Alþýðublaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 28. júní 1983 89. tbl. 64. árg. : „Það gerðist ekki margt á við- ræðufundinum í siðustu viku, við spjölluðum almennt um málin og það var ákveðið að hittast aftur til að fara nánar í ákveðna þætti á- greiningsins“, sagði Örn Friðriks- son, aðaltrúnaðarmaður starfs- manna við álverið í Straumsvík, þegar Alþýðublaðið spurði hann um stöðu mála í deilu starfs- manna ísals við stjórn fyrirtækis- ins vegna uppsagna hjá fyrirtæk- inu. Viðræðufundur verður haldinn i dag kl. 14. Verður fyrst og fremst fjallað um hvort stjórn fyrir- tækisins muni endurskoða upp- sagnirnar með hliðsjón af þeirri staðreynd að álverð hefur hækkað töluvert að undanförnu og stefnt er að því að setja verksmiðjuna á full afköst. „Við höfum áður rætt sérstak- lega um aukna yfirvinnu og okkar mat á þeim tæknibreytingum sem til framkvæmda hafa komið. Okkar sjónarmið eru kunn hvað þetta varðar". Munu þessi deilumál á einhvern hátt tengjasl viðræðum fulltrúa Alusuisse við íslensk stjórnvöld, koma þau fram á þeim vettvangi? „Nei, það hefur ekki komið til þess og við höfum ekki hugsað okkur að ræða við þá um þetta. Hér eru stjórnendur og meðan þeir eru tilbúnir að ræða málin er engin ástæða tii að ræða við Svisslendingana", sagði Örn. Hann taldi ómögulegt að segja til um hvort afstaða stjórnarinnar varðandi uppsagnirnar kynni að breytast, það yrði að koma í ljós. Mestu verðbólguþjóðir heims: ísland í 8. sæti Island er í hópi mestu verðbólgu- þjóðfélaga heims, þegar miðað er við síðasta tólf mánaða tímabil. Verðbólga hefur hjaðnað í iðnríkj- um heims á undanförnum misser- um og stendur á þessu tímabili í að- eins 5.3%. Suður-Ameríkulöndin skipa sér í efstu sætin á listanum og kemur það eflaust fæstum á óvart. En ísland er í áttunda sæti yfir mestu verðbólguþjóðir heims. Verðbólgumeðaltal í iðnríkjun- um er aðeins broti lægra en í Asíu- löndum og litlu betra en meðaltalið í OPEC-löndunum. Þó er tekið fram í heimildinni — Viðskipta- inálum — að þessi samanburður sé þó að nokkru villandi, þar sem op- inberar tölur frá þessum löndum Séu oft fengnar með niðurgreiðslum og styrkjum. Það ríki sem best stendur sig í baráttunni við verðbólguna er Saudí-Arabía, en þar lækkaði verð- lag um 0.4% á síðasta ári. Næst kemur Singapore, þar sem verð- bólga varð aðeins 0.5% á heilu ári. Ritstjórnarskrifstofur Alþýðublaðsins: Lokað í dag frá 14-16.30 Vegna útfarar Vilmundar Gylfasonar, alþingismanns, verða rítstjórnarskrifstofur Alþýðublaðsins lokaðar frá kl. 14. - 16.30 í dag. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra: „Mörg þessara fjöl- þjóðafyrirtækja eru harðsnúin peninga- fyrirfæki" „Verðum að kenna íslendingum að láta innlendu framleiðsl- una ganga fyrir í neyslunni“. „Um þessar viðræður við full- trúa Alusuisse er fátt eitt að segja. Þetta voru könnunarviðræður fyrir hinar næst komandi. En það var auðvitað farið yfir sviðið, þetta er margþætt og flókið mál. Það má segja að við höfum verið í nokkurri sjálfheldu með þetta um langa hríð og áríðandi að komast út úr henni“, sagði Sverrir Hermannsson í viðtali við blaða- mann Alþýðublaðsins í gær, að- spurður um niðurstöður úr við- ræðum fulltrúa stjórnvalda við fulltrúa