Alþýðublaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 1
Þriöjudagur 25. október 1983 173. tbl. 64. árg. Gagnmerk ráðstefna Lífs og Lands: Friðar- og öryggismál krufin til mergjar. Hátt á annað hundrað manns tóku þátt í gagnmerkri ráðstefnu samtakanna Lífs og Lands um frið- ar- og öryggismál, sem fram fór að Hótel Borg um helgina. Fjölmörg erindi voru flutt, fyrirspurnir voru margar og umræður fjörugar. Kristinn Ragnarsson, formaður Lífs og Lands, setti ráðstefnuna á laugardagsmorgninum. Séra Gunn- ar Kristjánsson fjallaði um friðar- hreyfingar samtímans, Sigurður Björnsson læknir um kjarnorkuvá og heilbrigði og var það mál manna að það hafi verið fróðlegt og hroll- vekjandi erindi. Prófessor Ágúst Valfells rakti sögur kjarnorkuvíg- búnaðarkapphlaupsins, Albert Jónsson, starfsmaður Öryggis- málanefndar fjallaði um kenning- una um „gagnkvæma fælingu“, sem ógnarjafnvægi stórveldanna er nefnt, Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Öryggismálanefndar flutti mjög gott erindi um afvopnun og stjórnun vígbúnaðar og síðan flutti Þórður Óskarsson stjórn- málafræðingur erindi um stöðvun vígbúnaðar og þær hugmyndir helstar sem fram hafa komið þar að lútandi, um frystingarleiðina, um að stórveldin skuldbindi sig til að beita ekki kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, um hugmyndir Palme- nefndarinnar, um hlutlaus og kjarnorkuvopnalaus svæði og fleira. Eftir hádegið var byrjað á flutn- ingi á tónverkinu „Dona nobis pacern" (gefið okkur frið) eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir fjóra sópran- söngvara og klarinett, við ljóð Pablo Neruta. Var verkinu fagnað vel. Þá flutti Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra ávarp og svaraði fyrir- spurnum. Hann taldi hagsmuna- mál fyrir íslendinga að ratsjár- stöðvar yrðu endurreistar á Vest- fjörðum og Langanesi og einnig kom meðal annars fram í máli hans Framh. á 3. síðu Davíð Oddsson gekk á bak oröa sinna: Hét Björgvin Guðmunds- syni stuðningi í stöðu framkvæmdastjóra BÚR Á borgarstjórnarfundi síðastlið- inn fimmtudag las Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins upp bréf frá Björgvin Guðmundssyni, sem nú er verið að bola frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, þar sem fram kemur, að þegar Björgvin ráðgerði á árinu 1981 að sækja um stöðu fram- kvæmdastjóra BÚR leitaði hann eftir stuðningi Davíðs Oddssonar núverandi borgarstjóra, sem full- vissaði hann um að hann myndi ekki leggjast gegn ráðningunni. Sömu undirtektir fékk hann (þ.e. Björgvin) frá öðrum sjálfstæðis- mönnum í borgarstjórn og jafnvel enn betri undirtektir hjá öðrum forystumönnum sjálfstæðismanna. Sigurður E. Guðmundsson spurði í framhaldi þessu hvort Davíð Odds- son hefði mælt þvert um hug sér fyrir 20 mánuðum síðan, hvort hann hefði i rauninni blekkt Björg- vin Guðmundsson þá til þess að hrekja hann úr starfi siðar. Spurn- ingar sem þessar hlytu að vakna nú, þegar borgarstjóri hefði ákveðið að hrekja Björgvin Guðmundsson úr starfi af pólitiskum ástæðum. Borgarstjórinn Davíð Oddsson gaf engar skýringar á framkomu sinni í þessu máli þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um á fundinum. I bréfi því sem kynnt var á borgarstjórnarfundinum kom m.a. fram, að Björgvin Guðmundsson