Tíminn - 07.02.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1967, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGfUR 7. febniar 1967 TIMINN Sigurbjörn Ei i EilSi Greinin „A mítramó" eftir hr. Andrés Kristjánsson, ritstjóra, er birtist í Tímanum 1. þ. m„ beinir allhvesstum eggjum að mér og mun hann varla ætlast til, að slíkri atlögu sé í engu gegnt. Telur hann mig hafa gefið sér tilefni meður því, að ég hafi í erindi mínu „Hvað er að gerast í kirkjunni?“ vikið að útvarpsspjalli hans 2. janúar s- 1. Satt er það að sönnu, að ég gat þess lítillega, en eingöngu af því, að annað dæmi augljósara er ekki tiltækt um það, að ýms- um fullyrðingum um ástand og horfur í kirkjumálum ber að taka með fyrirvara og fyllstu varúð. En tilgangur minn með erindi 'mínu var sá að gera hlutlæga grein fyrir staðreyndum, granda- lausum almenningi til upplýsing- ar. Spjall hr. Andrésar 2. jan. og skrif hans síðar eru ekki annað en angi af ólátum eða bergmál af hávaða, sem skortir tilefni og er svo háttað, að engum getur að gagni orðið en má verða kirkj- unni til tjóns: Ekki er ástæða til að ræða frek- ar um kynningu hr. Andrésar rit- stjóra fyrir útvarpshlustendum á aftansöngnum í sjónvarpinu á að- fangadagskvöld. Engum dylst, að þau annarlegheit, sem hann fann í þeim söjigj^eiga upptök sín í lionum sj^^m ^.‘ekki í söngn- um. Gáléysi veldur ,að hann fór að færa þann fyrirburð í hámæli- Óaðgæzla er afsakanleg, fljótræði líka, jafnvel smekkur af hvers konar tagi. Þótt það sé almennt undrunarefni, hvílíkt veður hann gerði úr þessu jólafári sínu, þá hefði það mátt kyrrt liggja fyrir mér. En alger undur eru það, að hann skuli sjálfur teygja umræð- ur um þetta, þegar það er lýð- um ljóst og epgum Ijósara en sjálf um honum, að stóridómur hans 2. janúar var reistur á ímynduðum forsendum, og að hann skuli auka byrði sína með nýjum öfgum og staðleysum. í grein sinni 1. febr. slær hann undan á vettvangi söngmála, en | snýr sér með því meiri eldmóði að i lögskýringum. Því miður er að-1 gæzlan þar ekki meiri en á fyrr- nefndum vettvangi. Má e-t-v. kenna því um, að hann hafi verið til- takanlega óheppinn með ráðu- nauta, en ljóst er það, að hann í hefur heyjað sér heimildir um j nokkur atriði í grein sinni hjá einhverjum, sem hann mun telja líklegan til þess að vera óljúgfróð- ir um staðreyndir. Svo reynist þó ekki, nema þvj verr sé úr unn- ið af hans hálfu. Mun ég nú sýna fram á þetta: í grein sinni vitnar ritstjórinn í ummæli mín um i messubók sr. Sigurðar Pálssonar. Virðist sem hann telji það frétt næma upplýsingu, að ég hafi leyft notkun þeirrar bókar í tilrauna skyni. Mætti af orðum hans ætla, að ég hafi nýlega gefið leyfið eða haldið leyndu þar til nú. Þetta eru hugarórar. Hið rétta er, að umrædd bók kom út 1961 og á næstu prestastefnu gat ég hennar og þess um leið, að ég hefði talið rétt að heimila prest um að prófa bókina. Síðan þetta gerðist er sem sé naír hálfur ára- tugui iiðinn. Engin athugasemdj við orð mín um þetta kom fram á prestastefnu 1962, né heldur síðan á þeim vettvangi- Einnig hef-; ur þetta verið andmælalaust af j hálfu kirkjuþings. Um þetta hefur j verið fullur friður í kirkjunni. i I Endurskoðun Helgisiðabókarinnar hefur nokkuð borið á gómu, m. a. í