Tíminn - 29.01.1967, Side 8
8
TÍMINN
SUNNUDAGUR 29. janúar 1967
:
S
Tíminn heimsækir öldutúnsskóla í Hafnarfirði:
ÞAR ERU BÖRNIN SJÁIF
LÁTIN ANNAST KENNSLU
Talsvert hefur verið hnýtt í
hið íslenzka skólakerfi á und-
anfömum árum, og ekki að
ástæðulausu, því að margir,
sem bezt til þekkja eru sam-
dóma um, að það sé um margt
úrelt orðið, og standist ekki
samanburð við það, sem aj-
mennt gerist hjá nágrannaþjóð
unum. Þó hefur ýmissa breyt-
inga í betri átt orðið vart í
seinni tíð, og framsýnir skóla-
stjórar og kennarar háfa leit-
azt við að brjótast út fyrir
hinn þrönga ramma, og tekið
upp nýtizkulegri og lífrænni
kennsluháttu í ýmsum grein-
um.
Barnatími sjónvarpsins hef-
ur sýnt nokkra þætti um
kennsluaðferðir í Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði. Eru börn
in látin skynja liti eftir tón-
um, kynnast æðri tónlist, lát-
in halda fyrirlestra, og þar
fram eftir götunum. Okkur
fannst þetta æði forvitnjlegt
og lagði blaðamaður Tímans
leið sína suður í Fjörð til að
kanna, hvað þarna væri að
gerast.
Nýjungar I lesgreina- og
tónlislarkennslu.
Öldutúnsskóli er annar
tveggja barnaskóla í Hafnar-
firði, og hefur starfað í 6 vet-
ur. Húsakynnin eru björt og
vistleg, eins og yfirleitt í
nýjum skólum, en þau eru ekki
meginatriðið, heldur það, að
innan veggja skólans þrifst
lífrænt og blómlegt starf, sem
þróskar börnin ög kennir þeim
hagnýt vinnubrögð og tækni,
svo að notuð 'séu orð hins unga
skólastjóra Hauks Helgasonar.
Hiann tók á móti blaðamann-
inum á skrifstofu sinni og
greiddi fúslega úr öllum spurn
ingum.
— Við hérna í Öldutúnsskól
anum höfum verið að þreifa
fyrir okkur og kynna okkur
nýjungar í kennsluháttum er-
lendis. Við höfum tekið það
upp, sem okkur hefur bezt
þótt henta hér, og heldið á-
fram sjálfstætt, en við erum
- og skynja liti eftir tónum og
kynnast verkum eldri tónsnilHnga
engan veginn einir um þetta,
heldur hefur þetta verið tíðk-
að í mörgum barnaskólum. En
það, sem einkum hefur verið
lögð áherzla á hér, eru nýj-
ungar í sambandi við les-
greina- og tónlistarkennslu, og
hafa þær gefið góða raun.
Kennarar hér við skólann eru
flestir ungir og mjög áhuga-
samir og sýndu þegar í upp-
bafi mikinn áhuga á að taka
upp annað form við kennslu
lesgreina en almennt hafði
tíðkazt Þeir fóru að þreifa
fyrir sér eftir erlendum fyrir-
myndum og upp á eigin spýt-
ur, og fyrir fáum árum feng-
um við Sigurþór Þorgilsson
til að haida hér námskeið utn
þessi efni, en hann var á sín-
um tíirra"sendur utan af Reykja
víkurborg gagngert til að
kynna sér nýjungar i lesgreina
kennslu.
— í hverju em þesar nýj-
ungar einkum fólgnar?
— Það er erfitt að úrskýra
í stuttu máli, en mikil áherzla
er lögð á að auka námstækni
barna, kenna þeim að nota
hjálpargögn við lesturinn og
tengja íslenzkunámið starfinu
við lesgreinarnar og ■ teikni-
námi. í reyndinni er þetta
þannig, að aðalkennarinn út-
hlutar börnum verkefni í ein-
hverri lesgreinanna, og lætur
nolfkur vera saman um hvert.
Börnunum er þá gert að viða
að sér gögnum um viðkomandi
efni, ekki einungis úr náms-
bókunum sjálfum heldur og
úr ýmsum uppsláttarbókum,
ritum, dagblöðum og fleiru.
Úr þessum gögnum vinna síð-
an börnin alveg upp á eigin
spýtur, skrifa ritgerðir og
teikna tilsvarandi myndir und-
ir handleiðslu teiknikennarans.
Þetta er gert í vinnubækur,
og að tilskildum tíma loknum
eru börnin látin lesa upp úr
vinnubókunum fyrir bekkj-
arféLaga sína, og í lok skóla-
ársins eru þessar bækur sýnd-
ar foreldrum og forráðamönn
um barnanna.
Börnin taka sjálf þátt I
kennslunni.
— Mér er sagt, að þið látið
börnin annast kennsluna sjálf
að einhverju leyti.