ræddi áður en hann sótti um stöðu framkvæmdastjóraáárinu 1981 við oddvita þriggja stjórnmálaflokka borgarstjórnar, þar á meðal við Davíð Oddsson oddvita sjálf- stæðismanna í borgarstjórninni. Um þetta segir hann í bréfinu: „Tjáði ég Davíð Oddssyni, að ég vildi ekki segja upp æviráðnu starfi í viðskiptaráðuneytinu og sækja um starf hjá BÚR ef hann legðist á móti því og Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt. Davíð tók sér stuttan um- hugsunarfrest en tjáði mér síðan, að hann myndi ekki „leggja stein í götu mína“ í þessu máli. Sagði hann að þeir sjálfstæðismenn myndu annað hvort greiða atkvæði með ráðningu minni í stöðu fram- kvæmdastjóra BÚR eða sitja hjá. Sömu undirtektir fékk ég hjá öðr- um forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins, er ég ræddi við og raunar enn betri hjá öðrum“. Björgvin Guðmundsson segir enn fremur í bréfi sínu, að vegna þessara góðu undirtekta borgarfull- trúa hafi hann ákveðið að segja upp starfi sínu í viðskiptaráðuneytinu, ekki síst vegna undirtekta þeirra flokksleiðtoga sem hann ræddi við. Sigurður E. Guðmundsson sagði í gær í viðtali við Alþýðublaðið, að menn hlytu að undrast eftirleikinn, þegar þessar staðreyndir væru kunnar. Hvers vegna sagðist Davíð Oddsson ekki myndi leggja stein i Framh. á 3. síðu Frá stofnfundi framkvæmdanefndar um launamál kvenna, Ijósm—GTK Sett á laggirnar í gœr: Framkvæmdanefnd um launamál kvenna Þorkell Bjarnason, hrossarœktarráðunautur: Söluverð útfluttra hrossa hærra en gefið er upp „Ég tel það vitað mál að raun- verulegt verð þeirra hrossa sem seld eru til útlanda er aldrei gefið upp. Öll betri hross eru seld á nokkuð hærra verði en gefið er upp og þar sem ákveðið hlutfall af söluverði á að renna í stofnverndarsjóð er ein- sýnt að töluvert fé fer forgörðum" sagði Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands í samtali við Alþýðublaðið. I Búnaðarriti 1983, sem Búnað- arfélagið gefur út, má lesa í skýrslu Þorkels, um sölu þriggja stóðhesta, að „hæsta verð á pappírnum var kr. 150.000“ Þorkell sagði töluvert um að hestar væru þannig að töluverðu leyti borgaðir undir borðið. „Það hafa að vísu frekar fáir hestar verið seldir hin síðustu ár, svona 3-10 á ári og þetta á kannski ekki við um unga og Iítt þekkta hesta. En betri hestar eru á pappírn- um sagðir hafa verið seldir á t.d. 100.000 kr. meðan raunverulegt söluverð hefur verið 130-150 þús- und. Þetta á ekkert síður við um hryssur en stóðhesta, maður hefur komist í þá stöðu að sjá að uppgefið verð á hryssum sé kannski 30 þús- und krónur, en raunverulegt sölu- verð hefur verið 50-Ó0 þúsund krón- ur. En þetta gerist á bak við tjöldin og erfitt að sanna fyrir víst“ — Þetta bitnar svo á stofnlána- sjóði? „Já, stofnlánasjóður á að styrkja kaup á kynbótahestum sem t.d. annars gætu verið seldir til útlanda, þetta er verndarsjóður gagnvart stofninum. Við verðum að gæta þess að stofninn verði ekki fyrir skaða. 