Alþýðublaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 4
alþýðu-
blaöiðV
Laugardagur 5. maí 1984
Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guómundur Árni Stefánsson.
TJlaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
DagurEvrópu — 35 ár liðin frástofnun Evrópuráðsins:
Mikið starf unnið á sviði, félags— menn-
ingar- vísinda- og stjórnarfarsmála
Evrópuráðið var fyrsta pólitíska
fjölþjóðastofnunin, sem sett var á
fót í Vestur-Evrópu eftir heimstyrj-
öldina síðari. í dag eru öll lýðræðis-
ríki Evrópu aðilar nema Finnland.
Eru aðildarríkin nú 21 með yfir 380
Ávarp Evrópuráðsins:
Frelsi og
Frelsi er frelsi til skoðanamynd-
unar og tjáningar, ferðafrelsi, og
frelsi gagnvart óréttmœtum ríkis-
afskiptum. Frelsi er að búa í rétt-
arríki, sem verndar einnig hags-
muni minnihlutahópa. Frelsiþýð-
ir réttindi til að taka þátt í mótun
og vörslu lýðrœðisþjóðfélags. Sá
sem játar frelsinu, er einnig sam-
þykkur alþjóðahyggju og marg-
háttaðri menhingu. Það er já við
Evrópu.
Evrópuráðið, sem samanstend-
ur af 21 ríki, tryggir með mann-
milljónir íbúa. Stofnsamningurinn
var gerður 5. maí 1949 og gerðist ís-
land aðili ári síðar. Hefur aðsetur
stofnunarinnar frá upphafi verið í
Strasborg í Frakklandi. Þótt margt.
hafi breyst á þessum 30 árum í Evr-
ópu eru markmið Evrópuráðsins
svipuð og í upphafi, en ráðið hefur
unnið mikið starf á sviði félags-,
menningar-, vísinda-, stjórnarfars-
mála og laga.
Mannréttindamál eru ávallt í
sviðsljósinu, en þar byggir Evróp-
uráðið á langri reynslu. Sáttmáli að-
ildarríkjanna um verndun mann-
réttinda og mannfrelsis hefur stuðl-
að að auknum skilningi víða um
veröld á gildi og varðveislu þeirra
mannréttinda, sem eru grundvöllur
frelsis og lýðræðis. Evrópuráðið er
eina starfandi fjölþjóðastofnunin,
þar sem aðilar eru sammála um og
hafa skipulagt samvinnu um ráð-
stafanir til að tryggja það, að staðið
sé við skuldbindingar aðildarríkja
um verndun mannréttinda og
mannfrelsis. Mannréttindanefnd
og Mannréttindadómstóll Evrópu
hafa frá upphafi fengið fjölda mála
til afgreiðslu og dæmdi dómstóll-
inn árið 1978 í fyrsta skipti í milli-
ríkjamáli, en það var dómur í kæru
írlands gegn Bretlandi um brot á
mannréttindasáttmálanum.
lýðræði
réttindasáttmálanum vernd og
þróunfrjáls svœðis sem yfirstígur
landamæri. Ibúar þessa svæðis
geta, gagnstœtt því sem tíðkast
hjá meirihluta jarðarbúa beitt sér
á opinskáan hátt fyrirpersónuleg-
um, staðbundnum, þjóðlegum
eða alþjóðlegum málum. Með
þessu frelsi á ungt fólk möguleika
á að taka sjálft framtíðina I sínar
hendur. Virk þátttaka I lifandi
lýðræði gefur hinum ófrjálsa
heimi vonir — ogfrelsinu framtíð.
Starfsemi Evrópuráðsins er
stjórnað af ráðherranefndinni, sem
utanríkisráðherrar aðildarríkjanna
eiga sæti í og fer hvert ríki með eitt
atkvæði, en ráðherranefndin kem-
ur að jafnaði saman tvisvar í mán-
uði í Strasborg. Þar af eru tveir ut-
anríkisráðherrafundir, en fastafull-
trúar sitja aðra fundi hennar í um-
boði ráðherra.
Ráðgjafarþingið er annar hluti
Evrópuráðsins, en þar sitja þing-
menn kosnir eða tilnefndir af þjóð-
þingum aðildarríkja. Á Alþingi þrj-
á fulltrúa á ráðgjafarþinginu og
jafnmarga til vara. Ráðgjafarþing-
ið kemur að venju saman þrisvar á
ári. Er ráðgjafarþingið umræðu-
þing Evrópuráðsins og elsta starf-
andi fjölþjóðaþingið. Það ræðir
þau mál, sem ofarlega eru á baugi í
samskiptum aðildarríkja auk mál-
efna Evrópu almennt. Ráðgjafar-
þingið afgreiðir ályktanir og gerir
tillögur til ráðherranefndarinnar
um ýmisleg málefni og framkvæmd
þeirra.
