Alþýðublaðið - 17.08.1983, Page 4

Alþýðublaðið - 17.08.1983, Page 4
alþýðu- blaöíó Miövikudagur 17. ágúst 1983 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Guðmundsson. Auglýsingasljóri: Áslaug G. Nielsen. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsinar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ámúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Sameinuðu Þjóðirnar helga níunda úratugnum vatninu: „Hreint vatn fyrir alla 1990” Það er ekki lengur hægt að líta á hreint vatn sem óþrjótandi náttúru- auðlind. Samhiiða því sem fólki fjölgar gifurlega, vex eftirspurnin eftir hreinu ferskvatni enn hraðar. Vatnið er hægt að nýta, en ekki tak- markalaust. Afsöltun sjávar er tæknilega möguleg, en ennþá til- tölulega dýrt í framkvæmd. Skortur á vatni getur haft áhrif á okkur öll. Alvarlegir þurrkar og flóð hafa óbætanlegan skaða í för með sér. Sínu alvarlegri er þó hin hraðvaxandi eftirspurn eftir hreinu vatni. Vatnsmagnið á jörðinni er stöðugt, en þegar mannfjöldinn verður tvöfalt meiri en í dag verður nýtingin komin í topp. Auk þess eykst notkun vatns hjá atvinnufyr- irtækjum hröðum skrefum. Vatnsnotkunin er ákaflega mis- mikil á hinum ýmsu svæðum jarð- arinnar. Á meðan heimili í iðnríkj- unum nota á bilinu 1000-1500 lítra af vatni á sólarhring, er notkunin um 5 lítrar á þurrkasvæðum Afr- íku. Þar er vatn auk þess iðulega ó- hreint. Vatnsnotkun í Bandaríkjun- um hefur tífaldast á síðustu 80 ár- um. Áhyggjuefni af aukinni vatns- notkun samhliða gífurlegri fólks- fjölgun hefur orðið til þess að Sam- einuðu þjóðirnar hafa ákveðið að níundi áratugur aldarinnar verði helgaður vatninu. Frá 1981-1990 er ætlunin að sérstakt átak verði gert til að leysa þann vanda sem blasir við. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) áætlar að milli 10 og 25 milljónir manna deyji á hverju ári af völdum sjúkdóma sem rekja má til neyslu óhreins vatns og ófull- nægjandi hreinlætisaðstöðu. Reyndar er talið að um 80% allra sjúkdóma megi rekja til þess. Markmið Sameinuðu þjóðanna er „hreint vatn fyrir alla árið 1990“, en í nóvember 1980 sagði Kurt Wald- heim, aðalritari S.Þ.: „Áratugur vatnsins býður upp á mikla möguleika til að bæta á af- gerandi hátt til langframa lífs- möguleika hundruðu milljóna manna á jörðunni” ,,40 þjófa klúbburinn”: Sænsk skatt- yfirvöld blása til orrustu gegn öflug- um skatt- svikahring Á miðjum áttunda áratugnum á- kváðu sænsk stjórnvöld að hefja á- tak í baráttunni gegn skattsvikur- um og öðrum þeim sem hunsa lög og reglur efnahagslífsins. Settur var á fót sérstakur starfshópur manna úr sjö ráðuneytum og ríkisskatt- stjóraembættið lagði til sína sér- fræðinga. Forsvarsmaður hópsins, Bengt Gustavsson, er ekki ánægður með árangurinn. Hann segir að starfshópurinn hafi takmarkað ráðrúm til að klekkja á þeim sem oft ganga undir nafninu „40 þjófa klúbburinn" í Svíþjóð. „Okkur hefur þó tekist að vængstífa nokkra þeirraþ segir hann, en það hefur komið að litlu gagni því aðrir hafa tekið upp nýjar aðferðir. Áður fyrr var á tiltölulega heiðarlegan, þ.e. löglegan, hátt far- ið framhjá lögunum, en nú er í næstum öllum tilfellum um glæp- samlegt athæfi að ræða. Eiturlyfja- glæpahringirnir eru' nú þarna fremstir í flokki. Sérfræðingar ríkisskattstjóra- embættisins telja að þeir þurfi að ná til útlanda í verkefni