10% af söluverði hryssa og 20% af söluverði stóðhesta á að renna í sjóðinn, þannig að hér er greinilega um þúsundir króna að ræða, fyrir utan svo skattahliðina á málinu. Það er mjög erfitt að stemma stigu við þessu. Útflutningurinn á hrossum hefur breyst töluvert, hér Framh. á 3. síðu í kjölfar ráðstefnu Sambands Alþýðuflokkskvenna um launamál kvenna á vinnumarkaðinum hafa konur þær sem þar stóðu að tillögu um þvcrpólitískt samstarf haldið fundi og í gær var sett á laggirnar Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. í nefndinni munu eiga sæti 18 konur úr öllum stjórnmála- flokkunum, auk þess frá Kvenna- framboðinu í Reykjavík, Kvenrétt- indafélagi íslands, Bandalagi kvenna, Kvenfélagasambandi íslands, Jafnréttisráði, Alþýðusam- bandi íslands, Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, Bandalagi Háskólamanna og Sambandi íslenskra bankainanna. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður stýrði fyrsta fundi fram- kvæmdanefndarinnar. Sagði hún í samtali við Alþýðublaðið að tvær konur væru byrjaðar að safna upp- lýsingum og gögnum um launamis- réttið og væri ætlunin að eftir 4—6 vikur yrði gefinn út bæklingur. „Ég vænti mikils af starfi nefndar- innar, það hefur verið svo að kraft- ar kvenna hafa dreifst um of mikið og því ekki skilað tilætluðum árangri. Þannig er framkvæmda- nefndin hugsuð fyrst og fremst sem leið til að ná breiðri samstöðu um aðgerðir sem skila raunverulegum árangri". Nú var um helgina á ráðstefnu í Gerðubergi stofnfundur útivinn- andi kvenna, það var ekki á vegum ykkar hóps...? „Stofnun þessa hóps nú um helg- ina sýnir að það er ríkjandi mikill áhugi á þessu málum víða í þjóð- félaginu og því ber að fagna. Engu að síður kom þessi stofnfundur mér nokkuð á óvart því aðstandendur þessarar ráðstefnu um helgina vissu að stofnuð hefði verið þessi fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna og Kvennaframboðið i Reykjavík, sem aðallega stóð að þessari ráðstefnu á fulltrúa í nefnd- inni. Ég legg áherslu á að við dreif- um ekki kröftum okkar því það er megintilgangurinn með hinni víð- tæku samstöðu sem náðst hefur með skipan framkvæmdanefndar- innar að virkja baráttukraft sem flestra kvenna sameiginlega, til að ná árangri í að uppræta launamis- réttið. Ég geri mér góðar vonir um að við getum unnið sameiginlega að þessum málum og góð samvinna og samráð takist milli framkvæmda- nefndarinnar og þessa nýja starfs- hóps sem komið var á fót um helg- ina“, sagði Jóhanna. Framkvæmdanefndin hefur skipt með sér störfum og munu þrír starfshópar vera í gangi. Einn hópurinn sér um útgáfumál, fjár- öflun og tengsl við fjölmiðla, annar sér um tengsl við vinnustaði og verkalýðshreyfingu um samstöðu kvenna í kjarasamningum, sem og tengsl við landsbyggðina og hinn þriðji sér um að skipuleggja að- gerðir. Framkvæmdanefndin fjall- ar síðan um tillögur nefndanna og samræmir. Alþýðubandalagið til í óbreytt ástand varnarmája? Á ráðstefnu samtakanna Lifs og Lands um friðar- og öryggis- mál sat Ólafur Ragnar Grímsson fyrir svörum fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins. í máli hans kom meðal annars fram, að ef tækist að koma „fryst- ingar“—leiðinni í framkvæmd væri hann fyrir sína parta að minnsta kosti reiðubúinn til að „frysta“ núverandi fyrirkomulag í varnarmálum Islands, það er óbreytt ástand. Alþýðublaðinu er ekki kunnugt um hvort fleiri aðil- ar úr forystu Alþýðubandalagsins eru á sömu skoðun og Ólafur Ragnar, en engu að síður hlýtur þetta að teljast með sögulegri yfir- lýsingum. Ólafur Ragnar Grímsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.