kirkjuráði, og hefur flestum ver- ið ljóst að slík endurskoðun færi að verða tímabær. En aðgeröum hefur ekki verið hraðað. Vitað er um ólík sjónarmið og skoðanamun og væri mér ekkert kærara en málefnalegar umræður um þau efni. Fyrir mitt leyti hef ég verið ásáttur meö að hægt væri farið í þessar sakir og að kirkjan gæfi sér gott tóm til þess að ihuga og undirbúa endurskoðun á Helgisiða- bók sinni. En allt í einu hleypur einhver taugaveiklun í þetta mál og óeðlilegur æsingur. Þar stönd- um við í dag. Tilefni þess verður ekki rakið til mín. A.m.k. getur tilefnið ekki verið fimm ára gömul tilkynning, sem fram að þessu hefur ekki sætt neinum and- mælum né opinberri gagnrýni. Þá segir ritstjórinn, að vald til breytinga á Helgisiðabókinr.i hafi verið í höndum Alþingis, en að Alþingi hafi með lögum 1957 feng- ið Kirkjuþingi í hendur umboð þess valds. Hér er rangt með farið. í fyrsta lagi hefur valdið til löggildingar helgisiðabóka aldrei verið hjá Al- þingi. Það var að formi til í hönd- um konungs, en í reynd I höndum biskupa. í öðru lagi er það rangt, að hér hafi fyrst orðið breyting á með lögum um Kirkjuþing 1957. Breytingin varð með lögum um Kirkjuráð 1931. Með þeim lög- um fékk kirkjan ákvörðunarrétt í innri málum. þ. e. röskum aldar- fjórðungi áður en lög voru sett um Kirkjuþing. Ritstjórinn segir í þessu sam- bandi: „Um það þarf því ekki að deila, að Kirkjuþing eitt hefur vald til þess að breyta Helgisiða- bók kirkjunnar eða leyfa nýja.“. Hér er líka rangt með farið og er það ekki einleikið, því að rétt á undan tekur hann upp orðrétta þá lagagrein, sem að þessu lýtur. En sú grein er svohljóðandi: Kirkjuþing „hefur og rétt til þess að gera samþ. um innri málefni kirkjunnar, guðsþjónustu, helgi- siði, fermingar, veitingu sakra- menta og önnur slík. Þær sam- þykktir eru þó eigi bindandi fyrr en þær hafa hlotið samþykki kirkjuráðs, prestastefnu og biskups“. Það er næsta undarleg útlegg- ing á þessari lagagrein að segja, að Kirkjuþing eitt hafi vald til þess að breyta Helgisiðabók kirkj- unnar eða leyfa nýja. Það hefur ekkert vald í þeim sökum. Það hefur rétt til þess að gera sam- þykktir um greind efni, en afdrif slíkra samþykkta eru háð sam- þykki annarra aðila. Þetta er hverjum læsum manni augljóst. Þar með er allur grunn ur horfinn undan þeim stóru sak-1 argiftum í minn garð, sem á eftir fylgja, og eru allir málavextir frek lega rangfærðir að auki. Þar er um það fjasað í löngu máli, að síðasta Kirkjuþing gerði samþykkt varðandi Helgisiðabókina og á ég síðan að hafa gert mig sekan um að hafa þá samþykkt að engu. Með yfirlýsingu, sem ég gef vorið 1962, á ég að ganga í berhögg við sam- þykkt, sem Kirkjuþing gerir haust1 ið 1966. H/'stjörinn segir orðrétt: Biskup „gaf leyfið gegn bending- um Kirkjuþings" og á þar við leyf ið frá 1962. Engin bending lá fyrir frá Kirkjuþingi, þegar ég gaf leyf- ið, engin bending kom heldur í Sigurbjörn Einarsson, biskup. kjölfar leyfisins, og sú samþykkt, sem vitnað er til frá s. 1. hausti, er ekki bindandi fyrr en hlotið hefur samþykki næstu prestastefnu þ. e. í vor, svo og samþykki kirkju ráðs og biskups. Þetta eru staðreyndir málsins. Hefði hr. Andrés Kristjánsson mátt athuga sig betur, áður en hann kvað upp