Alþýðublaðið - 23.10.1982, Side 3

Alþýðublaðið - 23.10.1982, Side 3
Laugardagur 23. október 1982 3 Fiskvinnslustöðvar vilja bætt starfsskilyrði í ár hefur gengismunafé tvisvar sinnum verið gert upptækt hjá fisk- vinnslufyrirtækjunum. í janúar var þessu fé ráðstafað í Verðjöfn- unarsjóð fiskiðnaðarins en í ágúst fór stærstur hluti til útgerðarinnar. : I fréttatilkynningu frá Sam- bandi fiskvinnslustöðvanna segir að rangt sé að staðið að flytja fjár- magn á þennan hátt til. Þar segir: „Má öllum ljóst vera að engin var- anleg lausn á rekstrarvanda fæst með aðgerðum sem þessum heldur eru þetta einungis fálmkenndar til- raunir til lagfæringar á heimatil- búnum vanda og færir því fleiri nær gálganum. Auk þess er rétt að vekja athygli á því, að fiskvinnslan er eina út- flutningsgreinin sem býr við sí- fellda upptöku gengismunar. Hljóta þvf starfsskilyrði fiskvinnslu að rýrna í sambandi við annan út- flutningsiðnað sem ætíð heldur sín- um hlut að fullu. Aðalfundur Sam- bands fiskvinnslustöðvanna fær ekki séð hvernig þetta samrýmist yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um jöfnun starfsskilyrða. Aðalfundur Sambands fisk- vinnslustöðvanna beinir því ein- dregið til stjórnvalda að framvegis verði allar útflutningsgreinar látn- ar sitja við sama borð og upptaka gengismunar eigi sér ekki stað í neinni grein. í janúar var gefin út skýrsla um starfsskilyrði atvinnuveganna. Niðurstaða um starfsskilyrði fisk- vinnslu er þessi: „ Að nokkru leyti er þessi atvinn- ugrein verr sett en útflutnings- og samkeppnisiðnaður. a. Uppsöfnun söluskatts er ekki bætt. b. Fiskvinnslan nýtur þó lægri aðstöðugjalda. c. Aðflutningsgjöld eru hærri en fyrir útflutnings- og samkeppn- isiðnað en lægri en annarra greina. d. Aðgangur að lánsfé til rekstrar er rýmri vegna endurkaupa- kerfisins.” Þegar þessir liðir eru teknir saman má telja að starfsskilyrði fiskvinnslu séu lakari en annars útflutnings- og samkeppnisiðnaðar um sem nemur 1,8-1,9% af heildarrekstrargjöldum. Hér er um verulega fjármuni að ræða og þegar við bætist mismunun varðandi gengismunafé ej ljóst að við svo búið má ekki standa öllu lengur. Aðalfundur Sambands fisk- vinnslustöðvanna skorar á stjórn- völd að beita sér sem mest má verða til að jafna þennan að- stöðumun hið allra fyrsta.” RIKiSSPITALARNIR lausar stöður LANDSPÍTAUNN DEILDARSJÚKRAÞJÁLFARI óskast viö endurhæf- ingardeild. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfinga- deildar í síma 29000. SKURÐSTOFUHJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á göngudeild Landspítalans. Vinnutími kl. 14.30- 18.30 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. HJÚKRUNARFRÆRÐINGUR óskast á lyflækninga- deild 2 og 4. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. KLEPPSSPITALI Stöður SÉRFRÆÐINGA við Geðdeildir ríkisspítal- anna eru lausar til umsóknar. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 20. desember n.k. á þar til gerðum eyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veita yfirlæknar deildanna í síma 29000 og 38160. HJÚKRUNÁRFRÆÐINGAR óskast á hinar ýmsu deildir Kleppsspítalans. Fullt starf eða hlutastarf. Barnaheimili á staðnum. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. STARFSMENN óskast til ræstinga í 70% og 50% starf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. STARFSMAÐUR óskast við eldhús Kleppsspítalans í fullt starf. Vaktavinna. