Alþýðublaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 17. ágúst 1983
—RITSTJÓRNARGREJN-------------------------
Tragíkómedía íhaldsins:
Leitin að nýjum
Framhaldssagan um formannshallærið í Sjálf-
stæðisflokknum virðist engan endi ætla að taka.
’ Nú er enn á ný að hefjast kapítuli í þessari tragí-
komedíu sjálfstæöismanna. Landsfundur er fram-
undan og saumnálarleitin er hafin í heystakknum.
í síðasta kafja gerðist þetta: Geir stóð veikt og
vildi hætta. Enginn úr hans klíku virtist h^fa bol-
magn til aö taka upp merkiö og vinna sigur i for-
mannskosningu á landsfundi. Grípa varð til neyö-
arúrræðis; Geir varö að halda áfram. Aðrar klíkur
vildu þó ekki játast undir áframhaldandi forystu
Geirs og Gunnarsgengiö puntaöi upp á Páima og
bauð hann fram. En Gunnar var óvinsælli en Geir
og Pálmi tapaöi. Geir vann enn einn Phyrrósarsig-
urinn. Sjálfstæöisflokkurinn í flakandi sárum eftir
sem áður.
Þetta geröist á síöasta landsfundi. Varlega ber
,aö spá nokkru um atburði næstu mánaða í leit
sjálfstæðismanna að hæfum formanni. Eins og
áður munu sennilega margir telja sig hinn eina
sanna'kandídat, en vandinn er að finna stuðnings-
menn.
Fregnir herma að enn og aftur sé Geir þeirrar
skoðunar, aö nú sé hans timi liöinn; hann eigi að
hætta. En sþurningin er: fær hann að hætta? Um
margra ára skeið hefur gremja fariö vaxandi með
forystu Geirs í flokknum og menn legið honum á
hálsi fyrir eitt og annaö, sem misfarist hefur á
flokksvettvangi. Þessar gagnrýnisraddir hafa þó
snarlega þagnað, þegar lýst hefur verið eftir hug-
myndum að nýjum formanni, sem nyti almenns
trausts sjálfstæðisfólks. Þá yppta allir öxlum og
lýsa uppgjöf.
Kandidatar eru nefndir tii sögunnar, en flestum
hafnað jafnóöum aftur. í dagblöðum nýlega hafa
veriö birt nöfn Friðriks Sóphussonar varafor-
manns flokksins, Þorsteins Pálssonar þingmanns
og fyrrum talsmanns Vinnuveitendasambandsins
og einnig hefur nafn Birgis ísleifs Gunnarssonar
boriö á góma.
Það vekur athygli, þegar þessir þrír eru nefndir,
aö allt eru þetta fallkandídatar til ráðherrastóla í
ríkisstjórn Steingríms. Þessir þrír — Friðrik, Þor-
s
steinn og Birgir ísleifur —- sóttust allir eftir ráö-'
herrasæti í ríkisstjórninni; þingflokkurSjálfstæðis-
flokksins hafnaði þeim og valdi aðra.
Á hinn bóginn er lítill spenningur meöal al-
menns flokksfólks fyrir því, að einhver núverandi
ráðherra Sjálfstæðisflokksins gegni formennsku
fyrir flokkinn. Þeir eru taldir eiga nóg með sitt í
óvinsælli ríkisstjórn.
Litt hefur greiðst úr hnútunum og flækjunum inn-
an Sjálfstæöisflokksins, þótt Gunnar Thoroddsen
— skelfir Geirsarmsins — sé nú að mestu horfinn
af sjónarsviðinu. En þrátt fyrir brottför Gunnars úr
hringiðunni, þá er talið aö áhrifa hans muni samt
sem áöur gæta verulega á landsfundinum í haust.
Gunnarsmenn hafi enn hendur á ýmsum áhrifa-
miklum þráðum í flokkskerfinu.
Leitin að nýjum formanni hefur staðið árum sam-
an hjá sjálfstæðismönnum. Hún stendur enn yfir.
Ekkert bendir til þess að hún beri árangur á næstu
mánuðum. Sjálfstæðismenn gætu því aiit eins
gengið út af landsfundi sínum næsta haust með
sama formannsvandamálið og áður.
- GÁS.
eSt. Jósepsspítali
Landakoti
Lausar stöður
Stöður hjúkrunarfræðinga til eftirtalinna starfa:
Skurðstofa — Stöður hjúkrunarfræðinga með sér-
nám.
— staða hjúkrunarfræðings, námsstaöa.
— staða á augnskurðstofu fyrir hjúkrunarfræöing,
sem áhuga hefur á sérnámi í augnskurðstofuhjúkrun.
Gjörgæsia — staða hjúkrunarfræðings á fastar næt-
urvaktir,
Staða fóstru eða starfsmanns til starfa við:
Dagheimilið Litlakot, aldur barna 1-2V2.
Staða ræstingastjóra viö spítalann er laus til um-
sóknar. Æskilegt að umsækjendur hafi einhverja
reynslu í skipulagningu og mannaráðningum.
