Tíminn - 07.02.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.02.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 7. febráar 1967 Hjálmtýr Pétursson: Hægri handar akstn? paö vakti undrun manna fyrir nokkrum árum, þegar borgar- stjórn Reykjavíkur varð sammála, á einum næturfundi, um það að: stinga sér í Tjörnina, allur hóp-; urinn, fimmtán að tölu. Þ.e.a.s. j sammála um að reisa Ráðhús í| Tjornirni. En almenningsálitið hef ur og mun bjarga Tjörninni, þó, að ævintýrið hafi kostað borgar-' búa 6 milljónir fyrir teikningar, sem aldrei verða notaðar. Því er á þetta minnzt hér, að segja má að álika glópska virðist hafa hent hið háa Alþingi á sl. ári, er meirihluti þess (36 gegn 17) samþykkti, að tekin yrði upp hægri umferð hér á landi nú á næsta ári. Almenningsálitið hafur nú dæmt þessa ákvörðun þingsins þannig, að allir virðast vera á móti breytingunni og geta ekki komið auga á hvaða tilgangi þetta þjónar. Það er vitað, að í heiminum í dag hafa lönd, sem telja 700 milljónir manna vinstri handar umferð og hefur ekki heyrzt, að neinar þessar þjóðir (nema Sví- ar) ætli að breyta umferð sinni, nema við íislendingar, sem teljum aðeins 200 þús. fbúa. Bretlandseyj- ar með sinar ca. 50 milljónir sem eru okkar næsti nágranni munu ekki hafa hug á að breyta til hægri, hafa víst næg verkefni önn ur að glima við. Sérstaða okkar íslendinga er auð sæ hverju mannsbarni, nema e.t. v. meiriíhluta alþingismanna. Við búum hér á eylandi, „langt frá öðrum þj#um,“ fjögra daga sigl- ing til Evrópu og átta til tíu daga sigling til Vesturheims. Um mik- inn bílaflutning ferðamanna að og frá landinu getur því aldrei orð- ið að ræða. Setulið Bandaríkja- hers virðist fara hér allra sinna ferða, svo að ástæðulaust virðist vera að skipta um vegna þeirra, en e.t.v. hefur það verið sjónar- mið Alþingismanna, að verndar- arnir væru eins og heima hjá sér. Mikið er vitnað í Svia vegna breytingu þeirra í hægri umferð. Þar er bara allt annað viðhorf, þeir eru neyddir til þess að breyt.a. Þeir eru umkringdir af löndum með hægri umferð. En íslands-ál- ar eru djúpir og verða seint brú- aðir. Allar umræður um steypta vegi hér á landi um næstu framtíð á langleiðum er fleipur eitt, en ágætt að ræða um fyrir kosn ingar. Jafnvel þó að allt það fé, sein tekið er af umferðinni færi til þess að leggja varanlega vegi kæmumst við skammt, hér verða malarvegir enn um langa framtíð. Milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar eru aðeins rúmir 10 km. A þessum gamla, mjóa vegi er bíla- lest frá morgni til kvölds alla daga og um helgar má vegurinn heita ófær vegna umferðar. Vegna kostnaðar á lagningu þessa veg- arspotta standa ríki og bæjarfé- lögin, sem hlut eiga að máli, ráð- þrota vegna fjárskorts (Vegurinn yfir Kópavogsháls er talinn kosta ca. 70 milljónir). Enginn veit hve- nær hafizt verður handa um að pera fjilförnustu leið landsins ak- færa. Hii. mikla vegaáætlun eru svipaðir loftkastalar og teikningin af Tjarnarráðhúsinu og Engeyjar- höfnin. Við megum á næstu ár- úm þakka fyrir, ef það tekst að gera tvöfaldan veg til Hafnarfjarð ar og að halda vegakerfi landisins í akfæru ástandi. Upphafsmenn þessarar hægri 'jmferðar halda þvi fram, að þessi hreyting kosti ekki nema smá- upphæð, 60—80 milljónir, og þetta eiga bifreiðaeigendur að fá að greiða. Það mun sannast, að þessi útreikningur er fjarri öllu lagi. Reykjavíikurborg ráðgerir að kaupa heilan flota nýrra strætis- vagna, nefna sumir töluna 30 stk. Breyta þarf öllum langferðabílum sem kostar óhemjufé, öllum um- ferðarmerkjum þarf að breyta og ótal m. fl., sem allri þessari breyt- ingu fylgir. Sem sagt talan er Óþekkt stærð hvað kostnaðarhlið snertir, gæti orðið nokkur hundr- uð milljónir. Einhverjum mundi nú finnast, að þessari