Alþýðublaðið - 06.05.1982, Side 2
Fimmtudagur 6. maí 1982
—RITSJÓRNARGREIN----------------------------
V.S.Í. OG HIÐ
„VINVEIHA RÍKISVALD”
Það er staðreynd, að f jölskylda sem á að lifa af
dagvinnutekjum einnar f yrirvinnu, og á ekki kost á á-
kvæðisvinnu, yfirvinnueða yf irborgunum, — slík f jöl-
skylda hlýtur að vera rekin með bullandi halla. Þegar
þannig stendur á fyrir útflutningsatvinnuvegunum
dugar ekki minna en að fella gengi krónunnar, til að
rétta við hallann. En bera stjórnvöld, — svo ekki sé
talað um hið „vinsamlega" ríkisvald Alþýðubanda-
lagsins— nokkra ábyrgð á hallarekstri alþýðuheimil-
anna?
Vinnuveitendasambandinu og ráðherrum Alþýðu-
bandalagsins ber saman um, að ef orðið er við kaup-
kröfum A.S.I., muni það aðeins leiða til aukinnar
verðbólgu og stofna atvinnuörygginu í hættu. Kaup-
hækkanir yfir aila línuna, sem hverfa jafnóðum í
verðbólgunni, rétta ekki hlut láglaunafólksins.
En hver er þá hlutur hins „vinveitta" rikisvalds Al-
þýðubandalagsins? Hvað hyggst það gera til þess að
rétta hlut þeirra f jölskyldna, sem ekki geta lengur séð
sér f arborða á nöktum hungurtöxtum verkalýðsf élag-
anna? Jóhanna Sigurðardóttir alþm. gerði þessar
spurningarað umtalsefni í eldhúsdagsumræðu frá Al-
þingi og sagði m.a.:
„ Ég spyr: Er ekki kominn timi til að hætta að kenna
láglaunafólki um allt það sem miður fer vegna rangr-
ar efnahagsstefnu stjórnvalda?
Vitaskuld er hægt að taka undir að verði ekki breytt
um efnahagsstefnu hjá stjórnvöldum — þá stefni í at-
vinnuleysi og 100% verðbólgu —en ég mótmæli þvi hér
og nú að láglaunafólkið í þessu landi, sem gert er að
lifa af launatöxtum upp á 6-8 þús. kr. á mán. og vinna
myrkranna á milli i eftirvinnu til að eiga fyrir brýn-
ustu nauðþurftum — að þeirra tekjur séu að stefna
þessu þjóðfélagi í kaldakol.
Þaðer broslegtað heyra atvinnurekendur halda því
fram, að ekki sé hægt að leiðrétta laun þessa fólks,
þegar upplýst er í kjarakönnun að atvinnurekendur
skipta stórum hluta þess sem til skiptanna er undir
borðið með yfirborgunum og fríðindum — til þeirra
sem betur eru settir — meðan láglaunafólkið situr eft-
ir.
Verkalýðshreyfingin verður að sameinast um það,
og hún má hvergi gefa þar eftir, að kjör þessa fólks
verði bætt", — sagði Jóhanna.
,,Hvað hyggst Alþýðubandalag-
ið gera i ríkisstjórninni til að
rótta hlut þeirra fjölskyldna,
sem ekki geta lengur séð sér
farborða á nöktum hungurtöxt-
um verkalýðsfélaganna?”
„Stjórnvöld verða einnig í sínum ákvörðunum að
stuðla að afkomutryggingu þessa fólks, gegnum
skatta og almannatryggjngakerfið, en við það hafa
tillögur Alþýðuf lokksins í efnahagsmálum verið mið-
aðar.
Eftir því verður tekið, hvað stjórnvöld leggja af
mörkum til að leysa þann hnút sem kjaramálin eru í.
