Tíminn - 07.02.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.02.1967, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. febrúar 1967 TfMINN YFIRLÝSING Yfirlýsing stjórnar Sambands Sveitafélaga í Aai'sturlandSkjör- dæmi út af greinargerð raiforku- málastjórnarinnar í RJíkisútvarp- inu 28. f.m. Vegna greinargerSar raforku málastjórnarinnar, sem lesin var í Ríkisútvarpinu þann 28. f.m., óskar stjórn Sambands Sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi að taka fram eftirfarandi: í greinargerð raforkumáia- stjórnarinnar segir, að nokkurs misskilnings gæti í samþykktum sveitarfélaganna á Austurlancli um skipun þeirrar nefndar, sem starf- að hefur að athugun á raforku- málum Laxársvæðisins og Austur- lands. Síðar í greinargerðinni segir orð rétt: „Þar eð starfsvið nefndar- innar varðaði fyrst og fremst tæknilega og fjárhagslega athug- un á áætlunum um viðbótarvirkj- un f Laxá og áhrif af stækkun orkuveitusvæðisins á virkjunina, var sjálfsagt mál, að fulltrúar frá Laxárvirkjun ættu sæti í nefnd- inni, en á hinn bóginn ekki til- efni til að fulltrúar héraða, eða landshluta ættu þar sæti.“ Þá segir í lok greinargerðar raf orkumálastjórnarinnar orðrétt á þessa leið: „Þegar jafnframt er athugað hversu rækilegar og ná- kvæmar þessar rannsóknir eru, er fjarstæða að halda því fram að hagsmunir Austurlands hafi í þess um efnum verið fyrir borð born- ir.“ Stjórn Sambands Sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi lýsir undr un sinni yfir þessari greinargerð raforkujnálastjórnarinnar sem hún telur tilefnislausa og mjög villandi hvað viðkemur samþykkt- um þeim sem gerðar voru á full- trúafundinum á Egilsstöðum þ. 24. þ.m. Stjórn Sambandsins vill benda á eftirfarandi staðreyndir i þessu máli: 1) . Á fulltrúafundinum á Egils- stöðum mættu raforkumálastjori Jakob Gií'slason og forstöðumaður rafmagnsveitna ríkisins Valgarð Thoroddsen og gerði hvorugur þeirra nokkra minnstu atnuga- semd við tillögur þær sem sam- þykktar voru á fundinum. Eðlilegt hefði þó verið að þeir gerðu fundinum grein fyrir, ef þeir hefðu í raun og veru talið að tillögur fundarins væru byggð- ar á misskilningi. 2) . Tillaga fundarins um að s'kora á raforkumálaráðherra að bæta við tveimur mönnum búsett- um á Austurlandi í nefnd þá sem nú vinnur að athugun á raforku- málum Austurlands og Laxárvirkj unarsvæðisins, var byggð á upp- lýsingum um að nefndin ynni að athugunum í rafmagnsmálum Austurlands jafnhliða rafmagns- málum Laxársvæðisins. í ræðu sem raforkumálaráðherra Ingólf- ur Jónsson flutti á Alþingi í des- embermánuði sl. sagði hann m.a. orðrétt: „Skipaði ráðherra þá nefnd und ir forystu raforkumálastjóra til þess að rannsaka raforkumál Lax- ársvæðisins með hliðsjón af mála- leitun Laxárvirkjunar og þá jafn framt, hvort hagkvæmt kynni að vera að leysa raforkumál Austur- JÖRÐ TIL SÖLU Syðri Knarrartunga og Sel- vellir á Snæfellsnesi, er til sölu og laus til ábúSar í vor. Tilboð sendist til Ólafs Ein arssonar, Austurbrún 2, Reykjavík, sem veitir nán- ari upplýsingar. TIL SÖLU er 4ra herb. íbúð í Klepps holtinu, og 4ra herb. íbúð í Álftamýri. Félagsmenn hafa forkaupsrétt lögum samkvæmt. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. KEFLAVÍK Herbergi til leigu. — Upplýsingar 1 síma 2562, Keflavík. BÆNDUR Til sölu hásingar og frambitar undan vörubílum, 22.“ felgustærð. Tilvalið undir heyvagna. Jón Guðjónsson — Sími 51704. Tilboð óskast í smíði gluggaeininga ytri og innri hurða í anddyri 6 fjölbýlishúsa Framkvæmda- nefndar byggingaáætlana í Breiðholtshverfi. Út- boðsgagna má vitja á skrifstofu vorri gegn kr. 2 þúsund skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTLINI7 SÍMI 10140 Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 3T055 og 30688 lands og Norðurlandsvirkjunar í sameiningu við Laxársvæðið." Það fer þvj ekkert á milli mála að verkefni nefndarinnar er m. a. að athuga um lausn á raforkumálum Austurlands, eins og raforkumála- ráðherra orðaði það. Þar sem þetta lá fyrir upplýst frá mörgum aðilum, taldi fulltrúa fundurinn réttmætt og eðlilegt að fulltrúar Austurlands ættu sæti í nefndinni eins og fulltrúar Lax- árvirkjunar. 