Alþýðublaðið - 17.08.1983, Síða 1

Alþýðublaðið - 17.08.1983, Síða 1
Miðvikudagur 17. ágúst 1983 124. tbl. 64. árg. sama þróun verður uppi nú stefnir í að tekjurnar verði alls á þessu ári um 12235 milijónir króna og er það um 210 milljón kr. minni tekj- ur en Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra gerði ráð fyrir í end- urskoðaðri útgáfu sinni af fjár- lögum síðustu ríkisstjórnar fyrir 1983. Ef sú verður reyndin og annað helst óbreytt má reikna með þvi að greiðslujöfnuður ríkissjóðs verði neik væður um nær 1100 milljónir, en ekki um 860 milljónir eins og gert var ráð fyrir. Sennilegt verður þó að telja að þessi upphæð verði mun hærri, því ef gengið á að Albert Guðmundsson Tekjur Hkissjóðs af óbeinum skött- um 14% minni að raungildi miðað við síðasta ár: Stefnir í allt að þrefalt meiri greiðsluhalla en gert var ráð fyrir? Tekjur rikissjóðs af óbeinum sköttum á fyrri helmingi þessa árs urðu alls 5233 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra voru komnar inn 3380 milljónir króna, sem á núverandi gengi samsvarar um 6084 milljónum króna, mióað við 80% verðbólgu milli áranna. Tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum hafa því minnkað að raungildi um 850 milljónir króna á fyrra hclmingi ársins. Þessar tekjur eru að Öllu jöfnu hærri síðari hluta ársins, vegna verðbólgunnar og aukins inn- flutnings t.d. vegna jólahaldsins. Um mitt árið í fyrra voru komnar inn tæplega 43% af endanlegum tekjum vegna óbeinna skatta. Ef haldast stöðugt og verðlag sömu- ieiðis eins og ríkisstjórnin stefnir að þá má búast við því að tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum verði litlu meiri á síðari hluta árs- ins en á þeim fyrri. Til að endar nái saman í reikn- ingsdæmi Alberts þurfa að koma inn um 7200 milljónir króna á síð- ari hluta ársins í formi óbeinna skatta, en hætt er við að töluvert muni skorta á að svo verði, ef neysla dregst aimennt saman í samræmi við hraðminnkandi kaupmátt. Þess hefur þegarorðið vart á ýmsum sviðum að neýslan fari minnkaridi og hætt er við að gatið verjð töluVert stærra í reikn- ingsdæmi Alberts en hann hugði. Verður útflutningur á íslenskum tölvufor- ritum að veruleika? „Þekkingin er til staðar, að- eins spurning og sambönd“ „Þessi hugmynd er komin af stað og viðræður að hefjast. Ég hef tal- að við menn úr viðskiptaráðuneyt- inu og við ýmsa þá aðila sem búa til tölvuforrit og það er Ijóst að þekk- ingin er til staðar, en spurningin að- eins um markað og sambönd,“ sagði Jón Erlendsson, forstöðu- maður Upplýsingaþjónustu Rann- sóknarráðs í samtali við Alþýðu- blaðið í gær, en líkur eru taldar á því að á næstu árum geti íslending- ar búið til og flutt út tölvuforrit og þá sérstaklega á þeim sviðum þar sem þekking okkar er hvað mest, t.d. í fiskiðnaði. Jón sagði það of snemmt að spá fyrir um þróun mála í þessu efni, en undirtektir hefðu verið ágætar og fátt annað ógert en að fjármagna verkefnið og útvega markað, sem væri örugglega til staðar. um markað — segir Jón Erlends- son hjá Upplýsinga- þjónustu Rannsóknar- ráðs „Næsta skref er að semja litla bók um þessa möguleika, og þá sér- staklega fyrir þá aðila sem kunna þetta og eru nú að búa til fo'rrit og leysa mál eins og eins viðskiptavin- ar. Gæti hún orðið þessum mönn- um hvatning til að stofna fyrirtæki