Alþýðublaðið - 10.05.1984, Side 1
Fimmtudagur 10. maí 1984 89. tbl. 65. árg.
25
þúsund
eintaka
útgáfa
Alþýðublaðið gefur nú út enn eitt blað í stóru upplagi, nú í 25
þúsund eintökum. Þessi útgáfa blaðsins hefur mælst mjög vel fyrir,
enda er blaðinu mjög tryggilega dreift og umtalsverður hluti þess fer
í öll hús í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Þá er blaðinu dreift
á venjulegan hátt annarsstaðar á landinu. — Auglýsendur hafa tek-
ið þessari skipulögðu dreifingu mjög vel. Þeir, sem vilja auglýsa í
næsta blaði, sem kemur út eftir röskan hálfan mánuð, eru beðnir
að hafa samband í síma 81866.
Kjartan Jóhannsson:
Uppgjöf ríkisstjórn-
arinnar er algjör
Ríkisstjórninni er nú þrotinn
allur lífskraftur. Hún hefur inn-
siglað algjöra uppgjöf sína í efna-
hagsmálum með nýjustu aðgerð-
um sínum og það logar allt í mis-
klið milli stjórnarflokkanna.
Auðvitað getur ríkisstjórnin
hangið áfram en hú.n er i rauninni
búin að vera. Nú er bara spurning-
in hvað hana langar til að tóra
lengi.
Þegar ríkisstjórnin var mynduð
sagðist hún ætla að taka öðruvísi
á hlutunum heldur en fyrri ríkis-
stjórnir hefðu gert. Nú skyldi
vandanum ekki lengur velt á und-
an sér heldur tekið á honum jafn-
harðan og fjármálaráðherra og
forsætisráðherra höfðu uppi
miklar og digrar yfirlýsingar i
þessu efni. En það lagafrumvarp
um efnahagsráðstafanir sem
ríkisstjórnin hefur nú lagt fram er
einmitt að því tagi að vandanum
sé velt á undan sér. Það á að leysa
vandamál ríkissjóðs fyrst og
fremst með erlendum lánum og
það er ekki hugsað um skulda-
dagana. Með þessu móti hefur
ríkisstjórnin gefist upp við öll þau
markmið sem hún setti sér í efna-
hagsmálum nema ef vera skyldi
að það hafi verið eina markmið
hennar að skerða kjörin í landinu.
Margfaldar yfirlýsingar um að
auka ekki erlendar skuldir eru nú
að engu orðnar. Undir þær yfir-
lýsingar tóku bæði forsætisráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins en lengst í þeim efnum
gekk þó fjármálaráðherra sem nú
leggur til að þetta viðfangsefni í
ríkisfjármálum verði einmitt leyst
með erlendum lánum.
Gert er ráð fyrir að taka lán upp
á 2100 millj. kr. erlendis. Með
reiknikúnstum og prósentureikn-
ingi er siðan farið á flot með þá
sýndarmennsku að þessi aukning
erlendra skulda sé ekki aukning.
Þessi röksemdarfærsla er svo fá-
vísleg að hvert barn sér í gegnum
hana. Sannleikurinn er reyndar sá
að við afgreiðslu fjárlaga og láns-
fjárlag voru tekin mjög veruleg
lán til þess að standa undir
rekstrargjöldum ríkisins þannig
að þegar upp verður staðið, þá
verður heildaraukning erlendra
skulda á þessu ári yfir 4000 míllj.
króna. Ríkisstjórnin og ráðherr-
arnir eru í rauninni að gera sig að
viðundri með því að halda fram
að hér sé verið að standa við sett
markmið á sama tíma og það er
borðleggjandi að erlendar skuldir
muni aukast um 4000 millj. kr.
Það er svo kapituli út af fyrir sig
að ráðherrarnir skuli gera þjóð-
inni þá óvirðingu að telja hana svq
heimska og fólkið svo mikla
einfeldninga að það láti glepjast
af svona talnaleikfimi. Það sem er
alvarlegt i þessu máli er það, að
skuldasöfnun núna þýðir meiri
skatta seinna, minna til skiptana
seinna og það verður þeim mun
erfiðara að bæta kjör verkafólks-
ins í landinu. Ef Sjálfstæðisílokk-
urinn hefði meint orð af því sem
hann hefur haldið fram um um-
bótaþörf þá hefði hann heldur
aldrei staðið að svonefndu efna-
hagsráðstöfunum. Það er vita-
skuld litið gang af þvi að láta sér
þykja gaman að vera ráðherra ef
mönnum leiðist svo bardaginn við
efnahagsmálin, leiðist svo fjár-
lagagatið, að þeir gefist upp við
að leysa vandamálin.
Eftir þennan tillöguflutning
ríkisstjórnarinnar stendur ekki
steinn yfir steini í efnahagsstefnu
hennar. Nú á meira að segja að
taka lán, ekki bara í útfiutnings-
bætur heldur meira að segja til
þess að greiða vangreidd barns-
meðlög á íslandi. Að öðru leyti er
það megineinkennið á efnahags-
ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar
að ráðast að þeim sem minnst
mega sín. Þannig á að gera alla
læknishjálp dýrari fyrir fólkið i
landinu. Þessi ríkisstjórn sem ætl-
aði að leggja á sjúklingaskatt
virðist aldrei ætla að þreytast á því
að höggva í sama knérunn. Hvert
viðtal við lækni á nú að hækka
um 200-300 prósent, hver
röntgenmynd um 200 prósent,
hver rannsókn og hver lyfja-
skammtur sömuleiðis. Meðan
fólkið í landinu er að semja um 3
og 5% kauphækkun þá kann
ríkisstjórnin ekki annað en að
hækka álögurnar á þá sem þurfa
að vitja læknis um hundraðir
prósenta.