sínu, líkt og vestur-þýsk stjórnvöld hafa nýverið gert mögulegt. Og þeir telja að með bættum starfsaðferðum megi ná betri árangri, þar sem talið ér að 7- 8% Iögbrotstilfella nái til um 70- 80% þeirrar heildarupphæðar sem um ræðir. „Óvinur ríkissjóðs númer eitt“ er Karl-Georg Jansson kallaður, tal- inn leiðtogi „40 þjófa klúbbsins". Hann hefur höfuðstöðvar sínar í Sviss. Nú hafa skattyfirvöld gert til hans kröfu um greiðslu á 60 millj- ónum sænskra króna (um 210 millj. ísl. krónur) vegna gervifyrirtækis hans, Agripeta AB. Nafn þessa manns hefur hvað eftir annað kom- ið upp á yfirborðið hjá skattyfir- völdum, hann hefur verið grunaður um allar tegundir skattbrota og margt hefur á hann sannast. En sænsk yfirvöld hafa ekki getað fengið hann brottrækan frá Sviss. Reiknað er með því að ef tekst að klófesta Jansson falli með honum um 20 aðrir skattsvikarar. Ákæru- valdið í Svíþjóð undirbýr nú að- gerðir til að fá stærstu skattsvindl- arana heim frá lúxuslífinu í Sviss, en á meðan bíða skattyfirvöld óþol- inmóð! Hreint vatn er víða hin mesta munaðarvara. Þetta skylti stendur x einu Afríkulandanna: „Aðvörun. Sóun á vatni við þvott eða á annan hátt er lögbrot”. Víða hefur átak verið gert til að nýta vatnið sem best. Á þessari mynd má sjá vatnssöfnunartanka í smíðum. Sameinuðu þjóðirn- ar helga níunda áratugnum baráttuni fyrir því að allir hafi aðgang að hreinu vatni og fullnægandi hreinlætisaðstöðu árið 1990. Samviskufangar mánaöarins hjá Amnesty International: Ákærðir fyrir að hafa „æst til al- menns ófriðar” í bændaverkfalli í Perú — þrír Quechua indíánar, leiðtog- ar smábœnda í Perú, í haldi í tvö ár án þess að mál þeirra hafi verið tekið fyrir Þeir hafa verið í haldi í tæp tvö ár, án þess að mál þeirra hafi komið fyrir rétt. Þeir voru allir handteknir í október 1981, sak- aðir um að hafa stjórnað bændaverkfalli í útjaðri Acomayo í Cuzco héraði. Þeir eru: Julian Choque Choque- mamani 31 árs leiðtogi félags smá- bænda í Acomayo héraði (Provin- cial Peasant Federation of Acom- ayo (FEPCA)), og meðlimur hins kjörna svæðisráðs Pomacanchi þorps, Acomayo; Florencio Toro- beo Mendoza 60 ára stofnandi FEPCA, og leiðtogi smábænda- samtaka Cuzco héraðs og meðlim- ur héraðsráðs Acomayo héraðs; og Roberto Ayma Quispe, smábóndi (campesino). í byrjun voru þeir sakaðir um of- beldisverk, en AI telur að þær ásak- anir hafi ekki við nein rök að styðj- ast. Nefnd á vegum AI fór til Perú 1982 og heimsótti m.a. þá þrjá, þar sem þeir voru í Cuzco Q’enccoro fangelsinu í Perú, (en núna eru þeir í Lurigancho fangelsinu í Lima). Ásökunum var breytt nú í ár þannig að nú eru þeir sagðir hafa „æst til almenns ófriðar" í verkfallinu. AI telur að þeir hafi verið handteknir vegna þess hve þeir standa framar- lega í sveitarmálum og samtökum smábænda, og vegna þess að þeir voru með þeim fyrstu af Quecha smábændum sem voru kosnir í sveitarstjórn Acomayo. Einn þeirra, Florencio, skrifaði AI bréf og lýsir ásökunum á hendur þeim sem hefndaraðgerðum af hálfu hinna hefðbundnu yfirstétta í Acomayo. Hann segir: „Yfirstéttin í Acomayo á erfitt með að viðurkenna þá stað- reynd að smábóndi sem yrkir fjórð- ung hektara af vatnslausu landi og hefur tvær kýr á beit geti orðið ráð- 'gjafi í sveitarstjórn. Fólkið vill ekki Framh. á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.