Umsóknarfrestur til 1. október.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarfor-
stjóra milli kl. 11-12 og 13-15, í síma 19600.
Reykjavík 12. ágúst 1983
Skrifstofa hjúkrunarforstjóra.
Ráðstefna Sambands Al-
þýðuflokkskvenna á ísafirði
hinn 3. september 1983.
Fundarstaður: Alþýðuhúsið, ísafirði.
Fundarefni: „Launamál kvenna á vinnumarkaðin-
um“.
DAGSKRÁ
Laugardagur, 3. september
Kl. 10.00 Ráöstefnan sett: Kristín Guðmundsdóttir, for-
maður Sambands Alþýðuflokkskvenna.
Kynning þátttakenda.
Hópstarfið um launamálin: Ásthildur Ólafsdóttir,
varaformaður Sambands Alþýðuflokkskvenna.
Launamál kvenna á vinnumarkaðinum: Jóhanna
Sigurðardóttir, alþingismaður.
Hópvinna ef tími vinnst til.
Hádegisverðarhlé.
Kl. 14.00 Hópvinna.
Kl. 15.30 Hópar geri grein fyrir niðurstöðum.
Kl. 16.00 Starfsemi Sambands Alþýðuflokkskvenna. Þátt-
taka vestfirskra Alþýðuflokkskvenna þar í: Anna
Helgadóttir, bæjarfulltrúi, ísafirði.
Kl. "8.00 Sameiginlegur kvöldverður.
Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri: Karitas Pálsdóttir, gjaldkeri Vlf.
Baldurs, ísafirði.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 29282 (Skrif-
stofur Alþýðuflokksins í Reykjavík), 44071 (Gréta Berg Ing-
ólfsdóttir, gjaldkeri SA) og 3664 (Karitas Pálsdóttir, ísafirði).
Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna
__________________________________________________
Samvisku fangar
4
viðurkenna það sem það sér. Það
þolir ekki að Indíánar séu kosnir
fremur en það sjálft. Þetta er eina
raunverulega ástæðan fyrir hand-
töku okkar. Við höfum verið fang-
elsaðir fyrir þann „glæp“ að trúa á
jafnrétti allra manna.
Allir fangarnir þrír þjást af önd-
unarerfiðleikum, og Florencio
Torobeo er að auki sagður mjög
veikur vegna magasárs og nýrna-
veiki sem ágerist við hið lélega fæði
í fangelsinu. — Lagabreytingar sem
nýlega voru gerðar gera kleift að
taka ræktunarland eignarnámi ef
ekki er staðið í skilum með greiðsl-
ur. Þetta þýðir að Julian Choque á
það á hættu að missa sína jörð, þar
sem hann sá ekki ástæðu t.þ.a.
reyna að greiða lán sem hann fékk
stuttu áður en hann var hand-
tekinn, og átti að fjármagna vinnu
hans árið 1982.
Vinsamlegast sendið kurteislega
orðað bréf og biðjið um að þessir
þrír Indíánar Julian Choque
Choquemamani, Florencio Toro-
beo Mendoza og Roberto Ayma
Quispe verði látnir Iausir. Skrifið
til:
President
Fernando Belaúnde Terry,
Palacio Presidencial,
Lima,
PERU.
Á AKREINA-
SKIPTUM
VEGUM
á jafnan að aka
á hægri akrein
Heilsugæslustöð
Miðbæjar
hefur tekiö til starfa í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, viö Barónsstíg.
Inngangur frá Egilsgötu. Sími 25877.
Starfssvæði stöðvarinnar markast af Sóleyj-
argötu, Lækjargötu, Skúlagötu, Snorrabraut
og Hringbraut.
Öllum íbúum svæöisins stendur til boöa
þjónusta stöðvarinnar og veröa þeir skrá-
settir viö fyrstu komu.
Reykjavík, 13. ágúst 1983
Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar.
Nota bene
Lagabreytingafundur F.U.J. í Reykjavík verður hald-
inn fimmtudaginn 18. ágúst að Hverfisgötu 106 A
Reykjavík klukkan 20.
Mætum öll.
Nefndin
Alþýðuflokksfólk
Sveitarstjómarráð og Fræðsluráð Alþýðuflokksins boða
hér með til ráðstefnu í Munaðarnesi, dagana 16r—18. sept-
ember næstkomandi.
Sérstaklega eru eftirtaldir aðilar boðaðir:
Sveitarstjórnarmenn Alþýðuflokksins
Allirþeirersæti eiga í stjórnum, nefndumog ráðum sveitar-
félaga á vegum Alþýðuflokksins.
Stjórnarmenn allra félaga Alþýðuflokksins.
Dagskrá:
Sveitarstjórnarstefnuskrá Alþýðuflokksins.
Flokksstarf.
Frekari upplýsingar verða sendar í sérstöku dreifibréfi til
viðkomándi aðila. Einnig auglýst síðar í Alþýðublaðinu.
Fræðsluráð Alþýðuflokksins
Sveitarstjórnarráð Alþýðuflokksins