á vegum viö- skiptaráðuneytisins, sem skipuö var Stefáni Gunnlaugssyni, deildarstjóra útflutningsdeildar ráöuneytisins, sem var formaö- ur nefndarinnar, Birni Tryggvasyni, aöstoöar banka- stjóra Seölabanka tslands, Ara Jónssyni, deildarstjóra Lands- banka islands, Braga Eirfks- syni, framkvæmdastjóra Sam- lagi skreiöarframleiöenda, Magnúsi Friðgeirssyni, söiu- stjóra sjávarafuröadeildar Sambands isl. samvinnufélaga, Bjarna Magnússyni, forstjóra tslensku umboössölunnar, ólafi Halldórssyni, framkvæmda- stjóra, Félags vestfirskra skreiöarframleiöenda, Jóni Ar- manni Héöinssyni, sölustjóra Lýsis h.f., dvaldi f Lagos í Níg- eriu 18. - 20. þ.m. til þess aö ræöa um skreiðarmál skv. ósk viöskiptaráöuneytis Nigeriu. Nigeria á við mikil efnahags- vandamál aö etja um þessar mundir eins og kunnugt er, sem stafar af verulegum samdrætti i oliuútflutningi og verðlækkun oliu, en oliuviðskiptin eru undir- staða utanrikisviðskipta þeirra. Meðan nefndin dvaldi i Nig- eriu var tilkynnt um ráðstafanir stjórnvalda til þess að mæta þessum vanda sem felast m.a. i þvi að innflutningur bifreiða er bannaður, innflutningshömlur ýmiss konar settar á annan inn- flutning til landsins, eins og inn- borgunargjald, sem var 10% en hækkar nií I 25% - 250% eftir vörutegundum. Fyrirhuguðum fjárfestingar framkvæmdum verðurfrestað. Vextir hækkaðir um 2%. Lántökur erlendis tak- markaðar og verð á bensini inn- anlands hækkað um 30%. A fundum nefndarinnar við stjórnvöld i Nigeriu var óskað eftir, að íslendingar lækkuðu söluverð sin viö þessar erfiðu aðstæður Nigeriumanna, en samkomulag náðist ekki að sinni og engar yfirlýsingar voru gefnar af hálfu Nigeriumanna um fyrirkomulag skreiðarinn- flutningsins á komandi mánuð- um. Þó er vitað að skreiðin verður háð innflutningsleyfum. Veiting innflutningsleyfa mun þó ekki hefjast fyrr en i lok næsta mánaðar i fyrsta lagi. Að öðru leyti rikir óvissa um fyrir- komulag þessara mála, t.d. eins og um heildarmagn innflutn- ingsins og skiptingu hans milli Islands og Noregs. Óvissa er þannig rikjandi um mikilvæg atriöi þessara mála. dregið veröi úr skreiðarfram- Sendinefndin ráðleggur þvi, að leiðslu i bili aö minnsta kosti. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Kópavogi, Hamraborg 7 Verður formlega opnuð laugardaginn 24. april kl. 17. Stuðningsfólk A-listans vin- samlegast beðið að mæta við opnunina. Kosningastjórn. Vörupallar Áburðaverksmiðja rikisins óskar eftir til- boðum i smiði allt að 5000 vörupalla. Til- boðsgögn eru afhent á skrifstofu verk- smiðjunnar i Gufunesi. Tilboðum sé skilað til skrifstofunnar fyrir kl. 11.00 þriðjudag- inn 18. mai 1982. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS t/Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 28. april 1982 kl. 8.30 e.h. að Hótel Esju, 2. hæð. 1. Félagsmál 2. Kosning fuiltrúa á 10. þing M.S.