þann úrskurð, að „biskup níðist á því sem honum er til trúað“, en tvisvar í sömu lotu staðhæfir hann þetta- Mun honum kunnugt, að slíkum til- hæfulausum áburði fylgir ábyrgð í siðuðu mannfélagi og mætti gefa honum tækifæri til að standa við þessi orð fyrir dómstóli, ef hann kærir sig um. Um Helgisiðabók þá, sem hann ber svo mjög fyrir brjósti, hefur hann sjálfur í útvarpsspjalli sínu kveðið upp óvægilegri dóm en heyrzt hefur fyrr eða síðar um hana. Hann sagði um form henn- j ar fyrir aftansöng á aðfangadags- kvöld „Messuformið stirðnað, fros ið og lamað harmstef þess, batt mann í kaldar viðjar“ Ef marg- ir væru á sömu skoðun, væri varla kyn, þótt einhvers staðar væri vikið frá þessu formi. En fáir munu þeir vera, sem kannist við það, að þessi ummæli um Helgi- | siðabókina séu nakleg og að það ' sé sanngjarnt og smekklegt að 1 fara slíkum orðum um hátíðasöng i sr. Bjarna Þorsteinssonar. Andrés ritstjóri hefur ekki að- j eins talað margt um Helgisiðabók- j ina. Sálmabókina hefur hann líka nefnt oftar en einu sinni og einnig , af lítilli stillingu- í útvarpserindi sínu 2. jan. sagði hann, að fyrrum, áður en siðirnir tóku að spillast og hann var milli fermingar og tvítugs, hafi hann við kirkjuguðsþjónustur kynnzt söng „nýrra sálma og ljóða, sem voru sálmar í eðli sínu, þótt þeir væru ef til vill ekki í löggiltri sálmabók". Þetta taldi hann til fyr irmyndar og sakast mjög um það, að ekki skuli sungin ijóð í kirkj um og nýir sálmar, væntanlega þá án tillits til þess, hvað er löggilt og hvað ekki. Er hann þá eftir allt saman að mæla með því, að vikið sé frá löggiltum helgisiðabökum? Sálmabókin hefur nákvæmlega sama lagagildi og Helgisiðabókin. Og þegar hann var milli fermingar og tvítugs, hver „níddist" þá á lögmætu valdi til breytinga á lög- giltri bók? Hann hefur látið þung orð falia. um það, „að enginn nýr trúarskáld- skapur kemst inn í kirkjurnar". Ég bendi á það, að Sálmabókin var endurskoðuð á árunui 1939— 45. Hún er sem sé rétt liðlega tví- tug. í nefndinni, sem endurskoðaði bókina, voru Sigurgeir biskup, dr. Jakob Jóijsson og sr. Hermann Hjartarson. Ég hygg það almennt álit, að sr. Hermann Hjartarson, sem fylgdi bókinni úr hlaði, þegar hún var lögð fram á prestastefnu 1945, hafi sagt það satt, að nefnd- in hafi kannað samvizkusamlega. hvað til væri af nýjum trúarskáld- skap og tekið það, sem teljast mátti tækilegt. Bókin var lögð fram sem tillaga og hlaut ekki formlega staðfestingu en hefur þó verið notuð sem löggilt væri. En 1962 tók kirkjuráð að tillögu minni ákvörðun um að hefja nýja endurskoðun og hefur verið unnið að því síðan. Kirkjuráð kvaddi nefnd til þessa starfs og kirkju- málaráðherra staðfesti þá tilkvaðn ingu. Nefndina skipa, auk mín, dr. Jakob Jónsson, sr. Sigurjón Guð- jónsson, sr. Sigurður Einarsson og Tómas Guðmundsson, skáld. Kirkj- an er m.