Alusuisse. Aðspurður um hækkun orkuverðs sagði Sverrir að það væri að sjálfsögðu megin- krafa. „En það er útilokað að segja nokkuð til um hversu mikil sú hækkun mun verða fyrr en við höfum fengið tilboð þar að lút- andi, og metið þau og önnur atriði eins og varðandi stækkun álversins og nýja samninga varð- andi mögulegan þriðja aðila. Og svo auðvitað um gerðardómsmál- in, en þetta eru allt mál sem ekki verða leyst á skömmum tíma og þarfnast mikillar umræðu“. — Nú höfum við í útflutningi verið mjög háðir sveiflukenndum sjávarútveginum. Sérð þú fram á að hlutdeild iðnaðar aukist veru- lega á næstu árum? „Já, ég geri mér fyllstu vonir um það. Það hefur verið misjafnlega að iðnaðinum búið varðandi út- flutninginn og hann hefur löng- Stjórnmálafrœðingar við Háskóla íslands: Víðtæk könnun á við- horfum íslenskra kjósenda „Rannsókn af þessu tagi hefur verulegt vísinda- legt og sagnfræðilegt gildi“, segir Ólafur Þ. Harðarson, lektor í stjórnmálafræði. Stjórnmálfræðingar við Háskóla íslands standa um þessar mundir í stórræðum. Ólafur Þ. Harðarson, lektor i stjórnmálafræðum við Háskóla íslands stjórnar skoðana- könnun meðal riflega 1300 kjós- enda, þar sem spurt er um fjölmörg atriði til að fá fram viðhorf til hinna ýmsu málaflokka sem til umræðu eru í stjórnmálabaráttunni og til stjórnmálaflokkanna. Rannsóknir af þessu tagi hafa verið framkvæmdar í nágranna- löndum okkar í mörg ár, en ekki hér á landi fyrr en nú. Vísindasjóður íslands hefur styrkt þessa rannsókn og tölvunefnd hefur veitt leyfi til rannsóknarinnar, en hins vegar sett það skilyrði að niðurstöður verði ekki birtar fyrr en eftir næstu ára- mót. í samtali við Alþýðublaðið sagði Ólafur að rannsóknir sem þessar hefðu margvíslegt gildi. „Venjulegar skoðanakannanir, svo kallaðar „litlar" kannanir, gefa ein- ungis skyndimynd af viðhorfum almennings á hverjum tíma og fá atriði tekin fyrir. í fræðilegri könn- un eins og þessari er skyggnst dýpra í málin. Spurt er um fjöl- marga þætti þjóðmála, um afstöð- una til stjórnmálaflokkanna, um félagslegan bakgrunn viðkomandi, eins og starf og skólagöngu og margt fleira. Við úrvinnslu verður síðan hægt að tengja þessa ýmsu þætti saman og varpa þannig ljósi á helstu ein- kenni íslenska kjósandans. Að auki er tannsóknin með sögulega vídd, eitt meginmarkmiðið er að skýra þær breytingar sem orðið hafa á síðasta áratug eða svo, varð- andi atriði eins og lausafylgi og fleira þess háttar“, sagði Ólafur. Útlit er fyrir góðar heimtur, því þegar hafa borist svör frá tæplega níu hundruð manns. um enga samkeppnisaðstöðu haft vegna gengismála og fleiri atriða. Ég vænti þess að nú séu skilyrði fyrir því að auka útflutninginn, . við eigum góða menn í þessu og góðir möguleikar með sölu til landa hér næst okkur. En að mínu áliti held ég að einna mikilvægast sé að kenna íslendingum að láta vörurnar okkar ganga fyrir í neyslunni. Við erum á mörgum sviðum vel samkeppnisfærir og okkar vörur eru góðar. Á Norð- urlöndunum virðist ríkja meiri skilningur á þessu meðal neyt- enda og væri gott ef íslenskir neytendur sinntu íslensku fram- leiðslunni betur“. — Þú hefur sagt að íslendingar ættu að eiga sem minnst í stór- iðjufyrirtækjum, áhættunnar vegna. Ef það þýðir