Alþýðublaðið - 05.05.1984, Page 2
2
Laugardagur 5. maí 1984
■RITSTJORNARGREIN-
Útvarpið og hlutverk þess
Utvarpið er ein merkasta stofnun þessa lands. Um
áratuga skeið hefur það frætt og menntað, stytt
þjóðinni stundir og veriö félagi I sorg og gleði. Þaö
hefur tengt saman fámenna þjóð i stóru landi, og
þjónað henni á marga vegu. Útvarþið er jafn ómiss-
andi og náinn vinur.
Útvarþið er alltaf til umræðu. Menn eru ánægðir
með fjöimargt efni, sem það flytur okkur. Annað er
harkalega gagnrýnt, og starfsmenn útvarpsins
þurfa að leggja verk sln I dóm hlustenda á hverjum
einasta degi. Þessi verk eru svo aftur spegilmynd af
öðrum mannanna verkum. Það skyldi þvl engan
undra þótt Útvarpiö hafi verið og verði umdeilt.
Þannig á það að vera. Stofnunin mun aldrei geta gert
öilum til hæfis.
Utvarpið á að baki svo merkilega sögu, að reynast
mun erfitt að skrá hana sómasamlega. Það verk
þyrfti að hefja hið fyrsta og velja til þess hæfustu
menn. Þar mun koma skýrt fram, að þrátt fyrir mikil-
vægi stofnunarinnar, sem einn helsti miðill menn-
ingar, fræðslu og skemmtunar á landi hér, hefur
Útvarpinu ávallt verið búið hlutverk Öskubusku.
Útvarpið hefur frá fyrstu tlð búið við einhver
verstu skilyrði sem nokkurri opinberri stofnun hefur
verið gert að búavið hérá landi. Þrenpsli og slakur
tækjabúnaóur hefur verið hlutskipti Utvarpsins og
það svo, að háö hefur verulega eðlilegri þróun til að
koma til móts við kröfur nútímans.
Þó hefur Útvarþið náð verulegum árangri. Stærstu
skrefin hin slðari ár er aukin tækni I dreifikerfi,
stereo-útsendingar, RÁS-2 og slðast en ekki slst
Útvarþið á Akureyri, sem mjög er til fyrirmyndar. En
þessi þróun hefur verið of hæg og hún hefur kailað
á kröfur um frjálsan útvarpsrekstur. Þær kröfur eiga
talsverðan hljómgrunn.
En Útvarpið mun áfram þjóna mjög mikilvægu
hlutverki. Þvl er gert aö nátil allra íslendinga með
sendingum slnum, vera mikilvægur hlekkur I al-
mannavarnakerfi, vera óhlutdrægt I frétta- og menn-
ingarmiðlun og sjá þjóðinni fyrir fjölbreyttum og
veigamiklum uþplýsingum. Mikilvægi Útvarpsins
mun þvl ekkert minnka, þótt frjáist útvarp veröi að
veruleika.
Þaö verður þvl aö tryggja, að betur verði búið að
Útvarþinu en veriö hefur. Nú loks eftir áratuga bar-
áttu hillir undir að stofnunin eignist eigiö hús. Hún
hefur alltaf búið I leiguhúsnæði. En þá gerist hið
merkilega! Þingmaðureinn flytur tillögu um að nýja
útvarþshúsið verði selt. Þetta er einhver furðuleg-
asta tillögugerð, sem fram hefur komið á þingi um
langt árabil. Þingamanninum hefði verið nær, að
leggja til sölu á Seðlabankahúsinu, eða eignarhlut
rlkisins I Islenskum aðalverktökum. En hann kýs
fremur, að sneiða af einni helstu menningarstofnun
þjóðarinnar, sem aldrei hefur notið sannmælis hjá
stjórnvöldum. Væntanlega fær þessi tillaga þá með-
ferð, sem hún á skiliö; að henni verði fleygt I rusla-
körfuna.
AG
Kópavogsbúar
Kópavogsbær mun starfrækja sumardvalarstað
og skammtlma vistun fyrir þroskahefta á kom-
andi sumri. Um er aö ræða dvöl fyrir einstaklinga
á ýmsum aldri. Dvalartfmi hvers einstaklings fer
eftir þörfum og getur bæði verið um styttri eða
lengri dvöl að ræða.
Tillgangur þessarar sumardvalar er fyrst og
fremst að gera aðstandendum kleift að fara í
sumarleyfi eða njóta skemmri hvildar.
Nauðsynlegt er að umsóknir berist sem fyrst
vegna skipulagningar þessa starfs.
Upplýsingar veitir vinnumálafulltrúi I síma 41570.
Félagsmálastjóri
Lyfjatæknaskóli
íslands
Auglýsing um inntöku nema
Lyfatækninám er þriggja ára nám. Umsækjandi
um skólavist skal hafa lokið tveggja ára námi í
framhaldsskóla (fjölbrautaskóla).
Umsækjendur, sem lokið hafa prófi tveggja ára
heilsugæslubrautar framhaldsskóla eða hliö-
stæðu eða frekara námi að mati skólastjórnar,
skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um skólavist. Skóla-
stjórn er heimilt að meta starfsreynslu umsækj-
anda og er einnig heimilt að takmarka fjölda
þeirra nema, sem teknireru í skólann hverju sinni.
