Alþýðublaðið - 28.06.1983, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.06.1983, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 28. júní 1983 „Minolta 25. milljón opin“ — á Grafarholtsvelli 28. þ.m. 28. júní verður haldin svoköll- uð „MINOLTA 25 milljón opin“ golfkeppni á Grafarholtsvelli. MINOLTA 25 milljón opna golf- mótið verður höggkeppni með forgjöf, en einnig verða veitt verð- laun fyrir besta skor. Búist er við að allir helstu kylf- ingar landsins mæti til þessarar keppni og ekki ættu verðlaunin að spilla fyrir þátttökunni. Verðlaun fyrir besta skor er mjög fullkomin MINOLTA myndavél; MINOLTA XG-M með 35—70 mm Zoom linsu, en myndavél sem þessi kost- ar um 24.000 krónur í dag. Einnig verða nýjar DISK-myndavélar frá MINOLTA í verðlaun, bæði MINOLTA DISK 7 og MINOLTA DISK 5 svo og MINOLTA WEATHERMATIC myndavél, sem þolir hin verstu veður. Tilefni þessarar keppni er að MINOLTA hefur nú framleitt yfir 25 milljón myndavélar og linsur á meira en 50 ára starfsferli og verð- ur forstjóri MINOLTA CAM- ERA G.M.B.H. Mr. A. Miyabay- ashi viðstaddur keppnina. MINOLTA 25 milljón opna golfmótið verður ræst kl. 13.00 á Grafarholtsvelli 28. þ.m. og er bú- ist við harðri og spennandi keppni. Frá Laugarvatni Komiö að Laugarvatni Dveljið á Laugarvatni Bjóðum meðal annars; Hótel Edda Menntaskólanum: 1. og 2. manna herbergi, allar almennar veitingar, svefn- pokapláss, góð aðstaða fyrir ráðstefnur o.fl. Sími 99-6118. Hótel Edda Húsmæðraskólanum: Öll herbergi með baði, allar veitingar í góðum húsa- kynnum, aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur. Sími 99-6154. Kaupfélag Árnesinga: Allar algengar vörur á hagstæðu verði, aukin kvöldsala og helgarsala, bensínafgreiðsla opin alla daga frá kl. 09.00 til 23.00. Símar 99-6126 og 99-6226. Tjaldmiðstöðin: Tjaldstæði, hjólhýsastæði, steypiböð, þvottaaðstaða fyrir tau (þvottavél), verslun með fjölbreyttar ferðavörur á búðar- verði. Opiö frá 09.00 til 23.00. Sími 99-6155. Gufubaðið: Hið þekkta hvera-gufubað við vatnið. Sundlaugin: sundlaugin er opin hluta úr degi og eftir pöntunum. Bátaleigan: Bátar til leigu með afgreiðslu í Gróðrarstöðinni. Gróðrarstöðin: Hefur á boðstólum fjölbreytt úrval af grænmeti og blómum á góðu verði. Veiðileyfi: Veiðileyfi fást í ám og vötnum í Laugardal. Upplýsingar í Tjaldmiðstöðinni. Dekkjaviðgerðir: Gunnar Vilmundarson, Efstadal. Viðgerðarþjónusta. Upp- lýsingar í síma 99-6187 og í Tjaldamiðstöðinni. íslenska hestaleigan s.f. Miðdal: Býður upp á skipulagðar ferðir, allt frá 1 til 2 tíma ferðir upp í 6 daga ferðir yfir Kjöl: Upplýsingar í síma 99-6169, 91-14342 (á kvöldin) og á hótelunum á Laugarvatni. Sérleyfishafi Ólafur Ketilsson h.f. Daglegar ferðir til og frá Reykjavík — Laugarvatns, Geysis og Gullfoss. Hópferðabílar til leigu. Afgreiðsla hjá BSÍ Reykjavík og í síma 99-6222. Verið velkomin að Laugarvatni Gróska í Tollvörugeymslunni á liðnu ári: Allt birgðabókhald fyrirtækisins hefur nú verið töivuvætt bæði vegna mikilvægi þeirra gagna sem geymd eru og sífellt aukinnar þjónustu og fjölgun viðskiptavina. Núna er Tollvörugeymslan hf. farin að gera almennar tollskýrslur að auki. Stöðug aukning er á vörustreymi og varð 11% aukning vörustreymis á milli ára. Afgreiðslur urðu sam- tals inn og út 70.820. Tollverðmæti þeirrar vöru sem fór í gegnum fyrir- tækið á síðast liðnu ári nam 565 millj. króna og aðflutningsgjöld námu 304 milljónum króna eða samtals 869 milljónum króna. Um 340 innflytjendur notfæra sér þjón- ustu félagsins og hluthafar eru 545. Hlutafé er kr. 14.400.000.00. Hagnaður varð á rekstri félagsins og var samþykkt að greiða hluthöf- um 5% arð og gefa út jöfnunar- hlutabréf 50% á núverandi hlutafé. í stað Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra var kosinn í stjórn félagsins Ingi Björn Alberts- son, fulltrúi. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er hún þannig skipuð: 11% aukið vörustreymi Aðalfundur Tollvörugeymslunn- ar hf, var haldinn að Hotel Sögu þriðjudaginn 14. júní 1983, kl. 16.00. Fundarstjóri var kjörinn Þor- steinn Bernharðsson, forstjóri. Fundarritari var kjörinn Helgi K. Hjálmsson, forstjóri. Formaður stjórnar félagsins Al- bert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, flutti skýrslu um störf stjórn- arinnar og greindi frá upphafi stofnunar Tollvörugeymslunnar hf. og hverjir þar hefðu staðið að verki, en félagið var stofnað 24. febrúar 1962. Hann greindi frá að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn félagsins, en þar hefur hann gengt