aukna ásókn fjölþjóðafyrirtækja, telur þú þcð eindregið til góðs? Hvaða augum lítur þú á fjölþjóðafyrirtæki almennt? „Við vitum auðvitað að mörg þessara fjölþjóða- og stóriðju- fyrirtæki eru harðsnúin peninga- fyrirtæki, en í örfáum orðum sagt lítur það þannig út frá mínum bæjardyrum séð, að síðasta stig framleiðslunnar er salan á mörkuðunum. Nú . fslendingar munu aldrei koma til með að ráða neinu, þar munu þessir hvalfiskar ráða um alla framtíð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við getum ekki tekið alla þá áhættu sem fylgit, heldur er nær að fá til liðs við okkur þá aðila sem vilja leggja fé í þetta. Við eigum fu'It í fangi með að virkja okkar orku- lindir og sjálfsagt að við eigum orkufyrirtækin. Við höfjum að- stöðu til að veita þessum„kapítal- kompaníum“ aðhalda með góð- um sammngum og ef það tekst er- um við vel staðsettir“. — Nú ríkir deila í álverinu milli starfsmanna og stjórnarinnar vegna uppsagna 70-80 manna. Hvað segir þú um hana? „Ég get ekkert um þau mál dæmt, ég vonast auðvitað til þess að sem fæstum mönnum verði sagt upp. Þessi ágreiningur er ekki inni í myndinni hvað viðræðurnar við Alusuisse varðar, en hins veg- ar vona ég að fljótlega rakni úr með málefni starfsmannanna ef af stækkun álversins verður. Ég vona hið besta en það er auðvitað meginmál að fólk hafi vinnu og það við sitt hæfi. En um þræturn- ar sjálfar get ég ekki dæmt“. — Nú hyggst Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra selja ríkisfyrirtæki og hlutafé ríkisins. Eru einhver fyrirtæki í iðnaðinum sem þú vilt losna við, eða hlutafé? „Já, já, t.d. Siglósíld, ef það fæst kaupandi vil ég selja undir eins og ef iðnaðurinn vill t.d. kaupa hlut ríkisins í Iðnaðarbankanum er ég til í að selja ef viðunandi verð fæst. En maður má aldrei snúa út úr svona málum og auðvitað er ekki verið að tala um sölu á þjónustufyrirtækjum ýmsum sem einungis ríkið getur haft á sinni könnu. En ég er eindregið á sömu línu, ríkisvaldið á að vera sem Framhald á 2. síðu Varaþingmaður Sjálfstœðisflokksins flokksbræður sínar: um sMmpssmmsmxMa „Deigir, hugmyndasnauðir miðjumoðhausar“ Einar K. Guðfinnsson varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi og ritstjóri Vestur- lands, sem er málgagn íhaldsmanna i kjördæminu, sendir hópi flokks- bræðra sinna kaldar kveðjur í leið- ara Vesturlands frá í maí s.l. í nefndum leiðara gerir Einar K. Guðfinnsson að umtalsefni hug- myndir Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra um sölu ríkisfyr- irtækja. Einar lýsir yfir fullum stuðningi við þessar fyrirætlanir. En ritstjórinn og varaþingmaður- inn gerir meira. Hann lýsir yfir á- hyggjum sínum af því, að „vinir báknsins" komi til með að bregða fæti fyrir þessa „góðu hugmynd" Alberts. Og hverjir skyldu þeir vera vinir báknsins að mati þessa vara- þingmanns Sjálfstæðisflokksins? Jú, þeir eru: „tilbiðjendur ríkis- valdsins úr Alþýðubandalaginu, forstokkaðir fyrirgreiðslufurstar úr Framsóknarflokki og deigir, hug- myndasnauðir miðjumoðhausar úr Sjálfstæðisflokknum“. Nú væri fróðlegt að heyra svör þessa varaþingmanns Sjálfstæðis- flokksins, þegar spurt er: hverjir eru þessir „deigu, hugmynda- Framhald á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.