Að venju starfar Evrópuráðið
mikið að félagsmálum og er ísland
virkur aðili að félagsmálasáttmála
Evrópu. Er m.a. sérstaklega fjallað
um félagsleg vandamál fatlaðra og
endurhæfingu þeirra, öryggi á
vinnustöðum, vandamál farand-
verkamanna, fjölskylduvandamál
og málefni neytenda. Þess má geta,
að Viðreisnarsjóður Evrópuráðs-
ins, hefur sl. 15 ár veitt veruleg lán
til byggðamála á íslandi, eða sam-
tals um 35 milljónir dollara.
Mennta- og menningarmál hafa
frá upphafi verið viðfangsefni Evr-
ópuráðsins. Sett hefur verið á stofn
sérstakt ráð, er nú fjallar um sam-
vinnu á sviði menningarmála. Á
vegum þess starfar sérstök nefnd
um vandamál háskóla almennt og
önnur stjórnarnefnd fjallar um
íþróttamál. Menntamálaráðherrar
aðildarríkja hittast auk þess reglu-
lega.
Æskulýðsmál eru orðin snar
þáttur í starfsemi Evrópuráðsins,
en sett hefur verið á stofn í Stras-
borg Æskulýðsmiðstöð og Æsku-
lýðssjóður. Báðum þessum stofn-
unum er stjórnað af jafnmörgum
fulltrúum ríkisstjórna og æskulýðs-
samtaka. Nýtt hús fyrir æskulýðs-
starfsemina var tekið í notkun í
Strasborg á árinu 1978.
Evrópuráðið starfar einnig að.
umhverfis- og náttúruverndarmál-
um. Samþykktar hafa verið ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir mengun
vatns og sjávar og á þessu ári verður
haldin í Sviss þriðja ráðstefna ráð-
herra Evrópuráðsríkja um um-
hverfismál. I þessu sambandi hefur
verið lögð áhersla á þýðingu menn-
ingararfleiðar Evrópu og unnið
hefur verið að því að vekja áhuga
almennings á verndun fornminja
þ.á m. fornminja neðansjávar.
Heilbrigðismál lætur Evrópuráð-
ið verulega til sín taka, en aðalverk-
efnin á þessu sviði eru samræming
löggjafar og skipulagning heil-
brigðismála i aðildarríkjum. Þess
má geta, að starfræktur er í
Amsterdam blóðbanki sjaldgæfra
Framhald á bls. 3
Vöraskiptajöfimðuriim ó-
hagstæðari í ár en
Hagstofan hefur sent frá sér
fréttatilkynningu um verðmæti út-
flutnings og innflutnings á tímabil-
inu janúar- mars 1984. Þar kemur
fram að vöruskiptajöfnuðurinn er
mun óhagstæðari í ár en á sama
tíma í fyrra.
Útflutningsverðmætin voru rúm-
lega 4,9 milljarðar króna, en á sama
tíma í fyrra rúmlega 3,2 milljarðar.
Innflutningsverðmætin voru hins-
vegar tæpir 6 milljarðar króna, en í
fyrra tæpir 3,5 milljarðar. Vöru-
skiptajöfnuðurinn er því óhagstæð-
ur um tæpar 542 milljónir, en var á
sama tíma í fyrra óhagstæður um
rúmar 233 milljónir. Hallinn á
vöruskiptajöfnuði er því rúmum
300 milljónum meiri í ár en í fyrra.
Sé hinsvegar litið á mars einan
kemur i ljós að vöruskiptajöfnuð-
urinn var hagstæður um 207 millj-
ónir króna, en í mars í fyrra var
hann óhagstæður um 109,7 millj-
ónir.
Ál, álmelmi og kísiljárn eru
stærstu útflutningspóstarnir ÁI og
álmelmi voru flutt út fyrir um 750
milljónir og kísiljárn fyrir rúmar
257 milljónir króna. Á hitt ber að
Iíta að sömu aðilar eru stærstu inn-
flytjendurnir. íslenska álfélagið
flutti inn fyrir 398,28 milljónir
króna og íslenska járnblendifélagið
fyrir 124,45 milljónir króna.