Það má spyrja hvort eitthvað.
hafi sparast fyrir þjóðina við
þetta. Sannleikurinn er sá að það
er ekkert sem hefur sparast, það
eina sem hefur breyst er það, að
þeir sem eru þurfandi fyrir lækn-
isaðstoð eiga nú sjálfir að borga
meira. Það er helst að sjá að ríkis-
stjórninni þyki fullgótt á þá sem
- álpast til að verða veikir eða fara
til læknis að þeir skuli greiða
brúsann í þeim mæli sem hér er
lagt til. Krónurnar munu að sjálf-
sögðu vera mörgum tilfinnanleg-
ar, en það er ekki það versta. Það
versta er það viðhorf sem kemur
fram hjá ríkisstjórninni í þessu
máli, nefnilega að sjá það helst í
öllu bákninu, að ráðast að þessu
fólki og kunna engin raunveruleg
ráð. Varla trúi ég því að það hafi
verið þetta sem forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisfiokksins
áttu við þegar þeir skrifuðu sitt
hugljúfa bréf til staðfestingar á
samkomulaginu við forseta ASÍ
þess efnis að koma sérstaklega til
móts við þá sem verst eru settir í
landinu. Þetta er líka sérstæð
framkvæd á því að vera vinur litla
mannsins.
Tannviðgerðir unglinga
skattlagðar
Ríkisstjórnin ætlar líka að
skera niður framlag sit til tannvið-
gerða og tannréttinga á ungu
fólki. Þessir unglingar sem rétt
björguðust frá því að vera stimpl-
aðir annars fiokks vinnuafl
samkv. ósk sjálfstæðismannanna
í VSÍ, eiga nú að dómi ríkisstjórn-
arinnar að borga meira fyrir tann-
viðgerðir sinar. Þessar tannvið-
geröir eru orðnar svo dýrar segir
ríkisstjórnin að það þykir rétt að
unglingarnir greiði meira úr sín-
um vasa. Auðvitað datt ríkis-
stjórninni ekki i huga að það væri
hægt að gera þessar tannviðgerðir
ódýrari. Að Itennar dómi eru víst
tannlæknarnir rétt við sultar-
mörkin, svo að ríkisstjómin gat
vitaskuld ekki gert þeim að axla
neinn hluta af þessum byrðum,
heldur ætlar hún unglingunum
allt. Heðan þeir hafa verið að
semja um 3-5% kauphækkun, þá
hækkar ríkisstjórnin gjaldið sem
þeir verða að greiða fyrir tannvið-
gerðir sínar um 50%.
Ég spyr, var það þetta sem ungl-
ingarnir máttu eiga von á þegar
yfirlýsingarnar vorur gefnar af
hálfu ríkisstjórnarinnar um að
rétta hlut hinna verst settu. Eða
var það svo að menn höfðu það í
huga af hálfu ríkisstjórnarinnar
eftir að unglingataxtarnir höfðu
verið brotnir á bak aftur, að láta
þá í staðinn greiða þeim mun
hærra verð fyrir tannviðgerðir
sínar.
Bruðl er leyft
Við erum sannarlega > fátæk
þjóð að dæmi ríkisstjórnarinnar
samkvæmt þessum tillögum
hennar. En það er sitt af hverju
annað sem ríkisstjórninni finnst
að við höfum efni á. Við höfum
efni á að taka erlend lán til þess að
greiða barnsmeðlög og við höfum
líka efni á því að reisa útvarpshús
og mjólkurstöðvar sem eru upp á
heilan hektara, seðlabankahús og
verslunarhaliir og við höfum efni
á því að gefa ráðherrum hluta í
bleiserum og bensum. Þetta eru
Framhald á bls. 19
Ráðstefna á lllugastöðum 25. — 27. maí n.k.
AT VINNU STEFNA
TIL ALDAMÓTA
Á undanförnum mánuðum
hafa farið fram umræður innan
Alþýðuflokksins um mótun nýrr-
ar atvinnustefnu til aldamóta. Að
mati Alþýðuflokksmanna er hér á
ferðinni mikilvægasti þátturinn í
endurreisn íslensks efnahagslífs.
Til að menn geti borið saman
bækur sínar um þennan mála-
flokk, og til sameiginlegrar
stefnumótunar, hefur nú verið
boðað til ráðstefnu að Illugastöð-
um í Fnjóskadal dagana 25. til 27.
þessa mánaðar.
Á þessari ráðstefnu verður
fjallað um flesta þætti íslenskra
atvinnumála. Fjölmörg erindi
verða fiutt og unnið í starfshóp-
um. Kjartan Jóhannsson, for-
maður Alþýðufiokksins, byrjar
ráðstefnuna með yfirlitserindi,
sem hann nefnir „Atvinnumál og
lífskjör“. — Þá verður rætt um
fullvinnslu sjávarafla og land-
búnaðarafurða, fiskirækt, líf-
efnaiðnað, búsetu og atvinnu-
skiptingu og fjölma'rga aðra
málafiokka.
Ráðstefnan hefst klukkan
20:30 25. maí með sameiginlegum
kvöldverði. Síðan verða þátttak-
endur kynntir. Klukkan 10 á
laugardag hefst flutningur fram-
söguerinda og síðan verður unnið
í starfshópum. Um kvöldið verð-
ur sameiginlegur kvöldverður og
félagar frá Akureyri sjá um kvöld-
vöku. — Á sunnudeginum verður
gengið frá greinargerðum starfs-
hópa og ályktunum.
Þátttökugjald er 1300 krónur,
en þrjár máltíðir og gisting eru
innifaldar í þvi. — Tilkynning um
þátttöku þarf að berast flokks-
skrifstofunni í Reykjavík ekki
seinna en mánudaginn 21. maí.