í. 3. Kjaramálin 4. önnur mál Mætið vel og stundvislega Grund gefur stórfé til Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Grímseyjarkirkju Gisli Sigurbjörnsson for- stjóri afhenti biskupi tslands herra Pétri Sigurgeirssyni ný- lega gjöf að upphæð kr. 20.000 til Grimseyjarkirkju og meö gjöfinni fylgdi eftirfarandi bréf. A þessu ári eru sextiu ár lið- in frá þvi að Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund tók til starfa. Séra Sigurbjörn A. Gislason, einn stofnenda og formaður stjórnarnefndar til æviloka lét sér annt um fólkið i Grimsey og þótti vænt um það. Meðfylgjandi ávisun er gjöf til kirkjunnar i Grimsey til minningar um hann og sam- starfsmenn. Með bestu kveöju frá okkur á Grund til fólksins i Grimsey og herra biskupsins, sem um langt árabil var prestur þess. íslenska kirkjan þakkar þessa myndarlegu gjöf og þann hlýhug sem aö baki liggur. Stjórn Elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar með Gisla Sigurbjörnsson i farar- broddi hefur hlynnt aö mörg- um góðum málum um langt skeið og gefið þar fordæmi og vakið marga til meövitundar um félagsleg. og kirkjuleg mál. Skattstofa Reykjanesumdæmis Tilboð óskast i innanhússfrágang Skatt- stofuhúss i Hafnarfirði. Byggingin er nú tilbúin undir tréverk. í útboðsverkinu er innifalinn frágangur byggingarinnar að mestu. Verkinu skal vera lokið 1. september 1982 Húsið er alls 1330 fermetrar að gólffleti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.000.- kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. mai 1982, kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Frá Æfingaskóla Kennaraháskólans Innritun i forskóladeildir þ.e. 5 og 6 ára barna fer fram i skólanum mánudaginn 26. ogþriðjudaginn27. april n.k. kl. 13—16. Skólastjóri Vinnuskóli W Hafnarfjarðar Æskulýðsráð Hafnarfjarðar auglýsir eftirtalin sumarstörf við Vinnuskóla Hafnarfjarðar laus til umsóknar. Flokksstjórn i unglingavinnu. Leiðbeinendastörf i skólagörðum og starfsvöllum. Umsóknarfrestur er til 4. mai n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent i Æsku- lýðsheimili Hafnarfjarðar mánudag- föstudags milli kl. 16 og 18 Upplýsingar eru veittar á sama tima i sima 52893. Starf vinnuskólans hefst 1. júni n.k. Æskulýðsráð HITJANMAMNKS Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga, er fram eiga að fara 22. mai n.k., liggur frammi almenn- ingi til sýnis á Bæjarskrifstofu Seltjarnar- ness, Mýrarhúsaskóla eldri, alla virka daga frá 21. april til 6. mai n.k., þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu bæjarstjóra eigi siðar en 8. mai n.k. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nafn þeirra sé á kjörskránni. Seltjarnarnesi 16. april 1982 Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi. FJ Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna sveitastjórna- og sýslunefndakosn- inga 1982 hefst i Hafnarfirði, Garðakaup- stað, á Seltjarnarnesi og i Kjósarsýslu, laugardaginn 24. april 1982 og verður kosið á eftirtöldum stöðum: Hafnarfjörður og Garðakaupstaður: Á bæjarfógetaskrifstofunni, Strandgötu 31, Hafnarfirði, kl. 9.00 — 18.00 Á laugar- dögum, sunnudögum og á uppstigningar- dag kl. 14.00 — 18.00. Seltjarnarnes: Á skrifstofu bæjarfógeta i Gamla Mýrar- húsaskólanum, kl. 13.00 —18.00. Á laugar- dögum, sunnudögum og á uppstigningar- dag kl. 17.00 — 19.00. Kjósarsýsla: Kosið verður hjá hreppstjórum, Sveini Erlendssyni, Bessastaðahreppi, Sigsteini Pálssyni, Mosfellshreppi, Páli ólafssyni, Kjalarneshreppi og Gisla Andréssyni, Kjósarhreppi. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.