Tíminn - 07.02.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1967, Blaðsíða 1
V Gerizt áskrifendur Tímanum. síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. DREGUR BRATT TIL ALVARLEGRA ATAKA MILLI RUSSA OG KINVERJA! Neyða mæður með kornbörn til að krjúpa fyrir Mao og Stalín! Snorri Hjartarson, skáld, meS silfurhestinn. (Tímamynd GE) Snorri fékk silfurhestinn IÞG-Reykjavík, mánudag. Á sunnudaginn voru bók- menntaverðlaun dagblaðanna veitt í iyrsta sinn. Verðlaunin Snorn og Jóhannes Johannesson, sem smíSaSi silfurhestinn og mun smíSa silfurhestana áfram, en meS nýjum svip á hverju ári. eru silfurhestur, gerður af Jó- liannesi Jóhannessyni. Skulu verðlaun þessi veitt í byrjun árs fyrir beztu bók að áliti gagnrýnenda, útkomna árinu á undan. Greiða gagnrýnendur atkvæði um þetta „ftir ákveðn um reglum. Flest atkvæði að þessu sinni fékk Ijóðabók Snorra Hjartarsonat-, Lauf og stjörnur, og afhenti Ólafur Jónsson, bókmenntagagnrýn- andi Alþýðublaðsins, Snorra Hjartarsyni verðlaunin að út- gefendum, gagnrýnendum, for- mönnum rithöfundasamtaka og ritstjórum viðstöddum. Ólaíur Jónsson, sem var. aðal hvatamaður þess að stofnað var til þessara verðlauna, flutti stutta tölu áður en afhending in fór fram. Skýrði hann frá þvi, hvernig að þessum bók- menntaverðlaunum væri staðið og lýsti þeim reglum um þau giltu. Þá las hann upp úrslit atkvæðagreiðslu. Átta bækur hlutu atkvæði við fyrstu atkvæðagreiðslu og hlutu tvær bækur langflest at- kvæði, Lauf og stjörnur, eftir Framhald a bls. 14- NTB — Peking, mánudag. Öskrandi múgur Kínverja neyddi í dag sovézkar konur með korna- börn í fangi, til að knékrjúpa fyrir stórum myndum af Mao Tse-tung, Lenin og Stalin, við inngang flugstöðvarbyggingarinnar í Peking. Til- gangurinn með ofbcldi þessu var auðsýnilega sá að auðmýkja kon- urnar og þar með Sovétstjórnina, eins stórkostlega og hægt er að hugsa sér. Er ekki gott að geta sér til um, hverjar afleiðingar þessi atburöur kann að hafa, en svo kann að fara, að til átaka dragi nú milli Kína og Sovétríkjanna. f kvöhl var frá því skýrt á veggspjöldum Rauðra varðliða í Peking, að deildir úr hernum hefðu ráðist með vopnavaldi gegn stuðningsmönnum Maos. Hafi þetta átt sér stað í h^rað- inu Honan, þar sem mdstæðing- ar Maos hefðu beitt vélbyssum og stórskolaliði. Ekki er frá því skýrt, hve margir fórust í þess- um átökum. Þetta er í fyrsta sinn, að opinberlega er skýrt frá vopnaðri árás á stuðnings- menn Maos í Kína. Konurnar, sem urðu fyrir að- kasti Rauðu varðliðanna í Peking voru eiginkonur sovézka sendiráðs starfsmanna í Peking og voru þær í þriðja hópnum, sem fluttur er heim til Moskvu, vegna mótmæla aðgerða Rauðra varðliða við sov- ézka sendiráðið undanfarið. Um leið og fólksbifreiðarnar frá sendiráðinu renndu í hlað flug- stöðvarbyggingarinnar réðist æp- andi múgur að konunum og um- kringdi þær. Margar báru korna- börn í fangi. Til þess að komast inn í bygginguna urðu konui-nar og börnin, alls um 50, að brjóta sér leið eftir þröngum stíg, sem lýðurinn myndaði. Skipti engum togum, að Kínverjarnir neyddu konurnar til að krjúpa á kné fyrir framan stórar myndir af Mao, Len in og Stalin. Líktist