formennsku frá upphafi. Hann kvaðst gera þetta með mikl- um trega þar sem stofnun og stjórn- un og uppbygging þessa fyrirtækis væri sér mikil hugsjón varðandi verslun og viðskipti. Hann færði samstarfsfólki sínu öllu bæði i stjórn og starfsfólki miklar og góðar þakkir fyrir ein- staklega gott og ánægjulegt sam- starf á liðnum árum og árnaði félaginu allra heilla í framtíðinni. Forstjóri félagsins, Helgi K. Hjálmsson, viðskiptafræðingur, flutti skýrslu um starfsemi félagsins á Iiðnu starfsári og las reikninga þess. í skýrslu forstjóra kom fram að allt birgðabókhald félagsins er nú orðið tölvuvætt og tollakerfið væri orðið sennilega það fullkomnasta gagnavinnslukerfi fyrir tollskýrslur hér á landi, enda ekkert til sparað til að auka öryggi og afkastagetu, Formaður stjórnar: Hilmar Fenger, forstjóri. Varaformaður: Bjarni Björnsson, forstjóri. Féhirð- ir: Jón Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri. Meðstjórnendur: Óttar Möller, fv, forstjóri, Ingi Björn Albertsson, fulltrúi. Vara- menn í stjórn: Þorsteinn Bern- harðsson, forstjóri, Einar Farest- veit, forstjóri. Hinn nýkjörni formaður stjórn- ar, Hilmar Fenger færði fundinum þakkir fyrir það traust sem sér og stjórninni væri sýnt með kjörinu. Hann færði fráfarandi stjórnarfor- manni, Albert Guðmundssyni fjár- málaráðherra þakkir fyrir hans frá- bæra og óeigingjarna starf í þágu félagsins og árnaði honum heilla í nýju starfi. Aðrir fundarmenn tóku í sama streng. Sverrir 1 minnst í rekstri sem aðrir geta séð um, öðrum en t.d. innan heil- brigðiskerfisins. Og ég vil ein- dregið mótmæla því sem sagt er að við viljum „þjóðnýta tapið“ en leyfa atvinnurekendum að hirða gróðann. Auðvitað eiga fyrirtæki að vera rekin með ágóða, við get- um ekki byggt upp atvinnuvegina með eilífri hallarekstursstefnu, því tímabili verður að ljúka". — Svo við snúum okkur að öðru, Sverrir, því hefur verið haldið fram að þú hafir með hörku komið í veg fyrir að fram- hjá þér yrði gengiö við val á ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins. Skammað forystuna og sett upp úrslitakosti. Hvaö er hæft í þessu? „Þetta er allt saman á misskiln- ingi byggt. Það er nú meira hand- prjónið sem kemur hjá fólki sem er að setja upp svona spekúla- sjónir, eins og hún Agnes vinkona mín á Tímanum hefur stundum gert. Á þingflokksfundi Sjálf- stæðisflokksins var einfaldlega kosið á venjulegan hátt og því var ekkert sérkennilegt við það að ég hafi verið einn hinna sex sem flest atkvæði hlutu“. — Að lokum. Þú hefur verið kenndur við hugtakið „báknið kjurrt" og í viötali sagðir þú eitt sinn „margir segja að ég sé krati“. í hveriu felst sérstaða þín innan Sjálfstæöisflokksins? „Þetta er nú líka á miskilningi byggt. Ég var verkalýðsforingi mikill hátt á annan áratug og það kom fyrir að flokksfélagar mínir kölluðu mig hálfgerðan krata. En ég er það sem ég kalla byggða- stefnumaður og í mínum flokki hefur stundum verið háð óbil- gjörn barátta gegn byggðastefn- unni og þá aðallega af mönnum sem þekkja lítið til hennar. En ég er alltaf til í að semja um þessi mál og ég t.d. alls ekki tals- maður þess að alþingismenn séu e.k. komissarar í stofnunum eins og Framkvæmdastofnun ríkisins. Ég er sem sagt frjálslyndur mað- ur, en ég er ekki frjálshyggjumað- ur í þeim skilningi að ég sé fylgj- andi hugmyndafræði manna eins og Hayek og Friedmann", sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra. Charlie__________________8 þeir hafa náð miklu af vopnum af hernum — í ár allt að tvö þúsund vopnum um allt land“ bætir hann við. Skrifstofur Alþýðuflokksins veröa lokaðar fyrir hádegi út þessa viku þ.e. 27.6. til 4.7. Skrifstofur Alþýðuílokksins Reykjavík „Hermenn í E1 Salvadorher vita ekki af hverju þeir berjast. Þeir vita ekki, að þeir eru að berjast fyrir spillta ríkisstjórn og herforingjarn- ir eru ekki að tíunda þetta fyrir þeimí* Þetta minnir Charlie, lækni og fyrrum þotuflugmann sem varpaði sprengjum á Vietnam, óhugnan- lega á samlíkingarnar milli þessara tveggja styrjalda. Hann segist vilja vera vitni þjóðar sinnar svo að hin mikla lygi Vietnam endurtaki sig ckki. CDHES-heimild Deigir 1 snauðu miðjumoðhausar úr Sjálf- stæðisfIokknum“? Eru það kannski þingmenn flokksins á Vest- fjörðum, þeir Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem varaþing- maðurinn flokkar þannig? Það fer ekki ofsögum af sam- heldninni og einhugnum í Sjálf- stæðisflokknum. Og það jafnvel þótt Gunnar sé horfinn af sviðinu. Hver er þín afsökun iT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.