Vlsað er til Regiugerðar um Lyfjatæknaskóla ís-
lands, nr. 196/1983, um námsgreinarog námsskip-
an. Einnig eru allar upplýsingarveittar í skólanum
f.h. alla virka daga.
Umsókn skal fylgja eftirfarandi:
1. Staðfest afrit af prófskírteini.
2. Heilbrigðisvottorð á eyðublaði, sem skólinn
lætur I té.
3. Sakavottorð.
4. Meðmæli skóla og/eða vinnuveitenda.
Umsóknarfrestur er til 16. júní.
Eyðublöð fást á skrifstofu skólans.
Umsóknir skal senda til:
Lyfjatæknaskóla íslands,
Suðurlandsbraut 6,
105 Reykjavík.
Skólastjóri
Sigurður E. 1
Fjalakötturinn Aðalstræti 8 er
eitt þeirra húsa, sem ofangreind
ummæli eiga við . Sá galli er þó á
gjöf Njarðar, að þrátt fyrir 40 ára
umleitanir eigenda hússins, hafa
borgaryfirvöld aldrei viljað taka af
skarið um málefni þess. Því síður
hefur rikisvaldið látið sig nokkru
skipta hver yrðu örlög þess. Til
þessa hefur enginn aðili fengist til
að taka á sig ábyrgð af endurreisn
þess og framtíðarnotum og því er
ekki sjáanlegur fjárhagslegur
grundvöllur þar að lútandi. Virðast
því örlög þess ráðin.
í þessu sambandi er nauðsynlegt
að minna á, að í bókun meirihluta
Borgarráðs hinn 1.2. sl., er gerð var
að tillögu Borgarstjóra, segir m.a.,
að „á það beri jafnframt að leggja
áherslu, að það standi Þjóðminja-
safni og / eða menntamálaráðu-
neyti næst að friða húsið, ef þau
rök, sem færð hafa verið fram fyrir
friðun þess, standast“. í skýrslu
Borgarstjóra til Borgarráðs um við-
ræður viðræðunefndar við mennta-
málaráðherra um varðveislu húss-
ins, dags. 2.4. sl.., segir m.a., að
fram hafi „komið af hálfu ráð-
herra, að engin efni stæðu til þess af
ríkisins hálfu, að það hefði atbeina
að því að leysa til sín húsið og/eða
ákveða friðun þess með þeirri
kostnaðarþátttöku, sem því myndi
óhjákvæmilega fylgja fyrir ríkið“.
Af þessu er ljóst, að báðir þeir lykil-
menn, sem hér um ræðir, vísa mál-
inu frá sér. í stað þess að standa
saman um björgun þess vill hvorug-
ur hafast að og því blasir ekki nema
eitt við.
Með vísan til þessa er Ijóst, að
fjárhagslegan grundvöll skortir fyr-
ir varðveislu hússins. Ég er heldur
ekki reiðubúinn til að standa að því,
að Borgarsjóður einn fjármagni
kaup þess og endurreisn. Því sit ég
hjá við afgreiðslu málsinsþ segir í
lok bókunar Sigurðar E. Guð-
mundssonar.
Ert þú
undir áhrifum
LYFJA?
Lyf sem hafa áhrif á athyglisgáfu
og viöbragösflýti eru merkt með
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Forstöðumaður
Reykjavikurborg óskar eftir að ráða forstöðu-
mann við Leikskólann Fellaborg við Völvufeil.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri eða um-
sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna, Forn-
haga 8, i síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavikurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð ásér-
stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir
kl. 16.00 mánudaginn 14. mai 1984.
Tilkynning frá
Hollustuvernd ríkisins
Garðaúðun
Þeir einir mega stunda garðaúðun, er fengið hafa'
til þess leyfi Hollustuverndar rlkisins, samanber
nánar 4. grein reglugerðar nr. 50/1984 um notkun
eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og
garðyrkju og til útrýmingar meindýra, með síðari
breytingum. Leyfi til garðúðunar með efnum og
efnasamsetningum í X og A hættuflokkum verða
einungis veitt þeim er hafa gild leyfi til að mega
kaupa og nota efni og efnasamsetningar i
X-hættuflokki.
Umsókn um leyfi til að mega stunda úðun garða
skal sendatil heilbrigðiseftirlits viðkomandi heil-
brigðiseftirlitssvæðis eða Hollustuverndar rfkis-
ins, Síðumúla 13, 105 Reykjavík.
||| Vinnuskóli Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavfkur' tekur til starfa um
mánaðamótin maf — júní n.k.
í skólann verða teknir unglingar fæddir 1969 og
1970 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla
Reykjvíkur skólaárið 1983 — 1984.
Umsóknareyðublöð fást ( Ráðningarstofu Reykja-
víkurborgar, Borgartúni 1, simi: 18000 og skal um-
sóknum skilað þangað eigi slðar en 21. mai n.k.
Nemendum, sem síðar sækja um, er ekki hægt að
tryggja skólavist.
Vinnuskóli Reykjavikur.
Borgarmálaráð Alþýðu-
flokksins í Reykjavík
Borgarmálaráðið er hvatt saman til fundar á venjuleg-
um stað Austurstræti 16 n.k. þriðjudaginn 8. mai kl. 5
slðdegis.
Vinsamlegast mætið vel og stundvlslega.
Formaður.