þetta einna helzt „Kowtow“ keisaratímans, þ. e. fólk varð að knékrjúpa og hneigja sig svo djúpt, að enni nam við jörð, er hin keisaralega há- tign nálgaðist. Starfsmenn sovézka sendiráðsins og sendiráða annarra Austur-Ev- rópulanda, franski ambassadorinn, Lucien Paye, brezki sendiráðunaut urinn, Donald Hopson, ásamt fleira fólki frá sendiráðum þeirra, reyndu að hjálpa sovézku konun- um, en var hrint í burtu. Starfs- menn fyrstnefndu sendiráðanna gerðu tilraun til að slá hring um konurnar og börnin, en þá var ráðizt á þá með hrottalegum hætti og sumum var misþyrmt. Konunum tókst loks að komast inn í flugstöðvarbygginguna, en þá hindruðu Rauðu varðliðarnir hóp Rússa, þar á meðal eiginmenn kvennanna, í að fylgja á eftir til þess að kveðja. Vegna þessara ó- eirða seinkaði brottförinni um eina klukkustund og má segja, að þessi hópur hafi að því leyti slopp ið betur en 90 manna hópurinn, sem fór til Moskvu í gær, því að hann varð að þíða brottfarar í sex klukkustundir. Framhald a bls. 14- Biskupinn yfir ísiandi, hr. Sigurbjörn Einarsson, rifar i blaðið í dag greinina „í móinn og bláinn". 5JA BLS. 9 KAPPHLAUPH) VIÐ RUSSA ORSÖK APPOLO - SLYSSIMS? NTB-Kennedy(höfða, mánudag. Bandaríkjamenn skáru niður geimferðaáætlun sína, sem átti að slá Rússum ref fyrir rass í kapphlaupinu um scndingu fyrsta mannaða gcimfarsins til tunglsins, og er mögulegt að rekja ; megi orsakir slyssins í tilrauna- | stöðinni á Kennedyhöfða fyrir i nokkrum dögum til þessarar breyt iingar á Apollo-áætluninni, segir í áreiðanlegum heimildum á Kenn- edyhöfða í dag. Staðreynd er, að sleppt var undirbúningst.ilraun, þar sem Ap- ollogeimfar var fyllt með súrefni og síðan látið sæta þrýstingu, ©ft- ir að hafa verið komið fyrir trjónu Saturn-eldflaugar. Enda þótt geimfarið hafi verið reynt sama dag og slysið varð, vai . .ð Frambaid á bls. 14- 4 ANNAÐ HUNDRAÐ MANNS VEÐURTEPPT UM HELGINA Norðurrútan 22 tíma á leiSinni frá Blönduósi til Reykjavíkur —- Sólarhringsvist í sælu- húsinu á HoltavörðuheiSi. — Margir leituðu skjóls í Fornahvammi. — 50 skátar tepptir á Hellisheiði. — Blindhríð í Reykjavík KJ-Reykjavík , mánudag. Á annað hundrað manns teppt- ust í fjallaskálum í nágr ni Reykjavíkur, sæluhúsinu á Holta- vörðuheiði, Fornahvammi, eða lentu í hrakningum um hclgina vegna veðurofsans sem skall á um stóran hluta landsins seinni- hluta laugardagsins og hélzt fram á sunnudagskvöld. Áætlunarbifreið Norðurleiða norðan úi landi var 22 tíma á leiðinni norðan af Blönduósi og til Reykjavikur, þangað sem hún kom um klukkan ellefu á sunnu- dagsmorguninn. Höfðu þá minni bílar mjög tafið ferð áætlunarbif- reiðarinnar á Holtavörðuheiði, en óvenjulega mikil umferð var u.m heiðina þessa helgi. Gunnar Guðmundsson i Forna- hvammi sagði í viðtali við blaðið að rúmlega tuttugu manns hefði leitað gistingar í Pornahvammi á laugai-dagsbvöldið og vár þetta allt fólk á leið norður. Sagði Gunn ar að veðrið hefði skollið á þar um kvöldmatarleytið, en nokkru fyrr upp á Holtavörðuheiði. Guun ar sagði að margir bílar hefðu far- ið framhjá Fornahvammi seinni- partinn laugardag, án þess að Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.