og hefja útflutning. Eins gæti Há- skóli íslands skapað sér tekju- möguleika með þessu. Möguleik- arnir eru miklir og stendur til að kanna hvort Norræni útflutnings- verkefnasjóðurinn gæti orðið vett- vangur fjármögnunar,“ sagði Jón. Norræni útflutningsverkefna- sjóðurinn var settur á fót að tilhlut- an Norðurlandaráðs 1. júlí 1982, en fulltrúar íslands eru þeir Þórður Friðjónsson og Björn Líndal. JT- Ihaldið hleypir í gegn hcekkun á gjald- skrám sundstaða og dagvistarheimila í borginni: „Á móti hækkunum á sama tíma og þræla- lögin eru í gildi“ — segir Sigurður E. Guðmunds- son borgarfull- trúi Alþýðu- flokksins íhaldsmeirihlutinn í borgarráði, en borgarráð fer með stjórn borgar- innar um þessar mundir í sumar- leyfi borgarstjórnar, samþykkti fyr- ir nokkrum dögum hækkanir á gjaldskrám fyrir. sundstaði í Reykjavík upp á 20% og einnig 10% hækkun á vistgjöldum á dag- vistarheimilum í borginni. Borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, Sigurður E. Guðmundsson, sem á sæti í borgarráði með málfrelsi og tillögurétt, lýsti yfir andstöðu sinni við þessi hækkunaráform; það væri ekki réttlátt að hleypa hækkunum af þessu tagi í gegn á sama tíma og laun fólksins í landinu væru bundin föst og jafnframt væri búið að taka samningsréttinn af launafólki. „Ég er á móti öllum hækkunum á gjald- skrám borgarstofnana á meðan þrælalög ríkisstjórnarinnar eru í gildiý sagði Sigurður E. Guð- mundsson í samtali við Alþýðu- blaðið. „Þessari afstöðu minni og Alþýðuflokksins í Reykjavík hef ég lýst áður og ég áréttaði þessi stefnu- mið á fundi borgarráðs, þegar gjaldskrárhækkanir sundstaða og dagvistarheimila var til afgreiðslu á dögunum" En það voru borgarráðsmenn í- haldsins, Davíð Oddsson, Magnús L. Sveinsson, (formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, sem hef- ur fordæmt þrælalögin) og Ingi- björg Rafnar, sem stóðu að sam- þykkt fýrrgreindra hækkunar- beiðna. Þetta þýðir að umræddar hækkanir koma til framkvæmda 1. september næstkomaridi. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Framsókn- arflokksins sátu hjá. Vekur linkind Öddu Báru Pétursdóttur borgar- ráðsmanns Alþýðubandalagsins nokkra athygli og sýnir í verki hug Alþýðubandalagsins til launafólks, sem hefur mátt þola hverja verð- lagshækkunina á fætur annarri á undanförnum vikum. Það er einnig rétt að geta þess, að félagsmálaráð hafði áður óskað eft- ir 5% hækkun vistgjalda á dagvist- arheimilum, en þegar menntamála- ráðuneytið gaf síðan grænt ljós á 10% hækkun, þá beið félagsmála- ráð ekki boðanna og hækkaði sig upp í 10%. Spurningin er: hvers vegna þótti 5% hækkun nóg í fyrstu, en of lítil þegar svigrúm gafst til meiri hækkunar? í viðtali við Alþýðublaðið sagði Sigurður E. Guðmundsson að það væri sérstakt við þesar hækkunar- beiðnir, að þær ættu rætur að rekja til nýorðinna hækkuna hjá Hita- veitu og Rafmagnsveitu. „Nú er ekki unnt að nota launin sem á- stæðu fyrir gjaldskrárhækkunum, því þau eru bundin föstý sagði Sig- urður. „Nú orsaka hækkanir borg- arstofnana víxlhækkanir; þegar ein hækkar gjaldskrá sína, þá kemur önnur á eftir og verður að fá hækk- un líka til að standa undir auknum kostnaði af hækkun hinnar fyrr- nefndu. Nú gerist þessi keðjuverk- un án tilverknaðs launanna, sem alltaf var kennt um gjaldskrár- hækkanir áður fyrr. Það er athygl- isvert og sýnir og sannar það, að launaþróun er ekki einni um að kenna, þegar leitað er orsaka óð- verðbólgu. Þetta höfum við jafnað- armenn oft bent á og það litla dæmi sem ég hér bendi á, lýsir þeim sann- indum ótvírætt" Sigurður E. Guðmundsson sagði að lokum í viðtalinu, að það yrði að gera þá lágmarkskröfu, að opinber- ar stofnanir hertu sultarólina, eins og almennu launafólki væri gert að gera.