ö.o. ekki alveg eins blind í þessum sökum og hr. Andrés staðhæfir. Sálmabókarnefndin hef- ur auglýst eftir nýjum sálmum en eftirtekjan er fremur rýr enn sem komið er. Vil ég hér með skora á Andrés Kristjánsson að miðla nefndinni af vitneskju sinni um nýjan trúarskáldskap, því að ráða mætti af orðum hans, að hann gæti orðið þar að miklu liði, nema hitt sé, sem ég skal ekki trúa að óreyndu, að hann hafi einnig hér fullyrt meira en hann getur staðið við. Önnur ber á mónum hans lofa ég honum að eiga og melta í friðd og öðrum að njóta, ef einhverjir væru, sem lyst hafa. 3- febr. 1967 Sigurbjörn Einarsson MINNING Elín Hólmgeirsdóttir Elín Hólmgeirsdóttir húsfreyja á Þórustöðum í Önundarfirði and- aðist i sjúkraskýlinu á Flateyri 25. fyrra mánaðar. Hún var fædd 6. marz 1907 og! því litlu miður en sextug er hún lézt. Foreldrar hennar voru Hólm- geir Jónsson dýralæknir og Sig- ríður Halldórsdóttir kona hans. Með þeim ólst hún upp, en þau bjuggu á Þórustöðum frá því að Elín var fárra ára. Nám stund aði hún i húsmæðraskólanum á Blönduósi 1926—27, en giftist' 1930 eftirlifandi manni sínum, Jóni Jónssyni frá Selabóli. Þau bjuggu fyrst eitt ár í Breiðadal neðri en síðan á Þórustöðum. Lífsstarf Elínar var því innið. að mestu á Þórustöðum þar sem I hún var húsfreyja í hálfan fjórða' áratug. Þar ólust upp 5 oörn þeirra hjóna: Hólmgeir, sem er, giftur og búsettur í Þýzkalandi,! Jón Friðgeir, búfræðingur, sem búið hefur með foreldrum sínum á Þórustöðum, Elín sem stundar nám í húsmæðrakennaraskólanum! Magnús. nemandi á Hvanneyri og Halldór, 17 ára. Eðlilega átti hús- freyjan og móðirin á þessu heim- ili ærin störf þar, og þau skyldu störf voru ekki vanrækt. En Elín var alin upp til félagslífs og fé- lagsþroska. Hún var í æsku ágæt- ur ungmennafélagi og var jafnan trygg sdnum æskuhugsjónum. Árið 1950 átti hún drjúgan hlut að þvi að stofnað var kvenfélag í sveit- inni. Hún var kosin formaður þess í byrjun og jafnan síðan endur kosin og segir það sína sögu um það hvernig þau störf oru unnin. En kvenfélagið hefur jafn- an verið líflegur félagsskapur, sem margt hefur látið til sín taka og átt drjúgan hlut að menningarlifi sveitarinnar. Elín var greind og bókhneigð og hugsaði margt um andleg mál, enda af því fólki, sem las og hugsaði um fleira en veraldlegt er kaltað. Hún var þrekmikil kona, sem tók mótlæti og and- streymi með kjarki og dugnaði, enda leit hún á það sem óhjá- kvæmilega þroskaleið að glíma við erfiðleikana. Nú finnst sveitung- um hennar opið skarð fyrir skildi þar sem hún var, en þakklátir eru þeir fyrir minningar og störf og sú er trú okkar og von af þeim munu spretta ávextir á kom- :.ndi tímum og þannig eigum við enn eftir áð njóta starfa Elínar á Þórustöðum, enda þótt hún sé horfin sjónum. H. Kr. Guðmundur Majasson Hinn 14. janúar síðastliðinn varð sá sviplegi atburður að Guð mundur Majasson bóndi á Veðrar á í Önundarfirði fórst i ökuslysi þar sem hann var á heimleið úr mjólkurferð til Flateyrar á drátt arvél sinni. Guðmundur var fæddur 16. sept. 1913 á Leiru í Grunnavíkurhrappi. Foreldrar hans voru hjónin Majas Jónsson og Guðrún Guðmunds- dóttir. Föður sinn missti hann S ára en ólst síðan upp með móður sinni. Með henni bjó hann til hinztu stundar, en hún er nú á níræðisaldri, þrotin að heilsu. Vorið 1952 hóf Guðmundur oú- skap á Veðrará ytri í Önundar- firði. Hann hafði stundað búfræði nám á Hólum og búið um skeið í æskusveit sinni áður en hann flutti hingað. Til þess þekki ég lítið vegna fjarlægðar, en hér kynnti Guðmundur sig hið bezta. Hann varð strax með betri bænd- Framhald ; bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.