— Já við höfum gert tilraun
jr með það. Nokkrir krakkar
eru fengnir til að vinna í sam-
einingu að undirbúningi einn-
ar kennslustundar, til dæmis
í landafræði. Kennarinn kveð- ,
ur á um,' hvaða efni eigi að
taka fyrir, útvegár uppsláttar-
baekur og fleiri gögn um þetta
ákveðna efni, en að öðru leyti
sjá bömin alveg um þetta
sjálf. Þau vinna úr gögnunum
fyrirlestra gera spurninga-
þætti og semja smáleikþætti
um efnið og þetta flytja þau
bekkjarfélögum sínum, sem
hlýða á með athygli, óg punkta
niður hjá sér, það sem þeim
finnst mest um vert. Með þessu
þjálfast börnin mjög í þvi að
setja hugsanir sínar og skoð-
anir fram á létt og lipurt mál,
og hér er enn á ný um að
ræða sameiningu á íslenzku-
og lesgreinanámi því að íslenzk
una notum við jú fyrst og
fremst til að tjá okkur á töl-
uðu máli.
— Er þetta ekki erfitt við-
fangs?
— Nei, alls ekki. Það er
byrjað á þessu strax og les-
greinakennslan er tekin upp í
9 og 10 ára bekkjum og börn-
in taka því eins og sjálfsögðum
hlut. Það, sem aðallega gerir
okkur erfitt fyrir, er skortur-
inn á íslenzkum uppsláttarbók-
um fyrir börn. Við höfum
reynt að notast við danskar
og sænskar bækur, en það er
engan veginn gott, því að börn
in skilja þær illa eða ekki. Ef
halda á áfram með þessa
kennsluaðferðir verður að gera
stórt átak í bókaútgáfu fyrir
börn og unglinga.
— Hafa allir kennarar við
skólann tileinkað sér þessar
kennsluaðferðir?
— Allflestir hafa gert það
í einhverjum mæli, og þetta
fyrirkomulag er bæði notað
við góða bekki og slaka, en
vitaskuld verður að miða verk-
efnin við hæfileika nemend-
anná og getu.
— Hvernig er prófum hag-
að við þessar aðstæður?
— Þetta fyrirkomulag útt
heimtir að kennararnir hafi
mjög frjál&ar hendur með próf
in og' miði þau við það, sem
nemendurnir hafa verið látn-
ir gera um veturinn. Þetta á
þó ekki við um fullnaðarpróf
í stafsetningu og reikningi,
því að þau eru þau sömu í
öllum skólum. Við höfum held-
ur ekki tekið upp neinar nýj-
ungar við kennslu í þeim
greinum.
Söngtímarnir eru vinsælustu
kennslustundirnar.
— Og svo er það tóhlistax-
kennslan.
— Já, hún hefur verið á
margan hátt nýstárleg hér við
skólann, einkum hvað snertir
kynningu á æðri tónlist. Við
erum svo heppinn að hafa
hér við skólann frábæran tón-
listarkennara, sem hefur vak-
ið svo mjög tónlistaráhuga hjá
börnunurq, að söngtímar eru
líklega vinsælustu kennslu-
stundirnar. Ég var einu sinni
að furða mig á því, hvers
vegna þeir krakfear, sem voru
að fara í söngtíma, voru alltaf
fyrst í röðina eftir frimínút-
ur. En skýringuna fékk eg
hjá þeim, jú, söngkennarinn
hafði sagt, að ef þau værtt
ekki fljót að koma sér í röð-
ina, fengju þau ekki að hlusti
á tónverk í söngtímanum.
Þetta mundi eflaust mörgum
þykja ótrúlegt. Ýmsir foreldr-
ar hafa sagt mér, að 7—8 ára
gömul börn þeirra kannist við
tónverk, sem flutt eru í út-
varpi, enda þótt sjálfir hafi
þeir aldrei heyrt þau.
Hugmyndina um að skynja
liti eftir tónum fékk ég úr
sænsku skólablaði og var svo
heppinn, að fá til mín einmitt
um þær mundir mann, sem
bæði var menntaður teikni-
og tónlistarkennari. Þessi að-
ferð hefur gefið góða raun og
margar Ijómandi skemmtileg-
ar myndir hafa krakbarnir
gert undir áhrifum af tónlist.
Mig langar tii að taka það
fram, að við höfum notið góðs
skilnings bæjaryfirvaHanaa
varðandi kaup á tækjum og
fleiru, sem hefur gert okkur
kleyft að taka upp þessar rý-
stárlegu kennsluaðferðir.
Kennurunum hefur verið búin
prýðileg aðstaða til að nýta
sem bezt hæfileikia sína, krafta
og kunnáttu. Þeir eru yfirieitt
allir frábærlega áhugasamir í
starfinu.
Þau vilja gjarnan leggja á sig
aukavinnu.
Að lokum þessum fróðlegu
viðræðum við Hauk Helgason
skólastjóra, ræddi bLaðamaður
stundarkorn við Kristínu
Tryggvadóttur kennara, en
hún hefur mjög tileinkað sér
hina nýju aðferðir við les-
greinakennsluna.
— Hefur þetta kennsluform
ekki í för með sér mjög mikla
aukavinnu fyrir bömin?
— Jú, að sjálfsögðu, en þau
eru áfjáð í þetta sjálf. Þau
hafa ekki fyrr lokið stóru verk-
efni en þau biðja um það
næsta.
— Hversu mörg verkefni
eru að meðallali á vetri?
— Það er nokkuð misjafnt
Öldutúnsskóli I Hafnarfirðl.