upphæð væri betur var- ið til þess að koma áfram hálf- byggðum sjúkrahúsum, ^sem verið hafa áratugi í smíðum. í þeim mál imi er slíkt neyðarástand, að veikt fólk verður að senda heim fyrr en æiskilegt væri, til þess að rýma fyr- ir fársjúku fólki og slösuðu. Hvaða ávinning höfum við svo af öllu þessu brölti með umferð- ina? Ekkert nema slysfarir og hörmungar. Nú líður varla sá dag- ur, að ekki séu umíerðarslys, 'hvað mun þá verða, þegar allri umferð hefur verið snúið við að ástæðulausu. Ég skora nú á þjóðina að stöðva þessa framkvæmd og undirbúning ur að söfnun undirskrifta þarf nú strax að hefjast. í vor eru kosningar, auðvelt er að hafa þjóðaratkvæði um málið. Einnig er það mjög lýðræðisleat og á hiklaust að gera, þegar um stórmál er að ræða, sem snerta hvern mann í landinu. Það er auð- velt að greiða um þetta atkvæði um leið og kosið er. Það er mannlegt að gera mis- tök, en stórmannlegt að viður- kenna þau. Vilja nú ekki 60-menn ingarnir við Austurvöll endur- skoða afstöðu sína og taka upp málið að nýju, fyrir það hlytu þeir þakkir aLþjóðar. Ljóðið er mitt móðurmál Det ar sagt: nar vaggarna svartnar nár fröskalet bágnar nar dödsmodet mognar O blandanda strimma! Nar? Nar? (Það er sagt: Þegar vegg- irnir sortna, þegar fræhýðið þrútnar, þegar dauðaþrekið þroskast, ó, geislandi rák! Hve nær? H/venær?). Sé gengið inn í Yliopiston kiikjakauppo (Háskólabóka- iverzlunina), RautatieKirkja- kauppo eða aðra stóra bóka- verzlun í Helsingfors og beð- ið um nýjustu Ijóðabókina eft ir finnlenzku skáldkonuna Sol- veig von Schoultz, þá hristir afgreiðslufólkið aðeins höfuð- ið: „Því miður uppseld!“ — Ljóð þessarar skáldkonu koma samtímis út í Finnlandi og Svi þjóð, og upplögin seljast jafn- an upp á skemmsta tíma í báð- um löndunum. Solveig Segerstrále von Scho ultz er grein af hinum mikla meiði framúrskarandi skálda og annarra listamanna, sem hinn sögufrægi bær, Borgá, hef ur gefið Finnlandi. Hún er fædd árið 1907, afsprengi tveggja gamalla landaðalsætta Finnlands, Segerstrále- og Frosterusættanna, landsþekkt- ar fyrir göfgi andans. Faðir hennar var lektor við lærða skólann í bænurn, Borgá Lyce um, móðir hennar var hinn kunni listmálari, Hanna Frost- erus Segerstrále. Einn bræðra Sbáldkonunnar er prófessor Lennart Segerstrále, einn þekktasti listmálari Finnlands í dag, en hann hefur heigað iíf sitt nær eingöngu kirkju- legri list. Prófessor Seger- strále dvaldist lengi hér á landi fyrir nokkrum árum, þeg ar hann málaði altarismynd Hallgrímskirkju í Saurbæ. Bernskuheimili skáldkonunn ar stendur aðeins steinsnar frá hinni ævafornu, tignarlegu Borgá Dómkirkju, sem talin er fegursta guðshús landsins og hefur að geyma ótal minjar Finnlandssögu. Þetta mikla guðshús drottnar yfir Borgá bæ, bjart á að líta, hreint og traust í línum. Undir bjarg- inu, sem Dómkirkjan stendur á, rennur Borgáin gegnum bæ- inn j mjúkum bugðum, bakk- ar hennar eru viði vaxnir, og þetta fagra svæði með gömJ- um myndríkum fiskimannabúð unum hefur, ásamt öllum eldri hluta bæjarins, verið sett und- ir vernd þjóðmenjalaga Finn- lands: Þetta eru heimkynni skáldjöfursins Runebergs. Solveig var yngst j hópi sjö systkina, en þrátt fyrir það alltaf einmana sem barn, dul og vönust því að fara einför- um og velta fyrir sér gátum tilverunnar: „Ég hef aldrei get að losnað við þessa djúpu ein- manakennd," sagði skáldkon- an nýlega. Úr föðurbúsum tók hún með sér óbifanlega, per- sónulega trú á lifandi guð, þessarar sterku trúar gætir mjög víða í ljóðum skáldsins. Solveig von Schoultz var sem skáld frá upphafi skóluð í hugsanaformi og túlkunarað- ferðum nútíma ljóðlistar, sem Edith Södengran, Hagar Ols- son, Elmar Diktonius, Gunnar Björling ofe Rabbe Enckell ruddu braut í Finnlandi í kringum 1920. Hið abstrakta