“ Það er ótækt að stofnanir geti fengið lítt heftar hækkanir þeg- ar þær eru í fjárþörf, á sama tíma og óskir láglaunafólks til kjarabóta eru kæfðar í fæðinguý sagði Sig- urður. Á umræddum fundi borgarráðs lagði Sigurður E. Guðmundsson á- samt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur hjá Kvennaframboði fram eftir- farandi bókun vegna þessa máls: „Þar sem við erum þeirrar skoð- Enn á ný hefur ágreiningur risið upp innan álversins milli starfs- manna og yfirmanna fyrirtækisins. Fyrir skemmstu náðist samkomu- lag milli þessara aðila um að hætt yrði við uppsögn 35-40 fastráðinna starfsmanna, sem taka átti gildi í næsta mánuði, en nú hefur stjórn fyrirtækisins enn lýst því yfir að fyrirhugað sé að fækka starfs- mönnum kerskálanna um 70-75 í kjölfar tæknibreytinga. Á fundi verkalýðsfélagsins Hlífar sem haldin var með starfsmönnum álversins í fyrradag kom fram megn óánægja vegna framkomu yfir- Nýlega lauk ársfjórðungslegri könnun Félags íslenskra iðnrek- enda og Landssamband iðnaðar- manna á ástandi og horfum í íslenskum iðnaði á 2. ársfjórðungi 1983. Könnunin nær til 73 fyrir- tækja í 20 greinum iðnaðar. Eru fyrirtæki þessi með samanlagt rúm- lega 22% heildarveltu iðnaðar. HELSTU NIÐURSTÖÐUR könnunarinnar er eftirfarandi: Framleiðslusamdráttur var hjá iðnaðinum í heild, en ef ál er undanskilið var nokkur fram- leiðsluaukning. Sigurður E. Guðmundson, borgarfulltrúi unar að opinberar stofnanir eigi að halda að sér höndum um hækkanir á gjaldskrám sínum meðan svo stendur á, að launþegar hafa verið sviptir samningsrétti og aðeins lítill hluti umsaminna launahækkana fær fram að ganga, lýsum við okk- ur andvíg hækkunum á gjaldskrám sundstaða og vistgjaldi á dagvistar- heimili, sem fyrirhugaðar eru.“ manna fyrirtækisins. Að sögn Sig- urðar T. Sigurðssonar, varafor- manns Hlífar, er málið í biðstöðu og lítið hægt að segja í bili. „Það er uppi meiningarmunur þarna á milli um fækkun starfs- manna í einstökum og sérhæfðum starfshópum og teljum við að þeir hafi gengið of langt í þessu, en þeir telja auðvitað að þeir séu að gera hið eina rétta. Um þetta er verið að ræða og ég vona að samkomulag náist fljótlega. Það ætti að verá hægt og hefði getað gerst fyrr, því þetta er í raun lítill ágreiningur, þó aðrir kunna að vísu að telja annað,“ sagði Sigurður. Söluaukning átti sér stað hjá 68% aðspurðra, en samdráttur hjá aðeins 16%. Forsvarsmenn iðnfyrirtækjanna spá aukinni sölu og framleiðslu innlendra iðnaðarvara á næstu 3 mánuðum. Birgðir iðnaðarvara eru lægri en á 1. ársfjórðurigi. Nýting afkastagetu er betri og heildarfjöldi starfsmanna í iðnaði meiri. Áætlaður starfsmannafjöldi iðnfyrirtækjanna er óbreyttur næstu 3 mánuði. Enn er deilt í álverinu: Stjórn fsals vill fækka starfsmönnum um 70-75 Ástand og horfur í iðnaði: Framleiðsluaukning í almennum iðnaði

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.