Tíminn - 29.01.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.01.1967, Blaðsíða 1
23. tbL — Laugardagur 28. janúar 1967 — 51. árg. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Sýning iðnaðarmanna / _ /■-. / 22 þús. manns RfSBBP í fangageymslu f i ' í gær var opnuð á vegum Iðn- aðarmannafélags Reykjavíkur sýn ing í máli og myndum í tilefni af 100 ára afmæli félagsins 3. febr. n.k. Sýning þessi er til húsa í samkomusal Jðnskólans, gengið inn frá Vitastíg og er hún opin fram til 5. febrúar daglega kl. 17 —22. A sýningu þessari er brugðið upp myndum úr sögu félagsins, sem jafnframt er stór hluti af þróunarsögu Reykjavikur. Þannig réðst Iðnaðarmannafélagið í það stórvirki árið 1896 að reisa Iðnó, og 10 árum síðar Iðnskólann við Lækjargötu. Félagið átti mikinn þátt í byggingu Iðnskólans á Ekála vörðuholti. Á sýningunni sem nú stendur yfir í Iðnskólanum eru meðal annars margar myndir tengdar iðnaðarmönnum og Iðn- aðarmannafélaginu, og meðal þeirra var þessi, sem hér birtist af Miðbæjarbaroaskóíanum í smíð um, sem þótti mikið mannvirki á sinum tíma, og stendur reyndar vel fyrir sínu enn þann dag í dag. 3 GEIMFARAR STIKNA SITJANDI í GEIMFARt NTB-Kennedyhöfða, laugardag. í gærkvöldi að staðartíma varð sá atburður í geimrannsóknastöð Bandaríkjamanna á Kennedyhöfða á Floridaskaga, að þrir banda- rískir geimfarar fórust í eldsvoða á einum skotpallanna þar. Geim- fararnir hétu, Virgil Grissom, 39 ára gamall, Edward White, 35 ára og Roger Schaffee, 31 árs að aldri. Geimfararnir voru spenntir fastir í sæti sín í geimfarj tilbún- ir til æfinga í sambandi við fyrir- nugaða sendingu Apollo-geimfars á loft þann 21. febrúar n.k. Má segja að geimfararnir hafi hrein- lega stiknað lifandi í hinum ógur- lega hita, sem varð í klefa þeirra, þar sem hreint súrefni var inni. Johnson, Bandaríkjaforseti hefur |vst yfir djúpri sorg sinni vegna liessa hörmulega atburðar. Geimferðin 21 febr. átti að verða fyrsta ferð Chaffee, en félagar hans tveir eru báðir heimsþekktir fyrir afrek sín í geimferðum. Grissom fór fyrstur Bandaríkja- manna tvær geimferðir og White framkvæmdi fyrstu „geimgöngu“ bandarísks geimfara. Atburðurirjn varð á sama tíma jog Johnson, Bandaríkjaforseti og 60 erlendir sendifulltrúar héldu upp á undirritun samningsins um friðun geimsins. Er Johnson var | tilkynnt um slysið sendi hann þegar frá sér yfirlýsingu, þar sem lýst er harmi hans og banda- rísku þjóðarinnar yfir því, að þrír fræknir menn hafi farizt á svo hörmulegan hátt við störf sín' í þágu þjóðarinnar. — Við syrgjum þennan mikla missi okkar og hugar okkar dvelja hjá aðstandendum hinna ungu manna, sagði Johnson. Yfirstjórnin á Kennedyhöfða, gaf fyrst skipun um, að lík geim- faranna skyldu ekk: fjarlægð fyrr en fram hefði fiarið ýtarleg ra;.n sókn á eldsvoðanum. Eft ’ö klukkustunda rannsóknarstarf sér- fræðinga voru líkin leyst úr sætis- ólunum. Talið er, að geimfararnir hafi látizt samstundis og ekki tek- ið eftir, að ekki var allt með felldu. Geimfararnir höfðu súrefn Framhald a bls. 15. á þremur árum KJ-Reykjavík, laugardag. Fólki finnst það kannski ótrú- legt þegar sagt er frá þýi að 22-385 manns hafi verið tekið úr umferð og „settir inn“ í fanga- geymslur lögreglunnar í Reykja- vík á s.l. þrem árum. Þetta er geigvænleg tala, og til jafnaðar hafa 21 eða þar um bil gist í fangageymslum