3). Stjórn Sambands Sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi er öld ungis hissa á því að raforkumála- stjórnin þ.e.a.s. raforkumálaráð- herra og starfsmenn hans skuli í greinargerð sinni kalla það fjar- stæðu að fulltrúar Austurlands skuli gera samþykktir eins og þær sem gerðar voru á Egilsstöðum 24. f.m. og óska eftir rétti sér til handa um jafn mikilvægt mál og hér er um að ræða. Stjórn Sambands Sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi telur að raforkumál Austurlands séu kom- in í slíkt ófremdarástand að leng- ur verði ekki við það unað að frestað sé nauðsynlegum fram- kvæmdum að vatnsaflsvirkjun á Austurlandi, og álítur að eðlilegt sé og sanngjarnt að fulltrúar fyr- ir Austurland fái jafnrétti í þeirri nefnd, sem fjallar um lausn á raforkumálum fjórðungsins. Stjórn Sambandsins urðu það .mi'kil vonbrigði að raforkumá'la- ráðherra gat ekki orðið við til- mælum hennar um að mæta á fulltrúafundinum til að kynnast af eigin raun sjónarmiðum al- mennings á Austurlandi á raforku málum fjórðungsins. JÖRD Jörð óskast til kaups eða leigu. — Tilboð merkt: Jörð“ sendist blaðinu fyrir 1. marz. FYRIR HE1M1L1 OG SKRJFSTOFUR DE LUXE ■ FRÁBÆR gæði ■ FRÍTT STANDANDI ■ STÆRÐ: 90x160 SM ■ VIÐUR: TEAK ■ FOLÍOSKÚFFA ■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ GLERI A ■ SKÚFFUR ÚR EIK ■ HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍZUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940 3 Á VÍÐAVANGI Komið viS kviku Það leynir sér ekki, að komið hefur verið við kviku, þegar Helgi Bergs benti á, að skyn- samlegasta meðferð þess gjald- eyrissjóðs, sem stjórnin hefur myndað á síðustu árum með því að kreppa að atvinnuveg- unum með sparifjárfrystingu og háum vöxtum, samfara ein stæðu góðæri og aflauppgni»- um, verði notaður eftir skipu- legri áætlun til þess afí vél- væða atvinnuvegina og auka hagræðingu á næstu tveínmr eða þremur árum. Ráðlierrar fóru þegar á stúfana og réðust að þessari tillögu með mörgum orðum, og stjórnarblöðin kepp ast síðan um að finna henni til foráttu það, sem þau mega. Það leynir sér ekki. að ríkis- stjórnin og málgögn hennar ótt ast það sem heitan eld. að þessi skynsamlega tillaga fái hljómgrumi með þjóðinni, enda er sá ótti ekki ástæðulaus. Léleq hagsvsla Það liggur í augum uppi, hve fráleit og léieg hagsýsla það er að frysta lánsfé at- vinnuveganna og mynda með gjaldeyrissjóð, sem stendur ó- notaður svo til vaxtalaus, með- an atvinnuvegirnir eru sveltir, geta ekki endurnýjað véiakost eða aukið hagræðingu og verða þannig ósamkeppnisfærir. Gjald eyrissjóður umfram nauðsyn er of dýru verði keyptur fyrir það. Slíkt er skerðing á gjaid- eyrisöflun. Það liefur raunar svipuð áhrif og að Iáta góðar framleiðsluvélar standa, og þetta kemur þvi verr við sem íslenzkir atvinnuvegir eru of vélvana og Iiagræðingu of skammt á veg komið. Þess vegna er það sjálfsögð stefna að úr því að þessi gjald- eyrissjóður er kominn, sé skyn samlegast að gera skípulega á- ætlun um notkun hans á þann veg, að hann efli þá atvinnu- vegi, sem afla eða sipara gjald- eyri og beinlínis tryggi á þann veg hagstæðari gjaldeyrisstöðu í framtíðinni, og með slíkum fastmælum sé fyrir það byggt. að gjaldeyrissjóðnum verði eytt á skömmum tíma í inn- flutning óhófsvöru, sem kaupa héðnar telja sig græða mest á- Sl<rítln iaFnaSarsW"5' Eins og menn muna eignað- ist þjóðin allvænan. gjaldevris- sjóð á stríðsárunum, en aðeins lítilí hluti hans var notaður til kaupa á framJeiðsiutækjum ef'a vélum. ÍWeginhluti ,þans hrann upp j eidi braskaranna. sem fengu að nota hann til þeirra viðskipta. sem gáfn mestan milliliðagróða Um þessn n»tk un sá hin svnkallaðn nvskön- unarstjórn. Það er alves anð- séð að gróðalvður íhaldsins vil' nú um fram allt halda npn»m dyrum til bess að nvta aiabl eyrissjóðinn á sama hátt og ná bannig hróðurnartinum af hnn um. og Sjálfstæðisflokknrinn ,ig Morgunb'aSia standa ti-úan ^örð um bað sjnnarmið raunar kemui bað engum óvan. að rvrirtækið giálfstæðh flokkur snúist bannin við og ærist út at skvnsnmiegum t,ii lögum um iákvæða nntkun gjaldevrissjóðsin' í þágn biúð arinnar Hltt vekw meirí furðu ng verður að teljast harla undar- Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.