Alþýðublaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. ágúst 1983 3 Aðalfundur sýslunefndar Norður-ísafjarðarsýslu: Úskar eftir auknu fjármagni til atvinnuuppbyggingar Aðalfundur sýslunefndar Norður-ísafjarðarsýslu var haldinn á ísafirði dagana 28—29.júlí 1983. Á fundinum voru auk sýslumanns, Péturs Kr. Hafstein, sýslunefndar- mennirnir Engilbert Ingvarsson fyrir Snæfjallahrepp, Guðmundur Magnússon fyrir Nauteyrarhrepp, Gunnar Valdimarsson fyrir Reykja- fjarðarhrepp, Baldur Bjarnason fyrir Ögurhrepp og Auðunn Karls- son fyrir Súðavíkurhrepp. Á fundinum var fjallað um hin margvíslegustu málefni. Farið var yfir reikninga sýslusjóðs, sýslu- vegasjóðs, hreppa' sýslunnar og sjóða í umsjá sýslunefndar. Til skoðunar komu ýmis erindi og fjár- beiðnir, og gerðar voru fjárhags- áætlanir bæði fyrir sýslusjóð og sýsluvegasjóð. Atvinnumál sýslunnar voru ítar- lega rædd á aðalfundinum, og á vegum sýslunefndar starfar nú sér- stök atvinnumálanefnd, sem skip- uð er öllum oddvitum sýslunnar. Fundurinn taldi, að verulegt átak þyrfti að gera til þess að efla búskap og nýjar búgreinar, treysta búsetu í sýslunni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulifi. Sýslufundurinn skoraði á sveitarstjórnir, alþingismenn og stjórnvöld að leggja sitt af mörkum til þess, að einstaklingar og félaga- samtök þeirra, sem vilja stofna til atvinnustarfsemi í héraðinu, fái fjármagn til atvinnuuppbyggingar. Sýslunefndin telur brýnt, að stjórn- völd bregðist skjótt við á raunhæf- an hátt til að koma í veg fyrir fólks- fækkun og geri ungu fólki aðgengi- legt að stofna til búsetu í sýslunni, svo að eðlileg kynslóðaskipti geti átt sér stað. Þá var á aðalfundinum nokkuð rætt um þá riðuveiki, sem vart hef- ur orðið í Barðastrandarsýslu, og töldu menn verulega hættu á, að veikin gæti borizt út. Fundurinn skoraði á hreppsnefndir og alla fjáreigendur að vera vel á verði gegn frekari útbreiðslu veikinnar og stuðla að því á allan hátt, að sam- gangur fjár á nærligjandi svæðum sé sem allra minnstur og fé frá Djúpi, sem heimtist sunnan heiða, og fé úr Barðastrandarsýslu, sem heimtist við Djúp, verði skilyrðis- laust lógað. Fundurinn fjallaði um útigang búfiár ob minnti á. að í hinum lane- varandi jarðbönnum og snjóalög- unt á síðastliðnum vetri hefði það átt sér stað, að hross í Nauteyrar- hreppi hefðu sætt slæmri og skeyt- ingarlausri meðferð og hefðu orðið blaðaskrif um málið. Sýslunefndin lítur þessi mál mjög alvarlegum augum og telur þau viðkomandi til mikillar vanvirðu óg hneisu. Sýslu- Iðnsýning 83, sem haldin er í til- efni 50 ára afmælis Félags íslenskra iðnrekenda, hefst föstudaginn 19. ágúst kl. 18.00. Kjörorð sýningar- innar er ÍSLENSK FRAMTÍÐ Á IÐNAÐI BYGGÐ. Sýningin verður yfirgripsmesta innlenda iðnsýningin til þessa, og taka þátt í henni 116 fyrirtæki innan vébanda félagsins og 5 stofnanir. Allt rými í Höllinni er fullnýtt og mörg fyrirtæki sýna á útisvæðinu. Þegar litið er til þess hvernig fyr- irtæki flokkast eftir framleiðslu- greinum kemur í ljós að 19 