Af því tilefni spurði Jóhanna f jármálaráðherra:
„Væri hæstvirtur f jármálaráðherra, vegna kjara-
samninga opinberra starfsmanna,tilbúinn að semja
við opinbera starfsmenn á láglaunatöxtum á sömu
nótum og hann samdi við lækna?— þ.e. með óbeinum
sporzlum og fríðindum, sem hann taldi innan þeirra
verðbólgumarkmiða, sem ríkisstjórnin setti sér?
Er hæstvirtur f jármálaráðherra tilbúinn að veita
láglaunafólkinu hjá B.S.R.B. greiðslur fyrir ómælda
yfirvinnu — ökutækjastyrk — sérstaka þóknun fyrir
að leiðbeina nýju fólki í starf i og að fylgjast með nýj-
ungum í sinni starfsgrein?
Er f jármálaráðherra tilbúinn að semja við opinbera
starfsmenn á sama grundvelli og við lækna? Eða er
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra við sama hey-
garðshornið og atvinnurekendur, helztu bandamenn
rikisstjórnarinnar nú í kjaramálum, að semja um slík
fríðindi og sporzlur til hinna betur settu í þjóðfélag-
inu?" — spurði Jóhanna að lokum. JBH
Frá vinstri: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir,Siguröur E. Frá vinstri: Gissur Slmonarson, Hans Jörgen-
Guðmundsson, Jóhannes Guðmundsson, Eggert sen, Bragi Jósepsson og Siguroddur Magnús-
G. Þorsteinsson, Björgvin Guðmundsson og son.
Anna Kristbjörnsdóttir.
Lokafundur Borgarmálaráðs Alþýðuflokksins
— á þessu kjörtímabili
Siðasti fundur borgarmálaráðs Alþýðuflokksins á þessu kjörtimabili var haldinn i siðustu viku i
Gluggasmiðjunni. Borgarmálaráðið hefur starfað ötullega á kjörtimabilinu, en nú hefur kjörin kosn-
ingastjórn tekið við og stjórnar baráttunni fram að kjördegi.
Meðfylgjandi myndir eru teknar á siðasta fundi borgarmálaráðsins og það er Guðlaugur Tryggvi
Karlsson sem á heiðurinn af þeirri myndatöku.
Þingmenn krata sátu hjá við afgreiðslu ríkisreiknings:
....veigamikil fjármálaleg Sighvatur Björgvinsson
samskipti fyrrverandi iðnaðar-
ráðherra Gunnars Thoroddsen
og Kröflunefndar áttu sér stað
samkvæmt munnlegum ákvörð-
unum, án þess að nokkrar skrif-
legar heimildir fyrirfyndust..
ráð fyrir þvi, að Alþingi geti
verið sá eftirlitsaðili með fjár-
reiðum rikisins og stofnana
þess, sem nauösyn ber til. Til
þess að svo geti orðið þarf að
gera breytingar á lögum um
þingsköp Alþingis og vinnu-
brögðum þingsins eins og þing-
menn Alþýðuflokksins hafa
margoft bent á og flutt frum-
vörp á Alþingi um. Málsmeð-
ferð Alþingis á ríkisreikn-
ingnum nú er enn ein sönnun
þess hve brýnar eru þær breyt-
ingar á skipulagi og starfs-
háttum Alþingis, sem Alþýðu-
flokkurinn hefur barist fyrir.
Sú afgreiðsla frv. til sam-
Mörgum spurningum ósvaraö um
fjármál Kröflunefndar og afskipti
fyrrverandi iðnaðarráðherra
Þingmenn Alþýðuflokksins
sátu hjá við atkvæðagreiðslu
um rikisreikning í neðri deild á
dögunum. Sighvatur Björgvins-
son, formaður þingflokksins,
gerði grein fyrir áliti þing-
flokksins, en i máli hans komu
m.a. fram furðuleg vinnubrögð
Gunnars Iboroddsens, fyrrver-
andi iðnaðarráðherra I mál-
efnum Kröflunefndar. Yfir-
skoðunarmenn rlkisreiknings
hafa gert margar athugasemdir
við reikninginn, en mörgum
spurningum er enn ósvarað um
þessi mál. Þess má geta aö
ásamt þingmönnum Alþýðu-
flokksins sat Guðrún Helga-
dóttir, einn þingmanna Alþýðu-
bandalagsins,einnig hjá við af-
greiðslu máisins. Sighvatur
Björgvinsson gerði þannig grein
fyrirafstöðu þingflokks Alþýðu-
flokksins:
skrifleg heimild fyrirfinnist.
