Alþýðublaðið - 10.05.1984, Qupperneq 17
Fimmtudagur 10. maí 1984
17
______________Búsáhaldadeild Sambandsins:_
Sérhannaðar innréttingar
allt er viðskiptavinum okkar algjör-
lega að kostnaðarlausu.
Hérna erum við einnig með vöru-
bretti og léttar hjólagrindur frá
danska fyrirtækinu Juncker. Flutn-
ingstækni í heiminum hefur al-
mennt talað breyst gífurlega mikið
undanfarið. Það er mjög mikið
hagræði að því að hafa grindur á
vörubrettunum, þannig að hægt er
að stafla þeim hver uppá aðra.
Þetta gerir t.d. okkur hér í Holta-
görðum kleift að taka til pantanir
Guðjón og Birgir fyrir framan hinar hentugu hillur frá Nord-Plan: „Tilboð
viðskiptavininum að kostnaðarlausu“.
setja þær allar á eina grind, strengja pöntun viðkomandi viðskiptavinar
plast yfir og seinna um daginn er komin inná gólf hjá honum.
„Hérna í Búsáhaldadeild Innflutningsdeildarinnar
erum við með sautján mismunandi vöruflokka. Ég get
nefnt þér flokka á borð við sportvörur, búsáhöld, leik-
föng, gjafavörur, verkfæri, innréttingar og margt, margt
fleira.“
Það er Guðjón Sigurðsson, deildarstjóri Búsáhalda-
deildarinnar, sem hefur orðið. Birgir ísleifsson, fulltrúi
í Búsáhaldadeildinni birtist nú í dyrunum og talið berst
að hans sérsviði.
„Við seljum og útvegum innrétt-
ingar og allan búnað fyrir verslanir,
vörugeymslur og annað slíkt“ segir
Birgir. Auk þess veitum við alla
almenna verslunarráðgjöf fyrir
kaupfélögin, aðallega í sambandi
við nýbyggingar og breytingar á
eldri verslunum. Annars Iegg ég
áherslu á það að þjónusta okkar er
öllum opin. Ef þú hefur einhver
vandamál sem við getum leyst, þá
skaltu bara hringja í okkur og við
veitum þér ókeypis þjónustu, útveg-
um tilboð innlend eða utan úr heimi
og þekking okkar og reynsla mun
ábyggilega gera þig ánægðan.
„Eg hef unnið hjá Sambandi ís-
Ienskra Samvinnufélaga í sjö árý
heldur Birgir áfram. Fyrst fimm ár
í Skipulags og fræðsludeild og núna
tvö ár hér í Innflutningsdeildinni.
Innréttingarnar sem við erum
með eru að stærstum hluta danskar,
frá Modul — Inventar A/S í Silki-
borg. Þá erum við með Lagerbúnað
frá Nord — Plan ásamt pallarekk-
um og lagerhillum. Einnig erum við
með frá þeim skjalageymslur fyrir
skrifstofur. Nord — Plan er gífur-
lega öflugt fyrirtæki og kemur viða
við. Þess má t.d. geta að plötusafn
danska ríkisútvarpsins, sem er
ekkert smávegis er geymt í geymslu-
búnaði frá Nord — Plan. Enda fá
Danir örugglega að heyra réttu tón-
listina í útvarpinu sínu og ekki frést
af neinum örðugleikum að hafa
uppá réttu plötunum á þeim bæ.
Þessi erlendu fyrirtæki veita
mjög góða þjónustu og viðskipta-
vinir okkar hér eru mjög ánægðir
með það sem við höfum útvegað frá
þeim. Ég nefni verslanir á borð við
nýju BYKO — búðina í Hafnarfirði
Skagafirðingabúð á Sauðárkróki
og Vöruhús Kaupfélags Árnesinga
á Selfossi.
Ég vil líka sérstaklega benda á, að
ef einhver ætlar að innrétta eitthvað
ákveðið pláss t.d. til skjalavörslu
eða til einhverrar annarrar geymslu-
aðstöðu, þá nægir okkur einfald-
lega að fá grunnteikningu af við-
komandi húsnæði. Við sendum
þetta síðan út og fáum innan tíðar
nákvæma útfærslu og verðtilboð í
viðkomandi innréttingar frá Dan-
mörku. Og það sem meira er. Þetta
Rœtt við Guðjón
Sigurðsson, deildar-
stjóra og Birgi
ísleifsson, fulltrúa
um sérþjónustu við
verslanir, innrétt-
ingar, nýja flutninga-
tœkni og plötusafn
danska ríkisútvarpsins
Þannig gengur þetta fljótt og
örugglega, varan verður ekki fyrir
neinu hnjaski og allir eru ánægðir.
Þessi bretti með grindunum nefnast
Evrópu — bretti og ryðja sér nú tij
rúms í flutningum hvarvetna i
heiminum.
Ég legg svo bara áherslu á það að
Framhald á bls. 16
Guðjón Sigurðsson, deildarstjóri: „Sautján mismunandi vöruflokkar í Birgir Isleifsson, fulltrúi: „Flutningamáti breyst gífurlega undanfarið“.
Búsáhaldadeild ‘ ‘.
Boddíhlutir, bretti og fl.
Fiat Ritmo Honda Accord
Fiat 127 -8 - 31-32 126P Toyota Corolla
Mazda 323 Volvo 142-144
VW 1300-1303 VW Jetta
Simca 1307 BMW 316
Simca 1100 VW Golf
Mercedes Benz 200 — 280 VW Derby
Audi80 Renault4—5
Hunter Lada 1200
Autobianchi A 112 Datsun 1200- 120Y 100 A pickup
Ford Escort MK 1 — 11 75-79
Ford Fiesta Passat
Mini
Opel Reckord DE Bretti á fieiri tegundir
Honda Civic vœntanieg
' -i———.-iii i„miu
r i
Mazda 323 M. Bonz 300 D
Mini Opel
—I—»ii i ■ n'i' ii i i 11 —
w g % m
Toyota Corolla Volvo
Ford Fiesta
Flat 127
Sendum samdægurs í póstkröfu
Ath. Erum fluttir að
Hamarshöfða 1
(iJvarahlutir
Hamarshöfða 1
Símar 36510 og 83744