fyrir- nefndin skoraði á yfirvöld hrepps- ins, sem sjá eiga um jarðargæzlu, hreppsnefndir og hreppstjóra, að sjá svo um, að slíkt endurtaki sig ekki. Sýslunefndin væntir þess, að sýslumaður láti ntálið til sín taka og beiti öllum tiltækiiegum ráðum til þess, að sá ósómi verði kveðinn nið- ur, að hross séu nánast iátin afskipta- og umhirðulaus í vetrar- hörkum og jarðbönnum og falli jafnvel úr hor og harðrétti. Sýs lufundurinn fagnaði því, að unnið hefur verið að bættum sjón- varpsskilyrðum með byggingu nýrra endurvarpsstöðva í sýslunni. tæki eru í tréiðnaði, 19 í málmiðn- aði og 18 í matvælaiðnaði. Undir flokknum vefjariðnaði og fata- framleiðsla eru 15 fyrirtæki, 11 í plastiðnaði, 11 í raf- og rafeindaiðn- aði. Nokkru færri fyrirtæki sýna í pappírs- og prentiðnaði, kemískum iðnaði, gúmmíiðnaði og steinefna- iðnaði. Undir ýmsan iðnað flokk- ast 9 fyrirtæki. Glæsilegar fata- og tískusýningar Fataframleiðendur standa að „íslensk framtíð á iðnaði byggð“: 116 fyrirtæki og 5 stofnanir í hverri smugu í Höllinni og um kring — á Iðnsýningu ’83 Hafrannsóknarstofnun: 3 rannsóknarleiðangrar um fslandsmið í Grænlandshafi I þessum mánuði verða farnir 3 rannsóknaleiðangrar á vegum Haf- rannsóknastofnunar til að kanna útbreiðslu og fjölda fiskseiða á ís- landsmiðum í Grænlandshafi og við Austur Grænland. Með slíkum athugunum fæst fyrsta vísbending um hlutfallslegan styrkleika 1983 árgangs t.d. þorsks, ýsu, loðnu og karfa. í þessum leiðöngrum verða einnig gerðar margskonar aðrar rannsóknir. A tímabilinu 8r26. ágúst mun rannsóknaskipið Hafþór rannsaka útbreiðslu og fjölda fiskseiða í Grænlandshafi og við Austur- Grænland. Þá verða athugaðar uppeldisstöðvar karfans við Aust- ur-Grænland, og ennfremur reynt að mérkja þorsk í því skyni að fylgj- ast með væntanlegum göngum milli Austur-Grænlands og íslands. Leiðangursstjóri á Hafþór er Vil- helmína Vilhelmsdóttir. Á tímabilinu 8r31. ágúst mun rannsóKnaskipið Árni Friðriksson kanna útbreiðslu og fjölda seiða og ástand'sjávar við Suður^ Austur- og Norðausturland. í þeím leiðangri verða einnig gerðar magnmælingar á kolmunna og er það framlag ís- lendinga til alþjóðlegra rannsókna á stærð kolmunnastofnsins í norð- austanverðu Atlantshafi. í leið- angrinum verður einnig könnuð út- breiðsla og fjöldi síldarlirfa er klak- ist hafa út við Suðurströndina eftir hrygningu sumargotssíldarinnar ís- lensku. Síðast en ekki síst er það eitt af verkefnum þessa leiðangurs að kanna útbreiðslu og mergð loðnu, út af Norðausturlandi og austan- verðu Norðurlandi allt norður und- ir 69. breiddarbaug. Leiðangurs- 'stjóri á Árna Friðrikssyni er Sveinn Sveinbjörnsson. Þriðji leiðangurinn verður farinn á Bjarna Sæmundssyni dagana 15r 31. ágúst. Þá verður hafsvæðið út af vestur, norðvestur og vestanverðu Norðurlandi kannað. Auk rann- sókna á fiskseiðum verða stund- aðar umfangsmiklar sjórannsókn- ir, dýrasvif verður rannsakað og síðast en ekki síst lögð mikil áhersla á mælingar á loðnustofninum. Leiðangursstjóri verður Hjálmar Vilhjálmsson. I