Til fróðleiks má geta þess að
Landsvirkjun flutti inn vörur fyrir
tæpar 6 milljónir króna, en á sama
tíma í fyrra höfðu þeir flutt inn fyr-
ir rúmar 13 milljónir. Kröfluvirkj-
un hafði þá flutt inn fyrir rúmar 8
í fyrra
milljónir en í ár fyrir aðeins 668
þúsund krónur.
Þo hallinn á vöruskiptajöfnuði
aukist sjáum við að það er ekki
vegna stórframkvæmda í landinu.
Rétt er að hafa í huga þegar þess-
ar tölur eru skoðaðar, að meðal-
gengi erlends gjaldeyris í janúar-
mars 1984 er 41,5% hærra en á
sama tíma í fyrra.
Mýs eru nagdýr.
Efnahagsaðgerðir
ríkissjórnarinnar lítil
mús. Á að redda gat-
inu með því að láta
músina naga í kant-
ana!
MOLAR
Hróarskelduhátíðin
Dagana 29. júní til 1. júlí verður
Hróarskelduhátíðin haldin 13 ár-
ið í röð. Óhætt er að fullyrða að
hátíðin er einn stærsti alþýðutón-
listarviðburður í Evrópu, hvort
sem litið er á hana út frá peninga-
sjónarmiði, fjölda áhorfenda,
fjölda Iistamanna og þekktra
fíytjenda alþýðutónlistar.
Áætlaður kostnaður við hátíðina
er um 10,5 milljónir danskra
króna og búist er við 35.000 -
40.000- gestum. í fyrra voru gest-
irnir rúm 50.000.
Meðal þeirra listamanna, sem
munu skemmta áhorfendum, eru
Lou Reed, Poul Young, New
Order, The Band og Johnny
Winter. Alls munu um 50 lista-
menn troða uppi á þrem sviðum
mótsins.
Ágóðanum af hátíðinni er varið •
til að skapa atvinnu í þágu barna
og unglinga og til annarrar
mannúðarstarfsemi. í fyrra var
ágóðinn af hátíðinni um 1,8 millj-
ónir danskra króna.
Jesús í kvenlíki.
Var Jesús kona? Ameríski mynd-
höggvarinn Edwina Sandy hefur
þá skoðun að minnsta kosti. Hún
hefur nú gert höggmynd af Jesús
á krossinum í kvenmannslíki.
Höggmyndinni hefur verið komið
fyrir í dómkirkju • heilags
Jóhannesar í New York. Og hver
eru svo viðbrögð kirkjugesta?
Yfirleitt jákvæð, að sögn James
Park Morton, formanni safnað-
arins, sem hefur ekkert á móti
kvennlegum Jesús í kirkju sinni.
•
Listaverkafjársjóður
frá nasistum
Eftir því sem tyrkneskt dagblað
segir er mikið af listaverkum sem
nasistinn Hermann Göring lagði
eignarhald á í heimstyrjöldinni
síðari, geymt í hólfi í aðalbanka
TVrklands.
G ör ing hafði gefið frænku sinni,
sem heitir Lora, listaverkin. Kon-
an var gift velþekktum viðskipta-
jöfri í Týrklandi. Hann hét Habib
Adip Torehan og hafði auðgast á
bómullarflutningum til þriðja
ríkisins. Torehan dó í lok sjöunda
áratugarins eftir að hafa flúið
Tyrkland vegna fjármálahneyksl-
is.
Nýlega fór Lora Torehan á fund
sendiráðs Týrklands í Genf, og
vildi fá afhent það sem fyrrver-
andi eiginmaður hennar hafði sett
í geymslu í Ottoman-bankanum í
Ankara. Er álitið að hér sé um
listaverkafjársjóð Görings að
ræða.
Dýrkeypt fyllerí.
Þó vodkinn sé ódýr í Sovét getur
samt verið ansi dýrt að drekka
hann þar. Tveir finnskir mennta-
skólanemar komust að því nýlega.
Þeir fóru í skólaferðalag^ til
Leningrad og dvöldu þar á fínu
hóteli. Um kvöldið duttu þeir í
það ásamt félögum sínum og í
hita leiksins voru þeir manaðir til
að afklæðast og baða sig í gos-
brunni hótelsins. Klukkan var tvö
að nóttu en einsog allir vita þá er
Sovéska lögreglan sjaldan sofandi
á verðinum. Menntaskólanem-
arnir voru handteknir og færðir
fyrir rétt. Þeir voru dæmdir sam-
kvæmt 206 grein laga um gróft
brot á friði og spekt á opinberum
stöðum. Dómurinn hljómaði upp
á eins árs þrælkunarvinnu.