Með sama hætti eru fjölmargar
fjármálalegar ráðstafanir
Kröflunefndar sjálfrar mjög
óvenjulegar svo ekki sé meira
sagt og fyrir sumum finnast
ekki skrifleg gögn né full-
nægjandi fylgiskjöl. Umsagnir
yfirskoöunarmanna um þetta
atferli eru m.a. á þá lund:
að ákvarðanir iðnaöarráð-
herra þáverandi stangist á
við úrskurði fjármálaráðu-
neytisins um hvað heimilt sé
(bls. 399 i rikisreikningi),
að engir pappirar finnist um
ákvörðun launagreiðslna
(bls. 399),
að upplýsingar iðnaðarráðu-
neytisins um þá hluti standist.
ekki (bls. 399),
þykkis á nkisreikningi fyrir
árið 1978, sem nú stendur fyrir
dyrum, er formlega séð aðeins
samþykkt á þvi, að rikisreikn-
ingurinngefirétta mynd af fjár-
reiðum rikisinsog stofnana þess
á árinu 1978. 1 þeirri afgreiðslu
er ekki unnt að taka neina af-
stöðu til atriða eins og athuga-
semda yfirskoðunarmanna,
sem nánast enga umfjöllun eða
skoðun hafa fengið á Alþingi.
Þingmenn Alþýðuflokksinstelja
þessi vinnubrögð ekki viðun-
andi, Itreka tillögur sinar um
breytta starfstilhögun Alþingis I
þá átt m .a. að auka eftirlitshlut-
verk þess og leggja áherslu á þá
afstööu sina með þvi að hafa
ekki afskipti af þeirri af-
greiðslu, semhér á að fara fram
með þeim hætti sem til er
stofnað.
„Með rikisreikningi fyrir árið
1978, sem fylgdi frv. þessu.eru
óvenjulega margar athuga-
semdir yfirskoðunarmanna.
Sérstök athygli er vakin á
alvarlegum athugasemdum
varöandi fjármál Kröfluvirkj-
unar.” t svörum ráöuneyta við
fyrirspurnum skoöunarmanna
kemur i ljós að furðuleg vinnu-
brögð hafa verið viðhöfð af
hálfu stjómvalda, m.a. þar sem
afskipti þáverandi iðnaðarráð-
herra, Gunnars Thoroddsens,
ganga I berhögg við reglur og
fyrirmæli, auk þess sem veiga-
mikil fjármálaleg samskipti
ráðherrans og Kröflunefndar
eiga sér stað skv. munnlegum
ákvörðunum, ánþess að nokkur
að ekki hafi verið gætt
nauðsynlegs aðhalds varð-
andi flugfargjöld og leiguflug
(bls. 400),
aö svör hafi ekki upplýst það,
sem um var spurt (bls. 400),
að komiö hafi i ljós, að um tvi-
greiöslur reikninga vegna út-
lagðs kostnaðar væri að ræða
I sumum tilvikum (bls. 400),
svo nokkur dæmi séu nefiid.
Umfjöllun Alþingis um rlkis-
reikninginn og athugasemdir
með honum eru allsendis ófull-
nægjandi, enda skortir á að i
starfsskipulagi Alþingis sé gert
Frá gri
Hafnar
Innritun forskólabt
arranýrra nemem
skólum Hafnarfja:
mai n.k. kl. 11.
Lokaskráning á flu
enda milli skólah1
dag i sima 53444.
Fræðsluskrifstofa 1