slíkum leiðangri sem farinn var fyrir ári síðan tókst í fyrsta skipti að mæla hve mikið var af eins árs gamalli loðnu hér við land og verður þetta reynt aftur. Ekki er enn komin reynsla á þessar mælingar á ungloðnunni en ef vel tekst til myndu slíkar mælingar gera Hafrannsóknastofnun kleift að leggja fram tillögur um leyfileg- an hámarksafla af loðnu miklu fyrr en unnt hefur verið hingað til. Þá verður einnig reynt að mæla hve mikið er af eldri loðnu norð- vestur og norður af landinu enda þótt ágústmánuður sé ekki talinn henta vel til slíkra rannsókna. ís- lensku rannsóknaskipin munu því kanna útbreiðslu og mergð þeirrar loðnu allt norður undir 69. breidd- arbaug en þar fyrir norðan mun norska rannsóknaskipið G.O. SaFs gera samskonar mælingar allt norð- ur fyrir Jan Mayen. Þá mun fær- e.yska rannsóknaskipið Magnús Heinason kanna djúpslóð norð- austur og austur af landinu. Sam- eiginlegar niðurstöður allra þessara rannsóknaleiðangra munu liggja fyrir í fyrri hluta septembermánað- ar eða fljótlega eftir að leiðöngrun- um lýkur. Fyrirhugaðar leiðarlínur rarlnsóknaskipanna eru sýndar á meðfylgjandi mynd. í þessum mánuði er r.s. Dröfn við rannsóknir á hörpudiski sem bein- ast að því að áætla stofnstærð og veiðiþol á miðunum i Breiðafirði og Norðanlands. Selarannsóknir verða einnig stundaðar og reynt verður að merkja lrrefnu. Leiðangursstjóri er Hrafnkell Eiríksson. Fundurinn lýsti ánægju sinni yf ir því, að sjálfvirkt símasamband er að komast á við Inn-Djúp. Hins vegar taldi fundurinn, að ýmsar framkvæmdir á vegum Póst- og símamálastofnunarinnar reyndust óþarflega kostnaðarsamar og lagði áherzlu á, að heimamenn yrðu í ýmsum tilvikum fengnir til að taka að sér verkefni. Þá skoraði fundur- inn á samgönguráðherra að sjá svo um, að allir notendur innan síma- svæðis 94 verði í einu og sama gjaldskrársvæði. Þá tók sýslunefndin til ítarlegrar umfjöllunar málefni hins nýja sjúkrahúss og heilsugæzlustöðvar á Isafirði, sem sýslan á aðild að. Formaður byggingarnefndar sjúkrahússins, Sigurður J. Jóhannsson, kom á fundinn og gerði glögga grein fyrir stöðu bygg- ingarframkvæmda, sem nú liggja í láginni vegna fjárskorts. Sýslu- nefndin samþykkti að verja veru- legum hluta ráðstöfunarfjár síns á árinu 1983 til sjúkrahússins og heilsugæzlustöðvarinnar. Það er eitt brýnasta hagsmunamál ísa- fjarðarsýslu nú um stundir, að byggingarframkvæmdum ljúki sem fyrst og starfsemi sjúkrahúss og heilsugæzlustöðvar á ísafirði geti komizt í rétt horf og leitt til aðkall- andi umbóta í hvers konar heil- brigðisþjónustu. Sýslunefndin ræddi um samein- ingu sveitarfélaga og ítrekaði fyrri áskorun sína til félagsmálaráðu- neytisins um forgöngu fyrir samein- ingu Sléttuhrepps hins forna og Snæfjallahrepps. Bent var á, að með aukinni mannvirkjagerð og sívaxandi ásókn ferðamanna í frið- landið á Hornströndum sk'apist æ brýnni þörf á virkum umráðum og stjórn kjörinnar sveitarstjórnar á þessu landsvæði, en hún er nú engin, enda Sléttuhreppur i eyði. Sýslunefndin t'elur hagsmunum