lögreglunn- ar á sólarhring. í þessu sambandi er vert að gefa þess að á árinu 1964 gistu tæp átta þúsund manns hjá lögreglunni en á s.l. ári tæp sjö þúsund. í mörgum tilfellum er það sama persónan sem gistir hjá lögreglunni aftur og aftur, og dæmi eru þess að kvenpersóna nokkur hafi gist að jafnaði aðra hverja nótt hjá lögreglunni, en kvenmanni þessum hefur nú verið ftaút Vellinum \ án leyfís ICI-Reykjavík, laugardag. Hjá lögreglustjóraembættinu á Keflavíkurflugvelli er nú í rann sókn mál, vegna stórrar jarðýtu í eigu varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, sem lánuð hefur verið í sandnám í Höfnum, án vitundaf yfirvalda á Keflavíkurflugvelli og án vitundar Varnarmálanefndar. Er’ talið að vél þessari hafi verið komið út af Vellinum nokkrum sinnum til notkunar í sandnáminu, en allavega var komið með hana þangað í gær, og var hún þar í morgun greinilega merkt hernum eins og öll áhöld og tæki á hans vegum. Rannsókn þessa máls er rétt að hefjast, og lítið annað hægt að segja um það á þessu stigi. komið úr landi til dvalar á heimili fyrir drykkjusjúklinga í Noregi. Að yísu er það margir sem lög- reglan verður að geyma í geymsl- um sínum vegna sérstakrar beiðni frá aðstandendum, vegna geðveikl, þjófnað^r og annarra slíkra hluta, en þá kemur á móti áð oft er mönnum ekið heim til sín, sem annars ættu að gista hjá lögregl- unni, vegna plássleysis eða ann- ars. Þetta er gatið á peningaskáp Síldarverksmiðja ríkisins á Seyðis firði, sem þjófur skar á skápinn í fyrri viku og liafði síðan á brott með sér úr skápnum og peninga- kassa verðmæti að upphæð í kring um 120 þúsund krónur. Skera | varð skápinn upp með logs: 5u- tækjum til þess að komast inn í hann eftir þjófinn, og er gatfð, því aðeins stærra á eina hliðina, en eftir þjófinn var það í kring- um 16x23 sentimetrar að stærð. I (Tímamynd I.H.) Hvassviðri um sunnanvert landið: VIKINGASKIP STJORNLAUST I FRDARKOFK I FIB-Reykjavík, laugardag. i Mikið hvassviðri liefur verið um allt sunnanvert landið í gærk. iildi nótt og morgun, Klukkan itta í morgun voru 13 vindstig á Stór- höfða og um tíma voru þar 14 vindstig, eða fárviðri. Klukkan 11 í morgun hafði heldur Iægt, og var þá vindhraðinn kominn 'ður í 12 vindstig-’ Herjólfur, sem lá við Básaskersbryggju í Eyjur. í gær slitnaði upp og lagði t 1 ankeri úti á höfninni, og er það heldur óvenjulegt, nema veður sé einstaklega vont. i Vfkingaskipið, sem frægast hef- ur orðið fyrir þátttöku sína í kvik- myndinni Sigurður fáfnisbani, og veriið hefur í Vestmannaeyjum síðan kvikmyndatökunni .auk í haust slitnaði einnig upp jg sigidi mannlaust inn i Friðarhöfn hálf fullt af sjó, og mun það nu vera heldur illa á sig komið. Fréttaritarinn i Vík j Mýrdal sagði í dag, að þar hefðu verið 10 og 11 vindstig í nótt. Rafniagn- ið fór þar um stund í gærkvöldi, en kom fljótlega affur. Símasam- bandslaust er austud yfir' Mýrdais- sand, en ekki fafið að kanna enn. hverju það sætir, enda |veðrinu varla tekið að slota. Fréttaritarinn i Skógum u'idir Eyjafjöllum sagði, að geysilegy o- veðu^ hefði verið (i gærkvöldi cg nótt og allt lauslegt fokið, en engar skemmdir hefðu orðið a mannvirkjum, að því er bezt væri vitað. Símasambandslaust er tra Skógurp og austur í Vík. Tölu- verð úrkoma var samfara bessu hvassviðri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.