í túlkun hugsana og kennda, andstæðar myndsýnir, og sú krafa, að viðfangsefnið yrði krufið langt inn í hið áður hulda eðli þess, — allt þetta opnaði Ijóðlistinni nýtt svig- rúm og var í samræmi við þá stefnu 20. aldarinnar að analýs era á nýjan leik alla hluti, endurmeta öll hugtök og verð- mæti, varpa nýju ljósi á hið viðtekna og hefðbundna. Yfir þetta gruflandi viðhorf nútíma ljóðlistar ber Solveig von Schoultz óvenju heillandi ijóð- rænan hjúp j lcvæðum sínum. Ljóð hennar eru fáguð til hins ýtrasta að formi, stuttorð og gagnorð og hafa til að bera Ijósa, hrjfandi hrynjandi Solveig von Schoultz Der lönar sig inte att ta en annan vág olyckan ár listigare án du hon vántar aldrig dár du lamnat henne hon vántar om hörnet altid snabbare án du. Hon ár áldrig kládd som du minnes henne hon ár modeminded har en ny make up. Plötsligt stár hon dár och blinkar át dig. Dá lyfter du pá hatten. Hon tar din arm. (Það er ei ómaksins vert að halda aðra leið, ógæfan er slóttugri en þú, hún bíður þar aldrei, sem þú skildir við hana, hún bíður hinum megin við hornið, ætíð fljótari en þú. Hún er aldrei klædd eins og þig minnir, hún fylgist með tízkunni, ber nýtt make up. Skyndilega stendur hún þarna og deplar til þín augunum. Þá lyftir þú hattinum. — Hún tekur undir arm þér.) Fyrsta ljóðabók hennar: „Stund mín“ kom út í Helsing- fors árið 1940, og siðar komu bækurnar: „Hin hverfa gleði“ (1943), „Bergmál af hrópi“ (1945), „Engi að nóttu“ (1949) „Allt skeður nú“ (1952), „Net- ið“ (1956), „Sólhlaðið" (1959), og „Lát ljós þitt síga“ (1963). Hún tók kennarapróf um tvítugt og hefur alltaf stund- að barnakennslu síðan, og hún segir sjálf: „Mér finnst, að við verðum annað hvort að vera samvistum við börn, dýr eða jurtir til að öðlast skilning á sönnu lífi.“ Hún fékk snamma huga á sálfræði barnsins, og á bernskuárum dætra sinna tveggja, Ursulu og Barböru ritaði 9káldið fjöldamörg at- riði varðandi þróun þeirra i frumbernsku. Þetta efni varð grundvöllur bókarinnar „Dag- arnir sjö“ (1942), sem vakti mikla athygli á Norðurlöndum. í þessari bók er einnig frá- sögnin af flótta skáldsins með dætur sínar undan ógnun Vetr anstríðsins yfir til Svíþjóðar. Hún hefur alltaf verið mik- ill náttúruskoðari og náttúru- unnandi og þarfnast einveru sveitarinnar. Á sumrin dvelst skáldkonan í sumarhúsi þeiiTa hjóna við Nýkarlabæ í Aust- urbotni. Húsið stendur skammt frá sjó, og þama við hafið er öðru fremur skáldatími henn- ar, einnig eiginmanns hennar, tónskáldsins prófessors Erik Bergmanns, sem margir fslend ingar kynntust, þegar hann stjómaði finnska karlakórn- um, Muntra Musikanter, við heimsókn þeirra hér á landi. í ljóðinu „Bara natt“ birt- ist vel hin nærfæma skynjun skáldkonunnar á litrófi og hljómuim norrænnar vornætur, kvæðið er allt í sénn lýtik, hljóðúr dans og músik: Kara, det ar ingen blást. Bara dofter som flyttar frán snár till snár matta mot kváll av sá mycken karlek söker sig bo att somna. Nattvandrarns fackla gungar sitt fjungfáng gulmáran baddar sin sang- halm av myriader stjamor tuvan reder sitt hár odh skakar Ut skuggdoft — kara, det ar ingen blást bara natten som söker sig drömmar. „Ljóðlistin er mitt móður- mál,“ segir skáldkonan óhik- að: „En það er margt, sem ekki er hægt að segja í ljóði, þess vegna hef ég einnig þurft á óbundnu máli að halda.“ Eftir Solyeig von Schoultz hafa inú komið út fimm smásagna- söfn: „Ekkert óvenjulegt" (1947), „Nærri einhverjum“ (1951), „Ansa og samvizkan“ (1954), „Sá blómgunartími" (1958) og „Jafnvel þínir úlf- aldar“ (1965). Um þessar mundir er úrval smásagna hennar að koma út í Finnlandi, og vonir standa til, að nokkrar smásögur eftir Solveig von Schoultz komi út á íslenzbu nú í ár. H.V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.