Norður-ísafjarðarsýslu stefnt í tvísýnu, ef það dregst ntjög á lang- inn við þessar aðstæður, að kjörin sveitarstjórn fari með málefni Slétuhrepps hins forna undir lögbundnu eftirliti sýslunefndar. daglegum fata- og tískusýningum í samvinnu við sýningarstjórn. Þetta verða glæsilegar og íburðarmiklar sýningar er fara fram á sérsmíðuð- um palli er gengur fram af áhorf- endastúkunni gegnt aðalsviði Hall- arinnar. Milli 30-35 manns hafa fastan starfa við sýningarnar, en á- ætlað er að halda 2-3 tískusýningar dag hvern meðan sýningin stendur. Kynningarafslættir I matvæladeildinni í anddyri Hallarinnar gefst gestum tækifæri á að smakka á hverskonar réttum og kaupa varning með kynningar- afslætti. Kynntar verða ýmsar nýj- ungar og bakarí verður í fullum gangi meðan sýningin stendur. Verið að „æfa“ vélmenni Ljóst er að sýningin verður kröft- ug, lífleg og afar fróðleg. Flestir ættu að finna þar margt við sitt hæfi. Þeir sem áhuga hafa á hvers- konar innréttingum og húsbúnaði fá margt að skoða. Áberandi verður hverskonar tölvubúnaður og nú er verið að „æfa“ vélmenni (róbot) sem setja mun skemmtilegan svip á sýninguna. Þarna getur einnig að líta innlenda fiskibáta, skemmti- báta og hraðbáta, sumarhús, kúlu- hús- og leiktæki svo eitthvað sé nefnt. JC Vík, Reykjavík hefur tekið að sér rekstur veitingasölunnar á Iðn- sýningunni og verður þar boðið upp á ýmsar nýjungar, t.d. rétti sem aldrei áður hafa sést á íslenskum matseðlum. Verðinu mun verða stillt mjög i hóf, en áhersla verður Iögð á fljóta og góða þjónustu og notalegt andrúmsloft, þar sem sýn- ingargestir geta hvílst og notið góðra veitinga. Inngangseyri verður mjög í hóf stillt, kr. 100r fyrir fullorðna og kr. 40r fyrir börn (6-12 ára). Sýningin verður opin frá kl. 15.00 til 22.00 á virkum dögum og frá kl. 13.00 til 22.00 um helgar en sýningarsvæð- inu verður lokað kl. 23.00 hvert kvöld. Formaður sýningarnefndar er Ágúst Valfells, en framkvæmda- stjóri sýningarinnar er Bjarni Þór Jonsson. Auk þess eru í sýningar- stjórn þeir Björn Kristinsson, Guð- mundur Sigurðsson, Kristinn Guð- jónsson og Steinar Berg Björnsson. Hönnuður sýningarinnar er Gunn- ar R. Bjarnason og Auglýsingastof- an Argus sér um auglýsingar og kynningarmál. Heilbrigöisf ulltrúi Tvær stööur heilbrigöisfulltrúa viö Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis eru lausar til umsóknar. Laun samkv. kjarasamningi starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Ummenntun, réttindi og skyldurferskv. regluqerönr. 150/1983. Æskilegt er aö umsækjendur hafi lokið háskólaprófi í heilbrigöiseftirliti eöa hafi sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf sendist undirrituöum, sem ásamt framkvæmdastjóra heilbrigöiseftirlitsins veitir nánari upplýsingar, fyrir 1. sept. 1983. Borgarlæknirinn í Reykjavík Alþýðuflokkurinn: Skrifstofur Alþýðuflokksins eru opnar á virkum dögum frá klukkan 9-17 að Hverfisgötu 8-10, 2. hæð. Símar flokksskrifstofunnar eru: 29282 — 29273 — 29244. Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.