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona í síma 38160. Reykjavík, 24. október 1982, RÍKISSPÍTALARNIR Davið 1 Gísli Konráðsson, sagðist í samtali við mig telja líklegt, að félagið yrði rekið með tapi. „Það er mín tilfinn- ing, að félagið verði rekið með halla á þessu ári”, sagði forstjór- inn. Því miður liggja ekki rekstrar- tölur fyrir vegna fyrri hluta árs, en menn geta lagt á það mat hvorum þeir trúa betur forstjóra útgerðar- fyrirtækisins sem í hlut á eða Davíð Oddssyni borgarstjóra”, sagði Sig- urður E. Guðmundsson, borgar- fulltrúi. Fjármálaráðherra 1 Þannig að þú virðist bjartsýnn á frekari fjárframlög til virkjunar- innar? „Já, ég er bjartsýnn á að Kröflu- virkjun standi undir sér með tíð og tíma og árangur virðist ágætur af borunum undanfarið.” Þannig að þú ert ekki sammáia Hjörleifi Guttormssyni sem sagði í viðtali við blaðið um síðustu helgi að hann væri engan veginn ánægð- ur með árangurinn? „Hann hefur væntanlega sagt að hann væri engan veginn ánægður með árangur undanfarinna ára. En við höfum nú öðlast dýrmæta reynslu á þessu sviði og auðvitað tökum við á viðfangsefninu eftir því”, sagði ráðherra að lokum. Lausar stöður við Iðntækni- stofnun íslands Framkvæmdastjóri Tæknideildar Raunvísindamenntun ásamt stjórnunarreynslu áskilin. Reynsla í ráögjafa • störfum eöa iðnrekstri aeskileg. Deildarstjóri Málmtæknideildar Menntun: Vélaverkfræöi eða véltæknifræöi. Starfsreynsla í málminaði eöa viö ráögjafastörf æskileg. Vélaverkfræðingur/véltæknifræðingur við Málm- tæknideild Reynsla á sviöi vinnslu- og rekstrartækni í málmiönaöi æskileg. Skrifstofustjóri aðalskrifstofu Reynsla I fjármála- og starfsmannastjórn ásamt áætlanagerö æskileg og menntun á sviði stjórnunar eöa viðskipta. Bókavörður Tæknibókasafns Menntun: Bókasafnsfræöi. Starfsreynsla æskileg. Ofangreind störf eru fjölbreytt og veita áhugasömu fólki svigrúm til frum- kvæöis og náinna kynna af innlendum iðnaði og alþjóðlegri tækniþróun. Umsóknarfrestur er til 15. nóv. nk. Umsóknir meö upþlýsingum um æviatriði, menntunar- og starfsferil skulu sendar forstjóra Iðntæknistofnunar Islands, Skiþholti 37, 105 Reykjavík, sem veitir nánari upplýsingar. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64, 66, 68. tbl. Lögbirtinga- blaðs 1982, á iðnaðarhúsi að Aðalgötu 20 á Sauðárkróki, þinglýstri eign Hreins Sigurðs- sonar, fer fram að kröfu Búnaðarbanka Is- lands, Iðnlánasjóðs og Byggðarsjóðs, á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. október 1982 kl. 10. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki |i| Laus staða Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða nú þegar tæknifræðing með reynslu á sviði byggingartækni. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavík- urborgar. Umsóknir sendist til skrifstofu byggingarfull- trúa, Skúlatúni 2, fyrir 1. nóvember n.k. Æskilegt að upplýsingar um fyrri störf ásamt prófskírteini fylgi. BYGGINGARFULLTRÚINN í REYKJAVÍK Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur Kosningar í fulltrúaráð Alþýðufiokksfélag- anna í Reykjavík og fulltrúakosning á flokks- þing Alþýðuflokksins, fara fram n.k. laugar- dag og sunnudag, 23. og 24. október, frá 14-18 báða dagana. Kjörstjórn Alþýðuflokks- konur Hafnarfirði Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði held- ur fund þriðjudaginn 26. október kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. 2. Jóna Ósk og María segja frá Finnlands- ferðinni. 3. Ásthildur segir frá starfi jafnréttisráðs. 4. Kaffidrykkja. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga og gesti. Stjórnin Verkalýðs- máladeild Fundur verður haldinn í Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins n.k. sunnudag, 24. okt. kl. 17 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, li hæð, Reykjavík. Fundarefni: Frumvarp Sighvatar Björgvinssonar um atvinnulýðræði. Vinsamlega mætið vel og stundvíslega. Stjórnin SPENNUM sjálfra okkar BELTIN ifi vegna!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.